Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 48

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 48
48 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ * Dýraglens Hundalíf Smáfólk kasta boltanum til baka? mikilvægur.. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Myndverkasýning Frá Ormi Guðjóni Onnssyni: ÉG hef eins og algengt er að segja í dag orðið við óskum fjölda ágætra vina minna um að halda sýningu á nokkrum þeirra myndverka og hug- verka sem ég hef fengist við að skapa. Þar eru ýmsar myndir málað- ar með olíu, vatnslitum og pastel. Einnig vil ég með þessari sýningu vekja athygli á hvemig búið er að ís- lensku hugviti og hugvitsmönnum á Islandi fyrr og enn í dag. Ég veit að ég er ekki einn um það að eiga í skúffum ýmiskonar hugmyndir sem komist hafa á blað um ævina. En mér er ekki kunnugt um að hugvits- maður hafi áður hengt upp til sýnis almenningi þessi frjókom huga síns sem fallið hafa í grýttan jarðveg hins- pólitíska, líflausa landslags á Islandi. Ég fæddist 1920 og kom í heiminn eins og aðrir í venjulegum fæðingar- fótum og þó menn fæðist með fullan munninn af gulli kaupa þeir sér ekki hæfileika, þeir em meðfæddir eða áskapaðir í þeim mæli sem almættinu þóknast. Ég tel mig vera dæmigerð- an hugvitsmann sem vinna þarf fyrir daglegu brauði en nota síðan allan frítíma við grúsk að fj ölbreytilegum hugðarefnum. Aðrir láta sér nægja að framleiða sína eigin hugmynd og vinna við hana lungann úr lífi sínu. I rúm fimmtíu ár ævi minnar hef ég unnið við hugmyndir mínar á ýmsum sviðum. Hugmyndir til þess fallnar að létta fólki störfin, bæta hag þess og þjóðfélagsins. Þær frumteikningar sem ég sýni hér skýra að hluta til það sem ég hef ver- ið að fást við og í mörgum tilvikum lokið frumsmíði af. Þó menn komist á það stig að smíða frumhugmynd með þrotlausri vinnu og öllu því fjár- magni sem menn komast yfir, jafnvel veðsetja eignir sínar, lokar kerfið og talsmenn þess svo gjörsamlega öll- um skilningarvitum þegar kemur að þróun og markaðssetningu hlutarins. T.d. með áhættufjármagni tU fram- kvæmda. Ég hef áður í skrifum mínum um nýsköpun minnst á þann tvískinnung sem felst í orðum og athöfnum póli- tískra aðila, oftast rétt fyrir kosning- ar, þar sem þeir leita og finna vai'la nógu góð lýsingarorð til að vekja at- hygli og sýna áhuga sinn á að efla ís- lenskt hugvit og nýsköpun einstak- lingum og þjóðfélaginu til farsældar. Fyrr á árum var það fiskimálasjóður sem var stofnaður til að efla og styrkja nýsköpun í sjávarútvegi. Mér er það minnisstætt þegai- ég sótti um 70 þús. kr. 1953 tU að Ijúka við til- raunir með dráttarkarlinn sem þá var hvergi tU í löndunum í kringum okkur. Ég fékk neitun eftir níu mán- uði svohljóðandi: „Umsókn yðar var synjað þar sem ekki þótti um hagnað að ræða vegna mannaspamaðar." Þetta er ekki einsdæmi en þannig byrjuðu samskipti mín við „kerfið“. Þrjú ár í röð sótti ég um styrk til Rannsóknarráðs ríkisins tU að koma áfram tUraunum mínum og Jóhann- esar Pálssonar með gervibeitu og tækjum sem ég smíðaði til þess brúks, jafnoft hef ég fengið neitun. Þrátt fyrir að hagsmunaaðUar hafi gefið hugmyndinni gott orð hafa svör Rannsóknarráðs alltaf verið á sömu leið „Hugmyndin er talin styrkhæf af Rannsóknarráði en hefur orðið að víkja vegna fjárskorts og fjölda ann- arra umsókna" hvað sem það nú þýð- ir. Þrjú ár í röð og alltaf sama svarið. Víst hef ég í stöku tilfellum fengið styrk og það ber að þakka þó það hafi ekki nægt tíl þess að fullgera mínar tUraunir. Hægt væri að segja margar ótrú- legar sögur af samskiptum okkar Jó- hannesar Pálssonar við „kerfið“ og ýmsa aðra aðUa hér á landi og í Dan- mörku en ekki verður farið út í þá sálma hér. Jóhannes flutti til Danmerkur um tíma í þeim tUgangi að koma sínum hugmyndum áfram þar. Það tókst að ýmsu leyti þar sem að málum komu mjög jákvæðir einstaklingar og stofnanir. Má þar nefna Teknologisk Intitut, Rasmus Uffesen, Hojmark laboratoriet, Greta Jakobsen o.fl. Ég hef notið þess að kynnast þessu fólki og fengið tækifæri tU að vinna með því ásamt Jóhannesi en því miður entist það samstarf ekki nægjanlega lengi vegna fjárskorts. Þegar hugmyndasmiðir fá svona neikvæðar viðtökur frá kerfinu eða ráðamönnum fjármagns hér á landi, þrátt fyrir ómælda vinnu og mikla peninga, mætti af ókunnugum álykta að þeir gæfust upp en menn hljóta þó að staldra við og hugsa sinn gang ef svo ólíklega vildi til að umsagnir og allt tal æðstu ráðandi manna um nauðsyn nýsköpunar á Islandi breyttust í veruleika. Ég hef haft þá áráttu eftir svona móttökur að leggja teikningar og önnur gögn þeim við- komandi ofan í skúffu enda í flestum tilvikum kominn á leið með önnur viðfangsefni. En það er einmitt það sem í skúffunum var geymt sem ég er að sýna hér í dag ef einhver hefði áhuga á að skyggnast inn í líf ís- lensks hugvitsmanns. Það er kunnugra er frá þurfi að segja að fjöldinn allur af íslenskum hugvitsmönnum vinnur að sínum verkum í frítíma sínum. Það hlýtur að koma niður á heimilum, fjárhags- lega og félagslega, þegar miklum tíma og fjármunum er eytt í ein- hverjar hugmyndir og veltur þá ekki lítið á því að eiga skilningsríka eigin- konu sem styður mann og styrkir. Það má segja sem svo að með slíkum störfum hugvitsmanna sé rekin nokkurskonar aukabúgrein og eins og lenskan er á Islandi er flest slík starfsemi dæmd til að fara á haus- inn, samanber kanínuræktin, fiskeld- ið, loðdýraræktin o.fl. íslenskir hug- vitsmenn eiga það sameiginlegt með fyrrgreindum greinum að þeir eru látnir á eigin spýtur bera skaðann af sínum verkum á svipaðan hátt og all- ir landsmenn eru látnir bera skað- ann af afglöpum annarra með því að greiða hærri skatta. ORMUR GUÐJÓN ORMSSON, Akurbraut 17, Njarðvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.