Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Framkvæmd friðarsamkomulagsins í Kosovo-deilunni loks hafín Flókið ferli er lýtur friðarvilja allra aðila Blace, Brtissel. Reuters, AFP. SAMKVÆMT friðarsamkomulagi því sem Júgóslavíustjórn og Atl- antshafsbandalagið (NATO) náðu sl. miðvikudag er júgóslavneskum hersveitum, um 40.000 hermönn- um alls, ætlað að hverfa frá Kosovo-héraði innan ellefu daga. Markaðar hafa verið fjórar leiðir er vopnaðar sveitir Serba munu fara um á leið sinni úr héraðinu. A hæla þeirra mun svo K-FOR, al- þjóðleg friðargæslusveit undir merkjum Sameinuðu þjóðanna, sem samanstendur af hersveitum NATO-ríkja, ríkjanna í Samstarfí í þágu friðar og Rússlands, halda til héraðsins. Friðarsamkomulag- ið gerir ráð fyrir skilyrðislausu vopnahléi af hálfu júgóslavneska hersins. Þá lýsti Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, því yf- ir í gær að loftárásum bandalags- ins yrði hætt um stundarsakir. Að uppfylltum skilyrðum NATO verði árásirnar stöðvaðar form- lega. Þær friðargæsluaðgerðir sem nú fara í hönd hvíla á pólitísku samkomulagi risaveldanna. Er al- mennt talið að þær munu vera síst auðveldari í framkvæmd en loft- árásir NATO. Þá bendir margt til þess að friðargæslusveitanna bíði mun erfíðara verkefni en áður hef- ur verið framkvæmt af hálfu Sa- meinuðu þjóðanna. A landamær- um Júgóslavíu bíða hundruð þús- unda Kosovo-Albana, sem telja sig eiga harma að hefna, óþreyjufullir eftir að snúa til heimkynna sinna. Fyrir í héraðinu eru tugir þús- unda Kosovo-Serba sem fyrirséð er að gæta munu hagsmuna sinna. Þá hvíhr forsendan fyrir snurðu- lausum störfum friðargæsluliðsins á áframhaldandi friðarvilja Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta. Kosovo skipt í þrjú svæði Samkvæmt friðarsamkomulag- inu verður Kosovo-héraði skipt upp í þrjú svæði og innan þeirra mun brottflutningur serbneskra hersveita fara fram samkvæmt fjórum stigum, sem miðast að ör- yggi hlutaðeigandi hermanna og til að koma í veg fyrir að átök brjótist út milli NATO og Serba. Á fyrsta stigi, sem nú hefur hafíst, lýsir NATO því yfir að loftárásum verði hætt um stundarsakir að því tilskildu að Serbar hafi hafíð brottflutning sveita sinna frá svæði 3. Fyrirskipun þess efnis kom frá Wesley Clark, hershöfð- ingja og æðsta yfirmanni herafla NATO í gær. Fimm dögum síðar, hinn 15. júní, mun annað stig hefjast er all- ar hersveitir Serba munu hverfa frá svæði 2, V-laga svæði í suður- hluta Kosovo, sem liggur frá landamærum Albaníu og Ma- kedóníu í suðri til Pristina, hér- aðshöfuðstaðar Kosovo, í norðri. Þremur dögum síðar, hinn 18. júní, munu serbneskar sveitir á svæði 2, í miðju héraðsins, hverfa á braut. Hinn 20. þessa mánaðar er síðan gert ráð fyrir að allar hersveitir Serba hafi yfirgefið Kosovo, átakalaust. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði, er gengið hafði verið frá samkomu- laginu, að það væri traust og að með því væri gengið að öllum skil- yrðum NATO. Þó hefur verið bent á að enn sé mikið af óljósum atrið- um í samkomulaginu sem geti valdið erfiðleikum og hugsanleg- um vandræðum er því verður hrint í framkvæmd. Er þar vísað til tímasetningar á brotthvarfi hersveita Serba og talið að tíma- mörk sem í samkomulaginu eru, séu allt of ströng. Miðað við fjölda serbneskra hermanna í Kosovo og þá eyðileggingu á vegakerfi og mannvirkjum sem NATO hafi valdið, þá geti orðið erfiðleikum bundið að standa við dagsetning- amar. Þá getur ófyrirséður vandi líkt og t.a.m. átök milli Serba og liðsmanna Frelsishers Kosovo Reuters MIKILL liðssafnaður hersveita NATO er nú á þjóðvegum er Iiggja frá Makedóníu til Kosovo. Óvissa um framtíð flóttamanna Skopje, Genf, Kukes, Sarajevo. Reuters, AFP, AP. UNDIRBÚNINGUR fyrir heim- komu þeirra hundruð þúsunda Kosovo-Albana sem flúið hafa hér- aðið stendur nú sem hæst. Mikil óvissa ríkir um það hvernig og hvenær hægt verði að flytja fólkið til baka og hvernig ástand ríkir í Kosovo. Fimm fulltrúar Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR), Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna og UNICEF verða í för með fyrstu friðargæslu- sveitunum sem fara inn í Kosovo. Gríðarlegt uppbyggingarstarf bíð- ur hjálparstarfsmanna þar sem matvælaframleiðsla liggur að mestu niðri í héraðinu og talið er að við heimkomu bíði flestra rústir einar. Flóttafólk frá Kosovo-héraði sýndi blendin viðbrögð við fréttun- um um að Júgóslavíuher hefði und- irritað friðarsamning á miðviku- dag. Fögnuður braust út meðal íbúa flóttamannabúðanna og sögð- ust margir fegnir því að geta nú loks snúið aftur heim og sögðust sumir vilja snúa til baka hið fyrsta. Hins vegar einkenndust við- brögð margra af varkárni og tor- tryggni. Úrður Gunnarsdóttir, blaðafull- trúi fyrir Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, ÖSE, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að þrátt fyrir mikla gleði í kjölfar fregnanna á miðvikudag, lýstu margir enn yfir áhuga á að komast til „þriðju landa,“ sem eru þau lönd sem ekki eiga landamæri að Jú- góslavíu. „Flestir tala um að þeir vilji fara til baka en hvort sú verði raunin er óvíst. Til að mynda hafa margir lýst því yfir að þeir vilji komast til þriðju landa og það er alveg ljóst að það fara ekki allir heim til Kosovo. Fólk á náttúrulega skelfilegar minningar frá því að það yfirgaf héraðið. Það þarf að byrja frá grunni og andlega treysta sér ekki allir til að fara inn,“ sagði Urður. Urður sagði ástandið einkennast af mikilli óvissu. Hlutirnir hafi gerst mjög hratt sl. daga og enn væri óvíst um fjölmarga þætti hjálparstafsins. „Til dæmis höfðu Sameinuðu þjóðirnar fyrirhugað að fara af stað með umfangsmikla skráningarher- ferð til að láta alla flóttamennina fá nafnskírteini. Þeir sem eru í búð- unum verða skráðir fyrst, svo þeir sem gist hafa hjá fjölskyldum og vinum og loks allir sem staddir eru (UCK) í héraðinu torveldað alla framkvæmd. Sir Michael Jackson, hershöfð- ingi og yfirmaður landherafla NATO á Balkanskaga, mun stjórna þessum aðgerðum og hef- ur honum verið gefið fullt umboð til að leysa úr öllum þeim álitamál- um sem upp kunna að koma á næstu ellefu dögum. Samkomulag- ið gerir þá ráð fyrir að Jaekson hafi lokaorðið við að túlka fram- gang ferlisins og séu ákvarðanir hans bindandi. Á þetta einnig við um valdbeitingu en samkvæmt erlendis. Að því loknu á eftir að gefa út nafnskírteinin. Nú veit ég ekki hvort úr þessu verður því ef verkinu á að ljúka áður en þeir fara inn í Kosovo, þá verður það ekki á næstu vikum,“ sagði Urður. í flóttamannabúðum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, voru viðmælendur fréttastofu Reuters tortryggnir á að „hann“, líkt og flóttafólkið kallar Slobodan Milosevic gjarnan, komi til með að standa við skilmála friðarsam- komulagsins. „Það mundi ekki vera í fyrsta skipti sem hann [Milosevic] sviki okkur,“ sagði Aferdita Sedefi, einn flóttamannanna. I Kukes í Albaníu voru viðbrögð Ahmet Caka, eins flóttamannsins á þessa leið; „Við treystum Milosevic ekki vegna þess að hann sveik 35 fyrirheit í Bosníu-stríðinu. Við höfum engan möguleika á að snúa til baka fyrr en NATO fer inn í Kosovo." Um 150 manns komu yfir landa- mærin til Makedóníu í gær en eng- inn til Albaníu að því er UNHCR samkomulaginu getur Jackson beitt „öllum þeim aðferðum sem hann telur nauðsynlegar, þar með talið hervaldi.“ Friðargæslulið heldur inn að uppfylltum skilyrðum NATO Eftir að allar hersveitir Serba hafa yfírgefið Kosovo mun K-FOR friðargæsluliðið taka við völdum í héraðinu. Eitt hlutverka NATO mun verða að fylgjast með og sannreyna liðsflutningana með njósnavélum og gervihnattamynd- um auk fréttaskeyta af jörðu niðri. skýrði frá. Talið er að 988.525 Kosovo-Albanar hafi verið hraktir frá heimilum sínum frá því að loft- árásir NATO á Júgóslavíu hófust 24. mars sl. I nágrannalöndum Kosovo eru nú um 760.000 flóttamenn og óttast hjálparstarfsmenn að þúsundir flóttafólks fari aftur til héraðsins án umsjár hjálparstofnana og alþjóð- legs friðargæsluliðs. Ógjörningur að segja hvenær flóttafólk getur haldið aftur Mikil óvissa ríkir um það hvernig og hvenær eigi að koma flóttafólk- inu heim á sem öruggastan máta. Takast þarf á við þann mikla mat- arskort sem ríkir nú meðal flótta- fólks bæði í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Kosovo og í hérað- inu sjálfu. Enginn veit með vissu hvernig um er að lítast í héraðinu, hversu mikið af húsum, vegum, brúm og öðrum mannvirkjum hafa eyðilagst. Við landamærin sem umlykja Kosovo hefur fjölmörgum jarð- Er skilyrðum hefur verið fullnægt verður myndað um fimm km breitt vopnalaust svæði Serbíu- megin markalínunnar milli Serbíu og Kosovo og hefur NATO lýst því yfir að bandalagið muni aðeins viðurkenna hersveitir innan þess sem gæti sögulegra eða menning- arlegra verðmæta. Hið alþjóðlega friðargæslulið sem sent verður inn í Kosovo í kjöl- far brotthvarfs Serba verður hið fjölmennasta sem nokkru sinni hef- ur safnast saman á Balkanskaga. Samkomulag það sem náðist um aðgerðina Samvörð hinn 1. júní sl. gerir ráð fyrir friðargæslusveit 47.868 hermanna sem koma munu frá hinum 19 aðildarríkjum NATO auk ellefu samstarfsríkja banda- lagsins. Það ríki sem leggur til flesta hermenn er Bretland með um 13.000 hermenn á svæðinu og um 6.000 sem verða í viðbragðs- stöðu heima fyrir. I liði Breta verða hermenn úr fallhlífarher- sveitum Breta og N-írlandssveit- um hersins. Bandaríkjaher leggur til um 7.000 manna lið, þar af 2.000 hermenn úr landgönguliði bandaríska flotans sem í gærmorgun stigu á land í norðanverðu Grikklandi. Um helm- ingur þeirra hermanna sem nú eru í Makedóníu og Albaníu eru þýskir. Hafa þýsk stjómvöld heitið alls um 8.000 hermönnum til friðargæsluað- gerðanna í Kosovo. Þá hafa Frakkar heitið 7.000 manna liði, ítalir um 5.000 og Hollendingar 2.000 her- mönnum. Loks munu hermálayfir- völd á Spáni, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Noregi, Danmörku, Pól- landi og Kanada öll senda um 1.000 manna lið til Balkanskaga. Stóra spurningin verður hvað hlutur Rússlands í friðargæslu- sveitinni verði stór. Undanfarið hafa heyrst tölm- frá um 2.000 manna liði til allt að 10.000 her- mönnum en leiðtogar NATO hafa lýst því yfir að rússnesk hermála- yfirvöld skorti fé tO að senda fleiri en örfáar þúsundir hermanna til Balkanskaga - í besta falli. Sergej Stepashín, forsætisráðherra Rúss- lands, sagði í Dúmunni á miðviku- dag að 10.000 manna rússneskt friðargæslulið á Balkanskaga gæti kostað rússneska ríkið andvirði um ellefu milljarða ísl. króna á ári. „Hvar eigum við að finna tilskilið fé fyrir slíka aðgerð,“ spurði Stepas- hín. í gær sagði ígor Sergejev vamarmálaráðherra að um 2.500 manna lið væri nú þegar í við- bragðsstöðu og telja menn að sú tala kunni að verða nærri lagi er sprengjum verið komið fyrir og víðsvegar er talin hætta á sprengjugildrum. Embættismaður hjá NATO sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni að gert væri ráð fyrir að það tæki 20-30 ár að hreinsa Bosníu af jarð- sprengjum og sprengjugildrum, en nú þegar hafa tugir manna látist af völdum þessa frá því að Bosníu- stríðinu lauk 1995. I því ljósi væri ógjörningur að segja til um það hversu langan tíma það taki að hreinsa Kosovo-hérað af slíkum hættum áður en flóttafólkið geti haldið aftur til héraðsins. UNHCR hefur yfirumsjón með flóttamannahjálpinni og telja sam- tökin að fyrsti hópur hjálparstarfs- manna muni halda inn í Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo, u.þ.b. tveimur sólahringum eftir að al- þjóðlegt friðargæslulið og fulltrúar hjálparsamtaka hafa kynnt sér þar aðstæður. Kris Janowski, talsmaður UNHCR, sagði áherslu lagða á að þeir hundruð þúsunda flóttamanna í héraðinu sjálfu fái fyrstir hjálp. „Þeim ætti að veita fyrstu hjálp- ina og upp frá því getum við farið að huga að því að flytja fólk til hér- aðsins frá nágrannalöndum Kosovo," sagði Janowski. UNHCR áætlar að um 400.000 til 500.000 Kosovo-Albanar í Albaníu og Makedóníu komi til með að halda aftur til Kosovo fyrir septem- ber næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.