Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 38
38 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SVANA E. SVEINSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn
20. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Pétur Jónsson,
Sveinn Kr. Pétursson, Guðrún Iðunn Jónsdóttir,
Steinunn Pétursdóttir,
Jenný Olga Pétursdóttir, Veigar Már Bóasson,
Kristín Pétursdóttir, Antwan Spierings
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR,
Möðruvallastræti 8,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstu-
daginn 14. maí, verður jarðsungin frá Akureyr-
arkirkju fimmtudaginn 3. júní, kl. 13.30.
Halldór Grétar Guðjónsson, Ulla-Britt Guðjónsson,
Björgvin Leonardsson,
Guðrún Leonardsdóttir, Birgir Stefánsson,
Albert Leonardsson
og ömmubörnin öll.
+
Elskuleg eiginkona og móðir okkar,
STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Syðra-Lóni,
Furugerði 19,
Reykjavík,
andaðist þann 25. maí sl.
Útförin hefur farið fram.
Reynir Ármannsson,
Ásta Reynisdóttir, Bergþóra Reynisdóttir,
Ármann Reynisson, Halldór Reynisson.
+
Elskuleg móðir okkar, systir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju mánu-
daginn 31. maí kl. 13.30.
Helga Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
Björg Kristjánsdóttir,
Hanna María Jónsdóttir, Sigurbergur Steinsson,
Magnús Haukur Ásgeirsson,
Guðmundur Örn Guðjónsson,
Steinþór Guðjónsson,
Daníel Guðmundur Hjálmtýsson,
Thelma Hrund Sigurbergsdóttir.
+
Þökkum innilega þá miklu samúð og vinsemd
sem okkur var sýnd við andlát og útför okkar
hjartkæru
AUÐAR RÓSAR INGVADÓTTUR,
Suðurhólum 14.
Óðinn Snorrason,
Ingvi Rafn Óðinsson, Ester Rafnsdóttir,
Margrét Sigurpálsdóttir, Jón Sæmundsson,
Jón Veigar Þórðarson, Ragnhildur Þórðardóttir,
Jóhanna Marfa Ingvadóttir, Sigursteinn Karlsson,
Linda Ingvadóttir, Guðmundur Helgason,
Ingibjörg Lovísa Jónsdóttir
og aðrir fjölskylduvinir.
DRÖFN
PÉTURSDÓTTIR
SNÆLAND
+ Dröfn Péturs-
dóttir Snæland
fæddist í Hafnarfirði
10. september 1915.
Hún lést á Landspít-
alanum 10. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Pétur
V. Snæland, f. 19.2.
1883, d. 9.11. 1960
og Kristjana S.
Snæland, f. 23.7.
1889, d. 30.9. 1918.
Systkini Drafnar:
Baldur Snæland, f.
25.2. 1910, d. 11.1.
1996; Iðunn Snæland, f. 15.6.
1912, d. 24.4. 1990; Nanna
Snæland, f. 15.6. 1912, d. 1.8.
1992; Pétur V. Snæland, f. 10.1.
1918 sem er einn á lífi ásamt upp-
eldissystur Drafnar, Ingibjörgu
Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 24.4.
1924.
Dröfn giftist 19.12. 1936 Magn-
úsi G. Marionssyni, málarameist-
ara og síðar innheimtumanni, f.
22.8. 1911, d. 17.12. 1993. Börn
Drafnar og Magnúsar: 1) Sigurð-
ur Eggert Magnússon, og á hann
ijögur börn og tvö barnabörn. 2)
Kristjana Margrét Magnúsdóttir,
gift Ævari Auð-
björnssyni og á hún
fjögur börn, sjö
barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 3)
Sigríður Svanhildur
Magnúsdóttir, gift
Kristófer Þorleifs-
syni og á hún fjögur
börn og sex bama-
börn. 4) Magnús
Guðbergur Magnús-
son, d. 1969, var
kvæntur Guðnýju
Magnúsdóttur og
eru synir hans tveir
og fimm barnabörn.
5) Jóhann Marion Magnússon,
kvæntur Halldóru Jónu Jónsdótt-
ur og á hann íjögur börn og þijú
barnabörn.
Dröfn stundaði nám í klæð-
skeraiðn í Hafnarfirði og fór svo
í kjólasaum. Hún vann lengi við
saumaskap og afgreiðslustörf í
kjólabúðinni Best og síðar við af-
greiðslustörf í vefnaðarvöru-
verslun Ólafs Jóhannssonar í
Hólmgarði.
títför Drafnar fór fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ hinn
17. mars síðastliðinn.
Ég var svo lánsöm að eiga eina
yndislegustu ömmu að. Til rúmlega
ellefu ára aldurs bjó ég í Ólafsvík og
hitti þá ömmu ag afa þegar ég kom
til Reykjavíkur og einnig komu þau
oft til okkar á jólunum. Ég stærði
mig af því að eiga mýkstu ömmuna
(og kallaði hana oft ömmu mjúku).
Eitt skipti þegar hún kom í heim-
sókn kom vinkona mín til að sjá
ömmu mjúku, því hún var með svo
mjúka húð og alveg ekta amma.
Hún spilaði oft við mig og ég fór
líka með henni í spilakassana og var
mjög montin yfir því hversu heppin
hún var alltaf, hún fór t.d. ekki
öðruvísi á bingó en að koma heim
með nokkra vinninga.
Eitt sumarið fór amma með fjöl-
skyldu minni til Svíþjóðar. Þar fór
hún á kostum í tívolíinu og vann
tvær fullar ferðatöskur af böngsum
og dóti. Vonbrigðin urðu mikil þeg-
ar töskunum var stolið, en amma
gaf mér sætan strumpabangsa sem
situr nú á rúminu mínu þar sem
amma er farin frá mér.
Nú síðustu árin var amma mér
miklu meira en bara amma. Ég fór
oft til hennar og ég gat sagt henni
SVANA E.
SVEINSDÓTTIR
+ Svana E. Sveins-
dóttir fæddist í
Sandgerði 25. mars
1925. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 20. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sveinn
Arnoddsson, verka-
maður, f. 4.10. 1895,
d. 18.10. 1946, og
Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 17.12. 1885,
d. 18.7. 1964.
Svana átti tvo
bræður, annar var
tvíburabróðir henn-
ar og fæddist hann andvana,
hinn var Jón, sem fórst 4.1. 1960
með mb. Rafnkeli og átti hann
þrjú börn.
Svana giftist 8. júlí 1944 Pétri
Jónssyni, f. 22. september 1919.
Foreldrar hans voru Halldóra
Nú fínn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Jósepsdóttir og Jón
Kr. Magnússon.
Börn þeirra: 1)
Sveinn Kr., f. 22.1.
1944, maki Guðrún
Iðunn Jónsdóttir, f.
24.7. 1953. Þeirra
barn er Gunnar
Hrafn, f. 11.6. 1996,
sonur Guðrúnar er
Hannes Jón, f. 13.11.
1975. 2) Steinunn
Hafdís, f. 15.10.
1948. 3) Jenný Olga,
f. 13.10. 1951, maki
Veigar Már Bóasson,
f. 6.8. 1950. Þeirra
börn eru Árni Pétur, f. 15.3.
1979, Helgi Már, f. 4.5. 1982, og
Steinar Páll, f. 6.2. 1987. 4)
Kristín, f. 3.4. 1968, maki Antw-
an Spierings, f. 29.9. 1971.
títför Svönu var gerð frá
Hvalsneskirkju 28. maí.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Bijóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur.
Þú varst mitt blóm, min borg, mín harpa og
eldur.
(Davíð Stefánsson.)
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EIRÍKUR ODDSSON,
Hlfðargerði 23,
er látinn.
Guðmunda K. Þorgeirsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
allt sem mér bjó í brjósti. Hún var
einn besti trúnaðarvinur sem ég hef
átt. Við sátum oft og drukkum kaffi
saman og spjölluðum, en amma
hafði þann einstaka hæfileika að spá
í bolla eftir kaffidrykkjuna. Hún var
þessari einstöku gáfu gædd og var
spennan oft mikil þegar hún las úr
bollanum. Mjög margir spádómar
ömmu hafa ræst. Þetta voru orðnir
fastir liðir að skreppa í kaffibolla til
ömmu.
Amma var mjög hress og lífsglöð
kona, hló og gantaðist með mér eins
og hún væri jafnaldri minn. Hún
studdi mig alltaf í ákvörðunum mín-
um og mér leið einstaklega vel í ná-
vist hennar.
Síðasta sumar bjó ég í London og
skrifaði henni alltaf bréf og sagði
henni frá öllu sem ég var að gera og
hringdi líka í hana til að heyra í
henni. Henni fannst mjög skondið
þegar hún fékk pakka frá útlöndum
einn daginn, því að í honum reynd-
ist vera kaffibolli sem búið var að
drekka úr. Hún vissi líka hvaðan
hann kom, ekki frá neinni annarri
en mér. Stuttu seinna hringdi ég
spennt og hún spáði í gegnum sím-
ann, alltaf kom á óvart þegar hún
hitti naglann beint á höfuðið.
Amma var mjög tilfinningamikil
og hjartnæm manneskja. Henni
fannst við eiga það sameiginlegt að
vera mjög viðkvæmar og með stórt
hjarta, eins og hún orðaði það. En
þess vegna náðum við svo vel sam-
an, þrátt fyrir 60 ára aldursmun
vorum við mjög góðar vinkonur.
Amma saumaði mikið og fannst
gaman að dansa. Hún var oft hrók-
ur alls fagnaðar hér heima, t.d. í
skötuveislu, þar sem hún hló smit-
andi hlátri og sagði skemmtilegar
sögur.
Allar okkar samverustundir
geymi ég að eilífu í hjarta mínu.
I byrjun þessa árs brotnaði
amma mjög illa og var lögð inn á
spítala. Ég hélt þá að amma kæmi
heim eftir að brotin myndu gróa en
eitt leiddi af öðru og heilsu hennar
hi’akaði mjög ört. Allur líkaminn fór
að gefa sig og einn daginn rann það
upp fyrir mér að amma átti ekki aft-
urkvæmt af spítalanum og ég vildi
Með þessu fallega kvæði vil ég
kveðja móður mína sem nú er
kvödd hinstu kveðju. Þegar ég
minnist hennar þá sækja á huga
minn minningar frá æskuárunum í
Keflavík. Mamma hafði alltaf frá
svo mörgu skemmtOegu að segja,
hún hafði gaman af því að vera inn-
an um fólk, var glaðlynd og mikil
félagsvera. A þeim árum sem við
systkinin vorum að alast upp var
tíðarandinn annar en hann er í dag.
Mæðurnar voru í flestum tilfellum
heimavinnandi og þannig var það á
okkar heimili. Mamma var þessi
kjölfesta í uppeldinu, hún saumaði
á okkur fötin hvort sem var á okk-
ur eða dúkkumar, hún bakaði mik-
ið og vildi alltaf eiga nóg til að
bjóða með kaffinu. Allir sem
þekktu Svönu vita að hún lagði
mikið upp úr því að hafa heimilið
hreint og hlutina í röð og reglu og
var það ríkur þáttur í uppeldinu að
hafa okkur systkinin sem snyrti-
legust. Hún lagði mikið upp úr því
að vera sjálf vel til höfð, fannst sér-
staklega gaman að klæða sig upp á,
enda fannst mér mamma alltaf
vera afar glæsileg kona.
Mamma og pabbi komu oft nú á
seinni árum og dvöldu á heimili
mínu. Þau kynntust þannig vel
drengjunum mínum sem nú kveðja
ömmu sína með söknuði. Þeim
þótti afar vænt um hana og á milli
þeirra voru einstaklega miklir kær-
leikar.
Mikið á ég eftir að sakna hennar
mömmu minnar, hún fór svo
snögglega að það á eftir að taka
mig langan tíma að átta mig á því.
Það að heyra ekki lengur
hressandi málróminn og finna ekki
glaðværðina sem umkringdi hana
alla tíð á eftir að mynda tómarúm
sem erfitt verður að sætta sig við.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka hjúkrunarfólkinu á deild B7
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem
hlúði að mömmu síðustu klukku-