Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlist Karólínu Eiríksdóttur í óperuleiknum Maður lifandi Fallegt barn en erfíð fæðing Maður lifandi sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins er í senn ópera, leikrit, myndlistarverk og leikbrúðuverk, en slík blanda er ekki tíð á fjölum leikhúsa. Eyrún Baldursdóttir tók söngvarana John Speight og Sólrúnu Bragadóttur tali og ræddi við þá um tónlistina í sýningunni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SÖNGVARARNIR John Speíght og Sólrún Bragadóttir í hlutverkum sínum ásamt leik- urunum Þresti Leó Gunnarssyni og Ástu Arnardóttur. „í VERKINU eru mörg listform sem öll eru mjög sterk,“ segir sópransöngkonan Sólrún Braga- dóttir sem leikur nokkur hlutverk í verkinu. „Leiklist, brúður, tónlist, texti og myndlist sameinast í einni sýningu og því er frásögnin viða- mikil,“ segir hún og bætir við að það hafi einnig verið mjög óvanalegt en gaman að vinna með leikurum að sýningunni. Hvernig er tónlistin í sýning- unni? „Hún ber mjög sterk einkenni Karólínu,“ svarar John hlæjandi en hann leikur Mann lifandi í verkinu. „Tónlistin er fjölbreytt enda þarf að koma mörgu til skila. Karólína not- ar hljóðfærin okkar á skemmtilegan hátt í fallegum melódíum, sérstök- um hljómagangi og einnig í einskon- ar slagörum.“ Sólrún: „Mér finnst Karólína ná að bregða upp stemningu af því sem er að gerast og það er mikið samræmi milli tónlistarinnar og efnistaka, mér finnst húmorinn í verkinu einnig koma fram í tónlist- inni.“ John: „Ég hef sungið mikið af nú- tímatónlist en þetta er það erfiðasta sem ég hef komist í. Maður er van- ari fleiri hljóðfærum til að styðjast við og stundum eru þau beinlínis að spila á móti manni.“ í verkinu spilar Guðrún S. Birgisdóttir á flautu, Einar Kristján Einarsson á gítar, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. „Þetta var því mjög erfið fæðing en barnið er ægilega fallegt," segir John. Hvernig er að flytja svona erfitt verk og leika um leið? „í óperu er auðvitað krafist leik- rænnar tjáningar af söngvurum," segir John, „en hér eru kröfurnar þó öðruvísi. I verkinu eru miklar áherslur á hreyfingar, í byrjunarat- riðinu er ég t.d. í eltingarleik um sviðið um leið og ég syng,“ segir John sem flytur textann ýmist í söng eða með tali. Sólrún syngur mestmegnis sín hlutverk en henni líkar vel að hafa sýninguna bland- aða. „Það er auðvitað hægt að hafa allan texta í tónlist en mér finnst gaman að hafa talaðan texta með og útkoman er að mínu mati mjög góð,“ segir söngkonan. Er tónlistin mismunandi milli hlutverka ykkar? John: „Já, hjá mér er mikill breytileiki eftir þvi sem persónan þróast. Fyrst er Maður lifandi mjög sjálfselskur og þá er laglínan skrautleg og með sérstökum tón- bilum en eftir því sem hann þroskast verður tónlistin mýkri. Þegar Maður lifandi biður Dauð- ann um frest syngur hann í sjöund- um á móti sellóinu, það tjáir óttann sem hann ber í brjósti þrátt fyrir að textinn láti ann- að í ljós.“ Sólrún: „Ég held að ég hafi ljóðrænustu línurnar, enda með þannig hlut- verk; Vináttu, Þekkingu, Jarð- neskar eigur og fleiri. Aðspurð um hlutverk Dauðans, sem Sverrir Guð- jónsson syngur, segja þau sérstakt að dauðinn sé sunginn af kontra- tenór því vanalega sé hann dýpri. „Mér finnst röddin hans Sverris í þessu hlutverki vera sem af öðrum heimi. Hún er stöðug í gegnum verkið og það er alltaf hægt að heyra hana í gegn,“ segir Sólrún og bætir við að hlutverk Sverris sé mjög skemmti- legt. Hvernig væri verkið án tónlist- a r? „Maður lifandi gæti auðvitað verið til sem leikrit en tónlistin skiptir samt milku máli því hún er svo sterk,“ segir John og Sólrún bætir við að hvor þáttur geti í raun ekki verið án hins. Aðspurð um hvað þeim finnist um sameiningu listformanna í einu verki segir Sólrún hugmyndina vera dásamlega. „Ég vona að fleiri fái álíka hugmyndir og einnig að þetta tiltekna verk eigi eftir að blómstra áfram. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins EITT verka Péturs Kristjánssonar, en þetta verk er unnið í samvinnu við bróður hans Kristján Kristjánsson tónlistarmann. Húsasaga og listir Seyðis- fjarðar kynnt borgarbúum Leitin að fjár- sjóðnum góða í RÁÐHÚSI Reykjavíkur standa yfir Seyðisfjarðardagar, þar sem bærinn er kynntur í máli og mynd- um. Sýningin er þríþætt, en þar er að finna Ijósmyndir af Seyðisfírði í dag, húsasaga bæjarins er rakin, auk þess sem myndlistarmenn og handverksfólk staðarins er kynnt. Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og höfundur bókarinnar Húsa- saga Seyðisfjarðar, rekur stutt- lega sögu helstu húsa bæjarins á árunum 1850-1950. Jón Isberg ljósmyndari sýnir myndaröðina Heimsókn til Seyðisfjarðar og eru myndirnar teknar á einum degi. Af myndlistar- og handverks- mönnum má nefna að Vilmundur Þorgrímsson sýnir útskurð, Pétur Kristjánsson sýnir nokkur verk unnin með blandaðri tækni, Ás- geir Emilsson sýnir útskurð úr gosdósum og Ijósmyndararnir Gunnar Widtfeld og María Ga- skell sýna verk sín, en að auki má fínna á sýningunni verk nokkurra grunnskólanema staðarins. Seyðisfjarðardagar eru sam- vinnuverkefni Reykjavíkurborg- ar, Seyðisíjarðarkaupstaðar, Fjöl- menntar og íslandsvefsins. Hug- myndin að baki verkefninu er að Reykjavíkurborg, sem höfuðborg allra landsmanna, kynni staði á landsbyggðinni og stuðli að sem bestum samskiptum milli þéttbýlis og dreifbýlis. Að sögn Jóns ísberg verður sýn- ingin og þær sem fylgja í kjölfarið sendar víðar. Seyðisfjarðardagar verða t.d. næst settir upp á Seyðis- fírði en munu að öllum líkindum verða settir upp á fleiri stöðum á landinu. Jón segir sýninguna hafa verið mjög vel sótta og segist hann ekki efast um að hún eigi eftir að skila einhveiju til bæjarins. Seyðisfjarðardögum lýkur 14. júní, en hægt er að nálgast efni sýningarinnar á Islandsvefnum www.iww.is. ERLEMIAR BÆKUR Sponnusaga MAÐURINN SEM HVÍSLAÐI „THE MAN WHO WHISPERED" eftir Rick Boyer. Ivy Books 1999. 263 síður. Sögum bandaríska spennusagna- höfundarins Rick Boyers, Richard L. Boyer fullu nafni, hefur verið líkt við sögur Robert Ludlums og Jack Higgins en ég veit svo sem ekki hvað er til í þeim samanburði sé eingöngu miðað við nýjustu bók Boyers, Manninum sem hvíslaði eða „The Man Who Whispered“, er kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Ivy Books. Það er heldur dapurleg spennulesning sem áðurnefndir höf- undar vildu örugglega ekki vera orð- aðir við og fjallar um heilmikinn fjár- sjóð, líklega ættuðum frá Surinam, sem gamall fangi veit hvar er falinn og fjöldinn allur af mönnum er á höttunum eftir. Það er fátt eitt spennandi í sögu þessari, hvorki plottið né persónurnar kveikja nokkum tímann áhuga. Fangi segir frá Rick þessi Boyer kennir skriftir við Karólínuháskóla í Norður-Kar- ólínu en bjó áður í Concord í Massachusetts þar sem aðalsöguper- sóna hans, Doc Adams, býr. Maður- inn sem hvíslaði er níunda bók Boyers en á meðal annarra bókatitla hans má nefna Fótspor hvalsins og Gulan fugl. Doc Adams er roskinn læknir sem oftlega lendir í miklum ævintýrum hvort sem er í heimabæ sínum Concord eða sumardvalarstað á austurströndinni, Cape Cod. Hann lifir annars mjög áhyggjulausu lífi, stundar lækningar mjög í hófi en nýtur þeim mun meira alls þess sem hálfgert eftirlaunaástand hans hefur upp á að bjóða. Maðurinn sem hvíslaði hefst á því að Doc Adams er kallaður að dánar- beði eilífðarfangans Christos Ramos. Sá var settm- í steininn fyrir mörg- um árum dæmdur eiturlyfjasmyglari og komst í fréttirnar á sínum tíma þegar hann neitaði að gefa upp hvar allur gróði hans væri falinn. Hann gefur Doc Adams ýmsar loðnar vís- bendingar um hvar auðævi hans er að finna og biður hann meðal ann- arra orða að gæta sín á hausaveiður- um og rauðum froskum. Svo deyr hann og er úr sögunni. Hinn ævintýragjami Adams fer eftir leiðbeiningum hans eins og hann best getur án þess að finna annað en lykla. Hins vegar kemst hann að því að það eru margir fleiri en hann sem hafa áhuga á Chri- stosauðævunum og fyrr en varir er hann lentur í bragðvondu m.a. eftir símtal við dularfullan mann með hása rödd er reynist vera hinn hvís- landi maður í bókatitlinum. Blómarósin Claudia Á meðal þeirra sem eru á hælum hans eru illa útlítandi Surinambúar og brátt taka lík að verða á vegi læknisins góða auk þess sem rauðu froskamir koma við sögu. Ekkert af þessu fær hjartað til þess að slá örar heldur þvert á móti. Stærsta hliðar- sagan fjallar um það hvernig Doc Adams tekst að falla ekki í freistingu þegar undurfögur blómarós, manns- aldrinum yngri en hann sjálfur og yf- irlýst lesbía í þokkabót, reynir ítrek- að að fá hann í rúmið með sér. Þar er komin hin svellandi Claudia. Hún er dóttir tugthúslimsins nýlátna og læknirinn getur aldrei vitað með hvoram hún stendur, honum eða ill- mennunum, eða hvort hún er lesbía eða ekki. Um það snúast áhyggjur læknisins nokkuð. Maðurinn sem hvíslaði vitnar ekki um annað en algjört andleysi og leið- indi. Nokkuð er af húmor í sögunni en hann er með öllu ófyndinn, sam- tölin eru stirðlega samin og sagan sjálf langdrengin bæði og þrejtandi aflestrar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.