Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Miklar þreifíngar á bak við tjöldin í rússneskum stjórnmálum
Lúzhkov sakaður um
að beita bellibröarðum
Moskvu. Reuters, AP, AFP.
STJÓRNENDUR eins af stærstu
dagblöðunum í Rússlandi sökuðu í
gær Júrí Lúzhkov, borgarstjóra í
Moskvu, um að hafa staðið á bak við
þá ákvörðun eldvamareftirlits borg-
arinnar að loka skrifstofum blaðsins.
Sögusagnir um að lokun hins víð-
lesna dagblaðs Kommersant tengd-
ist valdabaráttu fyrir væntanlegar
þingkosningar í Rússlandi fóru þeg-
ar á kreik en undanfama daga hefur
loft verið lævi blandið í rússneskum
stjómmálum og mikiar þreifingar
era í gangi vegna kosninganna, sem
fram eiga að fara í desember.
Skipunin um að skrifstofum
Kommersant skyldi lokað var gefin á
föstudag en blaðið er sagt hafa látið
hjá líða að uppfylla skilyrði um eld-
vamir. Auðkýfingurinn Borís Ber-
ezovský, sem stendur nærri Borís
Jeltsín Rússlandsforseta, keypti ný-
lega Kommersant en Lúzhkov gagn-
rýndi stjómarhætti Jeltsíns einmitt
harkalega um helgina. Þykir Ijóst að
mikil togstreita eigi sér nú stað á
bak við tjöldin í rússneskum stjóm-
málum og kom því ekki á óvart að
lokun Kommersant skyldi tengd
stj ómmálabaráttunni.
Leoníd Miloslavský, fram-
kvæmdastjóri Kommersant, sagð-
ist að vísu ekki hafa neinar sannan-
ir í höndunum en hann kvaðst þó
sannfærður um að borgaryfirvöld í
Moskvu stæðu á bak við lokunina.
„í huga Lúzhkovs era þau dag-
blöð og tímarit, sem ekki styðja
hann opinberlega, óvinir hans. Við
eram þó ekki óvinir hans, við skrif-
um um Lúzhkov rétt eins og við
skrifum um Berezovský og marga
aðra,“ sagði Miloslavský.
Lúzhkov styður Prímakov fari
hann í forsetaframboð
Lúzhkov stofnaði nýlega kosn-
ingabandalag með rússneskum hér-
aðsstjóram, sem þykir sigurstrang-
legt í kosningunum í desember,
ekld síst af því að Jevgení Príma-
kov, fyrrverandi forsætisráðherra,
hefur samþykkt að veita því for-
ystu. Lúzhkov var harðorður í garð
stjómvalda í Kreml í sjónvarpsvið-
tali, sem sýnt var á sunnudag, og
þóttu ummæli hans til marks um
hvemig hann hyggst haga baráttu
sinni fyrir því að vinna sigur í kosn-
ingunum í desember. Hann lýsti
áhyggjum sínum af lýðræðisþróun í
Rússlandi og sakaði Jeltsín um að
misbeita valdi sínu.
Bæði Lúzhkov og Prímakov hafa
þótt líklegir til að vilja bjóða sig
fram í forsetakosningum, sem fram
fara á næsta ári, en Lúzhkov lýsti
yfir því á sunnudag að hann myndi
styðja Prímakov ákvæði hann að
fara fram. „Ég hef ekki uppi nein
áform um að verða forseti, en ég
fylgist þó grannt með þróun mála,“
sagði Lúzhkov. Sagðist hann telja
Prímakov afar vænlegan frambjóð-
anda í embættið.
Stalínistar boða framboð
Aðrir stjómmálaleiðtogar keppast
nú einnig við að styrkja stöðu sína en
um helgina varð ljóst að ekkert yrði
af samstarfi þriggja íyrrverandi for-
sætisráðherra, Sergejs Stepashíns,
Sergejs Kíríjenkós og Viktors
Tsjemómyrdíns, í kosningunum en
Jeltsín hafði vonast tii að slíkt kosn-
ingabandalag miðhægrimanna gæti
spomað við framsókn flokks
Lúzhkovs og Prímakovs.
Stepashín tilkynnti að hann
myndi berjast fyrir þingsæti í
heimaborg sinni, Pétursborg, og
ekki verður heldur af samstarfi
þeirra Kíríjenkós og Tsjemómyrd-
íns því hinn fyrmefndi sagðist held-
ur vilja ganga til samstarfs við
Anatólí Tsjúbajs, hinn umdeilda og
heldur óvinsæla fyrrverandi aðstoð-
arforsætisráðherra.
Þriðja stóra stjómmálaaflið, sem
mun berjast um sigur í kosningun-
um í desember, er Kommúnista-
flokkurinn, sem iýtur stjórn Genna-
dís Sjúganovs. Á sunnudag var enn-
fremur tilkynnt um stofnun Sta-
línistaflokks, sem hyggst taka þátt í
þingkosningunum. Þriðja sætið á
lista flokksins mun Jevgení Djúgas-
hvili skipa, en hann er bamabam
Jósefs Stalíns, fyrrverandi leiðtoga
Sovétríkjanna, og hefur flokkurinn
það einmitt á stefnuskrá sinni að
Sovétríkin verði endurreist.
Fellibylur-
inn Bret
máttlítill
Corpus Christi. Reuters.
MIKIÐ dró úr krafti fellibylsins
Brets í gær en hann stefndi á
Texas-ríki og var talinn geta
valdið miklum usla. Miklar rign-
ingar fylgdu þó Bret og var úr-
hellisrigning í suðurhluta Texas
um hádegisbil í gær. Embættis-
menn sögðust ekki hafa heyrt
neinar fregnir um alvarleg
meiðsl eða mannslát af völdum
Brets.
Á mánudagsmorgun var miðja
Brets um 100 km suðvestur af
borginni Corpus Christi og hafði
storminn lægt niður í 129
km/klst. Þar með var Bret orð-
inn að fellibyl með fyrsta stigs
styrk á fimm stiga kvarða sem
Bandaríkjamenn nota til að mæla
hversu hættulegir fellibyljir séu.
„Helsta ógnin nú er úrhellið,"
sagði Markl Lenz sem starfar hjá
Veðurstofú Bandaríkjanna í
Corpus Christi. Höfðu íbúar
Texas verið varaðir við flóðum
en síðdegis í gær höfðu engar
fregnir borist af tjóni.
Höfðu veðurfræðingar haft
áhyggjur af því að Bret gæti orð-
ið í líkingu við fellibylinn
Andrew sem olli dauða 40 manna
og gífurlegu tjóni í Miami árið
1992.
Ognarástand ríkir
í Kólumbíu
Dauða-
sveitir
myrða 29
LIÐSMENN öfgafullra samtaka
hægrimanna í Kólumbíu myrtu 29
manns um helgina í baráttu sinni
gegn marxískum skæraliðum að
því er fram kemur í frétt BBC.
Morðingjarnir, sem tilheyra ólög-
legum samtökum er kallast Sjálfs-
vamarsveitir Kólumbíu, hafa leitað
uppi fólk er þeir gruna um að
styðja skæraliðahópa marxista,
FARC og ELN, í Norte de Sant-
ander-héraði í Norður-Kólumbíu,
við landamæri Venesúela og er
talið að um 4000 manns hafi flúið til
nágrannaríkisins vegna ofsókn-
anna.
Dauðasveitirnar starfa eftir afar
einfaldri og skilvirkri aðferðafræði;
þeir halda til þorpa og bæja, loka
öllum leiðum út og vopnaðir sjálf-
virkum vopnum og nafnalistum,
draga þeir alla sem grunaðir era
um að styðja málstað skæraliða-
hópa út á götur og taka þá af lífi.
Skilaboð dauðasveitanna eru
skýr - þeir sem styðja skæraliða
verða myrtir án nokkurra spurn-
inga.
Áhrifanna gætir
í Venesúela
Síðasta sókn dauðasveitanna hef-
ur haft áhrif á nágrannaríkið
Venesúela og forseta þess Hugo
Chavez sem hefur lýst því yfir að
hann muni hefja samningaviðræður
við skæraliðasveitir marxista hvort
sem hann fær til þess leyfi frá kól-
umbískum stjómvöldum eða ekki.
Með frumkvæði sínu vill Chavez
leitast við að koma í veg fyrir óstöð-
ugleikann sem skapast hefur í
Venesúela vegna borgaraátakanna í
Kólumbíu. Landamæri Kólumbíu
og Venesúela hafa löngum verið at-
hvarf fyrir skæruliðasveitir.
Telja fréttaskýrendur að kól-
umbísk stjómvöld geti lítið gert í
því að stöðva Chavez í viðleitni sinni
þar eð nærri helmingur Kólumbíu
sé nú undir stjórn einhverra þeirra
vopnuðu sveita sem í landinu era.
•^áÉtiUílÉéi-S'
Reuters
íbúar Corpus Christi í suðurhluta Texas-ríkis í Bandaríkjunum yfirgáfu borgina á sunnudag eftir að veðurfræðingar höfðu varað
við miklum hamförum vegna komu fellibylsins Brets. Sú spá rættist ekki en mikið úrhelli olli nokkrum vandræðum í Texas í gær.
Kosovo-Albanar í Orahovac setja strik í reikning friðargæslu KFOR
Moskvu, Orahovac. Reuters, AP, AFP.
YFIRMAÐUR rússneskrar friðar-
gæslusveitar í Kosovo-héraði sem
var meinaður aðgangur að bænum
Orahovac af íbúum í gær sagði að
sveit sín myndi reyna að halda til
bæjarins í dag. Kosovo-Albanar er
í bænum búa vildu ekki að Rúss-
arnir tækju við störfum hollenskr-
ar sveitar sem hefur verið í bænum
frá því að friðargæslusveitir Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) og
samstarfsríkja þess, KFOR, héldu
inn í Kosovo snemma í sumar.
Hafa íbúarnir sakað Rússa um að
draga taum Serba í Kosovo og að
rússneskir málaliðar hafi barist við
hlið vopnaðra sveita Serba í hérað-
inu þar til fyrir skömmu.
„Það eru engin vandamál hér.
Við komumst ekki í gegn í dag -
við munum fara á morgun. Fyrir
okkur vakir að sinna friðargæslu-
störfum í Orahovae, og því verður
hrundið í framkvæmd,“ sagði Ge-
orgy Shpak, foringi sveitarinnar, í
frétt /nfer/ax-fréttastofunnar í
gær.
Meina Rúss-
um aðgang
Orahovac er í suðvesturhluta
Kosovo og er innan þýska yfirráða-
svæðis héraðsins. Þar hafa hol-
lenskir friðargæsluliðar farið með
stjórn undanfarnar vikur en þeim
var fyrirskipað að víkja fyrir rúss-
nesku sveitinni er taka átti við
stjóm öryggismála í bænum.
Kosovo-Albanar sem í bænum búa
era andvígir þátttöku Rússa í frið-
argæslustörfum og hafa sakað þá
um að styðja vopnaða hópa Serba
sem fóru um héraðið sem eldur í
sinu á meðan á loftárásum NATO
stóð, myrtu óbreytta borgara og
neyddu íbúa þess til að hverfa á
brott. „Þeir Rússar sem tóku þátt í
skelfilegustu fjöldamorðunum og
glæpunum sem framdir vora eru
ekki velkomnir til Orahovac," sagði
Agim Hasku, leiðtogi Frelsishers
Kosovo (UCK) í bænum, við sam-
komu um 1.500 manna er söfnuðust
saman í miðbæ Orahovac í gær. Á
skiltum fundarmanna mátti lesa
„NATO já, Rússar nei“ og „Rússar
myrtu bömin okkar“. Hafa íbúar
lýst yfir áhyggjum sínum af að
rússneska hersveitin kunni að
hylma yfir með þeim Serbum sem í
bænum búa og grunaðir eru um
stríðsglæpi.
Þeir Serbar sem enn halda til í
Orahovac hafast við á hæð fyrir of-
an bæinn og hafa margir þeirra
verið sakaðir um stríðsglæpi.
Hasku lýsti því yfir að mótmælin
myndu halda áfram og að íbúar
hefðu lokað þremur aðalleiðum inn
í bæinn. Þá hvatti hann íbúa til
þess að aka ökutækjum sínum til
útjaðars bæjarins og tryggja
þannig að Rússamir kæmust ekki
inn.
Áherslur ósamræmanlegar
Deilan um stjórn mála í Ora-
hovac kemur í kjölfar yfirlýsinga
stjómvalda í Kreml þess efnis að
áherslur þeirra og vesturveldanna
séu nær ósamræmanlegar. Hafa
Kremlverjar sagt að KFOR-sveitir
hafi ekki sinnt skyldum sínum þar
sem þær hafi hvorki komið í veg
fyrir flótta Serba úr Kosovo né
hindrað hefndarverk liðsmanna
UCK á fólki af serbneskum upp-
runa. Þá hafa Rússar lýst yfir
áhyggjum sínum af árásum liðs-
manna UCK á friðargæsluliða.