Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Á. Harðarson, stjórnarfor- MIKIÐ fjölmenni var í Odda þegar Sverrir Sigurðsson afhenti Listasafni Háskólans stofnfé að rann- maður Listasafnsins, opnar heimasfðuna. sóknarsjóðnum sem styrkja á myndlistarrannsóknir. Listasafni Háskólans gefíð stofnfé að rannsóknarsjóði SAMKOMA til heiðurs Sverri Sig- urðssyni var í gær haldin í Háskóla Islands, en Sverrir, sem stendur á ní- ræðu, lagði ásamt konu sinni, Ingi- björgu Guðmundsdóttur, sem nú er látin, grunn að Listasafni Háskólans með listaverkagjöf fyrir nær 20 árum. Við athöfnina í gær afhenti Sverrir Listasaftii Háskólans stofnskrá og stofnfé að nýjum rannsóknarsjóði um íslenska myndlist að upphæð tíu milljónir króna, auk eirmyndar eftir Guðmund Benediktsson myndhöggv- ara. Athöfnin var haldin í Odda. Páll Skúlason rektor bauð gesti velkomna og sagði Sverri mesta vel- gjörðarmann Háskóla Islands. Stofngjöf Listasafnsins, sem var stofnað 1980, væri ómetanlegri en flest annað sem Háskólanum hefði verið gefíð. Rektor lýsti því yfír ánægju Háskólans með að geta sam- fagnað Sverri á níræðisafmæli hans. í ræðu rektors kom einnig fram að Sverrir og Ingibjörg kona hans gáfu Háskólanum ijölmargar aðrar lista- verkagjafír, auk þess sem Sverrir gaf safninu rúm 100 verk til minn- ingar um konu sína 1985. Rektor benti líka á að það væri þeim hjónum að þakka að Háskóli Is- lands á stærsta safn verka Þorvalds Skúlasonar, sem telst til mikilvægari myndlistarmanna aldarinnar. Þá sagði hann að Háskólinn ætti nú á sjötta hundrað listaverk og mynduðu gjafír Sverris kjamann í saftiinu. Að lokinni ræðu rektors tók Vil- hjálmur Lúðvíksson, tengdasonur Sverris, til máls og flutti tölu fyrir Einstakt tækifæri! Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SVERRIR Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson og Páll Skúiason við Landsýn Guðmundar. hönd Sverris. Sverrir þakkaði Há- skólanum þann heiður að efna til mót- töku sín vegna og lýsti ánægju sinni með að það væri gert í Odda þar sem hluti gjafa þeirra hjóna eru til húsa. Sverrir ræddi um það lán sitt að kynnast myndlistarmönnum um mið- bik aldarinnar, þegar nýjar listir blómguðust í kjölfar batnandi hags þjóðarinnar og rifjaði upp kynni sín af Þorvaldi Skúlasyni og þeim áhrifum sem þau höfðu á hann. Sverrir þakk- aði kynni sín af Þorvaldi sýn inn í nýj- an heim myndlistar og söfnunará- huga. Sverrir sagði einnig að þegar hann hafi velt fyrir sér, á þessum tímamót- um, hvað hann gæti gert sér til ánægju til að stuðla að framgangi þessa áhugamáls síns hafí sér dottið í hug að stuðla mætti að auknum rann- sóknum á hlut íslenskrar myndlistar í gegnum tíðina og efia kunnáttu hér á landi í varðveislu myndverka. Sverrir sagði að sér hafí því dottið í hug að leggja fram fé til að stofna styrktar- sjóð við Listasafn Háskóla Islands, sem með árlegu ráðstöfunarfé sínu gæti styrkt rannsóknir á sviði ís- lenskrar myndlistar. Sagði Sverrir að sér væri ánægja að færa Háskóla Is- lands 10 milljónir króna til myndunar stofnsjóðs og vonaðist hann til að með þessu gæti vegur myndlistar vaxið með fræðastörfum sem leiddi til betri skilnings á hlutverki og sögu mynd- listar. Sverrir sagðist þó einnig viija nota tækifærið til að bæta við Lista- safn Háskóla íslands með því að færa skólanum eirmyndina Landsýn eftir Guðmund Benediktsson myndhöggv- ara. Listasafnið í Vatnsmýrina? Rektor tók við gjöf Sverris við mik- inn fögnuð viðstaddra og sagði rektor við það tækifæri að Háskólinn fengi aldrei fullþakkað svo höfðinglega gjöf. Rektor sagði gjöfina mjög þýð- ingarmikla og benti á hversu mikil dagleg og lifandi tengsl Listasafnið hafi við Háskólann. Hann benti í þessu sambandi á skyldu Háskólans gagnvart Lista- safninu og uppbyggingu þess. Það væri þrennt sem Háskólinn yrði að leggja meiri áherslu á en fyrr. Auka verði rekstrarfé safnsins, sem reynt hefur verið að halda í lágmarki, auka verði kaup á listaverkum þannig að safnið standi undir nafni og sé lif- andi, þá verði einnig að útvega safn- inu viðeigandi húsnæði, sem sé jafn- framt vandasamasta verkið. Rektor benti þó á að í athugun væri innan Háskólans hvort unnt verði að hýsa Listasafnið í náttúrufræðihúsinu sem nú rís í Vatnsmýrinni. Að lokinni þakkari-æðu rektors tók til máls Gunnar Á. Harðarson dósent og formaður stjórnar Listasafnsins. Gunnar þakkaði Sveiri listaverka- gjöfina og styrktarsjóðinn fyrir hönd stjómar Listasafnsins og sagði hann sjóðinn breyta að ýmsu leyti forsend- unum fyrir starfsemi safnsins. Þá sagði Gunnar að í tilefni af 90 ára afmæli Sverris hafi stjórn Lista- safnsins, í samráði við aðila innan há- skólans, fengið Katrínu Sigurðardótt- ur myndlistarkonu tU að hanna vef- síðu fyrir Listasafnið. Vefsíða safns- ins geymir upplýsingar um starfsemi þess, tilurð og sýnishom af verkum. Vefsíðan var formlega opnuð við at- höfnina í gær. SfShssstí* er: Sæluvika viö Garda-vatn, 24. - 31. júlí Njóttu lífsins viö eina fegurstu náttúruperlu Ítalíu, í faömi reisulegra fjalla með heillandi þorp og bæi allt í kring. Samvinnuferðir Landsýn Á vBrði fyrir þigl Formaður Framsókn- arflokksins um þing- flokksformanninn Ber að fylgja stefnu flokksins HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að það sé alveg skýrt að í hlutverki þingflokksformanns beri Kristni H. Gunnarssyni, þing- flokksformanni Framsóknarflokks- ins, að taka stefnu flokksins fram yf- ir sínar persónulegar skoðanir varð- andi aðild íslands að Norður-Atl- antshafsbandalaginu, en Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði í Morgunblaðinu á miðvikudag að það veki athygli að andstæðingur NATO hafi verið kjör- inn formaður þingflokksins. Hefur valdið deilum innan Framsóknarflokksins „Það er náttúrlega alveg ljóst að varnarsamningurinn hefur valdið deilum innan Framsóknarflokksins í gegnum tíðina. Hins vegar er stefna flokksins mjög skýr og af- dráttarlaus. Við styðjum aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og það er að sjálfsögðu skylda þing- flokksformanns þegar þarf að tala fyrir hönd þingflokksins að halda í heiðri stefnu okkar,“ sagði Halldór. „Það er hins vegar svo að Atlants- hafsbandalagið er að taka gífurleg- um breytingum og við eigum eftir að fara í gegnum milda umræðu um það og ég er alveg viss um að það mun hafa áhrif á skoðanir Kristins H. Gunnarssonar alveg eins og mín- ar og annarra. En það er rétt hjá honum að hann hefur komið fram fyrir hönd flokksins með þeim hætti að við treystum honum fullkomlega til þess,“ sagði Halldór ennfremur. -------------------- Skipulagsstjóri ríkisins um Yatnaheiði Frekara um- hverfismat nauðsynlegt Skipulagsstjóri ríkisins telur ekki fullvíst að íyrirhugaður vegur yfir Vatnaheiði sé betri kostur en end- urbygging núverandi vegar um Kerlingarskarð og telur rétt að frekari athuganir á báðum þessum möguleikum verði gerðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skipulagsstofnun sem hefur nú lok- ið athugun sinni á mati á umhverfis- áhrifum vegar yfir Vatnaheiði. í úr- skurðarorðum skipulagsstjóra segir m.a. að ráðast þurfi í frekara mat á umhverfisáhrifum lagningar hins fyrirhugaða vegar yfir Vatnaheiði og gera frekari grein fyiir áhrifum endurbætts vegar um Kerlingar- skarð á umferðaröryggi, náttúrufar, landnotkun og menningarminjar í samanburði við núverandi veg og veg yfir Vatnaheiði. Að baki þessum úrskurði skipu- lagsstjóra liggur ofannefnt mat hans að ekki sé Ijóst að nýr vegur yfir Vatnaheiði sé fýsilegi’i kostur en endurbættur vegur um Kerling- arskarð. Hann segir það að vísu ljóst að vegur yfir Vatnaheiði verði öruggari vegtæknilega séð, en að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir slysatíðni og færð á end- urbættum vegi um Kerlingarskarð. Að auki er fyrirsjáanlegt að lagning vegar yfir Vatnaheiði muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif og því þurfi haldbetri rök fyrir því að af- skrifa endurbættan veg um Kerl- ingarskarð sem viðunandi kost.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.