Morgunblaðið - 24.08.1999, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
3*
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið úrval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufasgata 9 • AK
Aloe Vera, Ármúla 32, •& 588 5560
Aðsendar greinar á Netinu
<§> mbUs
_/\LLTAF= &TTH\0kÐ AÍÝ7T
Barnaskóútsala
0 _____
IV/| A O JL/r Q Sérverslun m/barnaskó
1 í bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919.
l^miUlÞfrlAhAQU
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
býður mörg spennandi námskeið í allan vetur:
Kerfísfræði TV
Nýtt tveggja anna diplómnám fyrir umsjónarmenn tölvmála fyrirtækja eða
þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Stýrikerfi og netfræði, notendaforrit,
gagnagrunnar, forritun, Intemet, rekstur upplýsingakerfa og lokaverkefiii.
Tekin em próf sem veita TÖK réttindi. Einkunn gefin fyrir lokaverkefhi.
380 kennslustÍtýVA'iliiri^l
Tölvuumsjón í nútímarekstri
Námskeið fyrir þá sem vilja verða færir tölvunotendur með víðtæka þekkingu
á sviði upplýsingatækni. Farið er ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis sem
notuð em í fyrirtækjum, skólum og stofiiunum. Stýrikerfi og netumsjón, Word,
Excel, Access, PowerPoint, fjölvar, tölvusamskipti, vefsiðugerð og íntemetið.
145 kennslust^^^jjE^I
Netumsjón í nútímarekstri
Námskeið sem sniðið er að þörfum þeirra sem vilja séáæfa sig í rekstri tölvuneta
í fyrirtækjum eða skapa sér ný tækifæri á vinnumarkaði.
Netffæði, netþjónar, búnaður, Windows 95/98 í netum og TCP/IP.
Windows NT ogNovell netstýrikerfin, Intranetoglntemetið.
120 kennslustf^EŒjuj
Tölvunámskeið fyrir 9-15 ára
Frábær námskeið fyrir hressa krakka sem gefa þeim forskot í skólanum og lífinu.
Grunnnámskeið og ffamhaldsnámskeið.
Meira en 10 ára reynsla af þessum námskeiðum.
mPIWEfll Vhhd/máii. stprl
Almenn námskeið
Verð frá
5.990 stgr
Windows, Word, Excel, Access, Outlook,Intemetið, vefsíðugerð,
PowerPoint, Windows 95 og 98, FileMaker, tölvuteikning og mörg fleiri!
Microsoft sérfræðinámskeið
Bjóðum nú gott úrval sérífæðinámskeiða fyrir fagfólk í tölvugreininni
í samvinnu við breskan tölvuskóla. Nánari upplýsingar á vefiium.
Viðurkennd prófmiðstöð
Fyrsti tölvuskólinn á Norðurlöndum til þess að hljóta viðuricenningu
til þess að bjóða MOUS (Microsofl Office User Specialist) próf.
Einnig viðurkenning Skýislutæknifélagsins til þess að halda TÖK próf
(European Computer Driving Licence).
Xfl
Tilboð og fréttir í Netklúbbi TV
Skráðu þig í netklúbbinn okkar og fáðu send tilboð, fréttir og hagnýt
rað um tölvunotkun. Ókeypis!! http://www.tv.is/netklubbur/
GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ
KOMA Á NÁMSKEIÐIN OKKAR:
• Þátttakendur fi aukinn afelátt eftir þvi sem þeir sækja fleiri námskeið.
• Innifalin er símaaðstoð í heilan mánuð eftir að námskeiði lýkur.
• Góð staðsetning, næg bílastæði.
' Námsgögn og veitingar innifalin í þátttökugjaldi.
Tölvu- og
verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 • Reykjavík rsiMABMIB sím au6«„ erí6 mSla
IEURO • Raðgreiðslur ♦ V1SA|
5209000
VIÐSKIPTI
Sex mánaða uppgjör Lodnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfírði
Tap nam 53,9
milljónum króna
LOÐNUVINNSLAN hf.
Úr milliuppgjöri 1999
JAN.-JÚNÍ
JAN.-JUNI
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Miiijónir króna 478,9 701,2 -31,7%
Rekstrargjöld 486,7 556,9 -12,6%
Afskriftir -71,1 -52,9 +34,3%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 3,0 -2,1 -
Reiknaður tekjuskattur 22,0 -23,4 -
Hagnaður (tap) tímabilsins -53,9 65,9 -
Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting
1 Eianlr: \
Fastafjármunir Milljónir króna 1.423,8 1.007,1 +41,4%
Veltufjármunir 153,9 294,9 -47,8%
Eignir samtals 1.577,7 1.302,0 +21,2%
1 Skuldir oa eiaið tó: \
Eigið fé 691,7 654,9 +5,6%
Tekjuskattsskuidbinding 13,0 37,0 -64,9%
Langtímaskuldir 676,4 400,0 +69,1%
Skammtímaskuldir 196,6 210,0 -6,4%
Skuldir og eigið fé samtals 1.577,7 1.302,0 +21,2%
Sjóðstreymi 1999 1998 Breyling
Veltufé (tii rekstrar) frá rekstri -32,1 108,3 -
Vonir bundnar
við kolmunna-
veiðar
LOÐNUVINNSLAN hf. á Fá-
skrúðsfirði skilaði 53,9 milljóna
króna tapi af rekstri, eftir reiknaða
tekjuskatta, á fyrstu sex mánuðum
ársins 1999, í samanburði við 65,9
milljóna króna hagnað á sama
tímabili árið á undan.
Tekjur loðnuvinnslunnar á tíma-
bilinu námu 478,9 milljónum króna
í samanburði við 701,2 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra, og
minnkuðu því um 222,3 milljónir.
Rekstrargjöld námu 486,7 mOljón-
um króna á fyrstu sex mánuðum
ársins 1999 á móti 556,9 milljónum
á sama tímabili í fyrra, og voru
rekstrargjöld því um 70,2 milljón-
um króna lægri á þessu tímabili í
ár miðað við á seinasta ári. Loðnu-
vinnslan hf. tók á móti um 60.000
tonnum af hráefni á fyrstu sex
mánuðum ársins sem er liðlega
9.000 tonnum meira en á sama
tímabili á árinu á undan, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu.
Gísli Jónatansson, framkvæmda-
stjóri Loðnuvinnslunnar hf., segir
að hráefnisverð á vetrarvertíð hafi
lækkað nokkuð en þó ekki til jafns
við lækkun afurðaverðs sem var
eitt mesta hrun sem orðið hafi á
mjöl- og lýsismörkuðum, og sé það
ástæðan fyrir taprekstrinum nú.
„Seinni partur ársins ræðst mik-
ið til af þvi hve mikið hráefni við fá-
um til vinnslu. Fyrri hluti ársins
hefur oftast verið betri hluti ársins,
og maður verður að gera ráð fyrir
því að fyrirtækið verði rekið með
halla þetta árið,“ segir Gísli.
í fréttatilkynningunni kemur
fram að miklar vonir séu bundnar
við veiðar á kolmunna, ekki síst
eftir leiðangur Hafrannsóknastofn-
unar í sumar þar sem leiðangurs-
menn mældu 1,8 milljónir tonna af
kolmunna. Einnig segir að verð á
lýsi hafi lítið breyst uppá síðkastið,
en verð á mjöli virðist vera heldur
að styrkjast.
Loðnuvinnslan hf. keypti á síðast-
liðnu ári flottrollskipið Hoffell SU
80, og náði skipið góðum árangri í
veiðum á norsk-íslensku síldinni en
skipið aflaði 3.900 tonna af henni í
flottroll. Skipið hefur einnig stund-
að veiðar á kolmunna og aflað um
8.500 tonna af honum í sumar.
I tilkynningunni segir einnig að
þrátt fyrir að halli félagsins sé 53,9
milljónir króna fyrstu sex mánuði
ársins 1999 sé eiginfjárstaða fyrir-
tækisins sterk, en eiginfjárhlutfall
samkvæmt efnahagsreikningi er
44%.
Annar Disney-
garður
EURO Disney áformar að opna
nýjan skemmtigarð í París, að því
er fram kemur á fréttavef fítíC.
Áætlanir eru uppi um að afla 500
milljóna punda eða 58 milljarða ís-
lenskra króna til verksins en ekki
er gefið upp hvernig að fjármögn-
uninni verður staðið.
Garðurinn verður staðsettur ná-
lægt þeim sem fyrir er rétt fyrir
utan París en þar mun verða lögð
áhersla á kvikmyndir, tækni og
sjónvarp. Áformað er að opna
garðinn árið 2002.
HLUTHAFAFUNDUR
Sjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. hefúr borist bréf frá
hluthöfum sem ráða yfir meiru en 1/10 hluta hlutafjár í félaginu.
í bréfinu er þess óskað að boðað verði til hluthafafúndar í félaginu
þar sem fundarefnið verði breytingar á stjórn félagsins,
þ.e. afturköllun umboðs núverandi stjórnar og kjör nýrrar
í hennar stað.
Af því tilefni og með vísan til 15. gr. samþykkta félagsins er hér
með boðað til hluthafafúndar í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.
þann 31. ágúst 1999 kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, Reykjavík.
Fundarefni: Breytingar á stjórn félagsins, þ.e. afturköllun umboðs
núverandi stjórnar og kjör nýrrar í hennar stað.
Stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.