Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
MORGÚNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Siglingaklúbburinn Nökkvi
Stórtjón í
hvassviðri
SIGLINGAKLÚBBURINN
Nökkvi á Akureyri varð fyrir tölu-
verðu tjóni í miklu hvassviðri um
helgina. Þá skemmdust 6 bátar og
er að minnsta kosti einn þeirra tal-
inn ónýtur. Tjónið hleypur á hund-
ruðum þúsunda króna, að sögn Jó-
hanns Skírnissonar, félaga í
Nökkva. Hann sagði að þetta hefði
áhrif á starfsemi klúbbsins og væri
því mikið áfall fyrir margan ung-
linginn.
Jóhann sagði að Nökkvi væri að
glíma við mikið aðstöðuleysi frá því
að tunnuverksmiðjan og Höfners-
bryggjan voru rifin og Drottningar-
brautin lögð. „Það má segja að frá
þeim tíma hafi siglingaklúbburinn
verið berrassaður og þetta hefur
verið mikið tjónasumar. Nú um
helgina fuku sex bátar og einn
þeirra er örugglega ónýtur og jafn-
vel þrír bátar. I vor misstum við
upp eina skútu, sem slitnaði af færi
þarna framan við, fór upp í Drottn-
ingarbrautina og brotnaði."
Átta skipsskaðar
í sumar
Jóhann sagði að skútan Lena,
sem fór upp í vor, væri mikill antik-
bátur af gerðinni BB 11, norskur, úr
mahoní og kom til Akureyrar árið
1960. „Þessi bátur er grunnurinn að
því siglingastarfi sem er í bænum.
Hann er þó ekki ónýtur en vanda-
málið er að við höfum ekkert hús til
að setja hann inn í til viðgerðar."
Á leið sinni til vinnu í gærmorgun
fékk Jóhann svo að glíma við að
bjarga skútunni Millý sem hann á
sjálfur ásamt félögum sínum. Hún
hafði slitnað upp og var komin upp í
Drottningarbraut en er trúlega
óskemmd. „Þannig að það hafa orð-
ið átta skipsskaðar þetta sumarið."
Ætlum ekki að
gefast upp
Jóhann sagði Nökkvamenn hafa
átt í viðræðum við Akureyrarbæ og
mætt miklum skilningi og velvild
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Pétur Orri Tryggvason, félagi í Siglingaklúbbnum Nökkva, skoðar einn þeirra báta sem urðu fyrir
skemmdum um helgina. Fjær sést hin forláta skúta Lena sem slitnaði upp og skemmdist í vor.
hjá þeim aðilum sem þeir hafi rætt
við. „Vandamálið er hins vegar að
velvild og aurar eru mjög ógjaman
á sömu spyrðunni. Þannig að við vit-
um ekki hvað úr verður en vonumst
til að geta í samvinnu við bæinn
endurreist þetta starf. Þarna er
mjög öflugt unglingastarf og það
eru langt yfir 100 unglingar sem
sækja siglingar á hverju sumri.
Okkar markmið er að koma okkur
upp kjölbát, til þess að skapa fram-
hald fyrh' unglingana er þeir hætta
að sigla kænum og eins til að endur-
vekja siglingaáhuga þeirra full-
orðnu, sem hafa hætt af einhverjum
ástæðum. Við ætlum því ekkert að
gefast upp,“ sagði Jóhann.
Séra Birgir kvaddi söfnuðinn
SÉRA Birgir Snæbjörnsson hélt
kveðjumessu í Akureyrarkirkju
síðastliðinn sunnudag og eftir
messu bauð sóknarnefnd Akur-
eyrarkirkju til kaffisamsætis í
safnaðarheimilinu. Sóknarbörn
séra Birgis fjölmennlu til að
kveðja prestinn sem hefur þjónað
þeim siðan í nóvember árið 1960.
Skemmst er frá því að segja að
fullt var út úr dyrum, bæði í
kirkjunni og í safnaðarheimilinu
á eftir.
Séra Birgir ásamt konu sinni
Sumarrós Garðarsdóttur og þeim
prestum er starfa munu við
Akureyrarkirkju nú þegar séra
Birgir lætur af störfum. Frá
vinstri: Bryndís Björnsdóttir og
maður hennar séra Svavar AI-
freð Jónsson sem tekur við af
séra Birgi, Sumarrós Garðars-
dóttir, séra Birgir Snæbjörnsson
og séra Jónína Elísabet Þor-
steinsdóttir, en hún tekur við
stöðu aðstoðarprests við Akur-
eyrarkirkju, sem séra Svavar
gegndi áður.
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
Atak gegn umferðarhraða
í íbúðarhverfum
í HAUST verður að veruleika svo-
kallað 30 kílómetra hverfi hér á
Akureyri, en það þýðir að leyfilegur
hámarkshraði ökutækja er aðeins 30
kílómetrar á klukkustund. Að sögn
Vilborgar Gunnarsdóttur, formanns
skipulagsnefndar, var þetta löngu
orðið tímabært og nefndinni höfðu
borist fjölmörg erindi frá áhyggju-
fullum foreldrum sem óttuðust um
Æ
ffl
f Fróbærir
Namkvæmiskjólor
og dragtir
til sölu eða leigu,
í öllum stærðum.
Ath! eitt í nr.
Fataleiga
Garðabæjar
Slmi 565 6680
Opið 9-16, lau. 10-12
öryggi bama sinna vegna mikils um-
ferðarhraða í íbúðarhverfum.
Fyrsta 30 kílómetra hverfið sem
kemst í gagnið á næstunni er Suð-
urbrekkan en fleiri hverfi eru á
skipulagsáætlun. „Við munum setja
hraðahindranir þarna í haust nema
svokallaðar grænar hindranir sem
koma næsta vor. Grænar hindranir
eru færanlegar hindranir, m.a. í
HUGBÚNAÐUR
FYRIRWINDOWS
Frábær þjónusta
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisfhroun
formi blómakera, og þær eru hugs-
aðar til að auðvelda snjómokstur og
annað slíkt,“ sagði Vilborg.
Vilborg kvað þrýsting úr öðrum
hverfum vera að aukast og ljóst
væri að mikill vilji væri fyrir fleiri
slíkum hverfum. „Þörfin er afar
brýn og það er ljóst að í mörg ár
hefur ekkert verið gert í umferðar-
öryggismálum í bænum í allt of
langan tíma en vonandi er þetta það
sem koma skal,“ sagði Vilborg.
Söngvaka
SÖNGVAKA verður í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri í
kvöld, þriðjudagskvöld, kl 21.
Þar munu Rósa Kristín Bald-
ursdóttir og Hjörleifur Hjart-
arson flytja sýnishorn úr ís-
lenskri tónlistarsögu í tónum og
tali. Miðaverð er 700 kr. og er
innifalinn aðgangur að Minja-
safninu sem er opið kl. 20-23 þá
um kvöldið.
Borgarbraut vígð
10. september
RAÐGERT er að vígja Borgar-
brautina nýju formlega þann 10.
september nk. og að Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
komi norður og klippi á borða við
það tækifæri.
Framkvæmdir við Borgarbraut-
ina hafa staðið yfir frá því í fyrravor
og samkvæmt útboði átti verktak-
inn, Amarfell ehf. á Akureyri, að
skila verkinu þann 1. ágúst sl. Hann
fékk hins vegar lengingu á skila-
fresti vegna mikillar aukningar á
umsvifum verksins, að sögn Sigurð-
ar Oddssonar, deildarstjóra fram-
kvæmda hjá Vegagerðinni á Akur-
eyri.
Veturinn harður
og Iangur
Sigurður sagði að lagt hafí verið
tvöfalt malbikslag á veginn en í út-
boði var gert ráð fyrir einföldu lagi.
Einnig varð nokkur magnaukning á
ýmsum verkþáttum. Þá sagði Sig-
urður að töluverðar tafir hafi orðið
á framkvæmdum vegna veitustofn-
ana Akureyrarbæjar, auk þess sem
vetur lagðist snemma að í fyrra-
haust og var langur og harður, eins
og margir muna. Til upprifjunar fór
að snjóa strax í október sl. og síð-
asti bylurinn skall á bæjarbúa þann
17. apríl í vor.
Morgunblaðið/Kristján
Fundu mannabein
við Hraukbæ
MANNABEIN fundust við bæinn
Hraukbæ í Glæsibæjarhreppi í
gær. Gröfumaður, sem var að
vinna fyrir RARIK, gróf upp
beinin en á þessu svæði hafa
fundist mörg kuml áður, siðast
fyrir um þremur árum. Starfs-
fólk Miiyasafnsins á Akureyri
tók beinin til varðveiðslu en
Þjóðminjasafnið mun skoða þau
frekar.
Tennur í hauskúpunni voru
nokkuð heillegar og lærleggir
langir og þótt ekki sé á þessari
stundu hægt segja til hversu
gamalt kumlið er, voru leiddar
að því líkur að beinagrindin sé af
frekar ungum og hávöxnum
manni.
Beinagrindin kom nánast öll
upp í einu í skóflu gröfunnar.
Brynjar Geirsson gröfumaður
sagðist i fyrstu hafa haldið að
beinin væru af skepnu en er
starfsmenn RARIK sáu hauskúp-
una sem hafði rúilað aftur ofan í
holuna, sáu þeir hvers kyns var.
Á myndinni eru þær Katrín
Ríkarðsdóttir og Hanna Rósa
Sveinsdóttir, sagnfræðingar á
Minjasafninu á Akureyri, að
skoða fundinn.