Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 34

Morgunblaðið - 24.08.1999, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistar- hefðir varðveittar Útgáfa franska ríkisútvarpsins, Ocora, hef- ur gefíð út grúa af plötum með þjóðlegri ----------31------- tónlist ýmissa landa. Arni Matthíasson leit inn í merkilega byggingu útvarpsins í París og komst að því að Ocora varð til nánast fyrir tilviljun. ÞJÓÐLEG tónlist er í metum í Frakklandi og þá helst þjóðleg popptónlist frá ýmsum löndum, að- allega ýmsum forðum nýlendum Frakka í Afríku. Einnig hefur sitt að segja að franska ríkisútvarpið var iðið við það á árum áður að taka upp þjóðlega tónlist til að nota í dagskrá sinni, ýmist í heimahögum flytjendanna eða í Frakklandi. Rík- isútvarpið Radio France rekur sér- staka útgáfu, Ocora, sem gefið hef- ur út þessa þjóðlegu tónlist í áraraðir. Hús franska ríkisútvarpsins er eitt af sérkennum Parísar. Það stendur við breiðgötu Kennedys forseta skammt frá Grenelle-brú þar sem fyrirmynd frelsisstyttunn- ar er að finna. Húsið er líkast gríð- arlegu hringleikahúsi með tum í miðjunni og ekki hlaupið að því að komast þar inn, allir verða að hafa pantaðan tíma og ganga í gegnum vopnaleit. Ocora-útgáfan hefur ekki mikið rými í þessu stóra húsi, sameigin- lega skrifstofu og glerskáp frammi á gangi þar sem brot af útgáfu fyr- irtækisins er að finna. Ocora varð til fyrir rúmum fjörutíu árum og þá sem samstarfsverkefni nýlendu- stjóma Frakka í Afríku og ríkisút- varpsins, enda felst það í nafninu sem er skammstöfun yfir Stofnun um samstarf í útvarpsrekstri. Til stóð að mennta vestur-afríska út- varpsmenn í upptöku- og útvarps- tækni og franskir tæknimenn vom sendir til Afríku að kenna starfs- bræðram sínum. Kennslan fór fram með því að menn tóku upp, nema hvað, og þannig varð til talsvert safn af upptökum af afrískri tónlist. Þegar kennslunni lauk var ákveðið að gefa eitthvað af upptökunum út og byrjað á hálftíma plötu. Byijað á afrískri tónlist Svo vel þótti takast til að menn héldu áfram að gefa út safnið. Fyrstu tuttugu plötumar vora ein- ungis afrísk tónlist, en talsvert var til af annarri tónlist í fóram út- varpsins, tónleikaupptökur, djass, þjóðleg frönsk tónlist og frá fleiri Evrópulöndum sem menn fóra að gefa út meðfram. Það stóð aldrei til að stofna sérstaka útgáfu, en áður en varði var slík útgáfa orðin tO og fékk heiti Ocora eftir því hvernig allt saman fór af stað, Office de Coopération Radiophonique. Að sögn Serge Noél-Ranaivo, framkvæmdastjóri Ocora er allur gangur á því hvemig upptökur ber- ast til útgáfunnar. Iðulega á hún framkvæðið eða starfsmenn Radio France. „Það má segja að fyrirtækð sé einskonar samvinnuverkefni út- varpsins, starfsmanna þess, tónlist- arfræðinga, ferðamanna og tón- skálda," segir Noél-Ranaivo, „því allir þessir aðilar leggja hönd á plóginn við að finna efni sem vert er að gefa út og benda á eitthvað sem rétt væri að hljóðrita. Um það bil helmingur þess sem við gefum út er þannig til kominn að ferðlangur kemur hingað með upptökur í pússi sínu og býður okkur til útgáfu. Ann- að er tekið upp á okkar vegum, yfir- leitt í hljóðveri okkar hér en einnig í LISTIR Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Serge Noel-Ranaivo, framkvæmdastjóri Ocora, útgáfu franska rfkisútvarpsins. hljóðveram víða um heim eða á tón- leikum." Framan af var afrísk tónlist í há- vegum hjá Ocora, en með tímanum hefur tónlist frá fleiri heimsálfum bæst við. Höfuðáhersla er lögð á sí- gilda þjóðlega tónlist, en ekki þjóð- lagapopp, og einnig gefur Ocora út mikið af franskri þjóðlagatónlist og evrópskri. Undanfarin ár hefur sér- stök áhersla verið á suður-ameríska tónlist. Upptökur berast úr ýmsum átt- um eins og getið er, en mikið sam- starf er með franska ríkisútvarpinu og ríkisreknum útvarpsstöðvum víða um heim. Að sögn Noél-Ranai- vos gerist það iðulega að ríkisút- varpsstöð viðkomandi landa bjóði upptökur eða bjóðist til að taka upp fyrir franska útvarpið. „Oft leitum við einnig til yfirvalda í viðkomandi landi og óskum eftir samstarfi sem hefur gefið góða raun, en það kem- ur einnig fyrir að yfirvöld afþakki boð um samstarf því þau segjast heldur vilja gera hlutina sjálf þegar þau hafi til þess fé og aðstöðu. Það era einnig dæmi um lönd sem hafa ekki bolmagn til að varðveita menn- ingararf sinn og taka okkur fagn- andi, eins og til að mynda á Græn- höfðaeyjum, þar sem gamlar tón- listarhefðir era að hverfa smám saman því ekki er til fé til að skrá þær rækilega. Við sendum þangað menn til að taka upp fyrir nokkram árum og menn á eyjunum vora for- viða yfir áhuganum sem við sýndum tónlistinni og báðu okkur um að taka sem mest upp til að varðveita það. Sú vinna er í gangi sem stend- ur og þegar hafa diskar komið út með upptökum þaðan. Það er þó ekki stefna okkar að hljóðrita tónlist fyrir það eitt að hún hafi varðveislugildi, megináhersla er lögð á að taka upp og gefa út tón- list sem er áhugaverð og skemmti- leg, því mikið af þjóðlegri tóniist er erfitt áheyrnar fyrir utanaðkom- andi.“ Mikið af tónlist sem hvergi er til í diska- og plötusafni Ocora er mikið af tónlist sem hvergi er til nema þar, því gamlar hefðir eru fljótar að hverfa, deyja kannski út með gömlum tónlistarmönnum. Ocora-menn segja og að þess séu fjölmörg dæmi að upptökur sem út- gáfan hefur gefið út séu notaðar til að kenna tónlistarsögu í viðkomandi löndum þar sem hefðin hefur dáið út. „Við gáfum til að mynda út plötu á áttunda áratugnum með víetnam- skri spunatónlist. Frá því sú plata kom út hefur tónlistarhefðin sem hún byggist á giatast gjörsamlega og enginn þar í landi kann að leika á þennan hátt. Annað dæmi er upp- tökur sem gerðar voru með írönsk- um tónlistarmönnum í lok sjöunda áratugarins, tónlistarmönnum sem þá voru komnir á háan aldur og voru að leika tónlist sem þeir höfðu lært í æsku sinni. Þegar þeir létust var hún þar með glötuð og hvergi til dæmi um hana nema á plötum okk- ar. Enn má nefna dæmi og þá upp- tökur sem franska útvarpið gerði með vestur-afrískri tónlist þar sem leikið var á kora-hörpu í stíl sem ekki tíðkast lengur. Það era því fjöl- mörg dæmi um tónlistarhefðir sem era í þá mund að hverfa eða hafa jafnvel horfið og í Evrópu stöndum við til að mynda frammi fyrir alvar- legum vanda, því þjóðlegar hefðir era smám saman að renna saman í eitt og víða orðnar svo mengaðar af áhrifum úr öðram áttum að nánast ógemingur er að skjalfesta upp- ranalegar flutningshefðir.“ Ocora á í fórum sínum tilbúna sextíu diska óútgefna en er einnig samhliða að endurútgefa eldri upp- tökur sem komu út á vínyl á sínum tíma. Sem stendur koma út á vegum útgáfunnar einn til tveir diskar á mánuði, en framan af var útgáfan mun rólegri. Ocora-menn segja að aukinn áhugi á þjóðlegri popptónlist hafi ekki orðið til að vekja áhuga á útgáfum Ocora að þeirra mati, það sé frekar að menn hafi gripið til hennar til að skeyta með, eins og til að að mynda þegar danstónlist- arsmiðir noti pigmysöng frá Mið- Afríku til að skreyta með danslag. „Viðkomandi tónlistarmenn hafa í raun engan áhuga á upprana tón- listarinnar eða hvað hún tákni, þeir era bara að leita að framandlegum hljóðum til að vekja frekar athygli plötukaupenda. Áhugi á útgáfum okkar hefur vissulega aukist, en það má frekar skrifa hann á að fjöldi fólks sem hlustar á djass og vest- ræna sígilda tónlist, þjálfaðir hlust- endur sem skilja flókna tónlist, er að leita að einhverju nýju og spenn- andi og af því er nóg að finna í út- gáfum okkar,“ segir Serge Noel- Ranaivo að lokum. Ellefu listamenn skipta með sér starfslaunum borgarinnar Á DEGI menningarnætur var til- kynnt hvaða listamenn hafa feng- ið úthlutað starfslaunum borgar- innar 1999 og einnig hvaða tón- listarhópur hefur fengið rekstr- arstyrk borgarinnar þetta ár. Menningarmálanefnd Reykja- víkur úthlutar starfslaunum og bárust nú 76 umsóknir, en 1998 bárust 84 umsóknir. Af umsókn- unum 76 voru 45 í myndlist og hönnun, 14 ítónlist, 13 íbók- menntum og 4 í leiklist. Til út- hlutunar voru 55 mánuðir. Starfslaun borgarinnar til listamanna 1999 skiptast milli ell- efu listamanna þannig: Myndlist: Ragna Róbertsdóttir 12 mánuðir, Finnbogi Pétursson 6 mánuðir, Finnur Arnar Arnarsson 6 mán- uðir, Guðrún Gunnarsdóttir 3 mánuðir, Eggert Pétursson 3 mánuðir, Ósk Vilhjálmsdóttir 3 mánuðir. Bókmenntir og leiklist: Sigurjón B. Sigurðsson (SJÓN) rithöfundur 3 mánuðir, Ingibjörg Iljari ardóttir leikskáld 3 mánuð- ir. Tónlist: Snorri Sigfús Birgis- son tónskáld og pianóleikari 9 mánuðir, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari 4 mánuðir, Guðrún Óskarsdóttir semballeik- ari 3 mánuðir. Menningarmálanefnd tekur einnig ákvörðun um hvaða tón- listarhópur fái styrk til rekstrar. Sérstök dómnefnd fer yfir þær umsóknir sem borist hafa og leggur tillögu um tónlistarhóp fyrir menningarmálanefnd. Styrkur til tónlistarhóps nem- ur árslaunum tveggja listamanna Morgunblaðið/Sverrir Borgarlistamenn ársins 1999 ásamt borgarstjóra. sem þiggja starfslaun hjá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust. Niðurstaða dómnefndar og ákvörðun menningarmála- nefndar var sú að nýta sér heim- ild til að framlengja úthlutun sl. árs og verður því Blásarakvintett Reykjavíkur tónlistarhópur áfram. Hann skipa: Bernharður Wilkinsson flautuleikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Einar Jó- hannesson klarinettuleikari, Jósef Ognibene hornleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagott- leikari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.