Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 J---------------------- FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Siglandi slagparadís TONLIST Geisladiskur HI-CAMP MEETS LO-FI Hi-camp meets lo-fí, diskur Dip. Öll tónlist; er eftir Jóhann Jóhannsson og Sigtrygg Baldursson. Jóhann Jó- hannsson spilar á hljómborð og for- ritar og Sigtryggur Baldursson trommar og spilar á slagverk. Mar- grót Kristín Blöndal, Ása Júmusdótt- ir, Sara Guðmundsdóttir, Emiliana Torrini og Jón Þór Birgisson syngja, Pétur Hallgrímsson spilar á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón og Gunnlaugur Guðmundsson á bassa. STRÁKARNIR í Dip eru mætt- ir til leiks með sína fyrstu plötu, Hi-camp meets lo-fi. Sigtryggur Baldursson trommari og smella- söngvari hittir Jóhann Jóhannsson Lhooq-er í slagparadís tölvustuðs- ins. Það eru nokkrir hressir sem stinga sér í ídýfuna hjá strákunum, meðal annarra fjörpían Magga Stína og Jónsi úr Sigur Rós, sem bæði fara á kostum á plötunni með innleggi persónuleika og raddar. Diskurinn hefst á bútnum Drinking With the Fishes sem er þriðjungur úr stemmningu sem skýtur upp sjónpípunni aftur í lag- inu To safely sail, past the bar og kemur að landi í lokalaginu, Just to perish on the rocks. Stemmningin bindur diskinn skemmtilega sam- an, enda víða komið við í millitíð- inni. Utvarpsslagarinn Come out, sem að sögn Dip er „gay anthem" (óður til samkynhneigðra), myndi setja hvaða diskótek eða kokteilbar á annan endann ef ekki væri fyrir söngleikjagargið hennar Emiliönu Torrini. Lagið hefði staðið fullkom- lega með sjálfu sér án söngs! Lagið Glands, sem Asa Júníus- dóttir syngur í af stakri snilld, sýn- ir frábæran samruna Jóhanns og Sigtryggs í hljóða/slag-pælingum og tekur mann meira og meira með sér eftir því sem líður á lagið. ítalir eru greinilega jafnhrifnir, því Howie B hefur verið að æra diskó- tek óperuþjóðarinnar með Glands við argandi undirtektir. Við af Glands tekur töffaralegur spæjarasmellur sem ég skil ekki al- veg tilganginn með en er fínn und- irleikur stífrar kaffidrykkju og tek- ur vel á móti náttúrulegri Söru í laginu 10% More Free, sem er eitt besta lag plötunnar. Strákunum tekst að renna með stuðið ljúflega niður í lægðina og aftur upp í partí- ið og Sara siglir með „grúvskút- unni“ af fullum karakter. I laginu á eftir dýfir Gunnlaugur Guðmunds- son í flottustu bassalínu eftir stríð, með órafmagnaða bassanum sín- um. Það ætti eiginlega að skrifa nafnið hans tvisvar á umslagið fyr- ir afrekið. Dramatíska hápunktinum er svo náð af drottningu uppákomanna, Möggu Stínu, í laginu Trampoline. Það slær heimsmetið í dýnamík og virkar á ólíklegustu afkima tauga- kerfisins, kannski sérstaklega slag- æðarnar. Laglínan er áhrifamikil og fer með lagið út í stemmningu sem ekki sést annars staðar á disk- inum. Trampólínið er ábúðarfullt en samt liðugt og leikandi. Skyscraper Heart er lokalag Hi- camp meets lo-fi og jafnframt feg- urðarblettur disksins. Það er kór- drengurinn Jónsi sem trallar af innlifun og hljómar ekki síður sannfærandi í því samhengi en með Sigur Rós. Það hlýtur að vera eftir- sóknarverður hæfileiki að geta að- lagast hvaða hljóðumhverfi sem er. Flestum sem koma að þessum diski með Jóhanni og Sigtryggi tekst frábærlega upp í að koma sínum persónuleika til skila og um leið gera það fyrir lagið sem það þarfnast. Það fékk mig til að hugsa um hvað stíll hvers og eins er af- gerandi þegar einstaklingar eru settir í nýtt samhengi. Pétur Hall- grímsson getur hvergi falið sig með Kjöltustálið sitt, söngleikjag- argið hennar Emilíönu þekkist hvar sem er rétt eins og vægðar- kórinn er rækilega merktur Jónsa. Það sem er svo mest um vert.er að Jóhanni og Sigtryggi tókst einfald- lega að sjóða saman frábæra ídýfu. Kristín Björk Kristjánsdóttir Æ HLAUPASKOR Falcon 3 Nubuk Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Response Cushion Hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Radiant Trail Cushion Frábær Feet You Wear torfæru hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Galaxy Cushion Alhliða hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Universal Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig en óska eftir stýringu í niðurstigi. TS Support Fyrir hlaupara sem þurfa aukinn innanverðan stuðning. KIRKJUBRAUT 8, AKRANESI SÍMI431 1301 Sértilboð tii Costa del Sol 29. júní frá kr. 44.955. Nú getur þú tryggt þér glæsilegt tilboð til vinsælasta áfangastaðar íslendinga í sólinni, Costa del Sol. Heimsferðir bjóða nú sértilboð á íbúðarhótelinu E1 Pinar þar sem þú finnur frábæran aðbúnað, rúmgóð studio eða íbúðir, glæsilegan garð með sundlaugum, íþróttaaðstöðu, loftkældar íbúðir með sjónvarpi og síma. Hvergi finnur þú þvílíkt úrval veitinga- og skemmtistaða og fyrir hina ferðaglöðu er einstakt tækifæri Granada, Afríku, Gíbraltar eða spænsku sveitinni með fararstjórum Heimsferða á staðnum. Verð kr. 44*955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur, íbúð m/1, með sköttum. Verð kr. 49*900 M.v. 2 í studio, 2 vikur, E1 Pinar. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Aðefns 10 s®ti i boðf Keppt í félagsvist á kaffihúsi Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURVEGARINN Ingi Bjarmar Guðmundsson tekur við verðlaunum úr hendi Dagnýjar Davíðsdóttur. Heppni í spilum og ástum ► GESTIR kaffihússins í túninu heima í Mosfellsbæ hafa síðustu vikur keppt í félagsvist og réð- ust úrslitin nú síðastliðið fímmtudagskvöld. Sigurvegari var Ingi Bjarmar Guðmundsson og hlaut hann að launum ferð til London. Að sögn Dagnýjar Davíðsdótt- ur, eiganda kaffihússins, var spil- að á fimmtudagskvöidum og var úrslitakvöldið það sjöunda í röð- inni. „Hugmyndin kom frá einum viðskiptavina staðarins og okkur fannst hún sniðug til þess að laða að nýtt fólk,“ sagði Dagný. Keppendur voru sextán talsins frá fjórtán ára og eldri. Ekki er hægt að segja að heppni í spilum og ástum hafi ekki farið saman að þessu sinni því Ingi Bjarmar fékk 1.156 stig og næst kom eig- inkona hans með 1.098 stig, son- ur þeirra Eyþór varð þriðji. HÉR eru þau Valgerður Sig- urðardóttir, sem hlaut flest stig á úrslitakvöldinu, og Eyþór Ingason, sem fékk skammar- verðlaun kvöldsins. Valgerður náði 181 stigi en Eyþór 135, sem sýnir að keppnin hefur ver- ið jöfn og hörð. Aðspurð sagðist Dagný vonast til þess að hægt verði að endur- taka mót af þessu tagi á kaffihús- inu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.