Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 48
^8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jónína Signín
Guðvaröardóttir
fæddist í Reykjavík
7. júní 1908. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Akraness 28.
maí síðastliðnn.
Foreldrar hennar
voru Guðvarður
Vigfússon og Guð-
rún Helgadóttir.
Fósturforeldrar:
Sigmundur Guð-
bjarnason og kona
hans Vigdís Jóns-
dóttir, Ivarshúsum á
Akranesi. Fóstur-
foreldrar Jónínu frá 13 ára aldri
voru sonur Sigmundar, Guð-
bjarni, og kona hans, Guðný
Magnúsdóttir, sem einnig
bjuggu í Ivarshúsum á Akra-
nesi. Systkini Jónínu voru Helgi,
Vilborg, Sveinbjörg, Petrea,
Jón, Sigurást og Hjálmtýr. ÖIl
eru þau látin og kveður Jónína
nú síðust systkinanna. Hinn 3.
nóvember 1934 giftist Jónína
Þórði Hjálmssyni, f. 25. júní
1911, d. 14. ágúst
1985. 1) Sonur
þeirra hjóna er
Birgir, f. 1932, kona
hans er Sigríður
Svavarsdóttir, f.
1937. Dóttir Birgis
og Sigríðar er
Jónína, maki henn-
ar Þorvaldur Heið-
arsson og eiga þau
tvo syni; Þorvald
Heiðar og Þórð Elí.
Fyrir átti Jónina tvö
börn; Önnu Sigríði
og Birgi Þór. 2)
Fóstursonur Jónínu
og Þórðar er Þórður Magnús-
son, kona hans er Haildóra
Böðvarsdóttir, þeirra börn eru:
Svava Huld, maki hennar var
Jón Freyr Snorrason, en hann
lést 1997 Jón Þór, unnusta hans
er Ingibjörg Ólafsdóttir Berg-
iind Erna, unnusti hennar er Jes
Friðrik Jesson.
Útfór Jónínu fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
landsins sjálfs rofin og nú undir lok
20. aldar telst það varla meira íyrir-
tæki að bregða sér til útlanda, en
milli bæja eða landshluta áður.
Jónína Sigrún Guðvarðardóttir sem
fædd var 1908 upplifði þetta
alltsaman og tók því öllu með gleði
bamsins og staðfestu hinnar full-
þroska konu. Hún lifði í nútímanum,
en horfði til framtíðar.
Sú atvinna sem algengust var hjá
konum þessara tíma var fiskvinna
af ýmsu tagi. Jónína vann lengi við
að vaska fisk, en varla er hægt að
hugsa sér erfiðari og kuldalegri
vinnu en í fiskvaskinu. En konur
þess tíma létu sér ekki bregða við
slíkar aðstæður, þær stóðu af sér
kulda og vosbúð „með bros á vör“.
Síðan fóm margar í sfldarsöltun til
Siglufjarðar á sumrin. Það var mikil
kappsvinna að salta sfld og vinnu-
tíminn oft langur og þær vora
margar þreyttar konumar sem
stóðu tímunum saman við þessa
vinnu, en slík vom einmitt störfin
hennar Jónínu. Þegar hún, sem ung
stúlka, stóð við að vaska fisk var
það hennar „mottó“ að á páskum
skyldi hún eiga peninga fyrir kápu,
kjól, hatti og skóm. Allt „tipp, topp“
frá toppi til táar. Flott skyldi það
vera. Jónína var í mínum augum
sem unglings alltaf mjög „fín“ kona.
Eg sá hana aldrei öðravísi en uppá-
búna, „flotta í tauinu“ eins og sagt
JÓNÍNA SIGRÚN
GUÐVARÐARDÓTTIR
„Merkilegt er lífið, það er von ég
oegi það.“
Og víst er það satt og rétt. Svo
margslungin er saga hvers manns
og lífsþráðurinn spunninn úr svo
mörgum ólíkum þáttum, allt frá
vöggu til grafar. Frambemskusag-
an hennar Jónínu Guðvarðardóttur
er með sérstökum og óvenjulegum
hætti. Ferðamáti þess tíma milli
Akraness og Reykjavíkur var fyrst
og fremst sjóleiðin, farkosturinn
oftast lítill árabátur. Slíkum ferða-
lögum fylgdi oft mikil áhætta, vos-
-^búð og kuldi. Sigmundur Guð-
bjamason frá ívarshúsum á Akra-
nesi fór í umrætt sinn eina ferð af
mörgum, þessa leið. I för með hon-
um var dóttir hans Jónína Guðrún,
þá 13 ára gömul, og varð þetta
hennar hinsta ferð því hún veiktist
hastarlega, fékk lungnabólgu og
lést af völdum hennar. Þetta varð
mikil sorgarferð hjá fóðumum sem
kom heim með barnið sitt í kistu.
Þvflík ógnar örlög. í þessari erfiðu
Reykjavíkurferð naut Sigmundur
aðstoðar og aðhlynningar hjá
frænku sinni, Guðlínu Helgadóttur,
en á heimili hennar var þá koma-
bam, lítil stúlka óskírð. Bað Sig-
mundur frænku sína að gefa litlu
-^itúlkunni nafnið Jónína Sigrún og
fór það eftir. Við dauða litlu
stúlkunnar, Jónínu Guðrúnar, vora
eftiriifandi böm Sigmundar og Vig-
dísar tvö, Guðbjami og Sigríður.
Fór nú Sigmundur þess á leit við
frænku sína Guðlínu að þau fengju
til sín litlu stúlkuna, sem þá var sex
mánaða gömul. Svo fór að Jónína
Sigrún fór með Sigmundi upp á
Akranes og ólst upp hjá þeim hjón-
um sem dóttir væri. Sigmundur
andaðist árið 1915 þegar Jónína var
7 ára. Vigdís, fósturmóðir hennar
andaðist 1921, en þá var Jónína 13
ára. í ívarshúsum bjó þá ásamt for-
eldram sínum, Guðbjami, með konu
sinni, Guðnýju. Jónína hafði alla tíð
því hún kom að Ivarshúsum,
verið mjög hænd að fósturbróður
sínum og nú gengu ungu hjónin
henni í foreldrastað og naut hún alls
góðs af hendi þeirra ágætu hjóna og
var hjá þeim þar til hún giftist
unnusta sínum, Þórði Hjálmssyni í
nóvember 1934. Alla tíð áttu þau
Jónína og Þórður heimili sitt á
Akranesi, þannig spunnu örlögin
lífsþráðinn hennar Jónínu Sigrúnar
Guðvarðardóttur. Þegar við skoðum
slíka sögu sem hér hefur verið rakin
í stóram dráttum, er ljóst að í land-
jnu okkar, á ströndinni við ysta haf,
Tar lífsbaráttan hörð og óvægin,
skóp fólki stór örlög, krafðist mik-
illa fóma og oft er haft á orði að við
búum á mörkum hins byggilega
heims. Þegar íslendingar nútímans
hafa orð á slíku væri hollt að líta til
baka til upphafs þeirrar aldar sem
brátt rennur sitt skeið á enda. Þeir
J^iendingar sem lifað hafa nær alla
20. öldina hafa upplifað meira ævin-
týri en nokkur kynslóð áður. Það
verður okkur, sem yngri eram,
stöðugt umhugsunar- og undranar-
efni hvemig aldamótakynslóðinni
tókst að aðlagast þeim miklu breyt-
ingum sem orðið hafa á íslensku
þjóðlífi á þessari öld. Það er ótrú-
legur munur á lágreistum torfbæj-
um, sem flestir af þessari kynslóð
fæddust í; þægindalausum, dimm-
um og köldum, samanborið við
steinhallir nútímans með öllum sín-
um þægindum, upphituðum með
rafmagni eða heitu vatni og rafljós í
hverju homi. Það var mikið ævin-
týri að upplifa fullveldið, kreppuna,
hemámið, lýðveldisstofnunina og
fyrstu ár lýðveldisins með öllum
þeim stórkostlegu breytingum sem
þá áttu sér stað. Það þurfti sterk
bein til að aðlagast öllu þessu og
taka þátt í því, oft af meiri og betri
skflningi en þeir sem yngri era.
Einangran sveita, landshluta og
var.
Þegar Jónína gifti sig hætti hún
þessari hörkuvinnu sem hafði verið
svo eðlilegur og stór þáttur í lífi
hennar og tók að sýsla við heimilið,
sem ætíð var mjög fallegt, eiginlega
bara „flott“. Hún dundaði sér meðal
annars við hannyrðir og kannske
vita ekki margir að útsaumuðu
„rókókó“ stólamir tveir, sem notað-
ir era við kirkjubrúðkaup á Akra-
nesi era hennar verk, sem hún gaf
Akraneskirkju.
Síðustu 9 ár ævi sinnar var
Jónína vistmaður á dvalarheimili
aldraðra, Höfða, á Akranesi og undi
þar hag sínum vel. Þar tók hún þátt
í margs konar félagslífi og föndri
heimilismanna og var alltaf þessi
glaða, fína kona sem gott var að
eiga samleið með. Ég, sem þessar
línur rita þekkti þau hjónin vel. En
þau kynni urðu meiri og sterkari
þegar við Jónína gengum báðar til
BJÖRNI.
BENEDIKTSSON
+ Bjöm I. Bene-
diktsson fædd-
ist á Hvammstanga
20. ágúst 1937.
Hann lést á hjarta-
deild Landspitalans
3. júm' síðastiiðinn.
Foreldrar hans
vom Hólmfríður
Björnsdóttir og
Benedikt Axel
Rútsson. Móðir
hans lifir son sinn
en föður sinn missti
hann 1948. Bjöm
var elstur af systk-
inum sinum, eina alsystur átti
hann og níu hálfsystkini, tvö
em látin en sjö em á lffi.
Björn kvæntist
Kristínu S. Jóhann-
esdóttur, f. 7.
ágúst 1937, d. 7.
nóv. 1990, frá
Krossnesi í Eyrar-
sveit. Saman eign-
uðust þau einn son,
Agnar, sem er
verkefnisstjóri hjá
Skýrr. Björn starf-
aði sem bifreiða-
stjóri, nú siðast hjá
fyrirtækinu
Véiorku.
Útför Bjöms fer
fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
í dag kveðjum við móðurbróð-
ur okkar Bjöm Benediktsson eða
Bjössa frænda eins og við kölluðum
hann alltaf. Bilið milli lífs og dauða
er svo örstutt og maður er aldrei
viðbúinn þessari stund. Þannig var
það þegar okkur barst andlátsfrétt
þín. Minningar sem við eigum þjóta
í gegnum hugann. Æskuminningar
okkar tengjast þér, Bjössi, Kristínu
heitinni og Agnari en þið þrjú voruð
svo samrýnd og samtaka.
Þegar við hugsum til baka um jól,
sumarfrí, berjaferðir, kartöflurækt
og afmæli þá voram við alltaf öll
saman okkar fjölskylda og þið þrjú.
Okkur era sérstaklega minnisstæð
jólin 1972 en þá bjuggum við úti á
landi. Þá var ekki um annað að
ræða en að fara til ykkar og halda
jól og koma í Skipasundið allt í jóla-
ljósum. Þar mættu okkur þessar
hlýju og góðu móttökur sem ávallt
einkenndu þig og Kristínu. Við vor-
um alltaf svo hjartanlega velkomn-
ar!
Við minnumst sumarfrísins er við
fóram í Skaftafell, tjölduðum og átt-
um yndislegar stundir - og þú á
Skodanum. Og svo vora allar berja-
ferðimar með nesti og að sjálfsögðu
bláan ópal en þegar við voram
krakkar vannst þú hjá Ópal og
alltaf áttir þú ópal eða annað góð-
gæti handa okkur. Þegar við vorum
í sveit senduð þið okkur oft pakka
og þar kenndi ýmissa grasa. Éinnig
heimsóttuð þið okkur alltaf með
reglulegu millibili.
Allt þetta var svo einkennandi
fyrir þig, Bjössi, alltaf að hugsa um
aðra og ávallt reiðubúinn að rétta
hjálparhönd. Þú samgladdist okkur
á stórum stundum í lífi okkar og nú
liðs við Oddfellowregluna þegar
Rbst. Asgerður var stofnuð. Jónína
var góður og skyldurækinn félagi
og tók þátt í starfinu af alhug og
naut samvista við félaga sína með-
an heilsa og kraftar leyfðu. Þau
hjón vora bæði Oddfellowar og
Þórður, einn mesti „spéfugl" Akra-
ness, kitlaði oft hláturtaugar félag-
anna þegar það átti við og það var
oft. Það var gott og gaman að eiga
með þeim samleið og gleðjast með
glöðum. Ég minnist þeirra hjón-
anna með kærri þökk fyrir ótaldar
gleðistundir.
Þeim fækkar nú óðum, aldamóta-
börnunum sem slitu bamsskónum á
Akranesi. Fólkinu sem frá fyrstu tíð
fylgdist með þróun bæjarins frá því
að vera lítið, fátækt sjávarþorp með
fábreytt atvinnulíf, þar sem margir
bjuggu við þröngan kost; það var
fárra kosta völ á þeirri tíð, til þess
sem nú er. Akranes er blómleg
byggð með gott mannlíf og fjöl-
breytt atvinnulíf og í dag eiga Akur-
nesingar margra góðra kosta völ.
Við sem nú byggjum Akranes minn-
umst þeirra allra með þökk og virð-
ingu.
Nú er ævisólin hennar Jónínu
Sigrúnar Guðvarðardóttur til viðar
gengin og sætið autt. Við félagarnir
í Rbst. Asgerði kveðjum hana með
virðingu, þökkum henni samfylgd-
ina og biðjum henni blessunar á
nýjum leiðum. Sonum hennar og
ástvinum öllum sendum við einlæg-
ar vinarkveðjur og biðjum þeim
heilla og blessunar um ókomna tíð.
Nú opnar faðminn fóstran góða,
og faðmar þreytta bamið sitt,
hún býr þar hlýtt um bijóstið móða,
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofí þar.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Friður sé með sálu hennar.
Friðhelg veri minning hennar.
Hallbera Leósdóttir, Akranesi.
I dag er til moldar borin elskuleg
móðursystir mín Jónína Sigrún
Guðvarðardóttir, síðust af átta
systkinum. Eiginmaður hennar,
Þórður Hjálmsson, lést fyrir
nokkram áram.
Jóna frænka var mér sem önnur
móðir. Ég var ekki gömul þegar
Jóna og Doddi tóku mig að sér í
fyrsta sinn vegna veikinda móður
minnar, þá svaf ég í þvottabala. Síð-
an liðu árin og rúmin urðu stærri og
þar kom að það var fastur liður í lífi
mínu að fara á Skagann á hverju
sumri til Jónu frænku og Dodda
frænda, því það kallaði ég hann æv-
inlega þótt ekki væram við skyld.
Akranes var sveitin mín og ekki
fékkst ég til að fara annað þótt
sveitadvöl stæði til boða. Mér
fannst ég vera að fara til hinna for-
eldra minna og mér finnst enn í dag
vera sterkt band á milli okkar
Bibba sonar þeirra. Þegar ég var
níu ára tóku Jóna og Doddi að sér
fósturson sem Þórður heitir og þá
var ég sjálfskipuð barnapía fyrir
Dodda litla.
Eftir að ég var sjálf komin með
fjölskyldu vildi svo til að Guðmundi
manni mínum bauðst staða á togara
á Akranesi. Móðir mín hafði látist
fyrr á árinu svo ég hafði ekkert á
móti því að flytja á Skagann. Það
var svo gott að hafa Jónu frænku
nálægt sér og geta skroppið í heim-
sókn þegar mér datt í hug, sem var
ansi oft. Ef ég var eitthvað leið sá
Jóna frænka það strax. Hún spurði
þá: Ertu eitthvað leið, Kolla mín. Af
hverju heldurðu það? spurði ég á
móti og hún sagði: Hárið á þér verð-
ur nærri því svart. Það brást ekki
að alltaf fór ég létt í lund frá henni
aftur.
Ég var svo stolt af Jónu frænku
minni. Hún var glæsileg kona, alltaf
vel klædd og mikil reisn yfir henni.
Það lék allt í höndunum á henni,
hún saumaði út heilu listaverkin og
málaði vasa og dúka. Ég á fallega
hluti tii minningar um hana og
finnst mér það ómetanlegt.
Nú er elsku Jóna mín búin að fá
langþráða hvfld. Síðustu árin vora
henni erfið og ég vil þakka Sigríði
tengdadóttur hennar sérstaklega
fyrir hvað hún var henni góð og
sinnti henni vel. Elsku Bibbi, Sigga,
Doddi, Dóra og fjölskyldur, ég votta
ykkur samúð mína.
Elsku Jóna frænka. Ég á margar
yndislegar minningar um þig og
Dodda frænda sem ég mun geyma í
hjarta mínu.
Þín systurdóttir,
Kolbrún.
síðast í mars er Magnús fermdist
og þú komst norður. Þá áttum við
yndislegar samverustundir, fórum
út að borða og rifjuðum upp gaml-
ar og góðar minningar. Þessar
stundir eru okkur nú alveg sér-
staklega dýrmætar. Aldrei gagn-
rýndir þú okkur systur en leið-
beindir okkur á þinn sérstaka hátt.
Þú varst einstaklega barngóður og
við voram svo lánsamar að njóta
þess - og börnin okkar líka. Við
eigum örugglega eftir að segja
þeim sögurnar af Bjössa frænda og
Agnar sonur þinn einnig en hann
er í álíka uppáhaldi hjá þeim og þú
varst hjá okkur.
Elsku Bjössi frændi, að leiðarlok-
um viljum við þakka þér fyrir allt
sem þú gafst okkur. Við biðjum al-
góðan Guð að styrkja Agnar og
mömmu sem hafa misst svo mikið.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Ingibjörg Sólrún, Elín Sigríð-
ur og Magnea Steinunn Ingi-
mundardætur.
Elsku bróðir.
Égá engin orð til að lýsa tilfinn-
ingum mínum. Það er svo erfitt að
trúa að þú sért farinn, þú sem varst
svo kátur og hress þegar ég kvaddi
þig þriðjudaginn 1. júní. En svona
er þetta jarðlíf, það ræður enginn
sínum næturstað.
Mig langar að þakka þér fyrir öll
árin okkar saman en við fengum að
alast upp saman hjá afa og ömmu í
Reynihólum. Það vora yndisleg ár.
Þú varðst að ungum og fallegum
manni og mikið var ég hreykin af að
eiga þig fyrir bróður. Leið þín lá til
Reykjavíkur og þar fannst þú ham-
ingjuna, já, þú fannst hana Stínu
þína. Síðan fæddist augasteinninn
ykkar hann Agnar og hamingjan
var fullkomin. Þannig liðu árin en
síðan dregur ský fyrir sólu 1990
þegar eiginkonan og móðirin fellur
frá langt fyrir aldur fram, það var
erfiður tími fyrir okkur öll. Fyrsta
skarðið sem rofið var í litlu fjöl-
skyldurnar okkar.
Elsku bróðir, ég þakka þér fyrir
allt, þú varst mér ekki bara bróðir
heldur líka góður vinur. Ég þakka
þér fyrir dætur mínar og bama-
böm. Þú varst þeim svo góður
frændi.
Ég bið algóðan Guð að varðveita
og styrkja þig, elsku Aggi minn. Þið
vorað svo samrýndir og miklir vinir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi þig, elsku brói.
Þín systir,
Kristín Rut Hafdís.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.