Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 21

Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 2 } LISTIR Sagnfræði hins einstaka BÆKUR Einsaga KRAFTBIRTINGARHLJÓMUR GUÐDÓMSINS Dagbók, sjálfsævisaga, bréf og kvæði Magnúsar Ifj. Magnússonar, skálds- ins á Þröm. Sigurður Gylfí Magnús- son tók saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. 2. bindi. Ritsljór- ar: Kári Bjarnason og Sigurður Gylfi Magnússon. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1998, 423 bis. KRAFTBIRTINGARHLJÓMUR guðdómsins geymir valin brot úr umfangsmiklum persónulegum text- um sem Magnús Hj. Magnússon (1873-1916) skildi eftir sig. Bókin skiptist í fjóra hluta; inngang Sig- urðar Gylfa Magnússonar sagnfræð- ings; sjálfsævisögu Magnúsar sem fjallar um æsku hans; valin skeið úr dagbókum sem hann hélt öll fullorð- insárin og loks fáein bréf, alþýðuj fræði og kveðskapur eftir Magnús. I ítarlegum inngangi sínum rekur Sig- urður Gylfi æviferil Magnúsar og fjallar um textasköpun hans í ljósi sagnfræði og söguspeki. Megninhluti bókarinnar, ríflega 270 síður, er helgaður sýnishomum úr dagbókun- um. Auk styttri brota hafa verið valdir fjórir kaflar sem ná óslitið yfir tiltölulega löng tímabil og gefa þeir heillega sýn á greinargerð Magnúsar um umhverfi hans, líf og hugsanir frá degi til dags. Kaflarnir, sem lýsa tíðindaríkum tímabilum í lífi Magn- úsar, fanga vel athygli lesandans jafnframt því að gefa góða mynd af samfellu dagbókarritunarinnar. Utgáfa þessara persónulegu heim- ilda sætir tíðindum einkum fyrir tvennar sakir. Annars vegar skiptir útgáfan máli fyrir bókamenn - en al- þekkt er að Halldór Laxness sótti innblástur og fyrirmyndir að per- sónusköpun Ólafs Kárasonar Ljós- víkings í dagbækur og sjálfsævisögu Magnúsar. Pví má ætla að ritið komi til með að standa sem nokkurskonar neðanmálsgrein við Heimsljós og verði ómissandi lesefni í Laxness- fræðum framtíð- arinnar. Hins vegar hef- ur útgáfa sem þessi þýðingu íyr- ir orðræðu sagn- fræði hér á landi. Bókin er gefin út undir formerkjum aðferðafræði sem nefnd hefur verið einsaga. Aðferðir einsögunnar greina sig frá að- ferðum þeirrar félagssögu sem einkennt hefur sagnfræði undan- farna áratugi og fæst við íslands- sögu síðari alda. Einsagan er upp- tekin af hinu ein- staka og sér- stæða, útmörkum samfélagsins, í stað þess að leitast við að gefa yfirsýn yfir samfélags- þróunina með visan til hins dæmi- gerða. Eftir sem áður krefst einsag- an hlutdeildar í hinni almennu sögu. Fræðimenn sem ástunda einsögu vilja meina að rannsóknir á ævislóð- um sem lágu utan meðalvegarins opni fyrir mikilvæga sýn á samfélag- ið, sýn sem hulin er hefðbundinni fé- lagssögu. I inngangi sínum tekst Sigurður Gylfi m.a. á við tengslin milli sérstæðrar lífsbaráttu sveitarómagans, lausamannsins, barnakennarans, þurrabúðarmanns- ins, tukthúslimsins og skáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar og þeirrar almennu samfélagsmyndar sem dregin hefur verið upp af söga aldamótaáranna síðustu. Hann kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Maðurinn sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- mennirnir reynir meira á formgerð samfélagsins en hinn sem læðist með veggjum og er því líklegri til að varpa ljósi á raunverulegt gangvirki þess“ (bls. 91). Sigurður Gylfi er jafnframt upptekinn af þeirri sér- kennilegu skírskotun sem líf Magn- úsar hefur til persónu Ljósvíkings- ins. Samspil dagbókarinnar og texta Laxness verður honum tilefni til að velta upp sambandi sagnfræði við raunveruleika fortíðarinnar og því hvort sögulegur skáldskapur sé ef til vill betur til þess fallinn að koma for- tíðinni til skila við nútímann. Þannig geti listræn sköpun skáldsins á stundum opnað fyrir gleggri skilning á tíðaranda og kringumstæðum held- ur en vísindalegar aðferðir sagn- fræðingsins, Tilkall Sigurðar Gylfa til sagn- fræðilegs sannleika fyrir hönd hins einstaka og fyrir hönd skáldskapar- ins er áleitið söguspekilegt vandamál fyrir iðkendur sagnfræði. Vandinn snýr ekki eingöngu að því hvernig sagnfræðin getur gefið sem sannasta heilstæða mynd af fortíðinni, heldur líka að því hvers eðlis sannleikurinn er. Eru kannski til margir ósam- stæðir sannleikar sem eru frekar háðir orðræðu þess sem starir í sög- una heldur en fortíðinni sjálfri? Hvað sem líður afstöðu manna gagnvart sannleikshugtakinu veitir dagbók Magnúsar óvenju beinan að- gang að hugarheimi alþýðumanns sem bjó við kringumstæður sem virka harla framandi í samhengi til- veru flestra núlifandi Islendinga. Fyrir þær sakir eru dagbækurnar allrar athygli verðar. Ég hygg líka að bókin muni nýtast þeim sem rann- saka alþýðumenningu tímabilsins, ekki síst nemendum í sagnfræði sem sjaldnast hafa mikið tóm til að liggja yfir handrituðum heimildum. Leiðir það hugann að aðgengi að þessum mikilsverða brunni um sögu þjóðar- innar sem handrituð söfn eru. Bóka- útgáfa sem þessi getur aldrei orðið annað en lítið sýnishom af þeim víð- feðmu persónulegu og opinberu handrituðu gögnum um fyrri tíð sem leynast þar sem fáir af þeim vita. Því er það brýnt að farið verði af alvöru að huga að tölvuvæðingu slíkra gagna, þannig að þau yrðu í ríkara mæli aðgengileg fræðimönnum og al- menningi, t.a.m. á vettvangi Netsins. Ólafur Rastrick Sigurður Gylfí Magnússon Magnús Hj. Magnússon ^UPMANNAHÖFN ' Flug og bíll í viku fró kr. 38.660 Ammm Flug og bíll í viku frá kr, 36,630 r afcSELSssfc r 4 jg og bíll ONDON r Flugogbíllí lödaga *)410A frákr. iOt /V SGOW Flug og bill i viku Hkr 33.680 r /?ARÍS r Cl.,n ^ALTIMORE/ ^OSTON Flug og bíll í viku Wkr' 42.310 INNEAPOLIS Flug og bíll í viku Wkr- 42.310 Flug og bíll í viku ITILBOÐ Wk" 36,580 til 10/6 og ll.til 30. september y^ARCELONA Flug og bíll í viku frá kr. 35,500 ^ÍXEMBORG 7> \ USSELDORF Flug og bíll í viku Wkr 31.030 til 10/6 og ll.til 30. september XEMBORG Flug og bíll í viku frá kr. 32,250 Flug og bill í viku frá kr. jOiUJv ^WuNCHEN ..... Flug og bíll i viku frá kr. V JiVVV Öll verðin miðuð við 4 fullorðna í bíl. Barnaafslátturer veittur af þessum verðum Fáðu nánari upplýsingar hjá okkur í síma 552 3200 i H cþnn/ S&M \ b'skifúföli! i FERBASKRIFSTOFA L REYKJAVÍKIJR Aðalstræti 9 - sími 552-3200 það er hagkvæmt Kcroribletta »00*™* 2rr>g . 30 stk. NffiWnrt' mh«Iiitof »*» NICORETTE Hjálpar þér að ná takmarkinu! _D LYFJA Setberqi - Hafnarfirði • Hamraborg, Kópavogi Lágmúla, Reykjavik*Húsavíkurapótek, Húsavík Árnes Apótek, Selfossi Tilboðið gildir aðeins 31. maí meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.