Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 68
>* með vaxta þrepum &) BliSAIMIiBANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 U00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð telur Landssímann njóta ólögmæts forskots á fjarskiptamarkaði 11,5 milljarða ríkisaðstoð raskar samkeppnisstöðu Magnafsláttur GSM-þjónustu Landssímans verði felldur niður SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu í sérstöku áUti sem birt var í gær, að Landssími ís- lands hf. njóti ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamarkaði þar sem fyrirtækinu hafi verið veitt ríkis- aðstoð sem nemi a.m.k. 10 milljörð- um kr. vegna vanmats á eignum þess þegar Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafélagi. Því til viðbótar hafi lífeyrisskuldbindingar fyrirtæk- '*■ nfigius verið lækkaðar um 1,5 milljarð "kt. en ekki verði séð að lög um stofn- un hlutafélagsins hafi heimilað slíka breytingu á skuldum fyrirtækisins. Er þeim tilmælum beint til sam- gönguráðherra að framkvæmt verði endurmat á fastafjármunum Lands- símans, skuldbindingum og við- skiptavild hans og að því loknu verði ríkisaðstoðin dregin til baka. Forráðamenn Landssímans sögðu í gær að þessum niðurstöðum yrði áfrýjað til áfrýjunamefndar sam- keppnismála. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að niður- stöður samkeppnisráðs verði metnar í ráðuneytinu. Hann segir erfiðleik- um bundið fyrir sig að beita sér fyrir því að gjaldskrá Landssímans verði hækkuð. Forráðamenn Tals fagna niðurstöðunni og segja hana vera stórsigur fyrir frjálsa samkeppni. Stofnað verði dótturfélag um GSM-þjónustuna Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu við afgreiðslu á kæru Tals hf. vejgna GSM-þjónustu Landssím- ans. I áliti ráðsins segir að vegna fi-amangreindrar ríkisaðstoðar hafi keppinautum Landssímans verið mismunað og samkeppnisstöðu þeirra raskað með alvarlegum hætti. Ríkisstuðningur af þessu tagi sé í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga og fari gegn ákvæðum EES-samn- ingsins. Leggur samkeppnisráð til við samgönguráðherra að hann hlut- ist til um að stofnað verði sérstakt dótturfyrirtæki um rekstur GSM- þjónustu Landssímans. Trúnaðarupplýsingar frá Tali gætu borist stjórnendum Samkeppnisráð fjallar einnig um magnafslátt sem Landssíminn veitir stórnotendum í GSM-þjónustu sinni og telur að ekki hafi verið færð nein rekstrarleg rök fyrir honum. Beinir samkeppnisráð bindandi fyrirmæl- um til Landssímans um að fella um- ræddan magnafslátt úr gildi. Sam- keppnisráð bendir einnig á að Tal hf. sé bæði keppinautur Landssímans og kaupandi að almennri fjarskipta- þjónustu hjá fyrirtækinu. Telur ráð- ið að ekki sé skýr stjórnunarleg að- greining innan fyrirtækisins og trún- aðarupplýsingar frá Tali geti borist til stjórnenda GSM-deildar Lands- símans. I áliti samkeppnisráðs segir einnig að þar til ríkisaðstoðin verði dregin til baka telji samkeppnisráð nauð- synlegt að samgönguráðherra, sem handhafi hlutabréfa ríkisins í Lands- símanum, tryggi að fyrirtækið haldi að sér höndum í öllum markaðsað- gerðum sínum sem geti raskað sam- keppni á markaðinum. ■ 11,5 milljarða/34 og 35 ■ Viðbrögð/12 Harður árekstur við Munaðarnes ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur slasaður með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi eftir harðan árekst- ur tveggja fólksbifreiða á Vesturlandsvegi við Grafar- kot skammt frá Munaðarnesi klukkan 23 í gærkvöldi. Ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Ökumaður hinnar bifreið- arinnar slasaðist minna, en var samt fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Báðar bif- reiðirnar voru óökufærar eftir áreksturinn. Að sögn lögreglunnar virðist önnur bifreiðin hafa farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að þær skullu saman. Þá voru hjón flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi eftir bílveltu í Norðurárdal í gær- morgun. Var ökumaður þeirrar bifreiðar lagður inn á sjúkrahúsið til morguns. Fulltrúar Columbia og ING-bankans áttu fundi með stjórnendum Landsvirkjunar og FBA Lýsa áhuga á þátttöku í fjármögnun virkjana Morgunblaðið/Þorkell FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og James F. Hensel, aðstoðarforsljóri Columbia Ventures, á fundi stjómenda Landsvirkj- unar og fulltrúa álfyrirtækisins í gærmorgun. Smuguveiðar lýsa hroka Islendinga RÆKJUVEIÐAR íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi hafa fallið í grýttan jarðveg í Noregi og segja norskir stórþingsmenn veiðamar skaða mjög málstað íslands nú þeg- Ér Smugusamningurinn svokallaði é að koma til umræðu í utanríkis- nefnd þingsins. Engu að síður er búist við að samningurinn verði samþykktur í Stórþinginu, að því er kemur fram í norska blaðinu Fiskaren. Þar er m.a. haft eftir Steinari Bastesen, þingmanni í Stórþinginu, að veiðamar sýni vel iroka Islendinga í Smugudeilunni. TSlendingar hafi þvingað Norðmenn til að veita sér þorskveiðiheimildir í Barentshafi og fari nú af stað með næstu tegund. Steinar hefur því hvatt til þess að samningurinn verði felldur í norska þinginu. Tvö íslensk skip eru nú við rækjuveiðar í Smugunni í Barents- hafi, Stakfell ÞH og Baldur Árna RE, en auk þeirra hafa Bessi IS og Húsvíkingur ÞH verið við veiðar á svæðinu. Þau era nú í Tromsö þar sem verið er að landa aflanum úr skipunum. Ágæt veiði hefur verið hjá íslensku skipunum. ■ Skaða málstað/26 FULLTRÚAR Columbia Ventures Corporation (CVC) og ING-Barings- bankans áttu í gær fund með stjóm- endum Landsvirkjunar vegna áhuga eigenda Columbia-fyrirtækisins á að reisa og reka álver á Reyðarfirði. Fulltrúar álfyrirtækisins lýstu einnig yfir áhuga á að taka þátt í fjármögn- un framkvæmda við raforkuvirkjanir vegna fyrirhugaðs álvers, samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna álfyrir- tældsins eftir fundinn í gær. Á fundinum greindu stjómendur Landsvirkjunar frá áætlunum um virkjanir á Austurlandi og ætla full- trúar CVC í framhaldi af því að meta hvaða kostir eru uppi varðandi fram- leiðslugetu álvers áður en þeir skila íslenskum stjómvöldum tillögum sín- um. Ekkert hefur enn verið rætt um orkuverð, að þeirra sögn. Á hádegi í gær gengu þeir svo á fund forsvarsmanna Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og Fjárfesting- arstofunar vegna fjármögnunar hugs- anlegra framkvæmda. Afla upplýsinga áður en tillögur verða settar fram Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að fundurinn í gær hefði verið haldinn að ósk full- trúa CVC. „Þeir lýstu áhuga sínum á fyrirhuguðu álveri við Reyðarfjörð og óskuðu eftir upplýsingum fi’á Lands- virkjun. Við fóram yfir fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir sem nauðsyn- legar eru vegna byggingar álversins. Við verðum áfram í sambandi til þess að gefa þeim upplýsingar um hvemig staðið verður að þessum málum af okkar hálfu. Á fundinum kom fram að iðnaðarráðherra hefur óskað eftir að Columbia Ventures Corporation setji fram tiliögur þannig að hægt verði að ræða málin á grandvelli þeirra og þess vegna þurftu þeir að fá upplýs- ingar frá okkur,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Jim Smart Afmælisveisla á leikskólanum Mýri í GÆR var haldið upp á 10 ára afmæli leikskólans Mýrar á svo- kallaðri Skerpluhátíð sem er ár- leg sumarhátíð leikskólans. I til- efni dagsins var eldri nemendum skólans boðið í heimsókn, slegið var upp garðveislu í kalsanum og ýmislegt til skemmtunar gert. Börnin máluðu sig í framan og síðast en ekki síst fengu veislu- gestir að gæða sér á stórri og Ijúffengri afmælistertu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.