Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Áttatíu og tvær við-
skiptaáætlanir bárust í
samkeppnina Nýsköpun
‘99, sem Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins,
Viðskiptaháskólinn í
Reykjavík, KPMG Endur-
skoðun hf. og Morgun-
blaðið stóðu í samein-
ingu að. Ragnhildur
Sverrisdóttir ræddi við
sigurvegarana í sam-
keppninni, þrjá forritara
sem stofnuðu fyrirtækið
Lux Inflecta, og konurnar
sem hlutu önnur verð-
laun fyrir áætlun sína um
markaðssetningu Spaks-
mannsspjara erlendis.
Látu drauminn um
eigið íyrirtæki rætast
ÞRÍR vinnufélagar, Alfreð Þórðarson, 30
ára verkfræðingur, Birgir Finnsson, 33
ára tölvunarfræðingur og Þorbjöm
Njálsson, 27 ára kerfisfræðingur, unnu
fyrstu verðlaun í samkeppninni Nýsköp-
un ‘99. Þeir hafa þegar stofnað fyrirtækið Lux
Inflecta og ætla að ráða starfsfólk og koma
rekstri fyrirtækisins á fullan skrið í sumar.
Þeir segja auðvitað nokkra áhættu fylgja því
að segja upp góðum störfum og reyna fyrir sér
á eigin spýtur, en þeir hafi allir ákveðið að
„stökkva fram af brúninni" eins og þeir orða
það. Þeir hafa mikla trú á verkefninu og benda
á að tölvuheimurinn leyfi mönnum ekki að
hugsa sig um svo mánuðum eða árum skipti.
Það var því nú eða aldrei.
Alfreð, Birgir og Þorbjöm störfuðu allir hjá
hugbúnaðarfyrirtældnu Streng hf.. Alfreð hóf
störf þar árið 1992 og vann við Java-forritun frá
1995. Birgir hóf störf þar um svipað leytí og
Þorbjöm bættist síðar í hópinn. Þremenning-
amir unnu meðal annars að gerð dreifðs raun-
tíma-upplýsingakerfis fyrir fjármálaheiminn.
Þeir höfðu velt því fyrir sér um tíma hvort þeir
ættu að láta drauminn um eigið fyrirtæki ræt-
ast og þegar samkeppnin Nýsköpun ‘99 var
auglýst létu þeir verða af því að semja við-
skiptaáætlun fyrir Lux Inflecta, sem ætlunin er
að þrói og markaðssetji þróunarverkfærið Giza
sem einfaldar verklag við dreifða netforritun í
Java.
„Keppnin var kærkomið tækifæri til að láta
verða af þessu,“ segir Þorbjörn. „Við höfðum
velt stofnun fyrirtækis fyrir okkur hver í sínu
horni, en samkeppnin gaf okkur ákveðinn
frest, auk þess sem við fengum tækifæri til að
sitja námskeið og fá aðra hjálp við gerð áætl-
unarinnar.“
Birgir segir að síðari hluta febrúar hafi þeir
félagar hafið gerð viðskiptaáætlunarinnar fyr-
ir alvöra og unnið að henni allar helgar og
kvöld. „Og nætur,“ bætir Alfreð við. Hann
segir að sigurinn skipti þá miklu máli. „Ekki
bara vegna þess að við unnum milljón, heldur
ekki síður vegna þessarar leiðsagnar sem
KPMG Enduskoðun hf. og Viðskiptaháskólan-
um veita í heilt ár.“
Þorbjörn tekur undir þetta. „Við erum allir
tæknimenn og höfum ekki næga þekkingu á
þeirri markaðsvinnu, sem þarf að leysa af
hendi.“
Sveigjanleiki og traust
Merki fyrirtækisins Lux Inflecta er
píramídi og ljósbogi. „Lux Inflecta er latína og
þýðir í raun ljósbogi,“ segja þeir. „Ljósboginn
vísar til sveigjanleika og nýrrar hugsunar, en
píramídinn til einfaldleika og trausts. Þannig á
Giza verkfærið að vera, einfalt og traust en þó
sveigjanlegt.“
Giza er umhverfi til netforritunar, sem þre-
menningamir segja að alls ekki megi rugla
saman við vefforritun. „Þetta er verkfæri fyrir
forritara og umsjónarmenn tölvukerfa, en ekki
almenning,“ segir Alfreð. „Giza gerir forritur-
um kleift að dreifa vinnslu tölvukerfa þannig að
afkastageta þeirra og mögulegur notendafjöldi
aukist til muna. Þar að auki mun Giza stytta
þann tíma, sem það tekur að skrifa tölvukerfi,
mjög mikið. Java er sú tækni sem liggur að
baki Giza, en Java er ekld nema fjögurra ára.
Fyrirtæki sem íramleiða þróunarverkfæri hafa
hingað til, með misgóðum árangri, reynt að
sníða verkfæri sín að Java og dreifðri vinnslu.
Lux Inflecta sér verkefnið hins vegar frá nýj-
um sjónarhóli og nýtir því innbyggða eiginleika
Java og dreifðrar vinnslu tO hins ítrasta."
Þorbjörn segir að þetta verði þó aðeins
fyrsta verkefni fyrirtækisins og þegar það
verði komið vel á veg taki örugglega fleiri
verkefni við.
Birgir segir verkefnin óþrjótandi og bendir
meðal annars á að Netið sé í sífelldri þróun.
„Við sjáum enn sem komið er bara toppinn á
ísjakanum. Netið á eftir að verða enn öflugra
en það er nú og við viljum gjarnan vera einu
skrefi á undan, svo við verðum reiðubúnir
þegar önnur og þróaðri útgáfa Netsins tekur
við.“
80 milljóna þróunarkostnaður
Þorbjöm segir að Lux Inflecta þurfi 80
milljónir króna til að þróa Giza. „Markaðurinn
Með íslenskar spjarir á erlendan markað
Morgunblaðið/Golli
SPAKSMANNSSPJARIR færa út kvíamar á næstunni. Frá vinstri: Valgerður Torfadóttir, Halla Tómasdóttir, Edda Björk Guðmundsdótt-
ir og Björg Ingadóttir. Sitjandi em Sara Lind Þorsteinsdóttir og Auður Björk Guðmundsdóttir.
FYRIRTÆKIÐ Spaksmannsspjarir tók til
starfa í 25 fermetra húsnæði við Skóla-
vörðustíg fyrir sex áram. Nú reka hönn-
uðirnir Björg Ingadóttir og Valgerður
Torfadóttir fyrirtæki sitt í stóra húsnæði
við Þingholtsstræti 5. Ef viðskiptaáætlun fjór-
menninganna Auðar Bjarkar Guðmundsdótt-
ur fjölmiðlafræðings, Eddu Bjarkar Guð-
mundsdóttur viðskiptafræðings, Höllu Tóm-
asdóttur alþjóðaviðskiptafræðings og Söra
Lindar Þorsteinsdóttur fjölmiðlafræðings
gengur eftir verður fljótlega opnuð verslun í
Kaupmannahöfn og síðar í London, New
York, París og Tókýó. Viðskiptaáætlunin
hlaut 2. verðlaun í samkeppninni Nýsköpun
‘99.
„Við byrjuðum smátt og öll vinna var í okkar
höndum," segja Björg, 36 ára, og Valgerður, 43
ára, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma með
Evu Vilhelmsdóttur, en eiga það núna tvær.
„Við höfum alltaf selt vöra okkar í eigin versl-
un. Við hönnum fötin og saumastofan Sjö í
höggi vinnur allar prufur fyrir okkur, viðgerðir
og breytingar á fatnaði. Saumastofan er verk-
taki hjá okkur og vinnur forvinnu fyrir aðrar
saumastofur. Það er erfitt og óhagkvæmt að
skipta við svo margar smáar einingar, sem vora
um tíma tólf talsins, en á móti kemur að fatnað-
urinn í versluninni á hverjum tíma verður fjöl-
breyttari, sem kemur viðskiptavinum til góða.“
Til að mæta þessari óhagkvæmni hafa
Spaksmannsspjarir þegar fært sig út fyrir
landsteinana. „Við eram farnar að skipta við
saumastofu í Slóveníu, en ársframleiðslan
okkar er eins og dropi í haf þeirra.“
Tilbúnar til útflutnings
Valgerður segir að Spaksmannsspjarir séu
núna tilbúnar til útflutnings. ,Á síðasta ári
vorum við að flytja í stærra húsnæði, en við
höfum lengi velt fyrir okkur að færa út kví-
arnar, enda fáum við margar fyrirspumir frá
útlöndum. Við kynntum til dæmis hönnun
okkar á sýningu í Bella Center í Kaupmanna-
höfn í febrúar og fengum mjög góðar viðtökur
og höfum einnig fengið fyrirspurnir frá versl-
un innan Neiman Marcus keðjunnar í Banda-
ríkjunum, svo dæmi séu nefnd.“
Björg segir það kost að fyrirtækið hafi
stækkað jafnt og þétt. „Við höfum alltaf haft
alla þræði í hendi okkar og getað hagað
rekstrinum eftir aðstæðum hverju sinni. Við
Valgerður höfum unnið svo lengi saman að við
eram búnar að móta ákveðinn grann í hönnun
okkar sem við byggjum báðar á. Þess vegna
er eðlilegt flæði í hönnun okkar, hún tekur
breytingum eftir tískustefnu hvers tíma, en er
alltaf í rökréttu samhengi. Viðskiptaáætlunin
gerir líka ráð fyrir herrafatalínu, sem við er-
um þegar farnar að þreifa okkur áfram með,
unglingalínu, skóm og fleira. Við geram ráð
fyrir að halda áfram allri hönnun og vöraþró-
un hér á landi, enda era viðskiptavinir okkar
mjög opnir fyrir nýjungum og því tilvalið að
prófa vöruna fyrst á íslenskum markaði.“
Viðskiptavinirnir gerðu áætlunina
Meðal viðskiptavina Spaksmannsspjara
undanfarin ár era fjórar konur á aldrinum 30
til 32 ára, sem þekkjast frá því að þær vora
samtímis í námi í Bandaríkjunum. Þær Auður
Björk, Edda Björk, Halla og Sara Lind
ákváðu að taka þátt í samkeppninni Nýsköpun
‘99 um viðskiptaáætlanir.
„Við voram með ákveðna hugmynd, en þeg-
ar Björg og Valgerður heyrðu að við ætluðum
að taka þátt í samkeppninni spurðu þær hvort
við vildum ekki gera viðskiptaáætlun fyrir
þeirra fyrirtæki," segja þær Edda, Halla og
Sara, en Auður var erlendis þegar viðtalið var
tekið. „Við voram hrifnar af hugmyndinni og
spenntar fyrir að koma íslenskri hönnun á
framfæri erlendis. Niðurstaðan er í stuttu máli
sú, að vara Spaksmannsspjara er kjörin til út-
flutnings og horfumar era mjög góðar, sem
ætti að hvetja fjárfesta til samstarfs.“
Þótt fjórmenningarnir hafi nokkuð ólíkan
bakgrunn féll menntun þeirra og reynsla vel
saman við gerð viðskiptaáætlunarinnar. Við-
skiptafræðingurinn Edda og fjölmiðlafræðing-
urinn Sara starfa báðar hjá Landsbankanum,
Auður fjölmiðlafræðingur hefur starf nú um
mánaðamótin hjá Frjálsri fjölmiðlun og Halla
alþjóðaviðskiptafræðingur starfar hjá ís-
lenska útvarpsfélaginu. „Gerð viðskiptaáætl-
unarinnar reyndist auðveld þegar við lögð-
umst allar á eitt.“
Áhersla á eigin verslanir
Hönnuðimir og höfundar viðskiptaáætlun-
arinnar era sammála um að Spaksmanns-
spjarir eigi að leggja áherslu á að opna sínar
eigin verslanir erlendis, undir vöramerkinu
Spaksmannsspjarir, samhliða því að selja vör-
una í verslanir annarra. „Ef við seljum fötin
okkar bara á vörusýningum, þá getum við ekki
gert neinar raunhæfar áætlanir um sölu,“
segja Björg og Valgerður. „Við fáum kannski
mjög stóra pöntun frá einu vörahúsi í ár, en á
næsta ári er kominn nýr verslunarstjóri þar,
sem vill kaupa aðra vöra. Við viljum fara sömu
leið og margir aðrir hönnuðir og selja okkar
eigin vöru í okkar eigin verslunum."
Fyrsta skrefið er að opna verslun í Kaup-
mannahöfn. Viðskiptaáætlunin gerir ráð fyrir
að það verði í mars á næsta ári, en þær vilja
leggja allt í sölumar til að geta gert það fyrr,
helst næsta haust svo jólaverslun Kaupmanna-
hafnarbúa renni þeim ekki úr greipum. „Við
viljum vera miðsvæðis í Kaupmannahöfn og
höfum augastað á húsnæði við Kronprinsess-
egade, nálægt Kongens Nytorv.“
Fimm verslanir á tíu árum
Til að áætlanir í Kaupmannahöfn gangi eftir
þarf að lágmarki 50 milljónir króna, en þær
eru allar sammála um að æskilegt sé að ná
sem mestu fjármagni strax, til að geta byggt
fyrirtækið upp hraðar og skilað hagnaði fyrr
en ella. Áætlunin gerir ráð fyrir að opnaðar
verði fimm verslanir erlendis á næstu tíu ár-
um.
„Við erum með mjög gott viðskiptatæki-
færi og næsta skref er að leita eftir fagfjár-
festum. Viðurkenningin, sem viðskiptaáætl-
unin hlaut, gerir fjármögnunina væntanlega
auðveldari. Þetta er spennandi verkefni sem
við hlökkum til að takast á við,“ segja Björg
og Valgerður.