Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
PRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 31
Reuters
Þýzka stjórnin flutt
Gerhard Schröder Þýzka-
landskanzlari, t.h., og Eberhard
Diepgen, borgarstjóri Berlínar,
skáru þessa skrautlegu köku í
gær í tilefni af fyrsta formlega
starfsdegi þýzku ríkisstjórnar-
innar í Berlín. Schröder hóf störf
í bráðabirgðahúsnæði kanzlara-
embættisins í sama húsi í hjarta
gömlu miðborgarinnar og áður
var aðsetur leiðtoga Austur-
Þýzkalands.
Þjóðernishópar í Bosmu-Herzegóvínu
Samkomulag um rit-
skoðun námsefnis
Sarcgevd. Reuters.
BOSNÍSKIR embættismenn lýstu
því yfír í gær að samstaða hafí náðst
um að eyða afar umdeildum textum
úr námsefni sem sumir telja að gæti
verið sem olía á eld þjóðemisátaka á
Balkanskaga. I samkomulaginu, sem
lengi heíúr verið beðið, er tekið mið
af ályktunum Evrópui’áðsins. ísland
fer með forystu í ráðherraráði Evr-
ópuráðsins nú um stundir og vonast
ráðamenn í Bosníu-Herzegóvínu að
ríkið bætist í hóp aðildarríkja þess á
næstu misserum.
Tímaþröng
Menntakerfi Bosníu-Herzegóvínu
skiptist eftir þjóðemislínum í ríkinu
og hafa bosnískir embættismenn
verið undir miklum þrýstingi frá
Vesturlöndum að undanfómu að
láta sérfræðinga Serba, Króata og
múslíma yfirfara kennsluefni með
það fyrir augum að fjarlægja allt
það sem kynni að vera særandi fyrir
Skýrsla sérfræðinga tímaritsins Economist
Júg’óslavía fátæk-
asta ríki Evrópu
Lundúnum. AFP.
JÚGÖSLAVÍA mun verða fátækasta ríki Evrópu er það mun ráðast í
enduruppbyggingu landsins eftir stríðsátökin fyrr í sumar ef marka má
niðurstöður skýrslu sérfræðinga er starfa á vegum hins virta breska
vikurits Economist er birt var á sunnudag.
þjóðernishópa. Hafa þeir fallist á að
ljúka þessu starfí fyrir 20. septem-
ber.
Bosnískh’ skólar hefja göngu sína
þann 6. september eftir sumarleyfi
og vegna þess hve skammur tími er
til stefnu til að prenta nýjar bækur
hefur kennurum verið fyrirskipað
að fjarlægja það efni sem telst
stríða gegn ályktunum sérfræðinga-
nefndarinnar.
Kennsla í skólum Bosníu-Herz-
egóvínu hefur verið skipulögð eftir
þjóðernislínum líkt og íþróttir og
menningarstarfsemi. Til að mynda
hafa Bosníu-Króatar notað náms-
bækur frá Ki-óatíu og nemendum
kennt að Zagreb sé höfuðborg
þeirra. Bosníu-Serbar hafa notað
námsbækur frá Júgóslavíu er ritað-
ar voru snemma í Bosníu-stríðinu
1992-1995 þar sem segir að „móð-
urjörðin Serbía" sé rík af náttúru-
auðæfum.
Hneyksli í Sviss
Leyniher
án vitund-
ar stjórn-
valda
YFIRMANNI svissnesku
leyniþjónustunnar, Peter
Regli, hefur verið vikið úr
starfi um stundarsakir vegna
grunsemda um víðtæka spill-
ingu og fjársvik innan leyni-
þjónustunnar og hersins.
Fengu grundsemdir um að
leyniþjónustan hefði haft
stofnun leynihers í hyggju,
byr undir báða vængi þegar
lögreglan fann vopnabúr í út-
jaðri Bern nú um helgina.
Varnarmálaráðherra Sviss,
Adolf Ogi, sagði á blaða-
mannafundi á sunnudag að
lögreglan hefði fyrr í ágúst-
mánuði komist á snoðir um
vopnabúrið eftir að endur-
skoðandi leyniþjónustunnar,
Dino Bellasi, var handtekinn,
grunaður um fjársvik sem
hljóða upp á andvirði fímm
milljóna Bandaríkjadala.
Reynist grunsemdir um svo
víðtæka spillingu réttar er
málið hið stærsta sinnar teg-
undar í sögu Sviss.
Svissneska dagblaðið
Sonntagsblick segir Belassi
hafa haft náið samráð við
serbnesku leyniþjónustuna
og yfirmenn hersins um upp-
byggingu svissnesks leyni-
hers. Að sögn Reglis, sem
einnig var viðstaddur blaða-
mannafundinn, er framburð-
ur Belassis ósannur rógburð-
ur enda fráleitt að telja leyni-
þjónustuna viðriðna upp-
byggingu leynihers sem
Sviss hafí enga þörf fyrir.
Ekki eru þó öll kurl til grafar
komin enda ráðgáta til hvers
leyniþjónustan hugðist nota
vopnin og hvað varð um pen-
ingana sem Belassi kom und-
an.
Svissneskir fjölmiðlar
kröfðust þess í gær, að rekinn
úr starfí tafarlaust vegna
þessa máls.
Keppinautar skora á Bush að svara spurningum um fíkniefnaneyslu
Einkalífíð undir smásjá
Washinpfton. Reuters.
GEORG W. Bush, ríkisstjóri í
Texas, sem nú býður sig fram sem
forsetaframbjóðandi Repúblikana-
flokksins, þarf daglega að sætta sig
við æ ágengari spurningar frétta-
manna um meint glappaskot fortíð-
arinnar. Keppinautar og frammá-
menn flokksins fóru nú um helgina
einnig fram á að hann leysti frá
skjóðunni, enda ekkert að óttast
hafí hann óflekkað mannorð.
Mjög hefur verið þrýst á Bush
að leysa frá skjóðunni um meinta
kókaínneyslu fyrr á árum, en í lok
síðustu viku sagðist hann ekki
hafa neytt eiturlyfja síðastliðinn
tuttugu og fimm ár. Vonaðist
Bush þar með að hafa þaggað nið-
ur í spyrlum og upplýst almenning
sem skyldi. Hins vegar telja marg-
ir að hann hefði átt að halda sig
við að svara ekki spurningum
þessa efnis, en í upphafi sagði
hann þær byggjast á rógburði
andstæðinganna sem hann myndi
ekki láta blekkjast af og engu
svara.
I sjónvarpsþætti á sunnudaginn
skoraði loks mótframbjóðandi og
flokksbróðir Bush, Gary Bauer, á
í skýrslunni segir að kostnaður-
inn sem fylgja mun uppbygging-
unni muni valda miklum samdrætti
í hagkerfí landsins. Telja sérfræð-
ingarnir að kostnaðurinn muni
nema andvirði 60 milljarða banda-
ríkjadala, eða yfir 4.000 milljarða
íslenskra króna.
í loftárásum Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) var ráðist á hem-
aðarlega mikilvæg skotmörk líkt
og brýr, jarðgöng og vegi en einnig
á orkuveitur, olíuhreinsistöðvar og
verksmiðjur. Þá er talið að mikill
kostnaður hafi fylgt herfor Serba í
Kosovo-héraði og enn gæti merkja
frá hernaði Slobodans Milosevics
Júgóslavíuforseta, í Króatíu og
Bosníu fyrr á áratugnum. í kjölfar
þeirra átaka var Júgóslavía beitt
hörðum viðskiptaþvingunum.
Niðurstaðan, að mati sérfræð-
inga Economist, er sú að verg
þjóðarframleiðsla í Júgóslavíu
mun minnka um 40% á þessu ári
og haldast undir því sem hún var
fyrir tíu árum, næstu ár. Af þessu
að dæma mun Júgóslavía verða
neðar á lista fátækustu ríkja í
Evrópu en Albanía, þar sem verg
þjóðarframleiðsla á hvert manns-
barn nemur aðeins um 60.000 ísl.
krónum, og hefur lengi vermt
neðsta sætið.
Talsmaður Economist sagði í
samtali við breska ríkisútvarpið
BBC í gær að í útreikningum sér-
fræðinganna væri miðað við hag-
stærðir sem hefðu verið ef ekki
hefði komið tO átakanna í ár.
Vestrænir ráðamenn hafa lýst
því yfír að lítál von sé til þess að Jú-
góslavía muni fá erlenda aðstoð líkt
og önnur ríki á Balkanskaga á
meðan Milosevic og ríkisstjórn
hans fara með völd í landinu.
í skýrslunni er varað við því að
neita Júgóslavíu um efnahagsað-
stoð og því haldið fram að við-
skiptaþvinganir kunni að nýtast
forsetanum í valdabaráttunni.
Atvinnuhúsnæði á Kalmansvöllum 1, Akranesi
(þar var rekin saumastofa 66° N)
Húsnæðið er 806,7 fm á
einni hæð. Meðfylgjandi lóð
er 3.894 fm (að hluta í leigu
til 2005). Eignin er staðsett
stutt frá aðalafleggjara inn í
bæinn. Húsnæðið er laust frá
1.10.1999. Óskað er eftir
verðtilboðum og óskast þau
send á Bæjarskrifstofuna
Akranesi fyrir 8. sept. nk.
Tilboð verða opnuð 9. sept. kl. 11.00. Áskilinn er réttur til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar veitir:
Fasteignasalan Hákot,
Kirkjubraut 28,
300 Akranesi.
hann að leysa frá skjóðunni. Sagði
hann almenning hafa fullan rétt á
að vita allt um fortíð þess manns
sem orðið gæti forseti landsins,
enda ætti hann að sýna gott for-
dæmi fyrir unga sem aldna.
Orðrómur í Washington segir
að slúðurblöð séu að rannsaka mál
um að Bush hafi jafnvel verið við-
riðinn fóstureyðingu. Samkvæmt
heimildum dagblaðsins The Daily
Telegraph eru blaðamenn nú lík-
legir til að spyrja frambjóðendur
hvort þeir hafi á einn eða annan
hátt valdið fóstureyðingu.
Frábær fyrirtæki
1. Til sölu núna á besta tíma ritfangaverslun sem selur einnig skólabæk-
ur og leikföng. Er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sú eina í bæjarfélaginu.
Mikiö aö gera og einstakur annatími framundan. Laus strax. Hús-
næðiö einnig til sölu. Staðsett i stórri verslunarmiðstöö.
2. Sérverslun við Laugaveginn til sölu. Selur leðurvörur. Vel staðsett.
Góðar vörur. Laus strax.
3. Tölvufyrirtæki til sölu með eitt þekktasta merkið á markaðnum. Ótrú-
legir stækkunarmöguleikar og mikil veltuaukning. Góð skrifstofu-,
verslunar- og þjónustuaðstaða. Frábær viðbót við stærra tölvufyrir-
tæki. Innflutningur, þjónusta og smásala. Sami eigandinn í áratug.
4. Lítið fyrirtæki sem hægt er að hafa í snyrtilegum bílskur heima hjá
sér. Heimabakstur á vörum sem seldar eru hjá stórmörkuðum. Góð
viðskiptasambönd við stóra aðila.
5. Góð en ekki stór auglýsingastofa til sölu sem þarf að skipta um
húsnæði. Góð viðskiptasambönd fylgja með. Góður tækjakostur.
Laus strax.
6. Til sölu er einstakt fyrirtæki. Sér um Ijósmyndun, framköllun, innrömm-
un o.þ.h. Þarf ekki að vera fagmaður. Einstaklega mikil framlegð.
Mikill og góður tækjakostur. Fyrirtæki sem gaman er að vinna við
og gefur mjög góðar tekjur fyrir laghentan mann og næman.
7. Söluturn í eigin húsnæði til sölu. Lottó, umboð fyrir happdrætti. Hefur
verið í eigu sama manns í langan tíma. Vel staðsettur og með góða,
örugga veltu. Góð kjör.
8. Heildverslun sem flytur inn þekktar snyrtivörur til sölu. Tekur bil
eða íbúð uppí ef vill. Góð viðskiptasambönd fylgja, bæði innlend
og erlend. Laus strax.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
r^iTTiT7I?T7T?^ITirT7
SUÐURVE R I
SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.