Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 4Tr GÍSLI BJÖRGVINSSON + Gísli Björgvins- son fæddist á Hlíðarenda í Breið- dal 24. mars 1909. Hann lést á Skarði í Breiðdal 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru bændahjónin Björg- vin Jónasson og Sigurbjörg Erlends- dóttir, sem bjuggu á Hlíðarenda. Gísli var elstur tíu systk- ina en af þeim eru fjögur enn Lifandi. Gísli kvæntist 1938 Sigurbjörgu Snjólfsdóttur frá Veturhúsum í Hamarsfirði, f. 30. júlí 1915, d. 16. septem- ber 1992. Börn þeirra eru: Ás- dís, f. 17. apríl 1940, tvíburarn- ir Bergþóra og Snjólfur, f. 3. janúar 1942, og Ingibjörg, f. 7. apríl 1952. Ásdís er bústýra á Skarði í Breiðdal, gift Sigurði Kristinssyni frá Djúpavogi. Börn þeirra eru Árnaldur, bóndi og búfræðing- ur á Hlíðarenda, kvæntur Gróu Jó- hannsdóttur búfræð- ingi, og Hlíðar, sem býr með foreldrum sínum á Skarði. Bergþóra er skóla- málastjóri í Húna- vatnssýslum, gift Er- ling Ólafssyni að- stoðarskólastjóra í Húnavallaskóia. Börn Bergþóru eru Þórður tónsmiður, í sambúð með Bryn- dísi Höllu Gylfadótt- ur selióleikara, og Gísli háskóla- nemi, í sambúð með Sunnu Þór- arinsdóttur stúdent frá Akra- nesi, synir Magnúsar Þórs Jóns- sonar, tóniistarmanns og rithöf- undar, fyrri eiginmanns hennar, og Auður Lilja Erlingsdóttir stúdent. Snjólfur er rafveituvirki á Breiðdalsvík, kvæntur Steinu Kristínu Þórarinsdóttur frá Vestmannaeyjum. Börn Snjólfs Á Austfjörðum hefur löngum dafnað þroskavænlegt mannlíf sem hefur getið af sér margan kjam- mikinn einstakling. Þegar þú ekur eftir þjóðvegi 1 frá Egilsstöðum og niður á firði þá ferðu inn Skriðdal- inn, yfír Breiðdalsheiði og kemur niður í Suðurdal. Þú ekur út hann og þá blasa við Eydalir, hið marg- fræga prestsetur þar sem margir merkisklerkar hafa setið og ritað nafn sitt í sögu og ljóð landsins, og á vinstri hönd teygir sig Norðurdal- ur en Breiðdalur skiptist í Suður- dal, Norðurdal og Útsveit. Hann er ekki fjölfarinn þar sem enginn þjóðvegur liggur um hann lengur en þar þróaðist líf og gerir enn þótt það hafi átt undir högg að sækja eins og á fleiri dreifbýlisstöðum okkar lands seinustu áratugi. Þú ekur framhjá bæjunum Gilsárstekk og Gilsá meðfram Breiðdalsá og framundan er fögur fjallasýn þar sem Tóin gnæfir hátt til himna og áður fyrr lágu alfaraleiðir hér um yfir Reindalsheiði frá Fáskrúðsfirði og suður Jórvíkurskarð og síðan Berufjarðarskarð niður í Berufjörð. Hér er bæiinn Hlíðarendi og út frá Hlíðarenda var reist nýbýlið Þrastarhlíð iyrir miðbik aldarinnar. Þar bjó Gísli Björgvinsson, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf, ásamt konu sinni Sigurbjörgu Snjólfsdótt- ur og þau eignuðust þar bömin Ás- dísi, tvíburana Bergþóm og Snjólf, og Ingibjörgu. Orlögin höguðu því svo að á seinni hluta áttunda ára- tugar þá fór ég að venja komur mín- ar á þetta heimili eftir að ég hafði hafið sambúð með Bergþóm. Ein- hvem veginn hafði ég, borgarbamið úr Reykjavík, aldrei ímyndað með að ég ætti eftir að þramma um Norðurdahnn og kynnast mannlíf- inu þar. En enginn ræður sínum næturstað og með tímanum varð þessi dalur fastur liður í tilvem minni. Á hverju sumri lá leiðin aust- ur og þetta var einn af gleðigjöfum lífsins að dvelja um skeið fyrst í Þrastarhlíð og síðan í Hlíðarenda eða á Skarði eftir að Gísli hafði bmgðið búi og bjó hjá Ásdísi dóttur sinni og Sigurði manni hennar en Sigurbjörg lést 1985. Gísli var hár og myndarlegur á velli enda höfðu hann og bræður hans verið annálaðir íþróttamenn í sinu heimahéraði á yngri áram. Hann var stórskorinn í andliti og miklar augabrýr settu sterkan svip á hann. Þegar maður kynntist Gísla þá komst maður að því að þetta var maður margra sæva. Hann var vel lesinn og fróður sem af bar. Hann var af þeirri kynslóð sem þurfti að hafa fyrir því að komast til bókar og mennta. Hann átti því láni að fagna að komast tvö ár í Héraðsskólann á Laugarvatni og það hefur eflaust sett mark á allt hans líf. Hann fylgdist með öllu sem var að gerast í þjóðlífinu langt fram á níunda áratug lífs síns. Hann hafði verið athafnamikill í fé- lags- og íþróttalífi. Var oddviti um skeið í Breiðdal. Hann var tónelsk- ur og spilaði á dragspil af mikilli list. Stjórnmálabarátta og umræð- ur um hana var hans yndi. Hann var einn af þeim sem hafði yfirgef- ið Framsóknarflokkinn, var vinstri þjóðemissinni, mikill andstæðing- ur herstöðva og alþýðukúgunar hvar sem hún birtist og hafði alltaf eitthvað að leggja til málanna um þau málefni. Hann var einn af ósungnu hetjum ferskeytlunnar, þessarar þjóðarskemmtunar Is- lendinga, og þegar hann vildi láta skoðun sína í Ijós var það í formi vísu og þar vom fáir honum fremri. Vísur sínar á eldri áram skrifaði hann á vafninga sem komu utanum Þjóðviljann og hafa flestar af þeim glatast. Höfundareinkenni hans vora kaldhæðni og glettni sem hittu beint í mark. Eg get ekki stillt mig um að láta hér fylgja þrjár stökur. Sú fyrsta varð til í verðbólguþjóðfélaginu íslandi og þar var til bankastjóri nokkur: Vel hefur Nordal við oss gert, vann því fjöldans hjörtu. Að hans ráði er aldrei skert íslenskt gengi í björtu. Ónefndur ráðherra en fyrsti stafurinn í nafni hans byrjar á Joð Ó en var ekki í náðinni hjá Gísla, af mörgum ástæðum; Bænir mínar ber ég fram í bljúgum tóni: Vættir góðar vaki á Fróni og vemdi okkur fyrir Jóni. Og hér kemur ein um svipað efni sem enn á við og kannsld aldrei eins og í dag: Skriðdýr lifa á landi hér, létt mun dæmi að nefna. Um það vitni íslensk ber utanríkisstefna. Ég kynntist Gísla þegar hann var kominn á efri ár. Ég upplifði því ekki að sjá framkvæmdamanninn og bóndann sem rak stórt heimili. Þó átti ég því láni að fagna að sjá stjúpsyni mína og dóttur fara til dvalar hjá Gísla og Sigurbjörgu. Þar sá maður þá þætti sem ein- kenndu þau hjón framar öllu öðra. Þau voru mannvinir, húmanistar, í orðsins fyllstu merkingu. Börn löð- uðust að þeim og þau komu fram við þau eins og fullþroska einstaklinga. Áram saman tóku þau böm til sum- ardvalar og sum af þeim komu ár eftir ár og urðu hluti af fjölskyld- unni. I samskiptum þeirra við böm spegluðust lífsviðhorf þeirra og það var gaman að koma og setjast niður eru Kristrún, en móðir hennar er Sigrún Aadnegard, Sigur- björg Asdis, kennari á Breiðdals- vík, Guðríður, gift Þorgilsi Guð- mundssyni, og Þóra Kristín hár- skeri, í sambúð með Stefáni Magnússyni frá Fáskrúðsfirði. Barnabörn Gísla og Sigurbjarg- ar eru nú orðin tíu. Ingibjörg bjó með foreldrum sínum í Þrasta- hlíð þar til hún flutti með föður sínum til Ásdísar systur sinnar. Gísli stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1930-1932. Hann stundaði flest venjuleg störf til sveita, m.a. vegavinnu, sláturhússtörf og vinnumennsku. Hann var fyrst bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal með móður sinni við andlát föður síns, síðan á Streiti í Breiðdal og seinast á nýbýlinu Hlíðarenda II (Þrastahlíð), einnig í Breiðdal. Gísli gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfúm í sinni sveit, sat í hreppsnefnd, var oddviti um skeið, sat í stjórn Kaupfélagsins og Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða. Seinustu árin, eftir lát Sigurbjargar konu hans, bjó hann hjá Ásdísi dóttur sinni á Skarði. títför Gísla fór fram frá Heydalakirkju 6. júní. og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þau bættu hvort annað upp eins og hjón gera oft eftir langar samvistir. Gísli var ekki í eldhús- störfunum né lagði á borð, hann var dæmigerður fulltrúi sinnar kynslóð- ar í þeim hlutum, og Sigurbjörg sagði svo sem ekki margt en þegar hún sagði eitthvað var tekið mark á því og það virt. Þau vora hluti af lífsstíl sem því miður er að hverfa í fjölmiðlaþjóðfélagi okkar tíma. Oft hafa á okkar heimili vaknað minn- ingar um sumardvalimar í Þrasta- hlíð. Og vissir atburðir hafa með tímanum orðið þjóðsögur í furðu- sagnastíl. Ég vil með þessu greinarkorni kveðja Gísla og þakka fyrir margar ánægjustundir sem hann veitti mér. Ég hugsa að ég hafi orðið betri maður á því að kynnast hon- um og hans lífsgildum. Ég veit líka að hans verður sárt saknað, af systkinum, sérstaklega Ingibjörgu, bamabörnum og öllum þeim sem hafa kynnst honum á lífsleiðinni. Mig langar að enda með einni af vísum Gísla sem sýnir hans lífsvið- horf í hnotskurn; Láti ég prenta ljóðasafnið líst mér vandi að fmna nafnið en áherslu ég á það legg: Að eitthvert gras úr heimahögum hæfa þyki mínum bögum. - Það gæti verið þursaskegg. Það vora heimahagarnir, tryggð- in við þá og baráttan fyrir mann- sæmandi kjörum þeirra sem reyna að seiglast áfram við óblíð kjör í dreifbýlinu ásamt virðingu fyrir líf- inu sjálfu. Þetta era þeir þættir sem ég mun minnast Gísla fyrir. Erling Ólafsson. Kvatt hefur okkur kempa góð, kær verður minning sú. Yndi hans voru íslenzk ljóð, átti þar löngum dýran sjóð. Andans var blómlegt bú. Fá og fátækleg verða kveðjuorð mín þegar sá góði drengur, Gísli bóndi Björgvinsson í Þrastarhh'ð í Breiðdal, er allur. Kynni mín við hann mest á stopulum stundum á fundaferðum, en þær stundir ómet- anlegar, auðguðu og brýndu til at- hafna góðra í þágu lands og lýðs, Austurlands þó allra helzt. Og svo fengust með ærnum eft- irgangsmunum hverju sinni þessar leiftrandi íyndnu stökur, sem aldrei misstu marks. Þær gátu ver- ið býsna beittar þegar baráttugleði hugsjónamannsins birtist í fjóram línum, meitluðum og snjöllum, mál- ið tært og hreint, en oftast varð hnyttnin öðru yfirsterkari, gróm- laus og gefandi gleði eina. Vísurnar hafa víða fylgt mér í fagnaði góðum og alltaf vekja þær gleðihlátur svo geislandi bjartan, svona í réttum takti við stökurnar hans stór- snjöllu. Mér auðnaðist einu sinni að koma þeim að á öldum ljósvakans og uppskar mikla þökk margra fyr- ir s.s. jafnan áður og síðar er ég hefi leitað í Ustasmiðju hans. Gísli fylgdist fjarska vel með hræring- um öllum í þjóðlífinu, átti auðveí#*- með að greina hismið frá kjarnan- um, sá gjaman bezt skoplegu hlið- amar, en hann var alvöramaður markvissra meininga um það sem á döfinni var hverju sinni. Félagshyggja, réttlæti og jöfnuð- ur manna á meðal vora honum boð- prð bezt, ísland vildi hann hafa fyrir Islendinga eina, alfrjálst af viðjum erlends valds. Heit gat eggjan hans orðið þegar honum þótti undanslátt- ur og öfugþróun úr hófi keyra. En gamansemin ghtrandi var aldrei langt undan og þessi hlýja hugsurí*. þess sómadrengs sem unni íslenzkri sveit og auði hennar, ævistarfið helgað frjóu Ufi og gróðri hinnar gefandi moldar. Hann var bóndi af beztu gerð, en hefði sómt sér vel hvarvetna í þjóðfélaginu, ekki sízt vegna ágætrar greindar og gjör- hygU sem gagnast hefðu hvar sem var. Vináttu hans og samfylgd mat ég mikils, enda GísU ófeiminn við að segja kost og löst á hverju einu, orð hans hin ágætasta loftvog fyrir þann sem í stríði dægurmálanna stóð. Að leiðarlokum þakka ég ljúf- ar Uðnar stundir, aðeins aUtof fáar með þessum öðUngi aUslenzkra við- horfa, sem átti þá hugarsýn heið^ að okkur mætti hlotnast enn betn og réttlátari veröld, þar sem réttur hins snauða væri í engu fyrir borð borinn. Bömum hans og aðstand- endum öðram era sendar einlægar samúðarkveðjur. GísU bar eðlilega hag bænda og sveitanna mjög fyrir bijósti og sveið sárt þegar að þeim vora atlögur gerðar. Hann orti svo eitt sinn um illkvittna árás á stétt sína. Háðu stríð við eld og ís unnu sigra stóra. Nú er þjóðarvoði vís verði þeim leyft að tóra. Far heill vinur á vegum hins óræða. Fylgi þér ómur íslenzkra ljóða og yndi dalanna byggða. Helgi Seljan. + Guðrún Þórhild- ur Björg Jónas- dóttir var fædd að Borg í Skötufírði við Isaíjarðardjúp hinn 26. júní 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júní síðastliðinn. For- eldrar: Jónas Þórð- arson smiður og Sigríður Magnús- dóttir húsfreyja. Á öðru aidursári henn- ar fluttu foreldrar hennar að Kleyfúm í Skötufu-ði þar sem Guðrún ólst upp þar til hún var 8 ára, en þá fluttu foreldrar henn- ar til Hmfsdals. í Hnífsdal ólst Guðrún upp til um 18 ára aldurs, þá tók hún sig til og ákvað að yf- irgefa heimahagana og fór í vist suður. Hún starfaði sem vinnu- stúlka á nokkrum heimilum og um tíma á Ferstiklu sem lengi var áningarstaður þeirra sem áttu leið norður í land. Árið 1948 Elskuleg móðir mín Guðrún Þór- hildur Björg Jónasdóttir lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 6. júní sl. eftir erfið veikindi. Stutt er á milli sorgar og gleði því daginn áður hafði hún ætlað að koma heim dag- stund. Mamma mín var ákveðin kona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, það sá ég best þegar hún var orðin veik. Ef eitthvað bját- aði á var alltaf gott að geta leitað til hennar. Styrkurinn sem hún gaf mér á erfiðum tímum er mér ómet- anlegur. Hannyrðakona var hún mikil sama hvort það var heklað, prjónað, saumað eða föndrað, allt fluttist svo Guðrún til Innri-Njarðvíkur þar sem hún starf- aði lengi hjá mötu- neyti hraðfrysti- hússins á staðnum. Þar hitti hún eigin- mannsefni sitt, Eyjólf Kr. Snælaugsson, og voru þau gefin sam- an í Narfakoti í Innri-Njarðvík árið 1955. Guðrún eign- aðist fjögur börn og eru þau: 1) Jónas Helgi Eyjólfsson, f. 1952, leiðbeinandi og fyrrum yf- irlögregluþjónn. 2) Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson, f. 1954, verktaki. 3) Eyjólfur Ævar Eyj- ólfsson, f. 1956, slökkviliðsmað- ur. 4) Þórey Eyjólfsdóttir, f. 1963, húsmóðir. Böm Guðrúnar eru öil á lífi. titför Guðrúnar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lék þetta í höndunum á henni og var hún vandvirk mjög. Garðurinn hennar var henni kær enda eyddi hún þar mörgum stundum við að gróðursetja tré og blóm. Ekki ætla ég að tíunda samverustundir okkar mömmu hér, þær eigum við fyrir okkur, enda efni í heila bók. Mér dettur þó til hugar ljóð eftir Davíð Stefánsson sem ég heyrði fyrir nokkrum áram og er það svona: Ef sérð þú gamla konu þá minnstu móður þinnar sem mildast átti brosið og þyngstu störfin vann. Hún fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið, sem gerði úr þér mann. Elsku mamma mín, ég þakka þér innilega fyrir allar samverustund- irnar sem við áttum. Ég trúi að nú sért þú á stað með fallegum garðW og þjáist ekki lengur. Blessuð sé minning þín. Elsku pabbi minn og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sáran missi. Þórey Eyjólfsdóttir. Elsku amma Gunna er dáin. Við söknum hennar mikið, en við vitum að nú líður henni betur. Það verður tómlegt að koma heim til ömmu til að hjóla í sumar. Amma kenndi okk- ur bæn: Vertu yfir og allt um kring. Með eUífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku amma Gunna. Elsku Eyjólfur afi, Guð styrki Þig- Kristinn Orn, Gunnar Örn, Ævar Örn og Eyjólfur Örn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusetL Sé handrit tölvusett er æskilegt, að dis)^' lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.2Q^| slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRUN ÞORHILDUR BJÖRG JÓNASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.