Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Stærsti banki heims með 96 þúsund milljarða króna eignir verður til við samruna þriggja japanskra banka Tokyo. Reuters. TILKYNNT hefur verið um sam- runa þriggja af stærstu bönkum Japans. Talsmenn bankanna þriggja, Industrial Bank of Japan (IBJ), Dai-Ichi Kangyo Bank og Fuji Bank, segja fyrirtækin samein- uð verða í fremstu röð við að endur- reisa japanskt efnahagslíf. Japanski fjármálaráðherrann, Kiichi Miy- azawa, segir samrunann koma japönskum bönkum aftur á kortið í alþjóðaviðskiptum og í kjölfarið gætu fylgt fleiri samrunar. Eignir Fleiri samrunar gætu fylgt í kjölfarið bankanna nema rúmum 96 þúsund eignir upp á tæpa 55 þúsund millj- vori árið 2002 á rekstur bankanna að milljörðum íslenskra króna til sam- arða króna. verða sameiginlegur. Samningavið- ans, samanborið við eignir Deutsche Eignarhaldsfélag verður stofnað ræður hófust í maí og er þessi risa- Bank sem áður var stærstur með um bankana þrjá á næsta ári og að samruni sagður eðlilegt framhald af Fulltrúar viðskiptaþjónustunnar erlendis með viðtalstíma á Islandi Fulltrúar viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á erlendum mörkuðum verða með viðtalstíma úti á landi mánudaginn 30. ágúst og í Utanríkisráðuneytinu og á Sjávarútvegssýningunni 1-3. september. Fulltrúamir munu kynna þjónustu sína og sinna fyrirspumum fyrirtækja og einstaklinga vegna viðskipta í umdœmislöndum sínum. Þar sem því verður við komið er boðið upp á einkaviðtöl. 30. ágúst Vestfirðir-Norðurland Magnús Bjamason og Yang Li. 09:30-11:30 Akureyri: Fundir með norðlenskum fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar: Atvinnuþróimarfélag EyjaQarðar, sími: 461-2740. Magnús Bjamason og Yang Li. 14:30-16:30 ísafjörður: Fundir með vestfirskum fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar: Atvinnuþróimarfélag Vestíjarða hf., sími: 450-3000. Austurland Ruth Bobric og Marina Buinovskaya. 10:00-14:30 Egilsstaðir: Fundir með austfirskum fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar: Þróunarstofa Austurlands, sími: 471 2545. Reykj anes-Suðurland Sandra Baird og Unnur Orradóttir-Ramette. 08.30-11:30 Selfoss: Fundir með sunnlenskum fyrirtækjum. Skráning og nánari upplýsingar: Atvinnuþróimarsjóður Suðurlands, sími: 482-2419. Sandra Baird og Unnur Orradóttir-Ramette. 13:00-17:00 Reykjanesbær: Fundir með fyrirtækjum á Reykjanesi. Skráning og nánari upplýsingar: Markaðs og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar, sími: 421-6700. 1. september Sj ávarútvegssýningin/Utanríkisráðuneytið 13:00-16:00 Ruth Bobrich, 2. hæð. Sandra Baird, 3. hæð. 2. september Sj ávarútvegssýningin/Utanrí kisráðuneytið 09:00-12:00 Magnús Bjamason, 2. hæð. Marina Buinovskaya, 3. hæð. 3. september Sj ávarútvegssýningin/Utanríkisráðuneytið 09:00-12:00 Unnur Orradóttir-Ramette, 2. hæð. Yang Li, 3.hæð. Skráning og nánari upplýsingar: Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, sími: 560-9930 Þeir sem vilja nýta sér liðsinni viðskiptafulltrúanna eru vinsamlega beðnir um að skrá sig sem fyrst. Vinsamlega athugið að fiöldi er takmarkaður. VUR -Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík • Sími: 560 9930 • Bréfsími: 562 4878 Tölvupóstfang: obs@utn.stjr.is • Vefsíða: www.utn.stjr.is Berlín • Brussei Helsinki • Kaupmannahöfn London • Moskva New York • Osló • París Peking • Stokkhólmur Washington D.C. samrunum banka og annarra fyrir- tækja víðs vegar um heiminn. Tals- menn bankanna þriggja hafa lýst því yfír að fækkun starfsfólks, endur- skipulagning útibúa og sameiginlegar fjárfestingar fyiir tæpa 100 milljarða íslenskra króna á ári til að endurbæta tækjakost, geri það að verkum að skilvirkni og hagkvæmni aukist. Sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrir- tækjum eins og Moody’s, Merrill Lynch og Standard & Poor’s segja hraða endurskipulagningu nauðsyn- lega svo samruninn hafi tilætluð hagræðingaráhrif. Við samrunann verði þrír stórir bankar í forystu- hlutverki í Japan, þ.e. Bank of Tokyo-Mitsubishi og Sumitomo Bank ásamt sameinaða bankanum. Sanwa Bank og Sakura Bank eru þeir bankar sem sérfræðingar beina sjónum sínum nú að, þar sem þeir muni ekki standast samkeppni hinna bankanna. Einnig hafa Tokai Bank og Asahi Bank staðið í viðræðum um að stofna sameiginlegt eignarhalds- félag en ekkert hefur ennþá verið til- kynnt í því sambandi. Því er spáð að eftir sex mánuði verði tilkynnt um frekari sami-una í japönsku banka- kerfí. Fjárfestar hafa fagnað samrunan- um en gengi hlutabréfa allra bank- anna hefur hækkað frá því tilkynnt var um samkomulagið. --------------- Hugsanlegur bankasam- runi i Frakk- landi BANQUE Nationale de Paris (BNP) hefur lýst því yfír að samruni hans og tveggja franskra banka, Societe Generale og Paribas, sé ekki lengur nauðsynlegur, að því er fram kemur á fréttavef BBC. BNP gerði óvin- veitt yfirtökutilboð í báða bankana fyrir fímm mánuðum, eftir að tveir þeir síðarnefndu tilkynntu um hugs- anlegan samruna. Talsmenn BNP segja nú að hugsanlegt sé að SocGen verði sjálfstæð eining en samrunaá- formum við Paribas verði haldið áfram. Að sögn sérfræðinga myndi það leiða til þess að SocGen yrði við- kvæmari fyrir yfirtöku annars banka. Yfírvöld í Frakklandi hafa ekki úr- skurðað um hvort BNP, sem á meiri- hluta í Paribas, geti haldið minni- hluta sínum í SocGen. Samkvæmt frönskum lögum verður hluthafí sem vill eignast meira en 10% í frönskum banka að fá samþykki bankaeftirlits. Getgátur eru uppi um það að ríkis- stjórnin samþykki yfirtöku á SocGen til að styrkja samkeppnisstöðu franskra banka á alþjóðavettvangi. Stjórnarformaður SocGen hefur lýst því yfir að bankinn sé ekki til sölu. --------------- Deutsche Bank í samrunahug- leiðingum VIÐRÆÐUR standa nú yfír á milli stjórna þýsku bankanna Deutsche Bank og Dresdner Bank um hugsan- legan samruna á sviði einstaklings- þjónustu, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Talsmenn bankanna sögðu þó engar ákvarðanir hafa ver- ið teknar. Sérfræðingar segja viðræður bankanna nú og möguleika á sam- runa að hluta, óhjákvæmilega munu leiða til fulls samruna þeirra. Bank- arnir eru tveir stærstu bankar Þýskalands, Deutsche með 1.600 úti- bú og Dresdner með 1.400 útibú. Markmiðið með hugsanlegum hlutasamruna bankanna er að stöðva þá þróun að einstaklingsþjónusta þýskra banka verði aðallega í hönd- um margra svæðisbundinna minni banka. Einnig myndi samruni vernda Dresdner Bank fyrir óvin- veittri yfírtöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.