Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 38
, 38 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Framsókn sundurlyndis Formaður þingflokks Framsóknar- flokksins styður ekki utanríkisstefnu formanns síns og ríkisstjórnarinnar VÍÐTÆK sátt hefur lengstum einkennt stefnu íslendinga á sviði utanríkis- og ör- yggismála. Á síðustu árum hefur skýr meirihluti þjóð- arinnar stutt þá flokka, sem boð- að hafa að vamarsamstarfið við Bandaríkin og aðildin að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) skuli áfram vera þungamiðjan í ís- lenskum utanríkis- og öryggis- málum. Núverandi utanríkisráð- herra, Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, hef- ur verið skeleggur talsmaður þessarar stefnu á síðustu árum. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar nýju segir m.a. að ísland verði áfram virkur þátttakandi í samstarfi við aðrar þjóðir á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. Síðan segir: VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson „Vamarsam- starfið við Bandaríkin verði áfram þungamiðja öryggisstefnu þjóð- arinnar." Nú hafa þær óvenjulegu að- stæður skapast að ástæða er til að spyrja hvort full eining ríki um þessa stefnu innan ríkis- stjómarinnar og í þingflokki ann- ars stjórnarflokksins. Athygli vekur út fyrir landsteina að óvissa komi fram um afstöðu póli- tískra forastumanna í ríkisstjóm Islands til utanríkismála. Alþekkt er að íslenskir stjóm- málamenn sækjast aldrei eftir vegtyllum eða embættum. Þeir eru hins vegar í lítillæti sínu jafn- an tilbúnir til að „sinna þeim störfum sem flokkar þeirra kunna að fela þeim“. Þessi hóg- værð hinna hæfustu einkenndi mjög skipan ráðherra í ríkis- stjóminni, líkt og alkunna er. I vikunni gerðist það að enn ein holdtekja hógværðar og lítillætis, þingmaður að nafni Kristinn H. Gunnarsson, var valinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Annar þingmaður, Ólafur Öm Haraldsson að nafhi, hafði af hóf- semi og stillingu látið þess getið að nafii hans mætti neftia er ákveðið væri hver hreppti þetta mikilvæga embætti. Þegar niðurstaðan lá fyrir brást Ólafur Öm Haraldsson hins vegar hinn versti við og lýsti yfir furðu á því að Kristinn H. Gunn- arsson skyldi hafa orðið fyrir val- inu. Sá hinn sami hefði fyrir að- eins þremur mánuðum stutt þingsályktunartillögu á þingi þess efnis að hefja bæri viðræður við bandarísk stjómvöld um brottflutning vamarliðsins frá ís- landi. Við þetta er því að bæta að flokksbróðir þeirra tveggja, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, ákvað við þessa sömu atkvæða- greiðslu á þingi að sitja hjá. Kristinn H. Gunnarsson segir í viðtali við Morgunblaðið í gær að afstaða hans í þessum efnum sé óbreytt og að hún muni „ekki há“ honum í embætti þingflokksfor- manns. Þingmaðurinn bætir við að hann viti að fjölmargir fram- sóknarmenn séu „á svipaðri skoð- un“. Þessi ummæli era eftirtektar- verð ekki síst í Ijósi þeirrar gagn- rýni, sem talsmenn stjómarflokk- anna tveggja héldu uppi á Sam- fylkinguna í baráttunni fyrir kosningamar 8. maí. Þarf tæpast að rifja upp að helstu þungavigt- armenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldu því ít- rekað fram í ræðu og riti að ágreiningur ríkti innan Samfylk- ingarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála, sem gerði að verk- um að þessu stjómmálaafli væri ekki treystandi. Nú hefur nýkjörinn formaður þingflokks Framsóknarflokksins ítrekað opinberlega að hann styðji ekki öryggismálastefnu leiðtoga flokks síns, sem er utan- ríkisráðherra Islands. Jafnframt fullyrðir hann að fjölmargir flokksbræður sínir séu sama sinnis og þar með á öndverðri skoðun við Halldór Ásgrímsson. Hljóta það að teljast umtalsverð pólitísk tíðindi. Það er algengur misskilningur á íslandi að utanríkis- og örygg- ismál hafi ekkert vægi í nútíman- um. Þvert á móti er öldungis deg- inum Ijósara að íslendingar þurfa að herða varðstöðuna um hags- muni sína á þessum vettvangi á næstu misseram. „í hvem á ég að hringja ef ég þarf að tala við Evrópuþjóðim- ar?“ spurði Henry Kissinger, ut- anrfldsráðherra Bandaríkjanna, eitt sinn og hafa þessi ummæli löngum þótt lýsa vel þeim skorti á samstöðu og samhæfingu er einkennt hafi framgöngu Evrópu- ríkjanna í NATO. Svarið liggur nú fyrir. Aðildarríki Evrópusambands- ins (ESB) auka nú jafnt og þétt samvinnu sína á sviði öryggis- og vamarmála líkt og sannaðist á dögunum er ákveðið var að út- nefna Spánverjann Javier Solana, núverandi framkvæmdastjóra NATO, „utanríkisráðherra Evr- ópusambandsins“. NATO-ríkin utan ESB munu því án nokkurs vafa standa frammi fyrir því að sú þróun ágerist að Evrópusam- bandsríkin komi til mikilvægra funda með fyriríram mótaða og óhagganlega afstöðu. Fullyrða má að hættan sé því sú að ríki ut- an Atlantshafsbandalagsins muni hafa veruleg og vaxandi áhrif á framgang mála er snerta beint hagsmuni aðildarríkja NATO. ís- lensk stjómvöld hafa eðlilega áhyggjur af þessari þróun og hafa spymt við fótum, nú síðast á leiðtogafundi NATO í aprflmán- uði. í ljósi m.a. þessa má færa sterk rök fyrir því að samstaða í röðum stjórnarflokkanna verði óvenju mikilvæg hvað utanríkis- og öryggismálin varðar á þessu kjörtímabili. Menn ættu einnig að hafa í huga að erlendar þjóðir fylgjast grannt með umræðum um þessa málaflokka hér á landi. Þingflokkur Framsóknar- flokksins hlýtur nú að upplýsa lýðinn í landinu um hvort hann styður utanríkisstefnu Halldórs Ásgrímssonar og ríkisstjórnar- innar eða stefnu hins nýkjöma formanns þingflokksins, sem er talsmaður hans og leiðtogi. Guðni Ágústsson mun væntanlega gera grein fyrir því hvort hann treysti sér nú til að styðja öryggismála- stefnu formanns flokks síns og rfldsstjómarinnar. Víðast hvar erlendis era utan- ríkis- og öryggismál tekin mjög alvarlega og skarpur greinar- munur er gerður á ágreiningi á þeim vettvangi og öðram. Hið sama hefur átt við hér á landi og ber að varast að þessi málaflokk- ur verði einnig færður niður á það stig hentistefnu er einkennir aðra meginþætti íslenskra stjóm- mála. UMRÆÐAN Fyrirtæki bera ábyrgð í umhverfísmálum Á UNDANFÖRN- UM áram hafa æ fleiri fyrirtæki áttað sig á þeirri ábyrgð, sem þau bera gagnvart um: hverfi og náttúra. í þeim hópi er Landssími Islands, sem hefur mótað sér stefnu í um- hverfismálum og gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé eins umhverfisvæn og kost- ur er. Landssíminn vill virkja bæði starfsfólk sitt og viðskiptavini í þágu umhverfisvemd- ar. Sem dæmi má nefna að Síminn hefur á prjónunum að bjóða viðskiptavin- um farsímakerfanna að skila inn til fyrirtækisins ónýtum farsímaraf- hlöðum, sem fyrirtækið mun síðan sjá um að láta eyða. Framkvæmdir í sem beztri sátt við umhverfið í fjarskiptarekstri fellur eðli málsins samkvæmt lítið til af hættu- legum efnum eða úrgangi. Miklar framkvæmdir era hins vegar á veg- um Símans um allt land og fylgir þeim stundum nokkurt rask. Við allar slíkar framkvæmdir hefur fyr- irtækið kappkostað að valda sem minnstu ónæði og ganga vel frá t.d. jarðsímalögnum, þannig að þeirra sjáist helzt engin merki í gróður- þekjunni að ári liðnu. Við uppsetningu fjarskiptamann- virkja er þess gætt í hvívetna að þau falli sem bezt að umhverfinu og sé komið fyrir í sem mestri sátt við skipulagsyfirvöld, sveitarstjómir og almenning. Segja má að Síminn hafi unnið stórátak í umhverfismálum á síðustu áratugum, þegar símalagnir um allt land vora grafnar í jörð og loftlínur rifnar, þannig að sjón- mengun af þeirra völdum er úr sög- unni. Umhverfisvænn bifreiðarekstur Landssíminn á um 200 bifreiðar og kappkostar að rekstur þeirra sé sem hagkvæmastur og umhverfis- vænstur. Keyptur hefur verið bún- aður til að gera reglubundnar mæl- ingar á útblæstri frá bifreiðunum, í því skyni að draga úr loftmengun. Þá hefur Síminn sett sér það mark- mið að haustið 1999 verði allar bifreiðar fyrirtækisins, sem ein- göngu era í innanbæj- arakstri, á harðkorna- dekkjum. Talið er að á hverjum eknum kíló- metra rífi venjuleg fólksbifreið á nagla- dekkjum upp 27 grömm af malbiki. Bíl- ar Landssímans aka um 3,3 milljónir kíló- metra á ári og er ljóst að veralega má draga úr mengun með notkun harðkornadekkjanna. Jafnframt hefur í til- raunaskyni verið keyptur rafbíll til notkunar á höfuðborgarsvæðinu og mun íyrirtækið fylgjast vel með þróun í smíði rafbfla og gasbfla, 1 því skyni að gera bflaflota sinn um- hverfisvænni. Umhverfisvemd Landssíminn vill virkja starfsfólk sitt og við- skiptavini í þágu um- hverfísins, skrifar -9-------------------- Olafur Þ. Stephensen. Hann segir viðbrögð viðskiptavina við hvatn- ingu um að skila síma- skrám til jarðgerðar hafa verið góð. Gamla símaskráin fær nýtt hlutverk í þágu uppgræðslu Landssíminn hefur um nokkurra ára skeið flokkað pappa, timbur og málma frá öðrum úrgangi og komið til endurvinnslu. Með þátttöku í verkefninu Skil 21 hefur enn frek- ari flokkun úrgangs verið tekin upp og er lífrænn úrgangur frá vinnustöðum Landssímans notaður í verkefninu, sem felst í að gera úr úrganginum eins konar moltu, sem nota má til uppgræðslu gróður- snauðs lands. Aðrir þátttakendur í verkefninu era Reykjavík, menn- ingarborg Evrópu árið 2000, Gróð- ur fyrir fólk í landnámi Ingólfs, verkfræðistofan Línuhönnun og ýmis stærri fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu. Stærsta framlag Landssímans til verkefnisins hefur þó verið að hvetja viðskiptavini sína til að skila gömlu símaskránni aftur til fyrir- tækisins þegar þeir sækja nýju skrána og stuðla síðan að því að pappírinn úr gömlu skránni verði notaður til jarðgerðar á vegum Skil 21. Þannig fá hundruð tonna af símaskrám nýtt hlutverk við upp- græðslu landsins; verða verðmæti í stað sorps. Með þátttöku í þessu verkefni virkjar Síminn bæði starfsfólk sitt (við flokkun úrgangs) og viðskipta- vinina (með því að hvetja þá til að skila inn gömlu símaskránni). Það er skemmst frá því að segja að við- brögð viðskiptavina Símans hafa verið afar góð og hefur a.m.k. þriðj- ungur þeirra, sem til þessa hafa sótt nýja símaskrá, skilað þeirri gömlu aftur. Þátttaka í uppgræðslu og skógrækt Landssíminn lét nýlega af hendi til landbúnaðarráðuneytisins 3.400 hektara land við Gufuskála á Snæ- fellsnesi, sem verður hluti af þjóð- garði og nýtist þannig til útivistar og náttúruvemdar. Á móti fékk Síminn 60 hektara spildu úr landi Skriðufells í Þjórsárdal. Sá mis- skilningur hefur komið upp að þar hafi Síminn fengið hluta af ræktuð- um skógi en svo er ekki; landið er tún og óræktað land, sem ætlað hef- ur verið til landgræðslu. Það er sömuleiðis misskilningur að samn- ingur þessi hafi nokkur áhrif á að- gang almennings að skóginum á Skriðufelli; Síminn ætlar ekki að reisa neinar girðingar eða meina neinum aðgang að því svæði, sem hann fær til umráða. Landssíminn og starfsfólk hans hafa stefnt að því að reisa orlofshús á Skriðufelli og taka myndarlega til hendinni við uppgræðslu og skóg- rækt á svæðinu. Er þar stefnt að nánu samstarfi bæði við Skógrækt- ina og heimamenn í Gnúpverja- hreppi. Höfundur er forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- síma íslands. Ólafur Þ. Stephensen Fjölmiðlakönnun SÍA í Morgunblaðinu 2. júní síðastliðinn vora birtar niðurstöður nýj- ustu fjölmiðlakönnunar Gallup fyrir Samband íslenskra auglýsinga- stofa og flesta ,;stærstu“ fjölmiðla á Islandi. Hvergi í um- fjöllun Morgunblaðsins kom fram að fjölmiðlar þeir sem ekki keyptu sig inn í könnunina hefðu ekki verið val- kostur í dagbók (spum- ingalista), þar sem spurningar könnunar- innar vora settar fram. Þegar fólk las um- rædda umfjöllun kom hvergi fram að einungis vora mæld 15 valin tímarit (þ.e. þau tímarit sem keyptu sig inn í könnunina) þegar spurt var „Las eða flettir tímariti" á vissu tímabili já eða nei? Þannig var t.d. ekki hægt að velja Dagskrá vikunn- ar í stað Sjónvarpshandbókarinnar, Heimsmynd í stað Mannlífs eða Lífsstfl í staðinn íyrir Hús og híbýli, eða bara öll þessi tímarit. Sum tímarit vora ekki meðal valkosta. Þegar fólk las könnunina kom það því verulega á óvart að ekki skyldu mælast blöð eins og Dagskrá vikunnar sem dreift er frítt í 66.500 eintökum sem er margfalt upp- lag fjölmargra tíma- rita í könnuninni. Könnun sem þessi getur verið mikið þarfaþing íyrir bæði fjölmiðla og aug- lýsendur og fagnar undirritaður því ef framhald verður á gerð sambærilegra kannana. Þó vil ég eindregið benda fram- kvæmdaraðilum og aðstandendum á að það kæmi bæði þeim og öðram vel ef öllum „stærri“ fjölmiðlum yrði boðin þátttaka í könnuninni áður en hún verður framkvæmd næst, eitt lítið bréf væri nóg. Einnig vil ég benda á að það hefði komið í veg fyrir mikinn misskiling ef skýrt hefði komið fram að ekki voru allir fjölmiðlar valkost- ir á spumingalistunum. Það hefði mátt gera án mikillar fyrirhafnar. Vonandi verður næsta könnun ofan- greindra aðila víðtækari og þá um Könnun Það kæmi bæði að- standendum könnunar- innar og öðrum vel ef öllum „stærri“ fjölmiðl- um yrði boðin þátttaka í könnuninni áður en hún verður fram- kvæmd næst, segir Magnús Einarsson í athugasemd við fjöl- miðlakönnun Gallup fyrir SÍA. leið mun marktækari. Ég hlakka til íyrir hönd þeirra fjölmiðla sem ekki tóku þátt í nýafstaðinni könnun að heyra frá ykkur hjá SÍA. Höfundur er framkvæmdasljóri Whats’on íReykjavik. Magnús Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.