Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________KNATTSPYRNA______ Mótanefndinni ekkert óviðkomandi ÞETTA er auðvitað afrakstur gríðarlegrar vinnu,“ segir Hall- dór, aðspurður um hvort ekki sé erfitt verk og tímafrekt að raða sam- an öllum knattspymuleikjum á land- inu og koma mótaskránum út í bók- arformi. „Það hefur ávallt verið keppikefli knattspyrnusambandins að mótabókin komi út nokkrum dög- um fyrir íslandsmótið og sé í aðalat- riðum eins og mótið muni spilast. Það hefur alltaf verið styrkleiki sam- bandsins í innlendu mótahaldi að geta gengið að þessum upplýsingum og áætlunum vísum og fyrir vikið hefur skapast mikil festa.“ Halldór segir að Knattspyrnusam- bandið njóti þeirrar sérstöðu að hafa starfsfólk í vinnu til að sinna þessum málum. „KSÍ hefur einnig sérstöðu í Evr- ópu, að því leyti að við sjáum um mót í yngri flokkum líka. Knattspymu- samböndin víðast hvar gera það ekki, heldur láta héraðssamböndin alfarið um slík mál. Þess vegna verð- ur starfíð svona umfangsmikið. Lítill hluti af þessu er keppni í deild og bikar, en öll heildin með yngri flokk- um drengja og stúlkna flækir málin og stækkar verkið. Hins vegar erum við í þeirri öf- undsverðu aðstöðu að hafa efni á starfsfólki til að sinna þessum störf- um og því er það hlutverk móta- nefndarinnar að leggja línur og vinna að heildarskipulagi mótahalds, en starfsfólkið sér um niðurröðunina sjálfa. Þrír starfsmenn KSI sinna mótamálum í víðastri merkingu og þar kemur til niðurröðun leikja, dómaramál, agamál og fleiri slíkir þættir.“ Með Halldóri í mótanefnd eru Anna Vignir, Atli Þórsson, Ágúst Ingi Jónsson og Bjöm Friðþjófsson. Birkir Sveinsson er mótastjóri og þau Klara Bjartmarz og ómar Garð- arsson koma einnig að mótamálun- um auk annars starfsfólks skrifstofu sambandsins, hvort heldur sem er í afgreiðslu eða framkvæmdastjóm. Hvenær hefst niðurröðun leikj- anna og skipulagning mótahalds? „Niðurröðunin hefst áður en til- kynningar um þátttöku berast, en frestur til þess að tilkynna þátttöku er 20. janúar. Ávallt tekur nokkra daga að ganga frá þeim, en um það leyti er jafnan búið að raða deilda- keppninni niður í aðalatriðum og leggja helstu línur í þeim efnum. Þá tekur við heilmikil vinna í febrúar og mars og fram til 15. apríl. Á þeim tíma tilkynna félögin einnig gjarnan breytingar hjá sér, t.d. þegar þau draga einstaka flokka sína úr keppni mannlegt Boltinn er byrjaður að --------7------------ rúlla á Islandsmótinu í knattspyrnu, ekki að- eins í efstu deildum karla og kvenna, heldur einnig í eldri og yngri flokkunum. Hundruð eða öllu heldur þúsund- ir knattspyrnuleikja fara fram á vegum Knattspyrnusambands- ins í sumar og Björn Ingi Hrafnsson ræddi við Halldór B. Jónsson, varaformann þess, um skipulagið, dómara- og mótamál. , , Morgunblaðið/Porkell ÞAU unnu að Mótabók KSI, sem að venju kom út fyrir fyrsta leik á íslandsmótinu í knattspyrnu. F.v.: Omar Smárason, Birkir Sveins- son, Klara Bjartmarz og Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ og formaður mótanefndar. eða reyna að koma inn flokkum sem þau hafa ekki tilkynnt. Um nokkurra ára skeið hefur verið reynt að koma sem mest til móts við óskir félag- anna í þessum efnum, alveg íram á síðustu stundu. Þetta á sérstaklega við yngri flokkana, enda viljum við að sem flestir taki þátt í knattspym- unni.“ Að mörgu að hyggja Halldór er ekki aðeins varafor- maður Knattspymusambandsins og formaður mótanefndar þess, heldur hefur hann einnig formennsku í dómaranefnd með höndum. Hann er spurður hvort þetta sé ekki fullmikið í fang færst: „Það má kannski segja það. Vissulega fer mikill tími í þetta, en samt ekki meiri en maður vill sjálfur eyða. Eg er í þessu af áhuga og þá verður maður auðvitað að horfast í augu við þann mikla tíma sem í þetta fer. Svo er ég þannig gerður að ég vil skipta mér af öllu mögulegu og að ýmsu leyti fer ágæt- lega saman að vera með móta- og dómaranefndina, hluti af dómara- málunum er einfaldlega skipulagn- ing og stjómunarlegs eðlis. Hinn að- alþátturinn felst svo í fræðslu og ég kem í nefndina sem reyndur forystu- maður úr knattspymufélagi - ekki með dómarabakgrunn - og held að það geti farið ágætlega saman að reyndir forystumenn og svo eldri og reyndir dómarar komi að þessum málum í sameiningu.“ Störfum dómaranefndar er í aðal- atriðum hagað eins frá ári til árs. „Það er umfangsmikil fræðslustarf- semi fyrir KSÍ-dómarana í gangi á vormánuðum og endar skömmu fyrir mót. í þeim hópi eru 36 dómarar, sem dæma í deildakeppni og bikar og flokkast niður í A-, B- og C-flokk. Þessi fræðsla endar alltaf á árlegri ráðstefnu sem stendur yfír eina helgi. Þar koma erlendir fyrirlesarar og innlendir, skrifleg próf og þrek- próf eru lögð fyrir dómarana og mál- in rædd á víðum grundveOi. I fram- haldi af þessu er gögnum síðan kom- ið til annarra dómara í landinu og einnig félaganna, sem sjá um að kynna nýjungar og áhersluatriði fyr- ir sínum félagsmönnum. Það koma þannig til ýmsir fundir víða um land.“ Skilningur aukist Taka íþróttafélögin þessari fræðslu vel? „Já, mjög vel. Að mínu viti hefur skOningur á dómaramálum aukist mjög hin síðari ár. Mjög margir þjálfarar leggja sig fram um að taka á þessum málum með leikmönnum sínum fyrir upphaf móts. Þetta teng- ist gjaman gulum og rauðum spjöld- um og mér hefur sýnst áberandi hversu þau félög, sem hafa tekið sér tak í þessum efnum, hafa uppskorið færri spjöld og þar með færri leik- bönn. Það er því ekki spuming í mín- um huga að það skilar sér að félög og þjálfarar þeirra leggi leikmönnum línumar og séu ekki sífeOt að agnú- ast út í reglur og dómara. Þetta snýst auðvitað mikið um sjálfsaga og vissulega getur orðið mikOl hávaði kringum einstök atvik á leikvellin- um. Menn spara þá ekki stóru orðin og láta öllum Olum látum. Sömu menn hafa oft aðra sögu að segja nokkrum dögum síðar þegar mesta gjömingaveðrið er um garð gengið. Þá em oft allir sammála í málinu.“ Halldór var formaður knatt- spymudeOdar Fram í hálfan annan áratug og stýrði félaginu er það vann fjölmarga titla, bæði í deild og bikar. Hann segist hafa merkt margs konar breytingar á knattspyrnunni hér á landi á þessum áram, bæði hjá leik- mönnum og dómuram. „Ég er alveg sannfærður um að dómarar hafa tekið miklum framfór- um á undanfornum áram og era betri en íslenskir starfsbræður þeirra voru hér á áram áður. Vissu- lega hafa einstakir dómarar alltaf verið mjög góðir, en í heildina tel ég að við eigum sterkari hóp knatt- spymudómara en áður. Dómarar nú- tímans fá miklu fleiri tældfæri en gerðist hér áður fyrr, verkefnin era fleiri, við ráðum nú við það að senda dómara í æfingaferðir til útlanda I mars og aprfl, verkefnin era fleiri á erlendum vettvangi og allt þetta skiptir miklu máli að mínu mati. Með þessu vfl ég aOs ekki kasta rýrð á bestu dómara okkar fyrr á áram. Þeir fengu ekki sömu tækifæri og nú standa tfl boða og það væri hreinlega lélegt ef við hefðum ekki hærri gæðastaðal nú en áður miðað við þetta. Það hefur svo ótalmargt breyst á síðustu áram, ferðalög era auðveldari þar sem þau era ódýrari en áður og nú hafa dómarar miklu fleiri tækifæri en áður til að fylgjast með erlendri knattspymu í sjón- varpi. Margir dómarar „stúdera" leiki í sjónvarpi og fylgjast með er- lendum starfsbræðram sínum. Og læra af því.“ Telurðu að meiri virðing sé borin fyrir dómuram en áður? „Ætli það sé ekki svona upp og niður. Það hefur orðið mikil framför t.d. í framkvæmd leikja frá því sem áður var. Aðbúnaður á knattspyrnu- vöOum er miklu betri en t.d. þegar ég var forystumaður í félagi og það hjálpar auðvitað tO. Ástandið hefur að minnsta kosti ekki versnað. En virðingin gleymist stundum, þótt ég telji að undir niðri beri leikmenn, þjálfarar og dómarar allir virðingu hver fyrir öðram. Þannig á það líka að vera. Svo getur allt slíkt gleymst í æsingi og hita augnabliksins." Fleiri góðir ieikmenn HaOdór segir að hið sama megi ef- laust segja um framþróun leikmanna - gæði knattspymunnar. „Það er augljóst að við eigum fleiri góða leik- menn nú en áður. Fleiri leikmenn ná árangri en áður og hinn stóri hópur íslenskra atvinnumanna í útlöndum er tO vitnis um það. Við eigum 50 tO 70 leikmenn á öllum stigum erlendis, en í gegnum tíðina höfum við auðvit- að átt toppleikmenn og það er alltaf erfitt að gera á þessu samanburð. Hvað á maður að fara langt aftur í tímann? - Ríkharður Jónsson, Al- bert Guðmundsson og Þórólfur Beck vora frábærir og það sama má segja um Ásgeir Sigurvinsson, Atla Eð- valdsson, Amór Guðjohnsen, Pétur || Pétursson og Pétur Ormslev, svo ég nálgist okkur aðeins í tíma. Alltaf standa upp úr einstakir toppar, en ég myndi halda að meðalleikmaður í efstu defld í dag væri sterkari og hefði verið í framför.“ Hvaða áhrif hafði blóðtakan í fyrra - straumur leikmanna í at- vinnumennsku? „Mjög mikil áhrif. Það fóra svo margir á sama tíma. Ég tel samt að j það eigi eftir að skila sér í betri leik- f' mönnum hérna heima, því þeir ungu og efnilegu fá kannski fyrr tækifæri en eOa hefði orðið. Mér finnst samt að knattspyman hér heima, sérstak- lega efsta defld, hafi jafnað sig ótrá- lega fljótt á þessari blóðtöku. Ég hafði áhyggjur af því íyrir leiktíðina í íyrra að það myndi taka deildina fimm ár að jafna sig og ná fyrri styrk. En mér sýnist engin merki vera um það núna að deildin sé lak- ari. Ungir menn hafa fengið tækifæri og eins hafa liðin mörg hver bragðið á það ráð að styrkja sig með erlend- um leikmönnum, sem margir hveijir era afar snjallir. Hinir mörgu Jú- góslavar hafa t.d. hækkað gæðastuð- ul defldarinnar umtalsvert á undan- fómum áram.“ Halldór telur að mótið í ár hafi farið vel af stað, þrátt fyrir mikla erfiðleika. „Tíðin undanfarið hefur verið slæm, sérstaklega fyrir vellina, | og það leynir sér ekki. Við ráðum f ekki við náttúraöflin og getum ekki dregið það lengur að byrja mótið, þótt óvissa sé um vallarskilyrði. Ut með Eyjafirði, á Ólafsfirði og Dalvík, svo dæmi sé tekið, hefur ríkt mikið vetrarríki og í raun ótrúlegt að Ólafsfírðingar gerðu sér lengi vel vonir um að geta leikið þar í 2. um- ferðinni. Leiknum gegn KR var síð- an ekki frestað fyrr en sólarhringur var til stefnu. Áhugi á knattspymu | er hins vegar svo mikill hér á landi, að þegar komið er fram í maí er kall- að eftir því að mótið byrji. Menn vflja fá tvo til þrjá leiki hjá sínum lið- um svo þeir sjái hvar þau standa.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.