Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 54

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 54
54 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýtit á Stóra sóiii Þjóðleikhússins: SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Kiljan Laxness. Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Fvrri svnina: BJARTUR — Landnámsmaður íslands Fös. 4/6 — fös. 11/6. Síðustu sýningar leikársins. Síðari svning: ÁSTA SÓLLILJA - Lífsblómið 11. sýn. sun. 30/5 nokkur sæti laus — 12. sýn. sun. 6/6 — fim. 10/6 — sun. 13/6. Síðustu sýningar leikársins. TÓNLEIKAR TRÍÓS NÍELS HENNING ÖRSTED PEDERSEN mán. 31/5 kl. 21.00 Gestasýning: KONUNGLEGI DANSKI BALLETTINN mið. 2/6 kl. 20.00 oq fim.W6 M. 20.00. Aðeins þessar tvær sýningar. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney Lau. 5/6 — lau. 12/6. Síðustu sýningar leikársins. Stjnt á Litta stíiði kl. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Fim. 3/6 — lau. 5/6 — lau. 12/6. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sijnt á SmiðatíerkstteSi kt. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM — Arnmundur Backman í kvöld sun. 30/5. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Síðustu sýningar á Smíðaverkstæðinu. Sýnt í Ólafsvík 2/6 kl. 20.30 - í Hnrfsdal 4/6 og 5/6 kl. 20.30 - á Blönduósi 8/6 kl. 20.30 - íÝdölum 9/6 kl. 20.30 - á Egilsstöðum 11/6 og 12/6 kl. 20.30. Stjnt i Loftkastala: RENT - Skuld — Jonathan Larson Rm. 3/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus — lau. 5/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus - fös. 11/6 kl. 23.30 - lau. 12/6 kl. 20.30. Miðasalan er opin mánudaga—þriðjudaga kl. 13—18, miðvikudaga—sunnudaga kI. 13—20. Símapantanir frákl. 10 virka daga. Sími 551 1200. 5 LEIKFELAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litta kujlUntjfbúðut eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Þýðing söngtexta: Magnús Þór Jónsson. Leikstjóri: Kenn Oldfield. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Búningan Una Collins. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhanriesson. Hljóð: Jakob Tryggvason/Gunnar Ámason. Leikendun Ari Matthíasson, Ás- bjöm Morthens, Eggert Þorleifsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Selma Bjöms- dóttir, Stefán Kari Stefánsson, Val- ur Freyr Einarsrson og Þómnn Lár- usdóttir. Tónlistarmenn: Jón Ólafsson, Kari Olgeirsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón Elvar Hafsteinsson og Friðrik Sturiuson. Frumsýning fös. 4/6, hvrt kort, 2. sýn. lau. 5/6, grá kort, 3. sýn. sun. 6/6, rauð kort, 4. sýn. lau. 12/6, blá kort Litla svið kl. 21.00: "5^' lifandi Óperuleikur um dauðans óvissa tíma. Höfundur handrits: Árni Ibsen. Höfundur tónlistar: Karólína Eiríksdóttir. Höfundur myndar: Messíana Tómasdóttir. Frimsýn. fim. 3/6, örfá sæti laus, 2. sýn. fös. 4/6, 3. sýn. þri. 8/6, 4. sýn. lau. 12/6. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Súrefiiisvömr Karin Herzog Silhouette Félag íslenskra tónlistarmanna og íslenska óperan Einleikstónleikar í íslensku óperunni sunnudaginn 30. maí kl. 17.00. Sigrún Eðvaldsdóttir, fíðla James Lisney, píanó Á efnisskrá eru verk efiir J.S. Bach, Debussy, Stravinsky og Busoni IasMmu sun. 6/6 kl. 14 nokkur sæti laus sun. 13/5 kl. 14 Ósóttar pantanir setdar fyrir sýningu fim. 3/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus, lau. 5/6 kl. 20.30 nokkur sæti laus, fös. 11/6 kl. 23.30, lau. 12/6 kl. 20.30. Miöasala i s. 552 3000. Opiö virka daga kl. 10 — 18 og fram aö sýningu sýningardaga Miðapantanir allan sólarhringinn. 30 30 30 Mteuta opln Irá 12-18 oplranaA syitngu lýrinevdasa. (flö irá 11 lyi* hádetfMKhúalll HNETAN - drepfyndin geimsápa kl. 20.30. sun 30/5 uppselt, lau 5/6 HÁDEGISLEl KHÚS - kl. 1200 Nýtt, 1000 eyjasósa mið 9/6 TÓNLEIKARÖÐ IÐNÓ kl. 20.00 Caput flytur Örsögur eftir Hafliða þri 1/6, mið 2/6 TILBOÐ TIL LEIKHÚSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. Fréttir á Netinu ^mbl.is /\l-LTAf= G/TTH\&K£> A/Ý7~7 FÓLK í FRÉTTUM Ótti og andstyggð í Las Vegas Ofurstarnir af Kentucky Johnny Depp fer á kostum í hlutverki Hunters S. Thompsons --------------------- í Otta og andstyggð í Las Vegas sem kom út á myndbandi í síðustu viku. Pétur Blöndal talaði við hann um myndina og fyrirmyndina. EG HELD að flugþreytan sé farin að gera vart við sig,“ segir Johnny Depp og grettir sig bakvið sólgler- augun. „Maður kemur til Cannes og hefur ekki sofið í tvo daga og líður bara vel; eins og hálfgerðri ofur- hetju. Svo skyndilega er eins og maður sé laminn í höfuðið með sleggju, þar sem mænan og höfuðið mætast.“ Blaðamaður er ekki viss hvort Depp er að rugla saman flugþreytu og timburmönnum en gerir sér grein fyrir því að svona liði rithöf- undinum og „gonzo“-blaðamannin- um Hunter S. Thompson einmitt í Cannes. Hann hefði verið með allt á hreinu fyrsta daginn en smám sam- an hefði sigið á ógæfuhhðina. Og það er einmitt Hunter sem Depp leikur snilldarlega í myndinni Ótta og andstyggð í Las Vegas eða „Fe- ar and Loathing in Las Vegas“. Viðtalið fer fram á hótelinu Du Cap sem er í grennd við Cannes. Depp lítur út fyrir að vera nývakn- aður, er órakaður og í krumpuðum teinóttum jakkafötum en segist samt ekki hafa sofið í þeim. „Pau eru frá Dolee & Gabbana og eiga að vera svona,“ segir hann. „Þessar elskur hringdu í mig og sögðu að ég ætti eftir að líta virkilega vel út í þeim. Eg vona bara að þetta sé ekki illyrmislegur hrekkur," heldur hann áfram og hlær. Manndómsraunir Thompsons Myndin Ótti og andstyggð í Las Vegas er byggð á samnefndri sögu Hunters S. Thompsons. „Ég las bókina fyrst þegar ég var 16 til 17 ára og hef lesið hana fjórum til fimm sinnum síðan þá,“ segir Depp. „Ég er mikill aðdáandi Hunters og hef lesið nánast allt sem hann hefur skrifað." Hvað veldur þessari hrifningu? „Hann er einn hæfileikaríkasti rithöfundur sem komið hefur fram í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað,“ svarar Depp. „Hann hefur mikið vald á tungumálinu og er fyr- ir mér alveg óviðjafnanlegur." Var það þér mikilvægt að hitta hann fyrir gerð myndarinnar? „Ég lærði svo mikið af honum að ég get ómögulega neglt eitthvað ákveðið niður. Maðurinn hefur svo mikla athyglisgáfu og er einstakur mannþekkjari. Hann er mjög fljótur að sjá kosti og galla í fari fólks og það tekur hann aðeins örfáar sek- úndur.“ Hverjir voru þínir kostir og gall- ar, að hans mati? „Hann hefur aldrei látið það uppi en hann gerir ýmislegt til að reyna fólk, sjá hvemig það bregst við og hversu langt hann getur gengið. Hann á það til að móðga mig lítil- lega, t.d. með því að segja hæðnis- lega: „Svo þú ert kvikmyndastjam- an?“„ Depp bregður sér í gervi Hunters þegar hann segir þetta og JOHNNY Depp var voða fínn í tauinu. það er eins og Hunter bíómyndar- innar sé lifandi komin. Hann heldur áfram: „Við annað tækifæri voram við að búa okkur undir tökur. Ég var búinn að raka af mér allt hárið og var að máta búninga og prófa nokkrar kollur, eina með 50 hárum, aðra með 25 og þá þriðju með 17 hárum. Ég sendi Hunter myndir af þessu og skrifaði: „Petta er stefnan sem við eram að taka en við erum ekki búin að taka neina ákvörðun ennþá og þú verður að átta þig á því.“ Hann sendi mér aftur sama bréf- ið, setti ör við hausinn á mér og skrifaði: „Kláði?“ Þá skrifaði hann á myndimar: „Fötin eru alveg út úr korti. Ef þið ætlið að gera mig að einhverri teiknimyndafígúru eigið þið eftir að finna til tevatnsins.“ Ég hugsaði með sjálfum mér að hann gæti bara farið til fjandans. Og skrifaði það. Hann kallar mig Depp ofursta því hann skipaði mig einu sinni ofurstann af Kentucky. Svo við erum báðir ofurstar af Kentucky...“ Hvaðan hefur hann umboð til þess? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svarar Depp, „en mér skilst að það séu til samtök ofursta frá Kentucky þannig að við erum í góðum félags- skap. Ég sendi honum sem sagt bréf með áletruninni: „Doktor. Farðu til fjandans. Of seint. Ofurst- inn.“ Hann skrifaði mér aftur: „Mann- kynssagan mun ekki veita þér af- lausn illgjami þorparinn þinn.“ Þá skrifaði ég honum langt bréf þar sem ég útskýrði fyrir honum að ég væri ekki að reyna að gera hann að teiknimyndafígúru eða vanvirða hann: „Ég er ekki lagður upp í þessa ferð enn sem komið er. Ekki þrátta við mig. Ég hef nóg með mig að gera og þú ert að fást við annað. Við skulum hafa það í huga. Ef þú heldur að ég sé veikgeðja þá á ég eftir að koma þér á óvart.“ Þetta var storkandi bréf og ég fékk allt í einu svar frá honum sem var í allt öðrum dúr: „Hresstu þig við; ég var bara að reyna að hjálpa þér að velja föt.“ Þannig er hann. Hann var bara að reyna að stugga við mér og finna út hversu langt hann kæmist með mig. Þegar ég lét hann ekki vaða yf- ir mig, virti hann það við mig og lík- aði það vel.“ Orrustan töpuð? Talar hann eins og þú talar í myndinni? „Þannig hljómaði það í mín eyru,“ segir Depp. Hefur hann séð myndina? „Hann brást mjög vel við; mun betur en ég bjóst við,“ svarar Depp. „Ég var dauðskelkaður yfir því hvernig hann myndi bregðast við. Því þegar maður sér stóra útgáfu af sjálfum sér á hvíta tjaldinu þá hlýt- ur það að koma manni úr jafnvægi. Því meira sem ég líktist honum því óþægilegra yrði það fyrir hann. En hann brást vel við, sagðist hafa skemmt sér vel og að myndin væri yndisleg. Hann sagðist hafa vonað að hún tæki aldrei enda og það sem var stórkostlegast var að hann sagði: „Þetta var draugalegur lúðrablástur á töpuðum vígvelli.“ Eftir að hafa melt þessa spaklegu setningu um stund spyr blaðamað- ur: Tapaði hann þá orrustunni? „Ég er ekki viss um það, en að mínum dómi er hann enn í fremstu víglínu." Af hverju var ekki gerð kvik- mynd fyrr en 25 árum eftir að bókin var skrifuð? „Ég veit það ekki,“ svarar Depp. „Það hafa verið gerðar margar at- rennur að sögunni en ætli mönnum hafi nokkuð tekist að ná utan um viðfangsefnið. Ég veit að [Dennis] Hopper var viðriðinn þetta á sínum tíma og líka Jack Nicholson. Það er virkilega erfitt að skrifa bókina yfir í handrit. Jafnvel þótt það sé næst- um skrifað í söguna sem er út frá einni og sömu persónunni og því til- valin fyrir sögumann. En eftir að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.