Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 40

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 40
40 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hjartans þakkir færum við ölium þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR járnsmiðs, Kambsvegi 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjartadeild Landspítalans, deild 14E. Jónína Hafsteinsdóttir, Ármann Einarsson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Kristín Magnúsardóttir, Gerður Hafsteinsdóttir, Runólfur Runólfsson, barnabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU HÁLFDÁNARDÓTTUR, Álfheimum 34. Ásta L. Jónsdóttir, Þórir Sigurbjörnsson, Jens Jónsson, Minerva Sveinsdóttir, María M. Jónsdóttir, Gísli Ögmundsson, Bjarni H. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þökk fyrir hlýhug og vináttu við and- lát og útför móður minnar, ömmu okkar og langömmu, HALLDÓRU SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Ásdís Hafliðadóttir, Hafliði Skúlason, Valdís Kristjánsdóttir, Snorri Már Skúlason, Ragnheiður Halldórsdóttir, Svava Skúladóttir, Skúli Þórisson og langömmubörnin. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts HARÐAR SÆVARS GUNNARSSONAR. Ása Sólveig, Rúnar Á. Harðarson, Sylvía Bragadóttir, Helena Björg Harðardóttir, Jón Gísli Ragnarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og stjúpmóður, GUÐRÚNAR TH. BEINTEINSDÓTTUR, Bergþórugötu 59, Reykjavík. Ólafur Beinteinsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Margrét Hafliðadóttir og fjölskyldur. LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 1 BJARNI KONRÁÐSSON + Bjarni Konráðs- son læknir fæddist á Skipum í Stokkseyrarhreppi 2. desember 1915. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Kópavogi 20. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 27. maí. Skuggar aðvent- unnar eru að lengjast, en við teljum okkur sjá fyrir endann á vexti þeirra þegar birta jóla- ljósanna tekur við. Það er á að- ventunni sem við fórum að hugsa um helgi jólanna og bera boðskap þeirra saman við tilgangsleysi þess lífsgæðakapphlaups sem daglegt amstur býðui- okkur. Þá fer hugur okkar að leita til þeirra sem sjúkir eru eða um sárt eiga að binda. Um nokkurra ára skeið hef ég haft fyr- ir sið á aðventunni að heimsækja vin minn Bjarna Konráðsson sem lengi hefur átt við veikindi að stríða. Síðastliðið haust höfðum við spjallað saman í síma og ég talað um að heimsækja hann. Jú, hann sagði að ég gæti gert það ef ég vildi. Nokkrum dögum síðar keyptum við hjónin lítinn blómvönd og fór- um og hringdum dyrabjöllunni í Þingholtsstræti. Svarað var og boðin innganga. Þegar upp á loftið kom var spurt hvað ég væri þangað að gera, og ekki get ég nú sagt að fögnuður gagnvart blómvendinum væri meiri. Þóru konunni minni var aftur á móti tekið með virktum og okkur boðið til stofu. Þar kom í ljós að við sóttum illa að, nýlega var byrjaður fótboltaleikur á þýskri sjónvarpsstöð. Um leið og okkur var skenkt sherry í glös fengum við að heyra allt um það hvað þýski fótboltinn væri miklu betri en sá enski eða ítalski. Nokkrir sparklingar sem á skjánum birtust voru nefndir með nöfnum og þess getið frá hvaða liðum þeir hefðu síðast komið og hvernig þeir hefðu staðið sig í deildinni það sem af var leiktímabilinu. Einhver sparklingurinn átti góða sendingu, sá hafði á ferli sínum dvalið í Austurríki, þannig að talið barst að landi söngs og lista. Bjarni og Ragnhildur kona hans höfðu vitjað þess lands fyrir fjölmörg- um árum og áður en varði var hann kominn með myndaalbúm og hóf að segja frá ferð þeirra. Hann rakti sögu flestra torga og halla, listaverkin á myndunum þekkti hann með nafni, auk þess sem hann gjör- þekkti sögu þeirra sem þau höfðu gert. Það tók okkur drjúgan tíma að fara í gegnum albúmin og hlýða á frásögn Bjama. Öðru hvoru sló hann saman hönd- um og gaf frá sér íþróttamannsleg hljóð þegar eitthvað það gerðist í boltanum sem athygli vakti, en hélt svo óðara áfrani frásögn sinni þar sem frá var horfið. Við áttum góða stund saman, stund sem ekki gleymist, en um það leyti sem fót- boltanum lauk tjáði hann okkur að nú þyrfti hann að skipta yfir á aðra þýska stöð þar sem væri að hefjast einn hluti framhaldsmyndaflokks sem hann mætti alls ekki missa af. Við þekktum okkar vitjunartíma, stóðum upp, þökkuðum og kvödd- um, sæl í sinni eftir heimsókn til fársjúks manns sem hafði engu tapað af sinni innri reisn, frásagn- argleði og kappsömum áhuga fyrir krafti þess lífs sem lifir. Þannig var Bjami, hann var gef- andi í samræðum og sífræðandi um ótrúlegustu málefni. Hann var margfróður og víðlesinn og hafði þann fágæta eiginleika að muna það sem hann las, sá og heyrði. Það var sama hvað rætt var við Bjarna, hvort það var Gamlatestamentið, Heimskringla, óperur eða nýjustu kvikmyndirnar, hann var alls stað- ar vel heima og gat endursagt heilu kaflana eða lýst atriðum, þama var aldrei komið að tómum kofanum. Hann var stórgáfaður maður og hreinlyndur með afbrigðum. Hon- um lét ekki vel að fljóta með straumi ef hann trúði ekki á stefnu rennslisins, og sagðist þá oft ein- faldlega „ekki nenna að taka þátt í þessari vitleysu". Hreinskilni var honum eðlisborin og það þurfti ekki að velkjast í vafa um álit hans á málefnum. Þau vom annaðhvort „ágæt“ eða „bara vitleysa". Þá vom jaðramir þarna á milli oft GUÐRÚN THEÓDÓRA BEINTEINSDÓTTIR + Guðrún Theó- dóra Beinteins- dóttir fæddist í Reykjavík 12. októ- ber 1915. Hún lést á Landakoti í Reykja- vík 11. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. maf. Var hringt í þig? - Nei. - Um leið og hjúkmnarkonan á Landakoti spurði átt- aði ég mig. Hún Gunna frænka var dáin. Eg kom beint af sjónum snemma árdegis, en hún hafði látist fyrir rúmum klukkutíma. Þú sem varst svo hress á Landspítalanum aðeins viku áður þegar ég fór út á sjó. Ég man þá daga vel þegar ég var „passaður“ á Sporðagmnninu hjá Gunnu og Halla. í þá daga var ég litla bamið og fannst gott að vera hjá þeim, enda var „stjanað“ við mig á allan hátt. A þeim ámm vann Halli í Kjötbúðinni Borg og Gunna hjá Sláturfélaginu. Sem barn hljóp ég eftir sundinu milli Borgarhús- anna og Halli stóð í dyragættinni með stóra hvítu svuntuna, já, það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fyrir tæpum tíu áram dvaldi ég hjá þeim í stuttan tíma við próflestur. Eins og nú lifnuðu all- ar góðu minningarnar í huga mínum. Hjá Gunnu og Halla var ég alltaf velkominn. Eftir að Halli lést á síðasta ári urðu sam- skipti fjölskyldu minnar og Gunnu enn þá nánari og ég fór oft til hennar til að fara yfir póstinn með henni, því þar sem hún hafði alla tíð verið skrifstofudama var það hennar lágmarkskrafa að hafa allt papp- írskyns í röð og reglu. Fyrir rúmum mánuði fómm við í leiðangur niður í bæ. Hún bað mig um að keyra sig á sínum bfl, enda var það í seinni tíð hennar aðalsmerki að eiga sinn eigin bfl og aka honum þótt heilsunni væri farið að halla. Ekki gmnaði mig þá að þetta yrði okkar síðasti bfltúr saman. eina göngufæra leiðin okkur venju- legum mönnum. Kynni okkar Bjarna hófust fyrir 30 áram þegar ég tiltölulega ungur gekk í Oddfellowstúku nr. 12, Skúla fógeta, sem þá var nýstofn- uð. Þar var Bjami við stjómvölinn og mótaði með öðram starf hins unga félagsskapar, til festu í hefð- um og athöfnum, þannig að við bú- um að enn í dag. Ég segi oft að Oddfellowreglan hafi verið minn besti skóU, skóU þar sem Bjarni Konráðsson var einn aðalkennar- inn. Ég hafði fyrst af honum ákveð- inn ótta, en eftir að góð kynni tók- ust með okkur breyttist sá ótti í virðingu og trygga vináttu. Bjai-ni var síkennandi okkur og hikaði ekki við að aga okkur til ef honum fannst þurfa. Hann hafði mjög gott vald á íslenskri tungu og unni góðu málfari. Hann var góður tungu- málamaður og naut þess. Til gam- ans vil ég segja Mtla sögu sem lýsir skemmtilegum persónuleika Bjarna. Fyrir nokkmm ámm stóðum við saman að því að taka á móti dönsk- um gestum sem heimsóttu stúku okkar. Ég bar mig upp við Bjarna um aðstoð þar sem ég væri óhæfur að tjá mig á dönsku. Bjarni svar- aði: „Auðvitað geturðu talað dönsku, það geta allir talað dönsku, þetta era alltsaman sömu orðin og í íslensku." Á eftir fylgdi langur fyrirlestur um mismunandi beitingu tungunnar við framburð ýmissa orða og orðasambanda, hvaðan þau væm dregin og teng- ing þeirra allt til latínu og grísku. Aftan í þetta hnýtti hann því að það væri hörmulegt að hlusta á menn vera að tala dönsku sem alls ekki hefðu vald á málinu. Ekki varð þessi fyrirlestur dönskum framburði mínum til framdráttar og héldum við báðir sáttir af fund- inum. Fyrir hönd Oddfellowstúkunnar nr. 12, Skúla fógeta, vil ég þakka góðum bróður allt það sem hann gaf af sér til starfsins, því það var mikið, enda hlotnuðust honum æðstu viðurkenningar stúkunnar, svo og Oddfellowreglunnar. Verka hans mun gæta í starfi okkar um ókomin ár. Bjarna Konráðssyni vil ég þakka samfylgdina. Genginn er vitur og góður maður sem ég hefði ekki vilj- að verða af að kynnast. Ég færi fjölskyldu hans mínar bestu sam- úðarkveðjur. Ingjaldur Ásvaldsson. Föstudaginn langa sl. komu mamma og Gunna í mat til okkar. Þessi kvöldstund var sérstaklega hlýleg og vel heppnuð eða eins og Gunna sagði sjálf: „svona eiga heimboð að vera“. Gunna frænka var mjög hrifin af drengjum okkar Þórannar, Sigurði og Agli. Sigurði fannst gott að halda í höndina á Gunnu og hún sagði mér að hann hefði mikla hlýju fram að færa með hendinni. Siggi minn er ekki sáttur við að Gunna sé dáin og talar um að hún komi brátt aftur. Egill okkar þriggja ára kallaði Gunnu oft ömmu og fyrir það fékk hann sér- staka athygli. Við eigum eftir að sakna þín, Gunna mín, við minnumst brossins, þíns hlýja viðmóts, þú og mamma að spila fjórhent á píanóið, þið tvær að þrasa og jafnvel sígarettanna, en ég hélt að þeirra yrði aldrei saknað. Margréti Hafliðadóttur og fjöl- skyldu þökkum við hlýhug og um- hyggju alla tíð. Margir hafa aðstoðað og hjálpað Gunnu frænku síðustu mánuði. Er þeim öllum þakkað. Mamma, þinn söknuður verður sjálfsagt mestur, því þið tvær vor- uð nánast eins og eitt alla tíð. Gunnu frænku og Hafliða kveðj- um við með söknuði eins og öll mín fjölskylda gerir. Valgeir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.