Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 30

Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 30
30 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kjartan Magnússon LÍFIÐ er viðskipti í Hong Kong, segir Óli Anton Bieltvedt, framkvæmdastjóri Strax, sem er með starfsemi í þremur heimsálfum. SÓLIN SEST ALDREI HJÁ STRAX msxsmmNmiF Á SUNNUDEGI ►Óli Anton Bieltvedt er fæddur á Akureyri 1962. Hann er stúdent frá Verzlunarskóla íslands, stundaði síðan nám í við- skiptafræðum við University of Miami og brautskráðist þaðan með MBA-gráðu árið 1990. Hann hefur búið í Hong Kong frá árinu 1995 og sér um rekstur verslunarfyrirtækisins Strax þar. Hann er kvæntur Irisi Hreinsdóttur og eiga þau tvö börn. eftir Kjarton Magnússon SKRIFSTOFA Strax eru á sautjándu hæð í myndarlegu háhýsi á Hong Kong-eyju. Húsið þætti stórt á íslenskan mælikvarða og er mitt í frumskógi háhýsa, sem einkennir viðskipta- hverfið í Hong Kong. Brosmildur og hressilegur maður býður blaðamanni inn og er þar kominn Oli Anton Bielt- vedt, framkvæmdastjóri og annar aðaleiganda Strax. Vísað er til sætis á huggulegri skrifstofu Strax á milli skjalabunka og kassa fullum af vam- ingi, sem bíða sendingar til Banda- ríkjanna. Húsnæði er dýrt í Hong Kong og allt rými er því gjaman nýtt til hins ýtrasta. Alþjóðlegt umhverfi Innan um tölvurj blaðastafla og vörubirgðir vinnur Oli ásamt dönsk- um sölumanni, enskum verkfræð- ingi, tveimur kínverskum aðstoðar- stúlkum og íslenskum markaðs- fræðingi, Finni Guðmundssyni. Er því óhætt að segja að umhverfið sé alþjóðlegt. Sumir hafa viðskiptin í blóðinu og það er óhætt að segja að það gildi um Óla. Hann hóf ungur að vinna við íyrirtæki föður síns og alnafna sem var umsvifamikill í innflutningi hljómtækja og sjónvarpstækja til Islands. Seinna hófu þeir feðgar í sameiningu viðskipti með raf- magnstæki í Þýskalandi en þau snemst aðallega um að kaupa og framleiða vörur í Austurlöndum fjær og selja þær á Evrópumörkuð- um. Óli hefur búið erlendis síðan hann lauk námi og komið víða við og er þar ef til vill komin skýringin á því af hverju hann veigraði sér ekki við að setjast að í Hong Kong ásamt fjölskyldu sinni fyrir fjórum árum og freista gæfunnar. I hinni fjar- lægu heimsborg ákvað hann að stunda viðskipti á því sviði sem hann þekkti vel til á, þ.e.a.s. í við- skiptum með rafmagnstæki af ýms- um gerðum. Þetta var árið 1995. „I fyrstu gekk allt vel. Ég hafði réttu samböndin og gat því keypt vörur á góðu verði í Asíu og selt þær á evrópskum mörkuðum. Þá gerðist það að Evrópusambandið ákvað að setja háa refsitolla á ýmis raftæki, t.d. sjónvarpstæki, fram- leidd í Kína. Með þessu lokaðist hjá mér hugmynd mín um viðskipti frá Kína til Evrópu, en hún var upphaf- lega ástæðan sem dró mig til Hong Kong, og setti það heldur betur strik í reikninginn. Við Iris vorum nýkomin til Hong Kong með lítið bam og tiltölulega lítið fjármagn sem fljótt gekk á enda Hong Kong ein af dýrustu borgum heims. Við gátum samt ekki hugsað okkur að fara frá Hong Kong, við vorum ekki tilbúin að gefast upp, og ég fór því að líta í kringum mig eftir öðrum möguleikum." Ótrúlegur uppgangur í farsímaiðnaði Á þessum tíma var að hefjast hinn ótrúlegi uppgangur í fram- leiðslu á hvers konar farsímum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Alþjóð- leg stórfyrirtæki eru leiðandi í þró- un og framleiðslu á farsímum en til hliðar við þessa miklu vaxtargrein hefur sprottið upp ábatasamur markaður fyrir margvíslega fylgi- hluti, t.d. rafhlöður, hulstur, beltisklemmur o.s.frv. Megnið af þessum fylgihlutum er framleitt í Asíu. „Með mína þekkingu á raf- tækjageiranum, sem er í rauninni næsti bær við þessi símtækjavið- skipti, ákvað ég að láta reyna á þetta, enda er Hong Kong hjarta þessarar framleiðslu." Á þessum tíma, síðla árs 1995, var mikill uppgangur í Suður-Am- eríku. Óli setti sig í samband við gamlan félaga frá Bandaríkjunum, Ingva Tý Tómasson, sem bjó í Mi- ami. Varð úr að þeir stofnuðu Strax í sameiningu. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og hafa þeir fé- lagar starfað á þessum grunni síð- an. „Ég stjórna framleiðsluhliðinni hér í Hong Kong en Ingvi Týr hef- ur yfirumsjón með markaðssetn- ingunni frá Miami ásamt Birgi Erni Birgissyni hagfræðingi,“ seg- ir Óli. Meginþátturinn í starfseminni er framleiðsla á fýlgihlutum fyrir flest- ar tegundir og gerðir farsíma, í upphafi með áherslu á vinsælustu gerðimar fyrir markaðina í Norður- og Suður-Ámeríku, en nú er einnig vaxandi áhersla lögð á Evrópu. Vörusala til Islands er einnig vax- andi þáttur í starfseminni. „Það er ótrúlegt hvað hægt er að selja heim,“ segir Óli. „íslendingurinn þarf alltaf að hafa það nýjasta og besta, bæði í farsímum og fylgihlut- um.“ MiHjarður farsíma árið 2004 Heildarvelta S traxfyri rtæ kj an n a nam um 230 milljónum króna á síð- astliðnu ári og var meginhluti henn- ar vegna vörusölu til Bandaríkjanna og Suður-Ameríku að sögn Óla. „Það ríkir að vísu nokkur óvissa með þróun mála í Suður-Ameríku og þar eru miklar sveiflur í efna- hagslífínu, en samt er gífurleg sölu- aukning á farsímum. Talið er að nú séu um 300 milljónir farsíma í notk- un í heiminum en því er spáð af sér- fræðingum í símaiðnaðinum að þeir verði um 600 milljónir árið 2001 og komnir yfir milljarð árið 2004. Það gefur augaleið að þessi gífurlegi vöxtur hefur ótal tækifæri í för með sér og það hyggjumst við nýta okk- ur. -Hvemig sérðu fjarskiptamark- aðinn fyrir þér ef þú skyggnist enn lengra fram í tímann? „Ég sé fyrir mér að í nálægri framtíð muni hver einstaklingur hafa sinn eigin síma og sitt persónu- lega númer hvar sem hann er og hvert sem hann fer.“ Starfsemi í þremur heimsálfum -Munuð þið áfram leggja svo ríka áherslu á Ámeríkumarkaðinn? „Við höfum lagt mikla vinnu í að ná fótfestu þar en látið aðra mark- aði, t.d. Evrópu, mæta afgangi á meðan. Markaðsstarfið í Ameríku hefur skilað sér svo vel að við treystum okkur nú jafnframt til að hefja öfluga sókn inn á Evrópu- markaðinn. í júlí eða ágúst munum við opna skrifstofu í Englandi og þar verða höfuðstöðvar Strax í Evr- ópu. Þá höfum við litla söluskrif- stofu á Kýpur, sem Valur Berg- sveinsson er í forsvari fyrir. Fram- tíðarhugmyndin er sú að setja upp útibú í löndum Austur-Evrópu og Afríku en þessir markaðir eiga eftir að vaxa gífurlega á næstu árum. Eftir sem áður mun Hong Kong armur Strax annast framleiðslu og vöruþróun." -Pað er að sjá að Strax hafí starf- semi svo víða að sólin setjist aldrei í starfstöðvum þess. Hefur það ekki viss vandkvæði í fór með sér fyrír ekki stærra fyrirtæki að dreifast um allarjarðir ef svo má segja? „Við erum að byggja upp lítið en öflugt alþjóðafyrirtæki og þurfum því að vera með starfsemi á ýmsum stöðum. Auðvitað eru flest alþjóðleg fyrirtæki stærri en í smæðinni ligg- ur jafnframt okkar helsti styrkur. Með því að vera með starfsemi víða er auðveldara fyrir okkur að vera í milliliðalausu sambandi við fram- leiðendur og kaupendur sem skiptir gífurlegu máli. Éinnig þurfa menn að vera á staðnum til að skilja markaðinn og komast í tengsl við þá aðila sem skipta máli. Með lág- marks yfirbyggingu og notkun nú- tíma tækni getum við tekið ákvarð- anir hratt og verið í sambandi við mannskapinn hvar sem er í heimin- um.“ Nú vinna átján manns hjá fyrir- tækinu, sex í Hong Kong, einn á Kýpur og ellefu á Miami. Með fyr- irhugaðri útþenslu munum við væntanlega fjölga starfsmönnum í sjö til átta hér í Hong Kong og vera með í lok ársins um fimm starfs- menn í nýju skrifstofunni í Englandi. „ Búnir með grunninn -Hvað stefnið þið á að auka velt- una mikið á milli ára? „Við reiknum með að heildar- velta iyrirtækisins muni rúmlega þrefaldast frá síðasta ári og verði um 800-850 milljónir króna í ár. Þetta kann að hljóma ótrúlega en sannleikurinn er sá að þetta er fyrsta árið sem fyrirtækið starfar af fullum krafti. Það má líkja fyrir- tæki sem þessu við húsbyggingu. Fyrst þarf að grafa grunn og klára kjallarann áður en hæðimar eru byggðar. Fyrstu tvö árin fóru í að kanna markaðinn og byggja upp sambönd og nú er komið að því að láta reyna á þær hugmyndir, sem Strax byggist á. Þrátt fyrir mikla veltuaukningu reynum við að halda yfirbyggingu í lágmarki og að hafa ekki fleiri en 25 starfsmenn í lok ársins.“ -Samkeppnin á farsímamarkaði er mikil og fer vaxandi. Hvernig hyggist þið ná viðunandi framlegð á þessum harða markaði? „Það er rétt að á þessum mark- aði er ekki vandinn að ná mikilli veltu, heldur viðunandi framlegð. Viðskipti með sjálfa farsímana fara þó vaxandi hjá okkur. Og með til- komu skrifstofunnar í Englandi sjáum við fram á mikla möguleika á símasölu inn til Hong Kong og Kína. Kínverjinn vill nefnilega miklu frekar kaupa farsíma fram- leidda í Evrópu en þá sem eru framleiddir í Kína. Okkar sérgrein er þó framleiðsla og þróun á fylgi- hlutum. í upphafi seldum við aðal- lega hefðbundna hluti eins og flest- ir af okkar keppinautum gera. Nú leggjum við aukna áherslu að hanna og þróa ýmsar framandi vörur eins og t.d. beltisklemmur, sem við höfum framleitt fyrir risa eins og Samsung, Mitsubishi og nú nýverið Qualcomm í Bandaríkjun- um. Þetta samstarf styrkir stöðu okkar í bransanum og gerir það að verkum að við erum ekki bara „venjulegir" farsímafylgihlutasalar og framleiðendur. Við erum að byggja upp orðstír sem gæðafram- leiðendur á nýjum og áhugaverðum varningi, sem við teljum að eigi eft- ir að verða lykillinn að velgengni okkar í framtíðinni. Þá er það einnig okkar styrkur að vera með þá sérstöðu að geta blandað saman öllum þremur sölukjörnunum í þessum viðskiptum, þ.e. sölu á hefðbundnum fýlgihlutum, nýjum hágæðavörum og svo hinum vax- andi viðskiptum í „orginal" fylgi- hlutum og símum. Við munum einnig leggja mikla áherslu á svo- kallaðan handfrjálsan búnað þar sem margar þjóðir munu brátt banna með lögum akstur með far- síma í lúkunni." -Hafíð þið bolmagn einir og sér til að auka umsvifín og hrinda hug- myndum ykkar í framkvæmd? „Smæð fyrirtækisins hefur stund- um staðið því fyrir þrifum og nokkrum sinnum höfum við átt í erfiðleikum með að fjármagna stór- ar pantanir, þ.e. að brúa bilið á milli framleiðslu og sölu. Þetta er í sjálfu sér „gott“ vandamál en vandamál eigi að síður. Vegna þessa og þar sem við sjáum fram á mikinn vöxt í okkar viðskiptum í náinni framtíð höfum við ákveðið að leita að áhugasömum fjárfestum. Þrátt fyr- ir að vera með tvo fjársterka og áhugasama aðila í Bandaríkjunum, ákváðum við að athuga þessi mál heima á Islandi. I framtíðinni er líka möguleiki að sameinast eða að tengjast einhverju af þeim stóru símafyrirtækjum, sem við eigum í samstarfi við. Ef áætlanir okkar ganga eftir reiknum við með að skrá fyrirtækið á bandarískum hlutabréfamarkaði eftir þrjú til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.