Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SlMI 5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Fyrsta
ferðin?
HÚN HÉLT sig þétt saman
v «íþessi myndarlega æðarfugls-
fjölskylda á Tjörninni í gær. Að
sögn Arnórs Sigfussonar fugla-
fræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun eru ungarnir á mynd-
inni eflaust með þeim fyrstu í
ár en æðarvarp, sem nú er að
hefjast, stendur yfír fram undir
júh'mánuð. „Ég hef heyrt svona
utan að mér að þetta sé svolítið
seint af stað sums staðar úti á
landi. En varp er nú oft fyrst á
ferðinni hérna á suðvesturhorn-
inu,“ segir Arnór um þennan
afurðamesta fugl landsins.
Morgunblaðið/Ómar
Biflijólamað-
ur slasaðist
Samgönguráðherra um einkavæðingu Landssímans
Ein af spurningun-
um er um hraðann
MAÐUR á bifhjóli slasaðist á
vegamótum Biskupstungnabraut-
ar og Suðurlandsvegar í fyrrinótt.
Að sögn lögreglu á Selfossi
mættu lögreglumenn á eftirlitsferð
bifhjólamanninum undir Ingólfs-
fjalli, á móts við Laugabakka. Rad-
ar lögreglunnar sýndi hraða
- hjólsins 176 km/klst.
Að sögn lögreglu sneru lög-
reglumennirnir bifreið sinni við en
misstu á meðan sjónar á hjólinu.
Þegar lögregla kom að mótum
Biskupstungnabrautar og Suður-
landsvegar, þ.e. á gatnamótin rétt
vestan við Selfoss, kom í ljós að
maðurinn hafði misst stjóm á hjól-
inu og hafnað úti í skurði.
Að sögn Bergþóru Sigurðar-
dóttur, svæfíngalæknis á gjör-
gæsludeild, var maðurinn nokkuð
alvarlega slasaður en ekki í lífs-
hættu.
STURLA Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra, segist ekkert vilja segja
um hvort einkavæðingu Landssím-
ans ljúki á þessu kjörtímabili.
„Ég mun fara ofan í þetta mál og
kynna mér allar hliðar þess hvað
undirbúninginn varðar. A þessu stigi
vil ég ekkert annað segja um málið,“
sagði Sturla.
Um það hvort hann vildi ljúka
einkavæðingu Landssímans á þessu
kjörtímabili sagði hann að stjómar-
sáttmálinn kvæði á um að undirbúa
ætti sölu fyrirtækisins. „Þegar sala er
undirbúin er vitað að hverju er stefnt.
Ein spumingin er um hraðann og
mat manna á því hvemig skuli staðið
að þessu og þá, þegar undirbúningi er
lokið, hvort kostimir séu nægjanlega
fýsilegir til að hægt sé að stíga þessi
skref um sölu,“ sagði Sturla.
Sami símkostnaður
í þéttbýli og dreifbýfi?
„Þetta er margflókið mál. Annars
vegar er um að ræða að tryggja
hagsmuni eigandans, þ.e. að ríkis-
sjóður fái sem mest fyrir þessa eign
þegaj- seld verður og hins vegar að
tryggja hagsmuni neytenda, sem
eiga mikið undir því að fá ódýra
þjónustu hjá þeim fyrirtækjum, sem
sinna fjarskiptunum."
Sturla var spurður hvort hann sæi
t.d. fyiir sér að skilyrði um jafnan
símkostnað landsbyggðar og þétt-
býlis kæmu til greina við einkavæð-
inguna. „Nú er ekki sami símkostn-
aður þegar litið er til gagnaflutnings,
en ég held að þeir sem ætla sér að
taka þátt í þjónustu og viðskiptum
við íbúa landsins eigi mjög mikið
undir því að þetta markmið, sem
Síminn í ríkiseigu hefur sett sér, nái
einnig tú þeirra sem vilja hasla sér
völl í þessum viðskiptum.“
Sturla sagðist þó ekkert vilja um
það segja á þessu stigi hvort til
greina kæmi að binda einkavæðing-
una skilyrðum um jafnan símkostnað
á landinu.
Ölkelda í
Staðarsveit
• •
Olkelduvatn
á krana af
30 m dýpi
BÆRINN Ölkelda í Staðar-
sveit hefur nú kolsýruríkt öl-
kelduvatn á krana á bæjar-
hlaðinu eftir að tilraunaboran-
ir juku rennsli ölkelduvatns á
bænum, að sögn Kristjáns
Þórðarsonar, bónda á Ölkeldu.
Tilraunaboranir voru gerðar
á bænum vegna hitaveitu, seg-
ir Kristján, og við þá borun var
komið niður á ölkelduvatnsæð-
ina, sem fætt hefur ölkelduna,
sem bærinn er kenndur við.
Eftir boranirnar dró úr
rennsli í gömlu kelduna en
þegar borholunni var lokað og
settur við hana krani jafnaði
keldan sig, að sögn Kristjáns.
Ölkelduvatnið frá Ölkeldu er
nú til rannsóknar en það kem-
ur af 30 metra dýpi og er
ómengað með öllu og kolsýru-
ríkt, segir Kristján. Markaðs-
setning ölkelduvatnsins verður
e.t.v. tekin til skoðunar í fram-
haldi af þeim rannsóknum.
Seldu um 100
sjónvörp
FJÖLMARGIR nýttu sér endur-
greiðslutilboð verslunarinnar BT en
verslunin lofar að endurgreiða öll
sjónvörp keypt í gær, vinni Selma
Björnsdóttir Eurovision-söngva-
keppnina. Jón Jón Steingrímsson,
framkvæmdastjóri, taldi að um 100
tæki hefðu selst og aðeins örfá væru
eftir þegar haft var samband við
hann um tvöleytið í gær.
Morgunblaðið/Hulda Guðnadóttir
Bónus-merkið á
markaði í Portúgal
ÍSLENSKIR sokkar til sölu í
Portúgal. Alexander Kjartans-
syni, 9 ára Grafarvogsbúa í sum-
arfríi, fannst hann kannast við
glaðlegan grís á sokkaplöggum
sem voru til sölu á sígaunamark-
aði í Loulé, skammt frá Albufeira
Portúgal og reyndist þar vera
^‘komið vörumerki Bónus-verslan-
anna.
Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastóri Bónuss, vildi
ekki kannast við að fyrirtækið
væri lagst í víking með sokkasölu
á suðrænum slóðum. Sokkarnir
væru að vísu framleiddir í Portú-
^Pfcjal en Bónus fengi þá þjá Sænsk-
íslenska verslunarfélaginu.
Framkvæmdastjórí Sænsk-ís-
lenska, Gunnar Lúðvíksson, kom
af fjöllum en gat sér til að um
væri að ræða gallaða vöru sem
framleiðslufyrirtækið væri að
koma í lóg.
„Þeir hafa sjálfsagt stoiist til
að skella miðum á afgangssokka
sem þeir hafa viljað losa sig við.
Og þeir hafa eflaust valið á þá
miða sem þeir hafa ekki búist við
að nokkur maður þekkti. Þetta
er fyrsta skýringin sem mér dett-
ur í hug. En þeir hafa auðvitað
enga heimild héðan til að nota
Bónus-merkið,“ sagði Gunnar.
Bankastjóri Búnaðarbanka um skatt á hlutabréf starfsfólks
Munum fylgja þessu
eftir eins og við getum
„VIÐ ERUM ekki sammála þessari
skoðun ríkisskattstjóra og munum
fylgja því eftir eins og við getum,“
sagði Sólon R. Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbanka íslands, þegar
Morgúnblaðið leitaði viðbragða
hans við ákvörðun skattstjórans í
Reykjavík um að skattleggja sem
hlunnindi og með 25% álagi mis-
muninn á verði því sem starfsmenn
bankans og almenningur greiddu
fyrir hlutabréf í bankanum.
Starfsmönnum bankans var í
október 1998 veittur forkaupsréttur
að hlutabréfum í bankanum á verði
sem svaraði til gengisins 1,26, sem
var innra virði bankans um áramót-
in 1998. Almenningi var um sl. ára-
mót seldur hlutur á genginu 2,15. í
dag er skráð gepgi þessara bréfa á
Verðbréfaþingi íslands 3,45.
Alla leið í gegnum skattkerfíð
Sólon Sigurðsson sagði að þótt
skattayfirvöld hefðu á sínum tíma
skrifað bankanum bréf með ábend-
ingum um að þau teldu mismuninn
á gengi til starfsmanna og almenn-
ings skattskyld hlunnindi, hefðu
forsvarsmenn bankans verið ósam-
mála þessari lagatúlkun stjóm-
valdsins. Einhverju þessara mála
yrði fylgt eftir alla leið í gegnum
skattkerfíð.
I bréfi skattstjórans til þeirra
starfsmanna, sem keyptu hlutabréf-
in, segir m.a. að ráðleggingar og at-
hafnir stjómenda Búnaðarbankans
hafí ekki samrýmst niðurstöðum
skattyfn-valda og almennum skyld-
um bankans sem launagreiðanda
samkvæmt ákvæðum skattalaga.
Þarna segir Sólon vísað til bréfa-
skrifa skattstjóra til bankans vegna
sölunnar. „Við teljum þetta ekki
skattskyld hlunnindi því það var
ekkert annað útboðsgengi til á bréf-
unum en þetta á þessum tíma. Þetta
mál okkar er öðm vísi vaxið en mál
starfsmanna Landsbankans. Þegar
við seldum starfsmönnum á genginu
l',26 var ekkert annað gengi til hjá
okkur. Það er ekki fyrr en rúmum
mánuði síðar sem útboðsgengið
verður til hjá okkur. En hjá Lands-
bankanum fer útboð til almennings
og starfsmanna fram á sama tíma.
Þá vita menn hvert gengið er. Hjá
okkur var ekkert útboðsgengi til
annað en þetta á þessum tíma.
Þetta var gert í samráði við ríkis-
stjórnina, fjármálaráðherra og við-
skiptaráðherra, og ákveðið þá að
gengið yrði innra virði bankans um
áramót. Þá var aldrei rætt um
skattlagningu þar til viðbótar,“
sagði Sólon.
Bréf seld þriðja aðila á
1,26 fyrir útboð til almennings
„Það má fullyrða að starfsmenn
hefðu aldrei samþykkt að létta af
ríkisábyrgð á eftMaunum sínum ef
þeir hefðu vitað að ríkisskattstjóri
mundi túlka þetta svona,“ sagði Sól-
on. „En þungamiðjan í þessu er sú
að það var ekki til annað útboðs-
gengi á þessum tíma og ekkert hægt
að skattleggja. Það er meira að
segja til dæmi um það að starfsmað-
ur hafi selt sín bréf til annars manns
á þessu sama gengi, 1,26, áður en út-
boð til almennings fór fram. Hvem-
ig á að skattleggja þá manneskju?"
Sólon sagði að starfsmenn bank-
ans hefðu hins vegar verið varaðir
við um afstöðu skattyfirvalda og
þeim ráðlagt að skýra frá þessu í
sínu skattframtali. „Það gerðu
menn vonandi allir,“ sagði Sólon.