Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 23

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 23 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarssson Leikarar og listrænir stjórnendur Sölku Völku í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Salka Valka í Hafnarfírði Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör og leikfélagið Annað svið hafa hafið æfingar á Sölku Völku eft- ir Halldór Laxness í leikgerð og leik- stjórn Hilmars Jónssonar. Frumsýn- ing er fyrirhuguð í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í haust. „Salka Valka gerist í íslensku sjáv- arplássi og er um margt bundin stéttarátökum á framanverðri öldinni en það eru manneskjurnar og örlög þeirra sem gera söguna sígilda. Sag- an speglar mannlífíð og lífsbaráttuna tengda hafinu, segir frá Sölku Völku sem kemur fyrst með einstæðri móð- ur sinni til Oseyrar við Axiarfjörð, fer að vinna fyrir sér í saltfiskverkun ung að árum kaupir svo bát og berst fyrir sjálfstæði sínu sem útgerðar- maður,“ segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. I helstu hlutverkum verða leikar- amir María Ellingsen, Benedikt Erl- ingsson, Gunnar Helgason, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Þrúður Vil- hjálmsdóttir og Jón St. Kristjánsson. Leikmynd gerir Finnur Arnar Am- arson, Margrét Omólfsdóttir semur tónlist, Björn Bergsteinn Guðmunds- son hannar lýsingu, Þómnn María Jónsdóttir gerir búninga og Ásta Hafþórsdóttir sér um förðun. Morgunblaðið/Davíð GRADUALEKÓR Langholtskirkju ásamt stjórnandanum Jóni Stefánssyni. Gradualekór Lang- holtskirkju GRADUALEKÓR Langholts- kirkju heldur tónleika í Lang- holtskirkju á morgun, mánudag kl. 20. Undirleikari kórsins er Lára Bryndís Eggertsdóttir og einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Efnisskráin mun bera keim af Kanadaferð kórsins í sumar og verða íslensk og kanadfsk verk áberandi, m.a. ættjarðarlög, þjóðlagaútseningar eftir Jón Ásgeirsson og „Saluta- tio Marie“ eftir Jón Nordal. Frá Kanada mun m.a. hljóma verk þar sem sungið er á indianamáli og kórinn skapar frum- skógastemmningu með ýmsum dýra- og fuglahljóðum. Á komandi sumri hefur kórinn þegið boð um að koma fram á „Niagara Falls International Music Festival" í Kanada. f tengslum við ferðina verður einnig farið til Nýja íslands og haldnir þar tónleikar í Gimli, Ár- borg og Winnipeg. Árið 1995 gaf kórinn út geisla- plötuna „Eg bið að heilsa". Hann söng einnig með Sinfóníuhljóm- sveit Islands á geislaplötu sem Chandos fyrirtækið gaf út með verkum eftir Jón Leifs. Árið 1996 kom út jólaplata og árið 1997 platan „Gradualekór Langholts- kirkju". Síðustu tónleikar fyrir lokun Gradualekór Langholtskirkju hefur margsinnis komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands og sungið m.a. á „Evróputónleik- um útvarpsstöðva". Tónleikamir á mánudag verða sfðustu tónleikar sem haldnir verða í Langholtskirkju fyrir lok- un hennar 1. júm', en þá hefjast framkvæmdir við uppsetningu kórglugga úr steindu gleri sem listamaðurinn Sigríður Ásgeirs- dóttir hefúr gert. Að því verki loknu hefst uppsetning á nýju org- eli, en það verður seinast í júm'. Vel sóttir tónleikar í Reykholts- kirkju Grund. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Söngbræður í Borgarfirði ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu hélt tónleika í Reykholtskirkju á dögunum. Tónleikarnir voru vel sótt- ir því á fjórða hundrað gesta komu í Reykholtskirkju og nutu þess sem flutt var. Dagskráin var fjölbreytt; kórinn hóf tónleikana með að syngja fjögur lög og tók þá Diddú við með fimm lög. Þá sungu þau saman Sigrún Hjáímtýsdóttir og Snorri Hjálmars- son dúetta úr Kátu ekkjunni og Zar- das-furstynjunni. Spaðafjarkinn, sem er kvartett með félögum úr Söngbræðrum, þeim Halldóri Sigurðssyni, Snorra Krist- leifssyni, Jóni Kristleifssyni og Guð- mundi Péturssyni sungu tvö lög saman. Því næst Karlakórinn fimm lög og síðan Diddú þrjú og að lokum sungu kórinn og Diddú saman tvö lög, La vergene degli Angeli eftir Guiseppe Verdi og Islandslag eftir Björgvin Guðmundsson. Félagar í Karlakómum eru fjöru- tíu og þrír. Stjórnandi hans er Jerzy Tosek Warszawlak. Undirleikari er Zsuzanna Budai. Undirleikari hjá Spaðakvartettinum var Svavar Sig- urðsson, en kynnir kvöldsins var sr. Brynjólfur Gíslason. GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jyæða flísar ^jyæða parket ^jyóð verð jjjfóð þjó nusta Gerðu útsknftina ógleymánlega LJOSMYNDASTOFAN MYNDÁS Árný llerbertsdóttir Aðalstræti 33 ^00 ísafjörður SímiWU.561 LJÓSMYNDASTOFA PÁLS Páll A. Pálsson Skipaqötu 8 600 Akureyri Sími6623466 LJÓSMYNDARINN Finnboqi Marinósson Gunnar Kristinn llilmarsson í Mjóddinni 109 Reykjavík Sími 557 9550 LJ0SMYNDAST0FAN NÝMYND Sólveiq Þóröardóttir Hafnarqötu 90 230 Reykjanesbær Sími 4211016 LJÓSMYNDASTOFA 0DD6EIRS Oddqeir Karlsson Borqarveqi 8 270 Reykjanesbær Sínii 4216SS6 NÍNA LJÓSMYNDARl Nina Björk lllöðversdóttir Grettisqötu 46 101 Reykjavík Siini S514477 LJÓSMYNDASTOFAN SVIPMYNDIR Iríður Fqqerlsdóttir llveríisqötu 18 101 Reykjavík Simi552 2690 LJÓSMYNDASTOFA PFTIIRS PéturInqi Björnsson Oldustíq 7 550 Sauðárkrókur Sími 453 6363 Kodak FfciiKiíiii I Ltillu KoiLiliJaginann sjn nni lilsltiijlannyiulalöhuiici og li yggðu l>aiinig at) miiiiiiiigin vcrði óglcymanleg. Þií scrð clílii c/lir því. t PARKER SONNET

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.