Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 50

Morgunblaðið - 24.08.1999, Page 50
-MO ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Ferjubakka, lést á sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstu- daginn 27. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Borgarkirkjugarði. Sigrún Kristjánsdóttir, Jón A. Gunnlaugsson, Kristján Jónsson, Hjálmar Jónsson, Sigríður Inga Kristjánsdóttir, Þórólfur Sveinsson, Unnur Þórólfsdóttir, Sveinn Þórólfsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Elías í. Jóhannesson, Unnsteinn Elíasson, Sigrún Elíasdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HALLDÓR GUNNSTEINSSON frá Nesi, Vallarbraut 1, Seltjarnarnesi, andaðist á hjartadeild Landspítalans laugar- daginn 21. ágúst. Pálína S. Magnúsdóttir, Guðmundur S. Halldórsson, Brynhildur R. Jónsdóttir, Magnús Halldórsson, Erlendur Þ. Halldórsson, Gunnsteinn Halldórsson, Sólveig A. Halidórsdóttir, Halldór Halldórsson, Hildur Árnadóttir, Sesselja M. Blomsterberg, Magnús H. Magnússon, Sigríður Níní Hjaitested, barnabörn, Sigríður Gunnsteinsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Efra-Skarði, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 22. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Þorgerður Ólafsdóttir, Óskar Guðmundsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Jóna Kristín Ólafsdóttir, Magnús Ólafsson, Anna Gréta Þorbergsdóttir, Selma Ólafsdóttir, Sigurður Valgeirsson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabörn. t Okkar ástkæri, SIGFÚS SIGURÐSSON frá Hrísdal, Miklaholtshreppi, síðan Selfossi og Stykkishólmi, lést að morgni laugardagsins 21. ágúst. Ragnheiður Esther Einarsdóttir, Guðríður Sigfúsdóttir Haugen, Thormod Haugen, Margrét D. Sigfúsdóttir, Einar Sigfússon, Dómhildur A. Sigfúsdóttir, María K. Sigfúsdóttir, Sigurður Sigfússon, Ragnheiður E. Briem, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Petersen, Anna K. Sigþórsdóttir, Kristbjörn Theódórsson, Sjöfn Björnsdóttir, t Elskuleg móðir okkar, KATRÍN JÓNA LÍKAFRÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis í Skipholti 38, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 22. ágúst. Sigurður Hlíðdal Haraldsson, Ægir Haraldsson. HÓLMFRÍÐ UR SIGURÐARDÓTTIR + Hólmfríður Sig- urðardóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 25. október 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún F. Magnúsdóttir frá Dýrafirði og Sig- urður Sigurðsson frá Flatey á Breiða- firði. Systkin henn- ar voru Guðrún, Ólafur, Sigurður og Guðný. Einnig átti hún uppeld- issystur, Ingu Jóhannesdóttur. Árið 1926 giftist Hólmfríður Olgeiri Sigurðssyni húsasmíða- meistara, f. 16. maí 1900, d. 8. febrúar 1958. Börn þeirra eru 1) Jón Sigurður, f. 1. desember 1927, d. 7. desember 1928. 2) Jón Sigurður, vélsljóri, f. 3. september 1929, d. 20. janúar 1987. 3) Rafnkell, iðnaðarmað- Ástkæra móðir, þú kveður okk- ur frá þessari jörð um það leyti sem sumarið, okkar kærasta árs- tíð, er í andarslitrunum. Við teljum okkur þó vita að sum- arið komi að ári en ferðalagi þínu hér á jörðu er lokið fyrir ásjónum okkar, en þetta er lífíð, og hver veit hvar hann dansar næstu jól? Við móðurmissi streyma fram minningar, ekki síst minningar æskuáranna sem við bræður nut- um í návist þinni, alltaf varst þú til staðar, þessi ólguár uppvaxtar okkar. í minningunni lifa þau forrétt- ur, f. 9. apríl 1931, maki Stefanía Sig- urjónsdóttir, f. 19. júní 1920. 4) Einar, hótelstjóri, f. 2. des- ember 1934, maki EmUía Sigurjóns- dóttir, f. 24. septem- ber 1935. Börn Ein- ars af fyrra hjóna- bandi eru Olgeir, maki Unnur Skúla- dóttir, Hólmfríður, maki Sævar Haf- steinsson, og Krist- inn Maríus, maki Rannveig Stefáns- dóttir. Börn Einars og Emilíu eru Sveinn Geir, maki Guðlaug Björnsdóttir, Óskar, maki Ann- laug Skorpen, Rannveig Eir, maki Hilmar Þór Kristinsson, og Septína Selma, maki Dag Ola Myklebust. 5) Gunnar bif- vélavirki, f. 28. nóvember 1949. Útför Hólmfríðar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hinnar látnu. indi sem við nutum þegar mest þurfti á að halda, og ekki síður er við fullorðnir leituðum ráða hjá þér. Heimakær varstu og dagfar- sprúð. Þú varst ldetturinn sem við vissum ávallt hvar var að finna. Móðir mín, æviganga þín var löng, lengri en nokkur getur sagt í örfáum orðum enda ekki til neins. Hins vegar mun ég ylja mér við minningar um þig eftir því sem þær koma upp í hugann þau ár sem ég á eftir ólifuð. Hryggur kveð ég góða móður. Við Emilía, böm okkar, bamabörn og bama- bamaböm þökkum af heilum hug t Móðir okkar, INGIMARÍA ÞORBJÖRG KARLSDÓTTIR, Freyjugötu 43, Reykjavík, áður til heimilis að Álfafelli, Hveragerði, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 20. ágúst. Kolbrún Gunnarsdéttir, Auður Gunnarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR (frá Flatey á Breiðafirði), Langholtsvegi 181, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 11. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Rafnkell Olgeirsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, Einar Olgeirsson, Emilfa Sigurjónsdóttir, Gunnar Olgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæri, ANTHONY THOR GARY rannsóknariögreglumaður, 1527 Thorndyke Av W, Seattle WA 98199 USA, lést af slysförum fimmtudaginn 19. ágúst. Lenette Gary, Tyler Roland Gary, Tory Rose Gary, Guðrún Ágústa Stefánsdóttir Gary, Steven Eric Gary, Elísabet Gary og aðrir aðstandendur. þær samverustundir er við nutum. Eg veit að góður guð verður þér náðugur, mamma mín. Megi drottinn vera með þér. Einar. Að kveðja nákominn ættingja er alltaf sárt. Samt er ég afskaplega þakklát fyrir að þú skulir nú vera búin að fá hvfld, elsku amma, eftir að hafa lifað nærri alla öldina, eða í tæp 95 ár. Við andlát ömmu fljúga ótal minningar um hugann, allar stund- imar sem við áttum saman frá því er ég var bam og fram á síðustu ár. Eg er stolt af að bera nafn þitt, amma mín. Þú varst mjög sterkur persónu- leiki, svo blíð, þolinmóð, þakklát og þægileg, en stundum svo alvarleg. Hjá þér gátum við systkinin alltaf fengið eins mikla ást og hægt er að fá frá nokkurri ömmu. Þolinmæði var eitt af þínum sterku persónu- einkennum, þú varst aldrei að flýta þér og virtist hafa ótakmarkaðan tíma í hvert sinn er við systkinin komum í heimsókn. Eg var alltaf mjög montin þegar ég fékk að fara með þér að skúra í Landsímahús- inu og fannst ég stór og mikil að geta lagt þér lið við þrifin þó svo ég skildi seinna að í raun hafðirðu nú ekki mikil not fyrir mig þótt þú létir alltaf sem ég væri að gera stóra hluti. Þú varst aldrei málgef- in kona, en það sem þú fræddir mig um Mfið og tilveruna situr eftir og mun aldrei gleymast mér. Það var mér sérstök ánægja að færa þér nokkra sláturkeppi eftir að þú hættir að taka slátur sjálf, ekki síst vegna þess að ég vissi að þá yrði veisla hjá þér og Gunnu vinkonu þinni. Þú settir slátrið í súr og lagaðir velling og svo sátuð þið tvær og nutuð kræsinganna sem fáir kunna að meta í dag. Það þurfti svo lítið til að gleðja þig, elsku amma. Eftir að ég varð fullorðin og fór að eignast börn sjálf skipaðir þú strax sess í huga þeirra og gleyma þau aldrei hversu gott var að koma í heimsókn til þín. Það eru nokkur ár síðan þú misstir heilsuna en hugurinn var alltaf skýr og alltaf jafn gaman að hlusta á þig segja frá lífinu þegar þú varst ung stúlka í Flatey þar sem þú bjóst ásamt foreldrum og systkinum til 17 ára aldurs. Ekki var síður gaman að heyra sögurn- ar af lífinu þegar þú varst að ala upp syni þína og bera þær saman við það sem er í dag. Þín mun verða minnst um ókom- in ár og hugsað til þín með sökn- uði. Því miður fá barnabörnin mín ekki að njóta þess að kynnast þér en ég mun halda uppi minningu þinni og segja þeim frá þér og öllu því sem þú sagðir mér um lífið fyrr á öldinni. Eg kveð þig með söknuði, amma mín, um leið og ég þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Hólmfríður Einarsdóttir. Elsku langamma. Mér eru minnisstæðar heimsóknimar til þín á Langholtsveginn. Alltaf fékk ég hjá þér „ömmuköku" sem var besta brúnterta í heimi og kakó. Umhyggja þín fyrir okkur börn- unum var mikil og hafðir þú stund- um áhyggjur af því hvort okkur væri nógu hlýtt, hvort við værum svöng, hvort við værum nógu vel klædd og spurðir gjarna af hverju við værum ekki í ullarnærfötum. Þú varst alvöru langamma, eins og ömmur af þinni kynslóð, aldrei upptekin, það var aldrei neitt að þér, þú áttir alltaf með kaffinu og gafst þér tíma til að tala við okkur ef við vildum. Nú ert þú sofnuð, amma mín, og vona ég að þér líði vel í nýjum heimkynnum og bið Guð að geyma þig ásamt afa sem þú loks hefur hitt aftur eftir öll þessi ár. Þitt barnabarnabarn Margrét Jónína Sævarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.