Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 22

Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslenska járnblendifélagið með 169 milljóna tap fyrstu sex mánuði ársins Tap vegna orkuskerðingar og lágs verðs á iárnblendi ISLENSKA járnblendifélagið hf. skilaði 169 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var 216 millj- óna króna hagnaður af reglulegri starfsemi. Tvennt hafði afgerandi áhrif á reksturinn á fyrri hluta ársins, annars vegar var orku- skerðing frá Landsvirkjun sem olli 5 þúsund tonna framleiðslutapi og hins vegar var lágt verð á járn- blendi. Vegna skerðingar á af- gangsorku frá Landsvirkjun var í nóvember á síðasta ári slökkt á báðum ofnum Jámblendifélagsins. Annar ofninn var tekinn að hluta aftur í notkun í janúar síðastliðn- um en síðari ofninn var gangsettur í febrúar og voru báðir ofnarnir komnir í fulla framleiðslu í mars- mánuði. Framleiðslutap vegna þessarar skerðingar nam tæpum 6 þúsund tonnum á fyrri helmingi ársins. Bjami Bjarnason, fram- kvasmdastjóri Islenska járnblendi- félagsins, segir að skerðingin hafi verið illfyrirsjáanleg. „Þetta er í fyrsta skipti í 18 ár sem við verðum fyrir skerðingu. Það var síðast árið 1980 og eitt- hvað lítilsháttar árið 1981 en síðan hefur engin orkuskerðing verið. Þannig að við bjuggumst nú ekki við henni núna,“ segir Bjami og bætir við að gerðir hafi verið nýir raforkusamningar við Landsvirkj- un sem hafi tekið gildi í byrjun apríl. Þeir samningar eigi að tryggja félaginu fasta orku næstu 20 árin. ina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Nýr ofn eykur framieiðslugetu um 60% Verð á jámblendi var mjög lágt allan fyrri helming ársins og með því lægsta sem þekkst hefur. Bjarni segir að verðið sé ennþá mjög lágt og þótt það hafi sýnt batavott sé alls óvíst hvernig málin munu þróast. Hann segir að báðir eldri bræðsluofnar félagsins séu nú í eðlilegum rekstri og ætlunin sé að reka þá á fullum afköstum út árið en í september standi til að setja af stað þriðja ofninn. „Við reiknum með því að þriggja ofna verksmiðja verði hagkvæmari heldur en tveggja ofna. Við mun- um einbeita okkur að því að hefja framleiðslu með ofninum, ná full- um afköstum á sem skemmstum tíma og ná fram þeirri hagkvæmni með ofninum sem þessi stækkun býður upp á. Við vonumst til að geta selt allt úr ofninum, það lítur allt vel út með það,“ segir Bjarni. Nýi ofninn mun framleiða um 42.000 tonn af kísiljámi á ári en það samsvarar 60% aukningu í framleiðslugetu. Kauptækifæri ef bréfin lækka Jökull H. Úlfsson, verðbréfa- miðlari hjá Fjárvangi, segir að tap Járnblendifélagsins skýrist af tekjusamdrætti vegna lokunar á ofnum félagsins. „Sjóðstreymið er fremur nei- kvætt hjá þeim og mér sýnist að það megi einnig að stærstum hluta rekja til þessa tekjusamdráttar. Þó sér maður að afskriftir lækka á milli ára vegna nýrra afskriftarað- ferða. Þá hækka viðskiptakröfur og einnig er hækkun í birgðum. Þetta er neikvætt fyrir handbært fé frá rekstri. Hvað varðar nánustu framtíð þá era horfumar ekki sérlega góðar þar sem lágt verð er á afurðum fyrirtækisins. Því er fjárfesting í félaginu ekki góður kostur, ef til skamms tíma er litið. Hins vegar, til lengri tíma litið, gætu auknar fjárfestingar félagsins gert félagið mun arðbærara vegna aukinnar stærðarhagkvæmni, auk þess sem nýr raforkusamningur við Lands- virkjun gerir þetta álitlegra. Þannig að ef gengi bréfa í félaginu lækkar eitthvað, þá mæti ég það bara sem kauptækifæri,“ segir Jökull að lokum. Ti íslenska járnb ▼| Úr milliuppgjöri 1999 lendil íélagi ðhf. Rekstrarreikningur Miiijónír króna 30/61999 30/61998 Breyting Rekstrartekjur 1.124,4 1.890,4 -40,5% Rekstrargjöld 1.286,4 1.643,5 -21,7% Rekstrarhagnaður (tap) (162,0) 246,9 - Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 16,3 (12,8) - Hagnaður af reglulegri starfsemi f. sk. (145,7) 234,1 - Eignarskattur (23,2) (17,4) 33,3% Hagnaður af reglulegri starfsemi (168,9) 216,7 - Tekjufærsla v/uppgjörs á raforku 1993-97 0.0 207.2 - Hagnaður ársins (168,9) 423,9 - Efnahagsreikningur 30/61999 31/121998 Breyting I Eignin | Eignir samtals Milljónir króna 6.833,8 5.213,4 +31,1% ■ SKuidir og eigið ló: | Eigið fé 3.793,9 3.906,4 -2,9% Skuldir samtals 3.039.8 1.307,1 +132.6% Skuldir og eigið fé samtals 6.833.8 5.213,4 +31.1% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 4,2 6,3 Veltufjárhlutfall 55,5% 74,9% Veltufé frá rekstri 11,8 559,2 -97,9% Franskt félag á bandarískan vatnsmarkað París. Reuters. FRANSKA stórfyrirtækið Su- ez Lyonnaise des Eaux hefur gert eins milljarðs dollara til- boð í United Water Reso- urces, annað stærsta vatns- dreififyrirtæki Bandaríkj- anna. Upphæðin samsvarar um 75 milljörðum íslenskra króna. Franska félagið á nú þegar tæp 33% í UWR og era þessi kaup þriðji samningur Suez nú í sumar á bandarísk- um vettvangi. Suez lækkar en UWR hækkar Stjómarformaður Suez Lyonnaise segir sterka mark- aðsstöðu íyrirtækisins í Bandaríkjunum nauðsynlega til að breyta fyrirtækinu úr stórri samsteypu í alþjóðlegt fyrirtæki á sviði vatns, sorp- eyðingar og orku. Samkvæmt tilboði Suez Lyonnaise er bandaríska vatnsiyrirtækið 1,36 milljarða dollara virði, eða um 100 millj- arða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í Suez Lyonnaise féll um 1,78% eftir að tilkynnt var um tilboðið en hlutabréf í UWR hækkuðu nokkuð frá föstudegi. Mikill samdráttur á eftirmarkaði fyrir langtímaskuldabréf Spariskírteini ónot- hæf verðviðmiðun VIÐSKIPTI með spariskírteini ríkissjóðs á eftirmarkaði hafa dregist mjög saman undanfama mánuði. Velta með spariskírteini nam rúmum 5 milljörðum króna í septembermánuði í fyrra, en í júlí- mánuði nam hún 122,5 milljónum króna. Það sem af er ágústmánað- ar er veltan orðin rúmar 770 millj- ónir króna. I janúar nú í ár var veltan um 4,3 milljarðar króna, en viðskipti með spariskírteini urðu mest á tímabilinu, frá árinu 1996 til dagsins í dag, í mars í fyrra þegar mánaðarveltan nam 9,5 milljörðum króna. Velta með önnur langtíma- skuldabréf ríkisins hefur einnig dregist nokkuð saman á seinustu mánuðum. Almar Guðmundsson hjá mark- aðsviðskiptum FBA segist telja að tvær ástæður séu fyrir samdrætti á skuldabréfamarkaði. í fyrsta lagi séu væntanleg uppkaup ríkis- sjóðs á spariskírteinum, en þá greiðir ríkissjóður eigendum skír- teinanna afvaxtað núvirði bréf- anna, sem hafi leitt til þess að eig- endur spariskírteina haldi að sér höndum við sölu. Einnig telur hann að lausafjárreglur Seðla- banka íslands hafi gert það að verkum að erfiðara sé fyrir banka að eiga spariskírteini. Almar telur þennan samdrátt vera hættulega þróun enda sé ekki lengur hægt að nota spariskírteini ríkissjóðs sem verðviðmiðun á fjármálamarkaði. Tryggvi Tryggvason, forstöðu- maður markaðsviðskipta hjá Landsbanka íslands, telur lausa- fjárreglur Seðlabankans vera meginorsök þessa samdráttar, enda sé fjárfesting fjármálastofn- ana í ríkistryggðum skuldabréfum lögð að jöfnu við lánveitingar. Fjármálastofnanir sinna viðskipta- vakt með slík verðbréf. „Seljan- leiki þessara bréfa hefur minnkað mjög mikið, það held ég að sé óum- deilanlegt. Það er orðið mun kostnaðarsamara fyrir fjármála- stofnanir að eiga þessi bréf. Þetta er okkur mikið áhyggjuefni, og æskileg þróun væri að breyta með- ferð á þessum bréfum gagnvart lausafjárskyldunni,11 segir Tryggvi. Til langs tíma hafa þeir sem fást við hugbúnaðarþróun leitast bæta afköst með öllum tiltækum ráðum. Þrátt fyrir aö sum fyrirtæki hafi náð góðum árangri undanfarin ár hefur framleiðsluaukning ekki orðiö meiri en fimm prósent að meöaltali á hverju ári Þann 7. september n.k. gengst Nýherji fyrir ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað veröur um hugbúnaðarþróun og þær leiöir sem færar eru til að bæta afköst meö því að nýta nýjustu tækni og aöferðafræði á því sviði. Fyrirlesari er Peter Ole Frederiksen sem er ráðgjafi og stjórnandi við innleiöingu nýrra verkefna hjá ráðgjafasviði IBM (IBM Consulting Group). naðar Hvaða kröfur gerir hugbúnaðarþróunin til okkar? Grundvallarhugmyndin aö baki CMM (Capability Maturity Model). Innihald CMM. Hvernig notar þú CMM til að mæla sjálfan þig? Tölulegar staöreyndir og meömæli. Hvernig bætir þú hugbúnaðarþróun í þínu fyrirtæki? Ráöstefnan stendur frá kl. 8:45 til 12:00 og er ráöstefnugjald 5.000 kr. Innifaliö er kaffi og meölæti ásamt ráöstefnugögnum. Skráning fer fram á heimasíðu Nýherja. Allar nánari upplýsingar veitir Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri ráögjafasviös Nýherja í síma 569 7700 eöa 569 7719. NÝHERJI Skaftahllö 24 • Slmi 569 7700 S.lóö: www.nyhcrji.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.