Morgunblaðið - 11.06.1999, Side 31

Morgunblaðið - 11.06.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 31 Tónlistar- skóla í sem flest hverfí BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt stefnumörk- un um rekstur tónlistarskóla og skólahljómsveita í Reykja- vík, þar sem markmiðið er, að böm og unglingar eigi aðgang að tónlistarnámi sem næst heimili sínu og tónlistarskólar starfi í sem flestum hverfum borgarinnar. Einnig er stefnt að því að boðið verði upp á forskóla tónlistarskóla í flest- um grunnskólum sem val eftir hefðbundinn skóladag. Listamenn í skólum LISTAMENN úr ýmsum list- greinum verða ráðnir til að vinna með nemendum í grunnskólum Reykjavíkur á árinu 2000. Forsvarsmenn Reykjavikur menningarborgar Evrópu árið 2000 og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur hafa undirritað samning um verkefnið „Lista- menn í skólum“, en markmið þess er að auka tækifæri bama til Ustsköpunar og tjáningar. f grunnskólum borgarinnar hafa verið gerðar áætlanir um verkefni sem listamenn munu taka þátt í að vinna og er í fréttatilkynningu getið gerðar útilistaverka og veggmynda í skólum, uppsetningar á Ieikritum og söngleikjum og vinnu við ljóða- og sögugerð. Auk þess má nefna hönnun og smíði listaleik- tækja. Unnið er út frá einni megin- hugmynd í hverjum skóla og hefðbundið skólastarf stokkað upp meðan á þessari vinnu stend- ur. I mörgum skólum er hug- myndin tengd öðmm viðburðum þessa árs, svo sem afmæli kristnitöku og landafunda. Sam- starf er haft við aðra aðila sem tengjast bama- og unglinga- starfi, s.s. félagsmiðstöðvar, íþróttahreyfinguna og foreldra- félög. Unnið verður að a.m.k. 30 slíkum verkefnum í grunnskólum borgarinnar á árinu 2000. GERÐUR G. Ólafsdóttir fræðslustjóri og Þórunn Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri M2000, undirrita samning um „Listamenn í skólum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.