Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ragnheiður Guðmundsdóttir fæddist að Króki í Ásahreppi 16. ágúst 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirlqu 26. maí. Elsku amma. Skrýt- ið hvað lífíð kemur manni sífellt á óvart. vSem betur fer veit maður ekki fyrirfram hvað bíður manns. Pað að þú skulir vera farin frá okkur er mjög óraun- verulegt. Það er ekki svo langt síð- an við vorum að ræða um afmælið þitt í sumar. Eg var að segja þér frá því að mér væri boðið til Dan- merkur í sumar og þú sagðir að ég mætti ekki missa af afmælinu þínu. Hvem hefði þá órað fyrir því að stuttu seinna værir þú látin. Eg hugga mig við að þú þurftir þó ekki að þjást í lengri tíma. Það er svo margt sem ég mun sakna. Eg mun sakna þess að koma til þín og sjá þig spila bridge í tölvunni, svo bölv- _ aðir þú tölvunni í sand og ösku þeg- ' íir þér fannst hún gera vitleysu. Þau voru ófá skiptin sem við rök- ræddum stjórnmál. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir, m.a. fannst þér við unga fólkið ekki standa okkur nógu vel í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Þú vildir sjá harðari að- gerðir. Eg á eftir að sakna þess að sitja og borða pizzu með þér og horfa á Leiðarljós. Þú misstir helst ekki af því. Mér eru minnsstæðar stundirnar í „STRÆTÓ", þar na- ; ustu þín til fulls. Elsku amma, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Eg veit að það er vel tekið á móti þér af þeim sem þú hefur elskað og misst. Þín Anna Heiða. Ævin líður furðu fljótt, feigðar sniðinn hjúpur. Autt er sviðið, allt er hljótt, aðeins friður djúpur. Grípa mein hið græna tré, grefst hinn beini viður. Brákast grein þó blaðrík sé, brotnar seinast niður. (Á.K.) I dag kveðjum við hana Heiðu yfrænku sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Hún var fædd að Króki í Ásahreppi 16. ágúst 1929, þriðja yngst í hópi 14 systkina. Ung missti hún móður sína og ólst upp hjá föður sínum sem naut aðstoðar eldri systra hennar við heimilishaldið. Mig langar aðeins að minnast hennar með örfáum fá- tæklegum orðum og þakka henni samfylgd- ina. Elsku frænka, um þig á ég margar og góðar minningar, t.d. þegar við sátum saman heilt kvöld og flettum ljóðabókum til að fínna nógu fallegt ljóð til að hafa í minningargrein um hann afa, pabba þinn, og svo grétum við báðar. Þú varst þvílíkur dugnaðarfork- ur að orðin „ekki hægt“ voru ekki til í þínum huga. Þú varst alltaf boðin og búin að gera allt sem þú gast fyrir alla, sérstaklega þá sem minna máttu sín. Einu sinni spurði ég þig, meira í gamni en alvöru, hvort þú vildir ekki leysa mig af í vinnunni svo ég kæmist í frí og það var sko ekkert mál. Þú tókst þitt sumarfrí til þess og eftir það fannst þér það bara sjálfsagt að ef ég þyrfti að fara frá, þá kæmir þú og bjargaðir málun- um. Ég þurfti engar áhyggjur að hafa, því ég vissi að allt var í eins góðum höndum og hægt var. Hjá þér voru engin vandamál til, aðeins mismunandi erfið verkefni að leysa. Alltaf varstu svo kát og hress, það geislaði af þér kraftur- inn. Því að vera að vola þegar lífið hafði uppá svo mikið að bjóða? Þú sagðir alltaf að það að hafa góða heilsu og eiga góð og heilbrigð börn, væri það besta sem Guð gæti gefið nokkrum manni. Alla tíð vannstu við matargerð og varst listamaður á því sviði og margan góðan bitann hef ég hjá þér fengið og margt af þér lært. Þú áttir svolítið erfitt með að sætta þig við þegar þú, sökum meiðsla, þurftir að hætta að vinna. Þú hafðir alla tíð unnið svo mikið að þú kunnir ekki að vera aðgerðar- laus, en það tókst eins og allt ann- að. Þú hafðir eignast landskika á æskuslóðum móður þinnar og kom- ið þér þar upp sælureit í gömlum strætó sem þú hafðir innréttað sem sumarbústað. Þar áttir þú margar góðar stundir við að gróðursetja plöntur og dytta að ýmsu eða bara finna til góðgerðir handa gestum. Til þín var alltaf gott að koma. Elsku Dúna, Oskar, Helga og Erlendur, þið hafið misst mikið og svo snöggt, en það er huggun harmi gegn að hún þurfti þó ekki að líða kvalir. En minning hennar mun lifa og ylja okkur um ókomna tíð. Ég sendi aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur, ég er viss um að vel hefur verið tekið á móti henni þama hinumegin og hún mun vaka yfir ykkur öllum áfram. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, Mn ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku frænka, ég kveð þig með söknuði og þakka fyrir að hafa átt þig að. Hvíl þú í friði. Þín frænka, Elsa Aðalsteinsdóttir. Kær vinkona mín er látin. Á mig sækja ótal minningar um samveru okkar Heiðu fyrr og síðar. Þegar ég sit nú og blaða í Spá- manninum rekst ég á tilvitnun hans um vináttuna: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljós- ara í fjarveru hans, eins og fjallið sést best af sléttunni." Vissulega þekkti ég Heiðu vel og alla hennar góðu þætti, en núna þegar hún er farin finnst mér ég sjá í enn skýrara ljósi mannkosti þess- arar góðu vinkonu minnar. Á höfuðbólinu Stóra-Hofi, þar sem ég dvaldi mörg sumur á yngri árum, var jafnan lff og fjör og fjöldi ungs fólks yfir sumarið. En haustið, sem hún Heiða kom þar til starfa, hafði verið ákveðið að ég yrði einnig þar yfir veturinn. Ég man að mér þótti hálfdapurlegt þegar sum- arfólkið var farið, en koma þessarar dökkeygðu, hláturmildu stúlku breytti öllu. Allir dagar urðu ævin- týri. Við urðum óaðskiljanlegar í mörg komandi ár. Hún hafði allt til að bera sem prýða mátti góða vin- konu: kát, skemmtileg, ákveðin og áræðin, en umfram alit hjálpsöm og trygg í gegnum þykkt og þunnt. Og hvað við skemmtum okkur vel! Ég fékk að fara eina helgina með Heiðu í heimsókn út að Króki, þar sem hún átti heima. Þar mætti ég slíkri hlýju og gestrisni að fágætt var, og þar hitti ég Guðmund föður Heiðu, sem seinna varð tengdafaðir minn. Strax og ég tók í hönd hans fann ég að þar fór höfðingi, traust- ur, virðulegur og góður. Og slík glaðværð sem ríkti þar meðal allra dætra hans og sona, sem enn voru í föðurhúsum, var með eindæmum. Ég á heldur ekki orð yfir fegurð fjallanna og umhverfisins og hef hvergi á byggðu bóli komið á feg- urra bæjarstæði heldur en í Króki í Holtum. þannig var umhverfið sem hún Heiða mín ólst upp í, stórbrotið og glæsilegt eins og hún sjálf. Eftir hin glaðværu æskuár okkar í sveitinni og einnig samveru okkar á húsmæðraskólanum á Hvera- bökkum skildu leiðir um árabil. Vissum við þó alltaf hvor af annarri. Við tóku ár búskapar og barneigna hjá báðum. En vissulega urðu tengslin meiri en venjuieg vin- átta, því þegar ég giftist mínum elskulega Gísla, bróður Heiðu, hafði ég tengst þessari góðu fjöl- skyldu fyrir lífstíð. Við áttum svo því láni að fagna að endumýja gömul kynni með ýmsu móti. Báðar vorum við orðnar einar í okkar ranni þegar við eign- uðumst landið okkar austur í Rangárþingi. Þar í faðmi hins óvenjufagra fjallahrings áttum við hin síðustu ár margar unaðsstund- ir. Og draumurinn okkar Heiðu, að rækta þar okkar eigin skógarlund, er næstum því farinn að rætast. En eins og flestir vita sem fást við ræktun þarf að hafa næga þolin- mæði þegar bijóta á nýtt land. Þeg- ar ég sagði henni Heiðu vinkonu minni það, og eins að hún ætti ekki að ætlast til neins í dag eða á morg- un, heldur hugsa í árum eða jafnvel öldum, gat hún bæði grátið og hleg- ið í senn, því þolinmæði í þessum málum var ekki hennar sterka hlið. Við höfðum báðar komið okkur upp litlu athvarfi í landinu okkar, og fór hún Heiða mín ekki endilega troðnar slóðir þar, því einn góðan veðurdag stóð gamall strætisvagn þar í móunum. það var gaman að sjá hvað henni tókst að gera allt heimilislegt og myndarlegt þar, bæði úti og inni. Heimilið í strætó var eins og undarlegt sambland af sígaunavagni og hefðarstofu. Naut hún þar einnig aðstoðar sinna mannvænlegu þarna, sem ætíð stóðu við hlið hennar. Bamabömin, sem vom sólargeislar í lífi ömmu sinnar, áttu þar ómældar gleði- stundir. Sama mátti segja um mín böm og barnabörn og annarra, sem alltaf vom velkomin, því hún var mikill barnavinur. Fuglarnir í móum og mýrum áttu einnig hug hennar og var hún orðin ótrúlega glögg á fuglanöfn og lifn- aðarhætti þessara vængjuðu vina. Engan hitti ég á lífsleiðinni góð- viljaðri, réttsýnni og ákveðnari. Skoðanir sínar lét hún tæpitungu- laust í ljós; rík réttlætiskennd og samúð með lítilmagnanum var henni í blóð borin. Mörg hin síðari ár var Heiða nánast óvinnufær eftir slæma byltu sem hún hafði hlotið á vinnustað. Hún lét það aldrei buga sig og var ótrúlegt að sjá hverju hún gat komið í kring í landinu sínu, og draumar hennar og bolla- leggingar um hvað hún vildi gera í framtíðinni hrifu mann með sér. Þá voram við oft og tíðum fullar af eld- móði og ekki grunaði okkur að við ættum eftir svo stutta samleið. En sá illivígi sjúkdómur sem svo marga leggur að velli hafði haldið innreið sína og hafði svo hljótt um sig að engan grunaði að endalokin væm svo nærri. Börnin hennar og barnaböm sem syrgja ástkæra móður og ömmu munu öll erfa hina mörgu góðu eig- inleika og mannkosti Heiðu, hvert á sinn hátt. Og bæði þau og við hin, sem jafnan fórum ríkari af hennar fundi, munu ætíð minnast þessarar sérstæðu konu með þakklæti fyrir allt og allt. Megi guð gefa að hópurinn henn- ar sameinist um lundinn hennar og haldi þannig merki hennar á lofti um ókomin ár. Ég sendi ástvinum hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Dagbjört. Margur öðlingurinn er á stærsta vinnustað þjóðarinnar, Háskóla ís- lands. Óneitanlega eru það líka for- réttindi að fá að starfa með æsku landsins, skyn.ja þekkingar- og framtakslöngun hennar, leggja sitt af mörkum í mótun mikilla einstak- linga og stækka sífellt sviðið, þar sem mannsandinn ræður ríkjum. Hæfara fólk, betra mannlíf, ham- ingjusamari þjóð, - „ó fagra ver- öld“. Nýlátnir em af starfsmönnum skólans próf. Gunnar Guðmunds- son, læknir og próf. Þorleifur Ein- arsson, jarðfræðingur, persónuleg- ir vinir og tilhlökkun að hitta alla daga. Einnig minnist ég með virð- ingu og þökk próf. Ólafs Björnsson- ar, hagfræðings og alþingismanns, stjórnmálaskörangs og eins braut- ryðjenda sinna fræða á Islandi. Ölafur Magnússon, gjaldkeri Há- skólans, er nýlátinn, sem og yfir- smiðurinn Magnús Bergsteinsson, eftirminnilegir félagar, sem kunnu lausn á öllum vanda. „Kraftaverkin geram við strax, hitt tekur aðeins lengri tíma.“ Minntu jafnvel helst á Sigurstein Árnason, yfirsmið skól- ans í áratugi, sem öllu bjargaði. Núna kveðjum við Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrstu matráðs- konuna okkar. Við höfðum lengi hist í kaffinu í aðalbyggingunni fyrir aldarfjórð- ungi, Stefán háskólaritari og Perla Kolka, Guðlaugur rektor og Erla aðstoðarháskólaritari ásamt fleir- um, bak við skáp í vélritunarher- berginu, inn af herbergi Sigurðar, deildarfulltrúa VR, og maulað kexið okkar og marmelaði. Þetta var mjög þjóðleg samkoma og vakti til- hlökkun allan daginn. Landið og miðin undir í umræðunni, þingeysk stórmenni og útgerð á Suðurnesj- um brotin til mergjar, sem og starfsmannamál stofnunarinnar, Ijármál og húsnæðismál. Stjórnmál þjóðarinnar fengu auðvitað líka sinn skerf og jafnvel framboðsmál til embættis forseta Islands. Kven- fólkið með klæðaburð allra á hreinu, Stefán landsfrægur íþrótta- maður og söngvari og reyndur sem yfirvald Þingeyinga. „Hún er sérfræðingur í smur- brauði," kvað Erla upp úr einn dag- inn og við mændum á hana. Kjaraá- tökin 1978 höfðu nefnilega fært okkur mötuneyti og nú var búið að ráða matráðskonuna. Guðlaugur rektor lét okkur strax eftir besta staðinn í húsinu, með útsýni yfir höfuðborgina og fiugvöllinn og stækkunarmöguleika inn í gömlu kennarastofuna á norðurgangi. Sm- urbrauðið hennar Ragnheiðar reyndist líka strax það besta, sem við höfðum smakkað. í eldhúsinu var allt það helsta til matseldar og við Ragnheiður hóf- um þegar mikla landvinninga á sæl- keramarkaði íslenskra matvæla. Ekki mátti reyna um of á kostnað, þannig að við höfðum okkar aðferð- ir við reksturinn. Töluðum við Jón á Reykjum um kjúklinga og stór- bændur austanfjalls um naut. Smám saman tókst okkur að eigin mati og margra annarra að gera þetta að einu besta mötuneyti landsins og best rekna. Við trúðum á íslenskan heimilis- mat, enda þjóðhagslega best, iyrir utan allt annað. Kjöt, fiskur, græn- meti og mjólkurvörur, allt ferskt, og það síðarnefnda daglega frá Hreini í Hagabúðinni. Heilbrigt eins og sjálfur víkingastofninn. Á jólunum „glattaður“ hamborgar- hryggur og „fromage“. Tuttugu ár í ævi mötuneytis era langur tími. Heimsveldi hafa haft það á orði að enga mikilvæga samn- inga ætti að gera, - jafnvel ekkert mikilvægt ætti að ræða, - nema yfir góðum mat. Slíkan kost gaf Ragn- heiður starfsfólki Háskólans svo sannarlega, enda hafa mörg mál fengið farsæla lausn í mötuneytinu. Kostnaður starfsfólks í lágmarki, - líklega ein besta kjarabót, sem við höfum gert. Stofnunin þurfti ekki að sjá á eftir starfsfólki sínu úr húsi í matartímanum. Sumir gleypa jafnvel í sig á fimm mínútum og era eins og nýir menn á eftir. Ragnheiður var fædd á Króki í Holtum, nálægt fæðingarstað móð- ur minnar. Við urðum strax miklir vinir. Yfir henni hvíldi þessi hressi yndisleiki, gleði og fjör. Bróðir hennar var Guðbjartur, þekktur hestamaður hér í borg. Stundum á haustin, þegar ég hafði verið á fjalli á Landmannaafrétti, - kominn í bæinn -, þá horfði Ragnheiður á mig kímin á svip: „Ég þorði aldrei í Landréttir, þeir slógust svo mikið." Mamma, sem líka var matráðs- kona, sagði ósjaldan að hún saknaði þess að vera ekki sterkari, þegar hún var að bisa við stóra pottana. Það er oft erfitt að vera kona og eldamennska á stóram vinnustað er ekkert grín. Þegar við horfum á helstu prófessora og fræðimenn þjóðarinnar í guðfræði, læknisfræði, lögum, heimspeki, bókmenntum og málvísindum, hagfræði, viðskipta- og verkfræði, félags- og raunvísind- um ásamt starfsfólki stjómsýslunn- ar verða gott af matnum, þá vitum við að ævintýrið, sem hófst á bak við skápinn í vélrituninni á sínum tíma, hefur vel gagnast íslenskri þjóð. Þökk sé matráðskonunum og öllum brosmildu aðstoðarstúlkunum. Fyrir nokkru dró Ragnheiður sig í hlé frá pottunum okkar, erfiðið var of mikið. Þá fékk hún meiri tíma til þess að sinna börnunum sínum, sem hún elskaði svo heitt. Hversu mörg voru ekki orðin og stundirnar, sem hún átti um þau. Glöðust var hún alltaf, þegar þau gáfu sér tíma að kíkja í skólann til mömmu. Þau hafa nú mest misst, sem og barnabörnin. Ég votta þeim mína dýpstu samúð, sem og ættingjum öllum og vinum. Kærri vinkonu og félaga í brauðstritinu, sem og þjóni við musteri hámenningar íslensku þjóðarinnar, þakka ég samfylgdina. Guð ástar og gleði taki Ragnheiði mína sér að hjarta og veiti henni sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- 1 ■ ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.