Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 31
Ég sé fyrir mér að í nálægri
framtíð muni hver einstaklingur
hafa sinn eigin síma og sitt per-
sónulega númer hvar sem hann
er og hvert sem hann fer.
ÓLI Anton sýnir hér hluta af úrvali farsíma-
og fylgihluta sem Strax framleiðir
fímm ár. Við erum nú að leggja
aukna áherslu á vörusölu á Inter-
netinu en þar eru möguleikarnir
gífurlegir í framtíðinni. Með því að
blanda saman framtíðai’viðskipta-
grein, sem farsímageirinn er, og
netviðskiptum, teljum við okkur
hafa áhugaverðan pakka fyrir fjár-
festa.“
Lífið er viðskipti
í Hong Kong
-Er mikill munur á því að stunda
viðskipti í Hong Kong og á Islandi?
„Já, það er óhætt að segja það.
Lífið er viðskipti í Hong Kong. Hér
eru miklir peningar og meiri hraði í
öllum sviðum. I Evrópu er maður
yfirleitt búinn í vinnunni um kvöld-
matarleytið en hér er unnið allan
sólarhringinn ef vel á að vera. Yfir-
leitt, þegar maður er að klára
kvöldmatinn um tíu leytið, byrjar
Miami að hringja. Þeir eru þá að
komast á morgunskrið og verða að
vita stöðu mála í framleiðslu- og af-
hendingarmálum. Maður þarf því
að leggja harðar að sér í viðskipt-
um hér en víða annars staðar.
Menn koma jú hingað til að vinna
og geta yfirleitt unnið sér inn meiri
peninga hér en í Evrópu og jafnvel
Bandaríkjunum. Asíubúar vilja
helst kynnast útlendingi persónu-
lega áður en þeir treysta honum og
viðskiptin geta farið fram og það
tekur að sjálfsögðu tíma. Þrátt fyr-
ir að Hong Kong sé nú komið yfir
til Kína hefur lítil sem engin breyt-
ing orðið á lífs- eða starfsskilyrð-
um.“
Oli segir að það séu að mörgu
leyti kjöraðstæður til fyrirtækja-
rekstrar í Hong Kong. Hér eru góð-
ar samgöngur, virkur fjármála-
markaður og þjálfað starfslið og
staðsetningin er auðvitað frábær
fyrir útflytjendur og framleiðendur.
A móti kemur að laun og verð á hús-
næði er hærra en víða annars stað-
ar í heiminum. Nauðsynjavörur eru
einnig nokkuð dýrar hér því þær
eru að mestu leyti fluttar inn,“ segir
Óli að lokum.
Margir offremstu nuddurnm heims
nota BIOTONE nuddvörumar.
Þú þarft ekki að sœtta þig við
að nota annað en það besta.
0
UMBOÐ O G DREIFING A ÍSLANDI:
HALUR OG SPRUND chf.
Auðbrekku 14 (Húsnæði Yoga Studio) • Kópavogi
Sími 544 5560 • Fax 544 5565
Útsölustaðir: Lyfja, Lágmtila 5 • Hringbrautarapotek, Hringbraut 1 19
Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22 • Arbæjarapótek, Hraunbæ 102B