Morgunblaðið - 11.06.1999, Page 68

Morgunblaðið - 11.06.1999, Page 68
>* með vaxta þrepum &) BliSAIMIiBANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 U00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð telur Landssímann njóta ólögmæts forskots á fjarskiptamarkaði 11,5 milljarða ríkisaðstoð raskar samkeppnisstöðu Magnafsláttur GSM-þjónustu Landssímans verði felldur niður SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu í sérstöku áUti sem birt var í gær, að Landssími ís- lands hf. njóti ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamarkaði þar sem fyrirtækinu hafi verið veitt ríkis- aðstoð sem nemi a.m.k. 10 milljörð- um kr. vegna vanmats á eignum þess þegar Póst- og símamálastofnun var gerð að hlutafélagi. Því til viðbótar hafi lífeyrisskuldbindingar fyrirtæk- '*■ nfigius verið lækkaðar um 1,5 milljarð "kt. en ekki verði séð að lög um stofn- un hlutafélagsins hafi heimilað slíka breytingu á skuldum fyrirtækisins. Er þeim tilmælum beint til sam- gönguráðherra að framkvæmt verði endurmat á fastafjármunum Lands- símans, skuldbindingum og við- skiptavild hans og að því loknu verði ríkisaðstoðin dregin til baka. Forráðamenn Landssímans sögðu í gær að þessum niðurstöðum yrði áfrýjað til áfrýjunamefndar sam- keppnismála. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að niður- stöður samkeppnisráðs verði metnar í ráðuneytinu. Hann segir erfiðleik- um bundið fyrir sig að beita sér fyrir því að gjaldskrá Landssímans verði hækkuð. Forráðamenn Tals fagna niðurstöðunni og segja hana vera stórsigur fyrir frjálsa samkeppni. Stofnað verði dótturfélag um GSM-þjónustuna Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu við afgreiðslu á kæru Tals hf. vejgna GSM-þjónustu Landssím- ans. I áliti ráðsins segir að vegna fi-amangreindrar ríkisaðstoðar hafi keppinautum Landssímans verið mismunað og samkeppnisstöðu þeirra raskað með alvarlegum hætti. Ríkisstuðningur af þessu tagi sé í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga og fari gegn ákvæðum EES-samn- ingsins. Leggur samkeppnisráð til við samgönguráðherra að hann hlut- ist til um að stofnað verði sérstakt dótturfyrirtæki um rekstur GSM- þjónustu Landssímans. Trúnaðarupplýsingar frá Tali gætu borist stjórnendum Samkeppnisráð fjallar einnig um magnafslátt sem Landssíminn veitir stórnotendum í GSM-þjónustu sinni og telur að ekki hafi verið færð nein rekstrarleg rök fyrir honum. Beinir samkeppnisráð bindandi fyrirmæl- um til Landssímans um að fella um- ræddan magnafslátt úr gildi. Sam- keppnisráð bendir einnig á að Tal hf. sé bæði keppinautur Landssímans og kaupandi að almennri fjarskipta- þjónustu hjá fyrirtækinu. Telur ráð- ið að ekki sé skýr stjórnunarleg að- greining innan fyrirtækisins og trún- aðarupplýsingar frá Tali geti borist til stjórnenda GSM-deildar Lands- símans. I áliti samkeppnisráðs segir einnig að þar til ríkisaðstoðin verði dregin til baka telji samkeppnisráð nauð- synlegt að samgönguráðherra, sem handhafi hlutabréfa ríkisins í Lands- símanum, tryggi að fyrirtækið haldi að sér höndum í öllum markaðsað- gerðum sínum sem geti raskað sam- keppni á markaðinum. ■ 11,5 milljarða/34 og 35 ■ Viðbrögð/12 Harður árekstur við Munaðarnes ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur slasaður með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi eftir harðan árekst- ur tveggja fólksbifreiða á Vesturlandsvegi við Grafar- kot skammt frá Munaðarnesi klukkan 23 í gærkvöldi. Ekki var þó talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Ökumaður hinnar bifreið- arinnar slasaðist minna, en var samt fluttur á sjúkrahús til rannsóknar. Báðar bif- reiðirnar voru óökufærar eftir áreksturinn. Að sögn lögreglunnar virðist önnur bifreiðin hafa farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að þær skullu saman. Þá voru hjón flutt á Sjúkrahúsið á Akranesi eftir bílveltu í Norðurárdal í gær- morgun. Var ökumaður þeirrar bifreiðar lagður inn á sjúkrahúsið til morguns. Fulltrúar Columbia og ING-bankans áttu fundi með stjórnendum Landsvirkjunar og FBA Lýsa áhuga á þátttöku í fjármögnun virkjana Morgunblaðið/Þorkell FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og James F. Hensel, aðstoðarforsljóri Columbia Ventures, á fundi stjómenda Landsvirkj- unar og fulltrúa álfyrirtækisins í gærmorgun. Smuguveiðar lýsa hroka Islendinga RÆKJUVEIÐAR íslenskra skipa í Smugunni í Barentshafi hafa fallið í grýttan jarðveg í Noregi og segja norskir stórþingsmenn veiðamar skaða mjög málstað íslands nú þeg- Ér Smugusamningurinn svokallaði é að koma til umræðu í utanríkis- nefnd þingsins. Engu að síður er búist við að samningurinn verði samþykktur í Stórþinginu, að því er kemur fram í norska blaðinu Fiskaren. Þar er m.a. haft eftir Steinari Bastesen, þingmanni í Stórþinginu, að veiðamar sýni vel iroka Islendinga í Smugudeilunni. TSlendingar hafi þvingað Norðmenn til að veita sér þorskveiðiheimildir í Barentshafi og fari nú af stað með næstu tegund. Steinar hefur því hvatt til þess að samningurinn verði felldur í norska þinginu. Tvö íslensk skip eru nú við rækjuveiðar í Smugunni í Barents- hafi, Stakfell ÞH og Baldur Árna RE, en auk þeirra hafa Bessi IS og Húsvíkingur ÞH verið við veiðar á svæðinu. Þau era nú í Tromsö þar sem verið er að landa aflanum úr skipunum. Ágæt veiði hefur verið hjá íslensku skipunum. ■ Skaða málstað/26 FULLTRÚAR Columbia Ventures Corporation (CVC) og ING-Barings- bankans áttu í gær fund með stjóm- endum Landsvirkjunar vegna áhuga eigenda Columbia-fyrirtækisins á að reisa og reka álver á Reyðarfirði. Fulltrúar álfyrirtækisins lýstu einnig yfir áhuga á að taka þátt í fjármögn- un framkvæmda við raforkuvirkjanir vegna fyrirhugaðs álvers, samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna álfyrir- tældsins eftir fundinn í gær. Á fundinum greindu stjómendur Landsvirkjunar frá áætlunum um virkjanir á Austurlandi og ætla full- trúar CVC í framhaldi af því að meta hvaða kostir eru uppi varðandi fram- leiðslugetu álvers áður en þeir skila íslenskum stjómvöldum tillögum sín- um. Ekkert hefur enn verið rætt um orkuverð, að þeirra sögn. Á hádegi í gær gengu þeir svo á fund forsvarsmanna Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og Fjárfesting- arstofunar vegna fjármögnunar hugs- anlegra framkvæmda. Afla upplýsinga áður en tillögur verða settar fram Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að fundurinn í gær hefði verið haldinn að ósk full- trúa CVC. „Þeir lýstu áhuga sínum á fyrirhuguðu álveri við Reyðarfjörð og óskuðu eftir upplýsingum fi’á Lands- virkjun. Við fóram yfir fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir sem nauðsyn- legar eru vegna byggingar álversins. Við verðum áfram í sambandi til þess að gefa þeim upplýsingar um hvemig staðið verður að þessum málum af okkar hálfu. Á fundinum kom fram að iðnaðarráðherra hefur óskað eftir að Columbia Ventures Corporation setji fram tiliögur þannig að hægt verði að ræða málin á grandvelli þeirra og þess vegna þurftu þeir að fá upplýs- ingar frá okkur,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Jim Smart Afmælisveisla á leikskólanum Mýri í GÆR var haldið upp á 10 ára afmæli leikskólans Mýrar á svo- kallaðri Skerpluhátíð sem er ár- leg sumarhátíð leikskólans. I til- efni dagsins var eldri nemendum skólans boðið í heimsókn, slegið var upp garðveislu í kalsanum og ýmislegt til skemmtunar gert. Börnin máluðu sig í framan og síðast en ekki síst fengu veislu- gestir að gæða sér á stórri og Ijúffengri afmælistertu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.