Morgunblaðið - 24.08.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 41
MENNTUN
Menntun
er æviverk
Hvað er símenntun? Hverjir bera ábyrgð
á henni? Hversu margir leggja stund
á hana? Hversu gildur þáttur er
hún í lífi fólks?
Morgunblaðið/Jim Smart
„Menntun er fjárfesting, en ekki útgjöld,"
segir Guðný Helgadúttir.
SÍMENNTUN er ungt hug-
tak sem varð áberandi í
menntamálaumræðu þegar
Evrópusambandið helgaði því
árið 1996 og þegar Dagur sí-
menntunar var haldinn hér á
landi 24. febrúar sama ár.
Laugardaginn 28. ágúst verð-
ur hann endurtekinn.
„Símenntun felur í sér nýtt
viðhorf tii menntunar," segir
Guðný Helgadóttir, deildar-
stjóri hjá menntamálaráðu-
neytinu, en menntamálaráð-
herra ákvað, á grundvelli til-
lögu verkefnisstjórnar um símennt-
un, að halda þennan dag. Markmið-
ið með deginum er að vekja athygli
á gildi símenntunar og þeim fjöl-
breyttu möguleikum sem fólki
standa til boða, hvetja fólk til að
taka þátt í námi/námskeiðum til að
efla þekkingu sína og færni í at-
vinnulífínu og/eða til að auka per-
sónulegan þroska og lífshamingju.
„Menntun er æviverk, fólk þarf sí-
fellt að bæta við sig ævina á enda.“
Orðið símenntun er notað um það
nám einstaklinga sem fram fer eftir
að hefðbundinni samfelldii skóla-
göngu lýkur innan skólakerfisins.
Hver skyns endurmenntun, viðbót-
armenntun innans skólakerfisins og
tómstundanám eru meginþættir í sí-
menntun. Endurmenntun beinist á
hinn bóginn að því að efla starfs-
hæfni, viðhalda fagmenntun og fylgj-
ast með nýjungum í starfsgi'einum.
„Símenntun er ferli og endurmennt-
un er hluti af því,“ segir Guðný.
Ástæðan fyrir því að símenntun er
meira knýjandi en áður er að þekk-
ing úreldist hratt,“ segir hún, „og
störf úreldast einnig hratt m.a.
vegna örra tæknibreytinga." Hún
segir að ný störf séu oft meira krefj-
andi og að starfsmenn þurfi að fylgj-
ast sífellt með. Iðnaðurinn um hug-
búnað er gott dæmi um það. „Heim-
urinn er orðinn einn menntunar-
markaður," segir hún og að Netið
hafi bætt möguleika manna til að
fylgjast með honum og til að mennta
sig.
Símenntun er gildur þáttur í lífi
fólks og er menntakerfið að verða
sveigjanlegra og fjölbreyttara. Fjar-
nám er orðið öflugt t.a.m. í Kennara-
háskóla Islands og Verkmenntaskól-
anum á Akureyri. Háskólinn á Akur-
eyri, Háskóli Islands og Endur-
menntunarstofnun HI hafa stigið
þýðingarmiki] skref í fjamámi með
fjarfundabúnaði.
Menntun eykur hagsæld
„Símenntun hefur verið áberandi
umræðuefni á alþjóðavettvangi,11
segir Guðný og að Ár
símenntunar hjá Evr-
ópusambandinu hafi
verið mjög áhrifaríkt.
„Menn eru sammála
um að því meiri og
betri sem menntun
þjóða er, því meiri
verður hagsæld
þeirra,“ segir Guðný
og að ábyrgðin liggi
hjá stjórnvöldum, at-
vinnulífinu og ein-
staklingunum.
Ábyrgðin er allra og
kostnaðarhlutdeOdin,
í grófum dráttum, í
grunnnámi hjá
stjórnvöldum, í end-
urmenntun hjá at-
vinnulífinu og önnur
hjá einstaklingum.
„Ef einstaklingurinn
vill tryggja öryggi
sitt þarf hann að
ástunda símenntun,
bæði tO að bæta sig í
starfi og líka ef hann
vOl leita á önnur
mið.“
Menntun er fjárfesting, en ekki
útgjöld. „Hún er fjárfesting í
mannauði,“ segir Guðný og að því
sé mismunandi hver greiði náms-
gjöldin, það eru einstaklingamir
sjálfir, endurmenntunarsjóðir laun-
þega eða atvinnurekendur.
Helmingnr í símenntun
Verkefnisstjóm menntamálaráð-
herra um símenntun stendur fyrir
Degi símenntunar og fimm ára
átaki ríkisstjómarinnar til að efla
símenntun. „TOgangurinn er að
vekja athygli á gildi símenntunar og
hvetja fólk til þátttöku,“ segir hún
og að stefnan sé sett á að halda
þennan dag árlega. Hún segir að
sumstaðar erlendis þekkist það að
helga símenntun heOa viku. „Dag-
urinn er mikOvægur, á árunumú
1997-98 var helmingur fólks á aldr-
inum 18-75 ára í námi utan hefð-
bundins skólakerfis, 20% af þeim í
tómstundanámi, 34% á starfstengd-
um námskeiðum.
Yms starfsgreinafélög hafa verið
öflug í fræðslu á undanfömum ár-
um og komið upp góðum endur-
menntunarsjóðum. „Vinnuveitendur
og launþegar leggja mikið af mörk-
um í símenntunina," segir Guðný og
reiknar með að menntamál verði
veigamildll þáttur í næstu kjara-
samningum.
Fræðslustjórar
í fyrirtækjum
„Námsframboðið í landinu er
mjög mikið. Símenntunarmiðstöðv-
ar, sem em að rísa víða um land,
munu gegna mikilvægu hlutverki,"
segir Guðný, „en þær eru vettvang-
ur aðila í heimahéraði tO að vinna
saman að símenntun. Þær gefa
heimamönnum tö dæmis tækifæri
tO að stunda háskólanám án þess að
flytja búferlum."
Hún nefnir einnig að stærri fyrir-
tæki hafi viðurkennt menntun sem
eðlilegan þátt í rekstri sínum og að
mörg hafi ráðið sér fræðslustjóra.
„Þessi fyrirtæki telja menntun góða t ,
fjárfestingu og að hún geri starfs-
menn bæði ánægðari og hæfari.“
Guðný tekur að lokum undir það
viðhorf að nám sé æviverk. Það
heldur áfram eftir hefðbundna
skólagöngu. „Það er ferli sem varir
allt lífíð.“
SUMARIÐ 1999 skilaði nefnd um sí-
menntun skýrslu til menntamálaráð-
herra um stefnumörkun á sviði sí-
menntunar. Heiti skýrslunnar er Sí-
menntun - afl á nýrri öld.
í byrjun árs 1999 skipaði mennta-
málaráðherra verkefnisstjórn um sí-
menntun fyrir sérstakt fimm ára
átak í þágu símenntunar á grundvelli
tillagna í skýrslunni. í verkefnis-
stjórninni sitja:
Þórir Hrafnsson, B.A. fulltrúi
menntamálaráðuneytisins, formað-
ur.
Davíð Stefánsson, stjórnsýslu-
fi'æðingur, fulltrúi Vinnuveitenda-
sambands Islands.
_Elna Katii'n Jónsdóttir, formaðm-
HÍK, fulltrúi Hins íslenska kennara-
félags.
Gissur Pétursson forstjóri, fulltrúi
félagsmálaráðuneytisins.
Halldór Kristjánsson framkvæmda-
stjóri, fúlltrúi fræðsluaðila á almenn-
um markaði, án tOnefningar.
Kristján Bragason vinnumarkaðs-
fræðingui', fulltrúi Alþýðusambands
Islands.
Valgerður H. Bjarnadóttir for-
stöðufreyja, fulltrúi Sambands ís-
lenskra sveitafélaga.
Tillögur til að bæta símenntun
í íslensku samfélagi
Úr skýrslu nefndar um símenntun
„Símenntun - afl á nýrri öld“:
Ný viðhorf til menntunar.
Nám er æviverk sem lýkur ekki
þegar hefðbundinni skólagöngu lýk-
ur, heldur er ferli sem vai'ir allt lífið.
Mikilvægt er að leggja áherslu á
þetta viðhorf í skólum landsins, auk
þess sem aðilar vinnumarkaðarins
geta miðlað slíku viðhorfi til vinnu-
staða og starfsfólks.
Ábyrgðin er allra.
Það varðar alla að efla símenntun
og þar bera allir ábyrgð - stjórnvöld,
aðilar vinnumarkaðarins, stofnanir,
fyrirtæki og einstaklingarnir sjálfir.
Meginreglan í símenntun skal vera
sú að þeir sem hennar njóta greiða
fyrir hana. Hagsmunir ólíkra aðila
fara þó oftar en ekki saman og skal
þá hugað að sameiginlegri ábyrgð.
Skýrt hlutverk stjórnvalda.
Yfirumsjón símenntunar skal vera
hjá menntamálaráðuneyti, þó að
önnur ráðuneyti hafi áfram umsjón
með þeirri símenntun sem undir þau
heyrir. Ábyrgð stjórnvalda í sí-
menntun felst að stærstum hluta í að
tryggja góða undirstöðumenntun.
Annar stuðningur stjórnvalda ætti
einkum að miða að því að styðja við
þá sem síst sækja símenntun.
Ný viðhorf
til þekkingar
Námi lýkur ekki. Það varir ævina á enda.
Fimm ára átak til að efla sí-
menntun.
Næstu fimm árin leggi stjómvöld
sérstaka áherslu á að auka símennt-
un með átaki sem miðast að því að
auka framboð, eftirspurn og gæði sí-
menntunar.
Sameiginlegar áherslur aðila
vinnumarkaðarins.
Mikilvægt er að aðilar vinnumark-
aðai-ins móti sameiginlegar áherslur
í málefnum símenntunar og semji
um réttindi og skyldur starfsfólks til
að sækja menntun og þjálfun. Með
sameiginlegu átaki þessara aðila má
búast við að hæfni og þekking á
vinnumarkaði aukist og símenntun
nái þar frekari fótfestu.
Frumkvæði fyrirtækja og stofn-
ana
Fjárfesting í menntun mun á kom-
andi árum hafa jafn mikil áhrif á af-
komu og samkeppnishæfni fyrir-
tækja og fjárfesting þeirra í tækjum
og nýrri tækni. Breytingar á vinnu-
markaði krefjast aukinnar áherslu á
símenntun og mikilvægt er að ís-
lensk fyi'irtæki taki frumkvæði í
þeirri þróun og tryggi þannig að hún
nýtist atvinnulífinu sem best.
Aukin ábyrgð einstaklinga.
Með breytingum á menntakerfi og
vinnumarkaði eykst ábyrgð einstak-
linga á eigin menntun. Áuking hluta-
starfa, tímabundinna eða verkefna-
bundinna ráðninga, fleiri einyrkjar
og færri störf sem ekki krefjast sér-
menntunar, svo og nútímatækni ger-
ir það að verkum að vinnuafl er mun
hreyfanlegra en áður. Þetta felur í
sér ný tækifæri fyrir einstaklinga og
lykillinn að því að nýta sér þessa
þróun er fólginn í stöðugri menntun
og þjálfun.
Annað tækifæri til náms.
Fullorðnum þarf að standa til boða
annað tækifæri til að hefja nám að
nýju eða bæta við fyrri menntun.
Opin samræmd próf gætu auðveldað
þeim sem ekki hafa lokið slíku námi
aðgengi að frekari menntun. Öld-
ungadeildir framhaldsskóla og há-
skólar þurfa að taka frekari mið af
kröfum símenntunar og þörfum full-
orðinna.
Bætt aðgengi að upplýsingum og
ráðgjöf.
Gott aðgengi að upplýsingum og
vönduð ráðgjöf til einstaklinga og
fyrirtækja eru nauðsynlegar for-
sendur þess að símenntun aukist.
Upplýsingar um símenntun þurfa að
vera til staðar og mikilvægt er að
hægt sé að nálgast slíkar upplýsing-
ai' á aðgengilegan hátt. Slíkt gerir
alla ráðgjöf mai'kvissari og auðveld-
ar fyrirtækjum og einstaklingum að
gera áætlanir um símenntun.
Fjölbreytt námsframboð.
Fjölbreytt framboð á símenntun,
bæði innan skólakerfisins og á al-
mennum markaði, þarf að vera til
staðar til að sem flestir geti fundið
sér námsfarveg við hæfi. Þetta ei^
mikilvægt bæði fyrir fyrirtæki og
einstaklinga. Ef rétt er á málum
haldið getur öflug atvinnugrein, sem
byggist á miðlun þekkingar og þjálf-
unar, þróast hér á landi.
Samstarf atvinnulífs og skóla.
Nauðsynlegt er að menntun í
skólakerfinu mæti þeim kröfum sem
gerðar eru til starfsfólks á vinnu-
markaði. Því þarf samráð og sam-
starf á milli skóla og atvinnulífs um
áherslur í símenntun. Slíkt samstarf
er báðum aðilum til hagsbóta, þar
sem góð menntun skilar sér í hæfara
starfsfólki á vinnumarkaði og betri
nýting á þekkingu atvinnulífsins
getur stuðlað að markvissari mennt-
Frá námskeiðum til sjálfsnáms.
Nútíma námskröfur kalla á breyt-
ingar á því námsfyrirkomulagi sem
ríkjandi héfur verið. Áherslan verð-
ur á sérhæfðari leiðir í símenntun,
þar sem neytandinn mótar námið í
auknum mæli að eigin óskum og
þörfum. Sjálfsnám og fjarnám munu
bætast við hefðbundin námskeið,
sem skapar einstaklingum og fyrir-
tækjum ný tækifæri til símenntunar.
Betri forsendur til símenntunará-
ætlana.
Einstaklingar og fyrirtæki munu í
auknum mæli gera eigin símenntun-
aráætlanir fyrir framtíðina. Slíkai'
áætlanir eru í anda símenntunar,
þar sem nám er sótt víða og á löng-
um tíma. Árangursríkt er að lítil og1
meðalstór fyrirtæki sameinist um
fræðslustarf og byggi þannig upp
tengslanet sín á milli og innan
ákveðinna atvinnugreina.
Kröfur um gæði.
Mat á gæðum á að vera sjálfsagt í
fræðslustarfi. í símenntun þarf að
tryggja lágmarks neytendavernd.
Þetta er best á almennum markaði
og í samstarfi við þá aðila sem helst
koma að simenntun, enda gæti opin-
bert eftirlit dregið úr frumkvæði og
hindrað framfarir og nýjungar.
Nýting upplýsingatækni.
Með tilkomu upplýsingatækni^
opnast ný tækifæri í símenntun. Að-
gengi að upplýsingum batnar, boð-
skipti verða auðveldari og leiðir í
sjálfsnámi og ijarnámi verða fleiri.
Þessa tækni þarf að nýta til fulls til
að efla símenntun hér á landi, en til
að slíkt sé mögulegt þarf að efla
tölvulæsi þeirra sem síst geta nýtt,
sér þessa tækni. *