Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 56
^ 56 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Fjölskyldugarðurinn, .. hist við hliðið kl. 10. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Mikill og hress söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á fs- landi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimiii aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Laila Panduro. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Marína Candi. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Karen Arason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Finn F. Eckhoff. 4 Triple Protection Face Block SPF 30 ’ Víðtæk sólvöm fyrir andlitið; pS húðvemdandi E-vítamín og andoxunarefni; aukin mýkt og heilbrigði. Oil-Free SunBlock SPF15 Rakagefandi hömndsmjólk, mild og þægileg sólvöm fyrir líkamann. Oil Free Self Tanning Lotion Sólbrúnkukrem fyrir andlit og | líkama. Gefur húðinni jafnan ! lit og líkir eftir eðlilegri 4 sólbrúnku. Elizabeth Arden Kynning í Vesturbæjar Apótekl í dag, föstudag. 10% kynningarafsláttur! VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ekki of snemma í skóla ÉG hef búið erlendis í 25 ár. Ég er á því að böm eigi ekki að fara í skóla fyrr en 6-7 ára. Ég á fimm böm og hef séð mikinn mun hér, þrjú hafa farið 5 ára í skóla, ein fór 6 ára og yngsti fer þegar hann er 6 ára. Pau em meira tilbúin andlega 6-7 ára og gengur líka betur. Ég var 7 ára þegar ég fór fyrst í skóla á Islandi. Ég vona að þið heima ger- ið ekki þá vitleysu að senda þau of snemma út í veröldina. Héma er verið að útskrifa þessi böm úr skólanum 18 ára og hafa þau þá ekki lært helming af því sem var/er kennt heima þegar ég var í skóla. Ég vona að þið flýtið ykk- ur ekki eins og er hér með allt. Þakka ykkur fyrir góða kennslu og ég segi alltaf „að það er hvergi betra en heima“. Magga í Denver. Þakklæti fyrir góðan aðbúnað í Orlando ÉG VAR að koma úr sum- arfrí í Orlando þar sem ég leigði mér hús. Vil ég senda eigandanum sem heitir Björg mínar bestu þakkir fyrir frábæran að- búnað og þjónustu. Leigði hún okkur hús með þrem- ur herbergjum og þegar við komum í húsið beið okkar fuU karfa af matvæl- um. Þarna var sjónvarp í hverju herbergi, faUeg húsgögn, sundlaug og golf- vöUur. Hef ég ekki séð huggulegri og hlýlegri móttökur þar sem ég hef dvalið áður í sumarleyfum. S.Þ. V eðurgagnrýni í MORGUNBLAÐINU birtist í „Bréf tU blaðsins" bréf frá skólameistara á Akureyri þar sem hann gagnrýnir fréttaumfjöUun um snjóþyngsU fyrir norð- an. Ég hlustaði einu sinni á tvo menn tala saman. Ann- ar var frá Akureyri og hinn frá Vestmannaeyjum. Þeir voru að tala um veðr- ið. Akureyringurinn segir eitthvað á þá leið hvernig getið þið búið í Vest- mannaeyjum þar sem aUtaf er rok og þá segir Vestmannaeyingurinn: Þú verður að athuga það að veðurathugunarstöðin í Vestmannaeyjum er á Stórhöfða sem er í 200 metra fyrir ofan sjávar- mál. En á Akureyri er veð- urathugunarstöðin, eftir því sem ég hef frétt, niðri á Oddeyrinni á milU húsa. Svo það er ekki furða þó að það sé oft logn á Akureyri og rok í Vestmannaeyjum. Eftir að ég var búinn að lesa „bréf“ finnst mér fá- ránlegt að skólameistari sé að gagnrýna fréttaumfjöll- un um snjóþyngsli fyrir norðan. Það mætti alveg eins tala um rigninguna og rokið fyrir sunnan. Gamall Vestmannaeyingur. Ekki fótur fyrir gagnrýni ÉG VIL koma á framfæri þeirri skoðun minni vegna fréttar um banaslys sem var nýlega í Bláa lóninu að gagnrýni sem kom fram á starfsfólkið sé ekki á rök- um reist. Ég tel mig þekkja tU þama, er mikið þama suð- urfrá. Þarna sé ég starfs- fólk leiðbeina útlendingum og öðmm og hafa gestir lónsins hunsað þær leið- beiningar. Þarna em góðar merkingar og aðvaranir um hættur. Þetta er mjög hæft fólk sem vinnur þama og sinnir starfi sínu af mikiUi samviskusemi og á það ekki skiUð þá um- fjöllun að þarna sé allt í molum. Það er alveg klárt að það gætu hafa orðið fleiri slys þarna miðað við hvernig gestirnir haga sér en starfsfólkið fylgist mjög vel með. Það er ekki nokk- ur fótur fyrir þessari gagnrýni á starfsfólk stað- arins. Þórður. Krumpupits óskast ER einhver sem á sítt krumpuphs sem hún viU láta. Þau sem vora í tísku fyrir örfáum ámm. Ef svo er vinsamlegast hringið í síma 553 3727. Tapað/fundið Hjólkoppur í óskilum HJÓLKOPPUR fannst á Fjallkonuvegi. Hann sást detta af gráum bíl, að öll- um líkindum Toyotu Corollu, kl. 15 mánudaginn 7. júní. Upplýsingar í síma 567 5226. Dýrahaid Dísarpáfagaukur týndist á Álftanesi GRAR og gulur dísarpáfa- gaukur með rauðar kinnar slapp út um glugga sl. þriðjudag frá Sjávargötu 28, Alftanesi. Fólk sem býr á Alftanesi er beðið að svipast um eftir honum þar sem hann flýgur ekki langt. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hann hafi samband í síma 565 5814. SKAK IJmsjón Margeir Pétnrsson Staðan kom upp á móti á eyjunni BaU í Indónesíu þar sem fjórir heima- menn tefldu við fjóra erlenda meist- ara. Utut Adianto (2.607), Indónesíu, hafði hvítt og átti leik gegn Eugenio Torre (2.557), FU- ippseyjum. 21. Rcd5H - exd5 22. Bxe5 - dxc4 23. Bf5! (Ennþá sterkara en að taka svörtu drottning- una) 23. - Bd6 24. Bxf6 - g6 25. Rg4 - h5 26. Rh6+ - Kf8 27. Dc3 og svartur gafst upp. Indónesarnir fjórir, þeir Adianto, Barus, Juswanto og Handoko, hlutu samtals 16!/2 vinning gegn 15'/2 vinningi þeirra Torre, Ehlvest, Eistlandi, Johansen, Ástralíu, og Van den Doel, HoUandi. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI /,(//&ckkí re>Á vi<5 þcssutn robótusn þeirra.." Víkverji skrifar... VÍKVERJA var fremur brugðið í liðinni viku er fréttir bárust af því að flugfreyjur Flugleiða væru af- ar ósáttar við það hlutskipti sitt að þurfa að ganga í pUsum í stað síð- buxna. Höfðu þær farið fram á það við yfírboðara sína að fá að klæðast buxum, líkt og starfsbræður þeirra flugþjónamir, yfir köldustu vetrar- mánuðina. Með hækkandi sól leituð- ust þær við að fá undanþáguna frá hinni guUnu buxnareglu flugfélags- ins framlengda en án árangurs. Stjómendur Flugleiða, menn og konur, töldu ekki stætt á þessari „skálmöld", flugfreyjur yrðu að ganga í pilsum. Rök Flugleiða virðast vera þau að það hefðu flugfreyjur gert frá upp- hafi loftferða, hefðin væri til staðar og engin ástæða til breytinga. Vík- verji, sem að jafnaði gengur í síðbux- um, kýs-að sýna hluttekningu með málstað flugfreyjanna og undrast hann afstöðu Flugleiðamanna og kvenna sem standa í vegi fyrir eðli- legri þróun. Fellst Víkverji ekki á þau rök að flugfreyjur verði, starfs eða kyns síns vegna, að klæðast hefðbundnum fatnaði fyrri áratuga. Ekkert bendir til þess að störf flugfreyja krefjist slíks kiæðnaðar. Þvert á móti, þeir flugþjónar af gagnstæða kyninu sem á undanförn- um árum hafa rutt sér rúms á þess- um starfsvettvangi, hafa vandkvæða- laust gengið um í síðbuxum og gegnt störfum og skyldum sínum. Hvers vegna skyldi annað gilda um flug- freyjur? Arið er 1999 og sýnist Vík- verja sem andstaða Flugleiða við skálmar sé fullgamaldags. Og hvað fagurfræðileg sjónarmið Flugleiða varðar þá verður að viðurkennast að tíska, hversu afstæð sem hún kann að vera, hefur breyst allverulega undanfama hálfa öld. Hvað tiifelli flugfreyjanna varðar vakna um það spumingar hversu langt fyrirtæki, einkarekin eða opinber, geti gengið í þá átt að skylda starfsmenn til að ganga í einkennisbúningum. Ljóst er að eðli sumra starfa er slíkt að ein- kennisbúninga er þörf. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og hjálparstarfsmenn verða að klæð- ast einkennandi fatnaði, öryggis síns og annarra vegna. Annað kann þó að gilda um bankastarfsmenn, starfs- fólk sundlauga og flugfreyjur. Fellst Víkveiji á þau rök að hvimleitt kynni að vera að sjá flugfreyjur klæðast mismunandi fatnaði og best er fyrir farþegana að sjá strax hver er í áhöfn og hver ekki. En hitt væri eðli- leg þróun að leyfa flugfreyjunum sjálfum að ráða hvort þær gangi í síðbuxum eða pilsum. Erfítt er að sjá hvemig slíkt gæti stefnt fagurfræði, hefðum, eða þá ímynd fyrirtækisins, í voða. Flugfreyjur eru ekki, frekar en við hin, steyptar í sama mótið og leitt væri ef frammistaða þeirra í starfi væri metin út frá vilja þeirra til að ganga í pflsum. xxx R RÆTT er um hefðir og pils í sömu andránni er einnig rétt að minnast á það að ekki eru margar aldir síðan karlmenn fóru að ganga í síðbuxum. Forfeður okkar gengu um, líkt og flugfreyjur nú, í pilsum en reyndar líka sokkabuxum þegar kulaði. Hrói höttur var alltaf í sokka- buxum. Seinni tíma kynslóðir karla sáu þó fljótlega fram á hagnýtt gildi þess að klæðast skálmum. Oskandi væri að Flugleiðamenn og konur myndu fylgja þeirri hefð framþróun- ar og sjá að sér. Niðurstaðan yrði sennilega: Sælli flugfreyjur og ánægðari viðskiptavinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.