Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fangelsisdómur lengdur Hafði 3,3 milljónir af aldraðri konu HÆSTIRÉTTUR lengdi í gær fangelsisdóm yfír 51 árs gam- alli konu, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 8 mánaða óskilorðsbundið fang- elsi fyrir fjárdrátt hinn 11. mars sl. Dæmdi Hæstiréttur ákærðu í 10 mánaða fangelsi en þar af skyldu 7 mánuðir vera á skilorði. Vann á heimilinu og hafði aðgang að bankabókum Ákærða var fundin sek um að hafa á árunum 1996-1998 dregið sér rúmar 3,3 milljónir króna af bankabókum konu á tíræðisaldri, sem ákærða vann heimilisstörf fyrir. Á tímabil- inu fór ákærða margar ferðir í banka með bankabækur kon- unnar og tók út af þeim, ýmist fyrir eiganda bókanna án þess að draga sér nokkurt fé, eða dró sér hluta af útteknum fjár- hæðum, eða dró sér allt sem hún tók út. Hagstofan segir aðeins þriðjung hækkunar bflatrygginga hafa áhrif á vísitölu Hækkun að 2/3 vegna bættrar tryggingavemdar HAGSTOFA íslands telur að 25 prósentustig eða tvo þriðju hluta af þeirri hækkun sem orðið hefur á ábyrgðartryggingu ökutækja megi rekja til breyttra skaðabótalaga en 11,1 prósentustig eða þriðjungur sé hrein verðhækkun. Prósentustigin 11,1 valda 0,18% hækkun á vísitölu neysluverðs en önnur hækkun kemur ekki fram í vísitölunni þar sem talið er að um aukna tryggingavernd sé að ræða en ekki beina verðhækkun. Starfsfólk Hagstofu íslands hefur fengið gögn um nýju skaðabótalögin, greinargerðir með frum- varpinu og fleira, farið yfír þau og metið og rætt við sérfræðinga tryggingafélaganna í því skyni að meta áhrif lagasetningarinnar og hefur komist að þessari niðurstöðu. „Við treystum okkur til að segja að 25 prósentustig af þessum hækkunum megi rekja til skaðabótalaganna, en meðalhækk- un iðgjalda var 36%,“ sagði Guðrún Jónsdóttir í vísitöludeild Hagstofu íslands. Guðrún sagði að Hagstofan treysti sér hins vegar ekki til að full- yrða um hvað valdi þeim um það bil 11 prósentu- stiga verðhækkunum sem umfram eru. Gæðaleiðréttingar „Tryggingafélögin halda því e.t.v. fram að hluti af því sé líka vegna skaðabótalaganna, en við treystum okkur ekki til þess,“ sagði hún. í minnisblaði frá Hagstofunni segir að kaup á aukinni tryggingavernd eða verðmætari trygg- ingu hafí í för með sér aukinn kostnað íyrir neyt- endur, „en í þessu felst ekki verðbreyting. Kaup- in hafa þannig áhrif á útgjöld heimila en ekki verðlag útgjaldanna. Vísitölu neysluverðs er ætl- að að mæla verðbreytingar, ekki breytingar á út- gjöldum", segir þar. „Að svo miklu leyti sem tryggingavemdin hefur aukist verður nú að líta á trygginguna sem nýja tryggingu og verðmætari en þá gömlu. Tryggingin er því ekki hin sama og áður sem taka verður tillit til við verðsamanburð og útreikning vísitölunnar," segir ennfremur. Verðbólga ofmetin? Guðrún Jónsdóttir segir að reynt sé að beita gæðaleiðréttingum af þessu tagi á sem flesta liði vísitölunnar. „Pað hefur lengi verið í umræðunni alþjóðlega að verðbólga sé ofmetin vegna þess að ekki sé tekið tillit til þess að vörur eru að batna, sem ætti ekki að leiða til verðhækkunar í þeirri tegund vísitölu sem reynir að mæla verðþreyt- ingar,“ sagði hún. Guðrún sagði að skýrt dæmi um gæðaleiðrétt- ingar væri t.d. mat á verði nýrra bíla, þar sem fram komi nýr búnaður sem staðalbúnaður, t.d. ABS-hemlalæsivörn, sem valdi hækkun, en við útreikning vísitölunnar sé þá litið svo á að um betri bíl sé að ræða og því nýja vöru. Gæðaleiðréttingar hafi einnig verið notaðar á breytingar á verði á tölvum, fatnaði og fleiru. Strax eftir hækkanir tryggingafélaganna, fyrir þá skoðun sem nú hefur farið fram, var rætt um að áhrif þeirra mundu leiða til 0,5-0,6% hækkun- ar á vísitölu neysluverðs. Guðrún segir að á yfir- borðinu hafí verið um einfalt reikningsdæmi að ræða en þegar upplýsingar til gæðamats hafi leg- ið fyrir hafí endurskoðuð niðurstaða verið sú að 25% væru vegna betri vöru en 11,1% vegna ann- arra hækkana, sem leiði til 0,18% hækkunar á vísitölunni. Mesta hækkun vísitölu frá janúar 1995 Vísitala neysluverðs í júní er 0,8% hærri en í maí og er þetta mesta hækkun sem orðið hefur frá því milli mánaðanna desember 1994 og janúar 1995. Hækkun á húsnæðiskostnaði veldur 0,3% hækkun vísitölunnar, bensínhækkun hefur 0,26% áhrif til hækkunar. Þessir liðir vega þyngst en til lækkunar um 0,1% vega verðbreytingar á mat- vöru, einkum grænmeti og ávöxtum. ■ Samræmi/10 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LAGARFLJÓTSORMURINN stóð fastur hálfur úti í Lagarfljóti í gærkvöldi. NOKKRAR tafir urðu á því að ferjan Lagarfyótsormurinn kæm- ist á flot á Lagarfljóti en á tólfta tfmanum f gærkvöldi skreið hann út á fljótið eftir að hafa setið fast- ur á flutningavagninum frá því í fyrrinótt. Til stóð að fara í reynslusiglingu í gærmorgun og búið var að grafa sjósetningar- braut sem flutningabíllinn ók of- an í en þegar til kom var vatnsyf- irborðið í fljótinu ekki nógu hátt og sat skipið sem fastast á vagn- inum. Ferjan er nýkomin til landsins og gekk vel að fiytja hana iandleiðina frá Reyðarfirði um sfðustu helgi. Ætlunin er að Lagar- fljótsorm- urinn á flot eftir tafir gera skipið út á fljótinu og bjóða m.a. upp á áætlunarferðir milli Egilsstaða og Atlavíkur. Að sögn Benedikts Vilhjálms- sonar, sem er í forsvari fyrir út- gerðina, hafði verið reiknað með að vatnið í Lagarfljóti myndi hækka 30-40 cm meira en raunin varð og þá hefði allt gengið við- stöðulaust fyrir sig þegar skipinu var ekið út í fljótið í fyrrinótt. í gær var því grafið undan lyólum vagnsins og síðan fór vatnsyfir- borðið hækkandi þegar Ieið á kvöldið, þannig að skipið fór að lyfta sér hægt og bítandi. Það var síðan um ellefuleytið í gærkvöldi að Lagarfljótsormurinn hóf sína fyrstu ferð út á fljótið og gekk siglingin afar vel að sögn Bene- dikts, sem leist vel á farkostinn og sagði hann „svínvirka“ á fljótinu. Búnaðarbankinn kaupir meiri- hluta í Agæti hf. .. Morgunblaðið/Ásdís TVO fyrirtæki eru stærst í sölu á græn- meti, annars vegar Ágæti, sem Búnaðar- bankinn hefur keypt meirihlutann í, og hins vegar Sölufélag garðyrkjubænda. BÚNAÐARBANKINN keypti í gær meirihluta í Ágæti hf. en kaupverð fékkst ekki uppgefið. Að sögn Magnúsar Magnús- sonar hjá Búnaðarbankan- um voru bréfin keypt vegna þess að bankinn taldi þau góða fjárfestingu. Magnús vildi ekkert um það segja hvort bankinn hygðist eiga bréfin áfram eða hvort hann væri að kaupa fyrir hönd annars aðila. Tvö fyrirtæki eru stærst á þessu sviði, annars vegar Ágæti, sem er stærst í kartöflusölu, og hins vegar Sölufé- lag garðyrkjubænda, sem er stærra í grænmetinu. Einnig stundar Mata ehf. dreifingu á garð- ávöxtum, margir bændur selja sjálfstætt til smásöluverslana og Baugur hf. er með innflutnings- deild á þessu sviði. Heimildarmenn sem rætt var við veltu því margir fyrir sér hvort bankinn hefði keypt hlutabréfin fyr- ir hönd annars aðila. Mata stendur ekki að kaupunum, að sögn Gunn- ars V. Gíslasonar, starfsmanns fyr- irtækisins, og stjórnarformaður Sölufélagsins, Georg Ottósson, vís- aði því einnig á bug að félagið væri að fjárfesta í keppinautnum. Heimildarmenn segja að óþekkt- ur aðili hafi reynt að ná undir sig meirihluta í Ágæti í desember sl. en það hafi mistekist. Sölufélagið hefur lengi haft hug á að eignast fyrirtækið. „Eg get alveg staðfest að við munum sýna þessum bréfum fullan áhuga ef bankinn vill selja,“ sagði Pálmi Haraldsson, for- stjóri Sölufélagsins, í gær. Hann sagði ljóst að hagsmunaaðilar á þessu sviði hlytu að taka mið af þeim breytingum sem orðið hefðu í smásöluverslun í landinu með sam- einingu stórfyrirtækja að undan- fömu. Ekki væri óeðlilegt að reynt væri að hagræða með samstarfi eða samruna til að lækka kostnað. m zk)\jn Á FÖSTUDÖGUM —- Sst BÓKSTAFIR SEM LEYNA Á SÉR SUMARí ALGLEYMINGI AUGLÝSING Með Morgun- blaðinu í dag er dreift biaði frá Vogabæ, „Uppskriftir af Ijúffengum réttum". Auðun Helgason varð að játa sig sigraðan í Moskvu Suður-Afríkubúinn kominn til Skagamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.