Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 1
189. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tveir fórust er farþegaþota brotlenti í Hong Kong Uppreisnartilraun múslíma í Dagestan Flugmála- yfirvöld gagnrýnd Hong Kong. AP. SPURNINGAR vöknuðu í gær um það hvers vegna reynt hefði verið að lenda farþegaþotu taívanska flugfé- lagsins China Airlines, sem brotlenti á flugvellinum í Hong Kong á sunnu- dagskvöld, í miðjum hitabeltisstormi sem olli því að ferjur lágu í höfn og strætisvagnaþjónusta lá niðri og flestum þjóðvegum var lokað. Tveir fórust er þotunni hvolfdi í lendingu og í gær voru sextíu enn á sjúkrahúsi, þar af átta alvarlega slas- aðir. Af þeim 313 sem komust lífs af sluppu 102 ómeiddir, 151 var fljótlega leyft að fara heim af sjúkrahúsi. Þotan var af gerðinni Boeing MI)- 11 og var að koma frá Bangkok. I lendingunni á Chek Lap Kok flugvelli í Hong Kong tók hún skyndilega dýfu, hægri vængurinn rakst í flug- brautina og þotan snerist og lenti á hvolfi og kom upp eldur í henni. Taívanskur maður og portúgölsk kona fórust í slysinu. Flugmálayfir- völd í Hong Kong sögðu í gær að Chek Lap Kok hefði verið opinn á sunnudagskvöldið, þrátt fyrir veðrið, í samræmi við alþjóðlegar reglur. Það væri flugfélaganna sjálfra að ákveða hvort reynt væri að lenda. Veðurviðvaranir sem ollu því að margskonar þjónusta lá niðri í Hong Kong þurfa „ekki að skipta neinu máli um það hvort flugvélar geta lent eða ekki“, að sögn yfirmanns flug- málastjómar Hong Kong. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins, og verða flugritar vélarinnar sendir til Bretlands til athugunar. Beinist rannsóknin meðal annars að því hvort höggvindur og mikill hliðar- vindur kunni að hafa haft áhrif. Þá er talið mögulegt að misskilningur á milli aðstoðarflugmannsins, sem er taívanskur, og flugstjórans, sem er ítali, kunni að hafa haft áhrif. Reuters Flak þotunnar rannsakað á flugvellinum í Hong Kong í gær. Skæruliðar sagðir farnir Rússar segja átök enn standa yfir Moskvu. Reuters. UPPREISNARMENN múslima, sem undanfarnar vikur hafa átt í bardögum við rússneska hermenn í fjöllum Kákasushéraðsins Da- gestans, hafa að sögn sjálfskipaðra talsmanna þeirra yfirgefið héraðið og hætt hemaði þar í bili. Talsmenn rússneska hersins sögðu aftur á móti í gær að enn væri setið um á að gizka 100 uppreisnar- menn í fjallaþorpinu Tando í Bot- likh-sýslu í Vestur-Dagestan, en þorpið hefur haft mikla hernaðar- lega þýðingu í átökum liðinna vikna. í gærkvöldi tilkynnti innanríkis- ráðuneyti Dagestans að sigur hefði unnizt á uppreisnarmönnum í Tando, en sú fullyrðing hafði ekki fengizt staðfest. A sunnudag höfðu rúss- neskir embættismenn fullyrt það sama, sem svo var borið til baka. Talsmaður uppreisnarmanna tjáði Reuters í símtali frá Grosní, höfúð- stað Tsjetsjníu, að liðsmenn þeirra í Dagestan hefðu fengið um það skip- un frá skæruliðaleiðtoganum Shamil Basayev að hörfa frá Dagestan, og hefðu þeir fylgt því kalli á undan- förnum sólarhring. Talsmaðurinn las upp skrifaða yf- irlýsingu þess efnis að Basayev hefði fyrirskipað liðsmönnum sínum að „flytja sig um set“ frá Botlikh-hérað- inu og hefja „nýjan áfanga“ í upp- reisninni. Þess var í engu getið hvert skæmliðamir hefðu farið. „Rússar halda áfram að tilkynna um átök í Botlikh-héraði, að því er virðist án þess að hafa hugmynd um að þar hefur í um það bil heilan dag ekki verið einn einasti stríðsmaður íslams,“ sagði talsmaðurinn. Tala látinna af völdum jarðskjálftans í Tyrklandi komin yfír tólf þúsund Fjölmiðlar krefjast afsagnar heilbrigðismálaráðherrans Istanbúl. AFP. DAGBLÖÐ í Tyrklandi kröfðust í gær afsagnar heilbrigðismálaráðherra landsins, Osmans Durm- us, fyrir að hafa staðið illa að skipulagi björgunar- starfa eftir jarðskjálftann og fyrir þjóðernislegar yfirlýsingar hans um erlenda aðstoð. „Nú er nóg komið. Þegiðu og farðu,“ sagði blaðið Radikal í stórri fyrirsögn á forsíðu, og sagði að Durmus væri „harðbrjósta og heimskur kynþáttahatari". Bulent Ecevit forsætisráðherra og Devlet Ba- hceli, aðstoðarforsætisráðhema og formaður flokks Durmus, Þjóðarflokksins, sem er öfga- hægriflokkur, „eru samsekir" láti þeir undir höfuð leggjast að reka heilbrigðismálaráðherrann, sagði dálkahöfundur Radikal. Opinber tala yfir fjölda látinna var 12.134 í gær og 33.384 em slasaðir. Sumir stjórnmálamenn og björgunarliðar telja að allt að 40 þúsund hafi farist í skjálftanum. Hafnaði grískum blóðgjöfum Dagblöð af öllum stjórnmálavængjum voru sam- mála í gagnrýninni á heilbrigðismálaráðherrann fyrir að hafa gert lítið úr þörfinni fyrir aðstoð á jarðskjálftasvæðinu og hafnað boðum um aðstoð er- lendra ríkja. Blöð og sjónvarpsstöðvar greindu frá því að mikill fjöldi fólks hefði hringt og lýst andúð sinni á yfir- lýsingum Durmus og krafist afsagnar hans. Fregnir herma að Durmus hafi dreg- ið í efa þörfina fyrir erlenda lækna, lyfjabirgðir og bráðabirgðasjúkrahús á jarðskjálftasvæðunum í Norðaustur- Tyrklandi. Haft var eftir honum að Tyrkjum myndi þykja betra að fá hjálp hjá læknum sem væm úr sama menn- ingarheimi og þeir sjálfir. Durmus ráð- lagði forsætisráðherranum að hafna boði Bandaríkjamanna um að senda spítalaskip og sagði enga þörf fyrir þau. Þá var hann sagður hafa hent gaman að beiðni ítalskra lækna um útisalemi og mun hafa sagt að nógu mörg salerni væra í moskum á svæðinu. „Þeim finnst En talsmaður rússneska varnar- málaráðuneytisins í Makatsjkala, höfuðstað Dagestans, sagði yfirlýs- ingu skæraliðatalsmannsins „hel- bera ófyrirgefanlega lygi“, sem ætl- að væri að villa um fyrir fjölmiðlum. Hann sagði að enn væra um 100 uppreisnarmenn múslíma umkringd- ir í Tando. Magomedali Magomedov, héraðs- stjóri Dagestans, tjáði Borís Jeltsín Rússlandsforseta á fundi í Kreml í gær, að hann hefði varað við því að von gæti verið á árás skæraliða frá Tsjetsjníu áður en til þess kom hinn 7. ágúst sl. Þrátt fyrir það hefði her- inn verið óviðbúinn. „Dagestan er efst á dagskránni hjá okkur núna, þú ættir að vita það,“ sagði Jeltsín Ma- gomedov á fundinum, að sögn Inter- fax-fréttastofunnar. Góðar fréttir fyrir Pútín Tilkynningin um að uppreisnar- menn hefðu dregið sig í hlé kom degi áður en frestur sá rann út, sem nýi forsætisráðherrann í Kreml, Vla- dimír Pútín, setti hernum til að binda enda á uppreisnartilraunina, og reynist átökum lokið í raun yrði það talinn mikill pólitískur sigur fyr- ir Pútín, sem áður starfaði sem KGB-njósnari og Jeltsín hefur lýst yfir að sé óskaarftaki sinn á forseta- stóli. í sjónvarpsviðtali í gær kvartaði ráðherrann yfir því að hann hefði verið misskilinn. Fólk fínnst á lífi Tyrkneskir og ísraelskir björg- unarmenn fundu í gær fjögurra ára dreng, Ismail Cimen, á lífi í húsa- rústum í bænum Cinarcik, sex dög- um eftir að jarðskjálftinn, sem mældist 7,4 á Richter, reið yfir. Faðir drengsins og tvær systur lét- ust, en móðir hans komst lífs af. í fyrrinótt fannst kona á lifi í rústum í bænum. Erlendir björgunarflokkar hættu í gær störfum einn af öðrum og •i n- ,AI’ byrjað var að hreinsa burt rústir Ismail Cimen á húsa sem þegar hafði verið leitað í. sjukrahus11 gær. Tyrkneskur hershöfðingi sagði að þau vera óhrein. Á ég að fara og þvo þau sjálfur? leitar- og björgunarstörfum væri að mestu lokið. Þið getið sjálf haldið þeim hreinum," var haft eftir Björgunarfólk hefur snúið sér að því að dreifa mat honum. Þá er hann sagður hafa látið þau orð falla og setja upp tjöld fyrir um 200 þúsund manns sem að hann vildi ekki blóðgjafir frá Grikklandi. misstu heimili sín í skjálftanum. Lyf við ofbeldi? Lonrlon. AFP. BRESKIR vísindamenn telja mögulegt, að hægt verði að stemma stigu við ofbeldi með lyfjagjöf. Rannsakendur við Birminghamháskóla greina frá því í nýjasta hefti tímaritsins The Neuroscientist að þeir hafi borið kennsl á þrjú heilaboðefni sem stjómi árásarhneigð. Eitt taugaboðefnanna er talið tengjast þunglyndi og kvíða- köstum, og leiddu tilraunir í Ijós að smáskammtar af þessu efni drógu úr árásargirni í músum. Tilraunir á músum hafa einnig sýnt fram á að hin efnin þrjú hafi áhrif á árásargirni. „Skila- boðin era augljós. Við megum ekki vanmeta líffræðilegar ástæður árásargirni og andfé- lagslegrar hegðunar,“ sagði Thelma Lovick, sem stjórnaði rannsókninni. En Simon Wessely, prófessor í geðlækningum við King’s Col- lege-sjúkrahúsið í London, hafn- aði forsendum rannsóknarinnar. „Hugmyndin um að gefa lyf við ofbeldi er fáránleg," sagði hann. „Þetta er ekki líffræðilegt fyrir- bæri á borð við flogaveiki eða krabbamein. Þetta væri eins og að gefa lyf við þjófnaði. Það er ekkert vit í þessu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.