Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Viagra á markað 1. júlí VIAGRA-LYFIÐ var í gær kynnt íslenskum læknum, en það verður sett á íslenskan markað hinn 1. júlí og verður þá fáanlegt gegn framvísun lyfseð- ils. Tveir danskir læknar, þeir Peter Lyngdorf og Miehael Vissing, önnuðust kynninguna, en þeir hafa báðir stundað rann- sóknir á ristruflunum og hafa umfangsmikla reynslu af viagra. Kom meðal annars fram í máli þeirra að lyfið var sett á dansk- an markað í fyrra og að nú hafa fjölmargir sjúklingar prófað það. Hefur það í mörgum tilvik- um haft afar jákvæð áhrif á líf sjúklinganna, en samkvæmt al- þjóðlegri rannsókn töldu 72% karla sem tóku viagra sig njóta eðlilegra samfara. Saga og verkun viagra Viagra fékkst viðurkennt af eftirlitsstofnun Bandaríkjanna með lyfjum og matvælum í mars 1998, að undangengnu þrettán ára rannsóknarstarfi. Síðan þá hafa yfir 9 milljónir lyfseðla verið gefnir út til um 4,5 milljóna manna og nam heiídarsalan árið 1998 788 millj- ónum dollara. Lyfið er nú skráð í 61 landi og sýna rannsóknir að sá fjöldi karlmanna sem leitað hefur til lækna vegna greining- ar eða meðferðar ristruflana hefur tvöfaldast á einu ári, frá 1997 til 1998. Viagra virkar á þann veg að það örvar blóðstreymið til getn- aðarlimsins nægilega mikið til að ná og viðhalda stinningu. Peter Lyngdorf vildi þó vekja athygli á því að viagra yki ekki kynlífslöngun, heldur virkaði það aðeins við kynferðislega örvun. Jafnframt kom fram að viagra getur haft ýmsar auka- verkanir, svo sem höfuðverk, roða í andliti, sjóntruflanir og meltingartruflanir. í flestum til- vikum eru þessar aukaverkanir þó mildar og líða fljótt hjá. Það sem helst ber að varast er að taka ekki viagra á sama tíma og nítratlyf eru tekin þar sem blöndun þeirra getur valdið um- talsverðri lækkun blóðþrýst- ings. Einnig ber hjartasjúkling- um að hafa samráð við lækni áður en þeir nota viagra þar sem samfarir auka álagið á hjartað. AVSKÁÓTÆICÍ HF. Garösenda 21, 108 Reykjavík, sími 568 6925. FRÉTTIR Þing norrænna þvagfæraskurðlækna og hjúkrunarfræðinga Vonast til að fínna var- anlegri lausn en viagra gerð krabbameins hjá íslenskum karlmönnum og að jafnaði greinist um 140 ný tilfelli á ári. Segir hann tíðni krabbameinsins hafa aukist nokkuð á undanförnum árum, en leggur áherslu á að dánartíðnin af völdum þess hækki mun hægar. Var rannsókn hans hugsuð sem nánari kortlagning á því hvernig krabba- meinið dreifist milli sjúklinga. „í ljós hefur komið að um 60% einstakling- anna eru með staðbundinn sjúkdóm við greiningu, en þá aftur 40% sem eru með sjúkdóm sem er vaxinn út fyrir blöðruhálskirtilinn, annaðhvort staðbundið við blöðruhálskirtilinn eða farinn að dreifast og mynda meinvörp," sagði Jón. Rannsókn Jóns hefur einnig beinst að þvi hvemig mönnum með krabba- mein í blöðruhálskirtli farnast og þar eru helstu niðurstöður þær að þeir sem hafa krabbameinið á lægstu stigum þess hafa jafngóðar lífshorfur og friskir jafnaldrar þeirra. Þeir sem hafa staðbundið krabbamein á verra stigi þurfa hins vegar að horfast í augu við um tveggja ára lífsskerð- ingu miðað við jafnaldra og um 25% líkur á dauða af völdum sjúkdómsins á tíu árum. Þeir sem hafa krabba- meinið á hæsta stigi missa aftur um átta ár miðað við jafnaldra og sjúk- dómurinn gerir það að verkum að lífslíkur þeirra eftir tíu ár eru aðeins um 5-10%. Jón vildi þó undirstrika að gangur sjúkdómsins getur verið mjög mismunandi. I sumum tilvikum hefði hann nánast engin áhrif á lífs- hlaup sjúklingsins en gæti á hinn bóginn stytt líf hans verulega. Jafn- framt sagði hann að meðalaldur þeirra sem greinast með krabba- meinið væri 74 ár og taka þyrfti tillit til ýmissa annarra sjúkdóma. Hvað varðar meðferðarmöguleika sagði Jón að þeir væru háðir stigi og eðli æxlisins og aldri sjúklingsins. Hjá eldri mönnum með krabbamein á lágu stigi væri oft beðið og séð til hvort grípa þyrfti inn í. Einnig sagði hann hægt að grípa til hormónalyfja sem bæla æxlið, en hjá yngri mönn- um með staðbundið krabbamein væri gjarnan ráðist í skurðaðgerð eða tekin upp geislameðferð. Norræna hjartalæknaþingið í Reykjavfk Byltingum spáð í meðferð bráðrar kransæðastíflu BANDARÍSKI læknirinn Eric Topol boðaði byltingu í meðferð kransæða- stíflu í fyrirlestri, sem hann hélt á Norræna hjartalæknaþinginu í gær. Sagði hann meðal annars að meðferð, sem nú krefðist hálfs mánaðar sjúkrahúsvistar myndi brátt ekki krefjast nema sólarhringslegu á sjúkrahúsi. Norræna hjartalæknaþingið er nú haldið í 17. sinn og fer fram á íslandi dagana 9. til 11. júní. Þetta er í annað sinn sem það er haldið hér á landi en það var fyrst haldið hér fyrir tíu ár- um. Fjöldi fyrirlesara er á þinginu og eru gestir og þátttakendur um 800 manns. Tveir af virtustu hjartalækn- um heims halda fyrirlestur á þinginu. Topol, sem er prófessor við Cleveland-læknamiðstöðina í Banda- rílq'unum, talaði í gær um byltingu í nútímameðferð á bráðri kransæða- stíflu. Á morgun talar svo Eugene Braunwald, prófessor í Boston í Bandaríkjunum sem hann kallar: Þróun hjartalækninga á næstu öld. Að sögn Ama Kristinssonar, yfir- læknis á hjartadeild Landspítalans, er mikill heiður fyrir aðstandendur þingsins að hafa fengið þessa menn Eric Topol Árni Kristinsson hingað til lands á þingið. Þeim stóð báðum til boða að flytja fyrirlestra á öðrum þingum en vildu frekar koma til íslands. Fljótvirkari meðferð Eric Topol fjallaði um meðferð sjúklinga með kransæðastíflu í sínum fyrirlestri. Hann greindi bæði frá því hvaða aðferðum hefði verið beitt til þessa og hvaða nýjungar væru í sjón- máli. Hingað til hefur ýmsum aðferðum verið beitt gegn kransæða- stíflu og t.d. var sjúk- lingum stundum gefið aspirín til að eyða tapp- anum sem myndast hafði í æðinni og hindr- aði blóðflæði. í dag eni menn mikið famir að nota blóðflögumynd- andi lyf ásamt sterkari útgáfu af aspiríni sem hefur verið nefnd súper-aspirín. Að auki beita læknar kransæða- víkkun. í lok fyrirlestr- arins talaði Topol um hvað aukin tækni og þekking hefði gert meðferðina fjót- virkari. Hann líkti framtíðinni við aktu-taktu veitingastað þar sem þú þarft ekki lengur að leggjast inn á sjúkrahús. Aðgerð sem áður krafðist nær hálfs mánaðar sjúkrahúslegu, þýðir ekki nema sólarhringsviðveru fyrir sjúklinginn í framtíðinni. Topol sagði í viðtali við Morgun- blaðið að sér fyndist ráðstefnan mjög gagnleg og lofaði hana í hástert. Hér væri fólk með mikla þekkingu að skiptast á skoðunum um framfarir í greininni. „Ráðstefnan er ekki of stór sem gerir það að verkum að það er auðveldara að meðtaka fróðleikinn,“ sagði Topol. Spurður um ástæðu þess að hann tók ráðstefnuna á Islandi fram yfir aðra í London sagði hann að samvinna við ísland í rannsóknum á hjartalækningum hefði skilað mjög miklu. Árni Kristinsson nefndi líka fyrir- lestur Stephen Humpreys frá Bret- landi, Kára Stefánssonar, forstjóra Islenskrar erfðargreiningai- og Karls Tryggvasonar, prófessors í Svíþjóð, um erfðir hjarta- og æðasjúkdóma. Humpreys talaði um samspil erfða- galla og umhverfis, hvernig reyking- armenn með erfðargalla gætu fengið hjartasjúkdóma vegna reykinganna og gallans, á meðan aðrir gætu reykt í fjölda ára án þess að fá viðkomandi sjúkdóm, en þeir hefðu þá ekki erfða- gallann. Kári talaði um erfðagalla Is- lendinga og rannsóknir sem benda til þess að langlífi á Islandi gangi í erfð- ir. Karl er hins vegar sá fyrsti sem uppgötvaði erfðagalla er getur leitt til nýmasjúkdóms. Morgunblaðið/Halldór TOM F. Lue flytur fyrirlestur sinn um ris- truflanir á nýju árþúsundi. Morgunblaðið/Golli JÓN Tómasson kynnti rannsóknir sínar á krabbameini í blöðruhálskirtli. TOM F. Lue, einn helsti sérfræðing- ur heims í ristruflunum, vonast til að finna varanlegri lausn á þeim en vi- agra-lyfið býður upp á og segir fyrstu tilraunir vekja hjá sér bjartsýni. Þetta er meðal þess sem fram kemur á norrænu þingi þvagfæraskurð- lækna og hjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Borgarleikhúsinu, en Davíð Oddsson forsætisráðherra setti það formlega í gærmorgun. Guðmundur Vikar Einarsson, for- seti þingsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þingið hefði verið í undir- búningi síðastliðin tvö ár, enda að mörgu að hyggja varðandi til dæmis pantanir á gistirými og ráðstefnusöl- um. Þá hafi fjöldi þinggesta farið langt fram úr upphaflegum áætlun- um, en þingið sækja um 400 þvag- færaskurðlæknar og 200 hjúkrunar- konur og verður heildarfjöldi gesta því um 700 þegar makar eru taldir með. Þingið var síðast haldið hér á landi árið 1989 og þá sóttu það um 150 manns og var í fyrstu búist við um 300 þátttakendum að þessu sinni. Aðspurður um helstu umfjöllunar- efni þingsins sagði Guðmundur Vik- ar að mikil athygli, ekki síst fjölmiðla og almennings, beindist að ristrufl- unum hjá karlmönnum, en um þær fjallar fyrirlestur Toms F. Lue, sem er einn virtasti sérfræðingur heims í þeim efnum. Guðmundur Vikar sagði þó að af nægu öðru væri að taka og að komið yrði inn á öll svið þvag- færaskurðlækninga. „Hér verður til dæmis mikið fjallað um blöðruháls- kirtilinn og þá sérstaklega krabba- mein í honum. Jón Tómasson er einn þeirra sem fjalla um þau mál. Þá má einnig nefna fyrirlestra um sístöðu, þvagleka, krabbamein I þvagblöðru, nýrnasteina og krabbamein í nýrum og svona mætti lengi telja,“ sagði Guðmundur Vikar. Hann sagði jafnframt að þing sem þetta hefði gríðarlega mikið gildi fyrir Island, bæði vegna þeirrar miklu læknisfræðilegu þekkingar sem bærist til landsins og vegna þess efnhagslega ábata sem ferða- mennska af þessu tagi skilaði. Þá taldi hann að þingið væri mikilvægur liður í að efla samband og samstarf milli norrænna lækna og hjúkrunar- fræðinga. Kínversk jurtalyf í stað viagra? Morgunblaðið náði tali af þeim Tom F. Lue og Jóni Tómassyni. Lue, sem er prófessor við Kalíforníuhá- skólann í San Francisco, hefur starf- að við rannsóknir á ristruflunum karla síðan 1981 og er sem fyrr segir einn mesti sérfræðingur heims á því sviði. Kynnti hann rannsóknir sínar í fyrirlestri sem hann nefndi „Ris- truflanir á nýju árþúsundi". Hann segir athygli sína nú mikið beinast að því að draga úr þeim aukaverkun- um sem viagra-lyfið hefur, en notkun þess getur m.a. valdið höfuðverk og meltingartruflunum. Vonast hann til að geta þróað lyfið þannig að það virki aðeins á getnaðar- liminn, en hafi engin áhrif á aðra líkamshluta. Sagði hann að hafin væri vinna með s.k. anti-sense-tækni sem koma á í veg fyrir framleiðslu líkamans á því ensími sem viagra virkar á og gæfu fyrstu tilraunir á dýrum ástæðu til bjartsýni. Auk þessa kvaðst Lue nú vera að vinna að því að finna varanlega lækningu á ristruflunum svo að þeir sem þjást af þeim verði ekki háðir því að taka vi- agra-töflur. Nefndi hann í því sambandi að ristrufl- anir má oft rekja til blóð- rásarvanda eða skemmda á taugakerfi og sagði að ef hægt væri að bæta blóðrás sjúklinga eða græða taugar þeirra geti það leitt til lækningar á ristruflunum. Lue sagðist ekki byggja allar rannsóknir sínar á nýjustu tækni, heldur væri hann líka með jurtalyf til skoðunar. „Við erum nú að prófa kínverskt jurtalyf sem samsett er úr tíu efnum. Það virðist gefa góða raun, en enn vitum við ekki hvernig það virkar, né heldur hvaða efni í því hafa þessi já- kvæðu áhrif. Við þurfum því að kanna þetta nánar, en þetta er vissu- lega spennandi kostur, enda hafa Kínverjar notað lyf af þessu tagi öld- um saman með góðum árangri.“ Merk íslensk rannsókn á krabbameini í blöðruhálskirtli Jón Tómasson, læknir á barna- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hefur ásamt fleirum unnið að rannsókn á krabbameini í blöðruhálskirtli hjá ís- lenskum karlmönnum sem greindust frá 1983-1987. Jón segir krabbamein í blöðruhálskirtli vera algengustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.