Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 59
fld. kl. 13-19, föstud. kl. 13-17, laugard. (1. okt.-15. maf)
kl. 13-17.____________________________________
BÓKASAFN SAMTAKANNA ‘78, Laugavegi 3: OpiS
mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.____
BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka:
Opið alla daga frá kl. 10-18 til ágústloka. S: 483-1504.
BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vest-
urgötu 6, 1. júní - 30. ágúst er opiö alla daga frá kl. 13-
17, s: 655-4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní - 30.
september er opið alla daga frá kl. 13-17, s: 665-5420,
bréfs. 55438. Siggubær, Kirkjuvegi 10.1. júní - 30. ágúst
er opið laugard.-sunnud. kl. 13-17. Skrifstofur safnsins
verða opnar alla virka daga kl. 9-17._________
BYGGÐASAFNIÐ ( GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30- 16.30 virka daga. Slmi 431-11255.____
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 13-17. Tekið er á mðti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi._________________________________
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551, bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi.______________________
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sum-
ar frá kl. 9-19._____________________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, ReyKjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud. kl. 17-21,
föstud. og laugard. kl. 15-18. Lokað vegna sumarleyfa til
23. ágúst. Simi 551-6061. Fax: 552-7570.______
HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.___
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum._________________
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-föstud. kl. 9-17. Laugd. 10-14. Sunnud. lokað.
Þjóðdeild og handritadeild eru lokuð á laugard. S: 526-
5600, bréfs: 525-5615._______________________
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.__________
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Safnið er opið alla daga nema
mánudaga, frá kl. 14-17.____________________
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið dagiega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið aila virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aögangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is _________________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12-18 nema mánud. ________________________
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
daglega nema mánudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906.____________
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá kl. 13-16. Slmi 563-2530._____
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar
verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard.
milli kl. 13 og 17.________________
MINJASAFN AKUREYRAR, Mii\jasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 19.6. - 15.9.
alia daga frá kl. 11-17. Einnig á þriöjudags- og fimmtu-
dagskvöldum í júlí og ágúst frá kl. 20-21 í tengslum við
Söngvökur i Mii\jasafnskirkjunni sömu kvöld kl. 21.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina
v/ElIiðaár. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17
eða eftir samkomulagi. S. 567-9009.___________
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar
frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma
422-7253._____________________________
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opií frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
Slmi 462-3550 og 897-0206.____________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 669-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öör-
um tima eftir samkomulagi.___________________
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fímmtud. og laugard. kl.
13.30- 16._______
NESSTOFUSAFN, safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17.________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14-18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar-
firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 16-18. Sími 565-
4321 _____________
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
651-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16._____
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið alla daga frá kl. 13-17. S: 565-4442, bréfs. 565-4251.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS
HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard.
frá kl. 13-17. S. 581-4677.__________________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl.is: 483-1165,483-1443.__________________
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Simi 435 1490. ____________________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning opin daglega frá 1. júní til 31.
ágúst kl. 13-17. _____________________________
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13- 18 nema mánudaga. Slmi 431-5566.________
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema
mánudagakl. 11-17.____________________________
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.______________
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl.
14- 18. Lokað mánudaga._____________________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, Hafnarstræti. Opiö alla dags
frákl. 10-17. Sfmi462-2983.___________________
NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opiö a.d. kl. 10-17 frá 1. júnl
• 1. sept. Uppl i sima 462 3555.______________
NÖRSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17._______________________________
ORÐ PAGSINS
ReykjavfR slmi 551-0000.______________________
Aknreyri 8. 462-1840._________________________
SUNPSTAÐIR____________________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAV<K: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.80, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19.
Breiöholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl.
8-22. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16. þri.,
_ mið. og föstud. kl. 17-21.__________________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd.
og sud. 8-19. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima lyrir lokun._
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarflarðar: Mád,-
föst, 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.__
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍfcOpiö alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-16 um helgar. Simi 426-7555._____
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.46-8.30 og 14-22,
helgar 11-18._________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.___
SUNDLAUGIN í GARÐl: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 16.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532.___________
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17,30._______
JADARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________
BLÁA LÓNIÐ: Oplðv.d. kl. 11-20, helgarkl. 10-21.
Btivistarsvæði
FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla
daga kl. 10-18. Kaffihúsið opið á sama tima. Simi 5757-800.
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
Kvöld-
ffaneran
í Viðey
Morgunblaðið/Arnaldur
Námskeið í Alexander-
tækni fyrir söngvara
GENGIÐ verður um Norðaustur-
eyna í kvöld, þriðjudagskvöld. Far-
ið verður með Viðeyjarferjunni kl.
19.30.
Gengið verður upp að kirkju.
Þar verður gerð grein fyrir nýju
fræðsluskiltunum, sem sett voru
upp fyrir skömmu. Síðan verður
gengið austur fyrir túngarðinn og
meðfram honum yfir á norður-
ströndina. Henni verður fylgt aust-
ur á Sundbakka og „Stöðin" skoð-
uð, þorpið sem þarna var á árunum
1907-1942. Þarna er margt að sjá,
ekki síst vegna þess að nú er komið
þarna fræðsluskilti með góðri
mynd af allri byggðinni, sem þarna
var. Þetta verður skoðað vel,
einnig ljósmyndasýning í Skólan-
um, sýning sem lokað verður um
næstu mánaðamót. Þá verður litið
inn í Tankinn, hið skemmtilega fé-
lagsheimili Viðeyinga, sem þarna
er í gömlum 150 tonna steyptum
vatnsgeymi.
Þaðan verður haldið aftur heim
að Stofu og í land. Næsta vor verð-
ur opnuð ný sýning í Viðeyjar-
skóla. Hún mun bera yfírskriftina
Klaustur á íslandi.
Að baki öllu þessu er mikill fróð-
leikur, sem staðarhaldari mun leit-
ast við að draga fram í dagsljósið.
Einnig verður reynt að halda uppi
gamanmálum og söng eftir aðstæð-
um.
Gangan tekur um tvo tíma.
Göngufólk er minnt á að vera vel
búið, ekki síst til fótanna. Gjald er
ekki annað en ferjutollurinn, 400
kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir
börn.
Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og
hestaleigan eru opin daglega.
Einnig er hægt að fá reiðhjól að
láni endurgjaldslaust. Loks er
hægt að fá leyfi tO að tjalda í Viðey
og það kostar heldur ekki neitt.
Fatlaðir
krakkar á
leikjanám-
skeiði
LEIKJANÁMSKEIÐ fyrir fótluð
börn í 1.-7. bekk grunnskóla hef-
ur verið haldið í sumar á vegum
Iþrótta- og tómstundaráðs borg-
arinnar. Námskeiði sumarsins
lauk á föstudag enda styttist í að
skólinn hefjist hjá börnunum. Að
sögn Sigurðar Fjalars Jónssonar,
umsjónarmanns námskeiðanna,
hafa krakkarnir haft nóg að gera
og farið í vettvangsferðir á
hverjum degi. Meðal þess sem
þau hafa tekið sér fyrir hendur í
sumar er að skoða varðskip, fara
í keilu, sigla og baða sig í Naut-
hólsvík og fara í fjöruferðir. Þá
hefur verið farið í heimsóknir
m.a. í kók-verksmiðju Vífilfells.
ANGELA Spohr, söngkona og
kennari í Alexandertækni, heldur
námskeið í sal Tónlistarskóla FÍH
miðvikudaginn 25. ágúst nk. kl.
16-18 og fímmtudaginn 26. ágúst kl.
10-13 og kl. 15-18. Skráning og
upplýsingar eru hjá Þóru Fríðu Sæ-
mundsdóttur. Nemendur á nám-
skeiðinu þurfa að hafa með sér
teppi.
Angela Spohr kennir söng við
tónlistarháskólann í Freiburg im
Breisgau í Þýskalandi og heldur
einnig námskeið í Alexandertækni.
F.M. Aiexander (1869-1955) var
leikari frá Ástralíu, sem átti í vand-
ræðum með rödd sína. Þar sem
læknar gátu ekki hjálpað honum
fór hann að rannsaka sjálfur
hvernig hann beitti röddinni. Með
hjálp spegils tók hann eftir því að
spenna í hálsi og hnakka hafði mik-
il áhrif á röddina og á líkamsbeit-
ingu yfirleitt. Eftir það þróaði
hann aðferðir til að losa þessa
spennu og ná betri tökum á líkams-
beitingunni, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Vikuveisla á
Benidorm
15. sept.
Athugasemd frá Skot-
veiðifélagi Islands
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Sig-
mari B. Haukssyni, formanni Skot-
veiðifélags íslands:
„í morgunfréttum Ríkisútvarps-
ins fímmtudaginn 19. ágúst var rætt
við Hákon Aðalsteinsson sem titlað;
ur er fagstjóri hjá Orkustofnun. í
viðtalinu fjallaði Hákon m.a. um þau
áhrif sem það hefði á hreindýr og
gæsir ef Eyjabökkum yrði sökkt
undir vatn, eins og nú stendur til að
gera. I máli Hákons kom meðal
annars fram að heiðagæsin myndi í
einhverjum mæli yfirgefa Eyja-
bakkasvæðið og fara eitthvað ann-
að, t.d. til Grænlands. Og Hákon
hélt áfram og spurði eitthvað á þá
leið hvort það væri eitthvert sálu-
hjálparatriði að gæsastofnar (vænt-
anlega heiðagæsastofninn) væru
eins stórir og þeir eru?
Skotveiðifélag íslands telur þetta
einkar athyglisverð ummæli sér-
fræðings hjá Orkustofnun. Fyrst
skal það skýrt tekið fram að stjóm
Skotveiðifélags íslands telur það
vera „sáluhjálparatriði“ að heiða-
gæsastofninn sé þetta sterkur og
stór, eða 230.000 fuglar. Það sem
skiptir þó höfuðmáli er að ef Eyja-
bökkum verður fórnað og gróðrin-
um þar eytt mun heiðagæsin yfír-
gefa svæðið og fara eitthvað annað
- mögulega til Grænlands og mögu-
lega einnig í Þjórsárver eða á aðra
varpstaði. Þar yrði þá hörð sam-
keppni um fæðuna og hætta á að
ungamir féllu úr hor eða veiktust
vegna vannæringar. Þetta gæti haft
þau áhrif að heiðagæsastofninn yrði
fyrir verulegum skakkaföllum. Það
er bitur staðreynd sem margsinnis
hefur verið sönnuð að margs konar
verklegar framkvæmdir hafa haft
ógnvænlegar afleiðingar á villta
dýrastofna, þó svo að upphaflega
hafi verið búist við því að fram-
kvæmdimar hefðu óveruleg áhrif á
stofninn, enda ekki hægt að stjóma
stofnstærð villtra dýra eins og vatni
úr krana. Þess vegna hefur Skot-
veiðifélag íslands verulegar áhyggj-
ur af framtíð heiðagæsarinnar verði
Eyjabökkum eytt.
Því miður er það svo að eftir lest-
ur viðtals við Siv Friðleifsdóttur í
Morgunblaðinu 13. ágúst síðastlið-
inn dregur aldeilis ekki úr áhyggj-
um okkar. I viðtalinu segir ráðherra
meðal annars: „Fuglinn sem er
þarna í 2-3 vikur á ári mun færa sig
til og virkjunarframkvæmdirnar
munu ekki skaða stofninn." Hinn
20. febrúar síðastliðinn hélt
SKOTVÍS ráðstefnu um heiðagæs-
ina og vatnsaflsvirkjanir. Fyrirles-
arar á ráðstefnu þessari vora ís-
lenskir og erlendir sérfræðingar.
Niðurstaða ráðstefnunnar var með-
al annars sú „að ekkert er hægt að
fullyrða um hvaða áhrif svo stór-
felldar framkvæmdir sem gerð
uppistöðulóns á Eyjabökkum muni
hafa á heiðagæsina".
Ummæli umhverfisráðherra (sé á
annað borð rétt eftir henni haft) eru
því afar óábyrg. Sá grunur er farinn
að læðast að okkur að stjórnvöld
geri hreint og beint ráð fyrir því að
heiðagæsin muni verða fyrir ein-
hverjum skakkafóllum vegna mann-
virkjagerðar á Eyjabökkum.
Hversu mikil þau áhrif verða veit
enginn enda virðist stjórnvöldum
vera nákvæmlega sama um það.“
írá kr.
29.955
Nú getur þú notað síðasta
tækifærið í sumar og smellt
þér í vikuveislu til Benidorm
á hreint ótrúlegum kjörum.
Dvalið á okkar vinsæla hóteli
á Benidorm, Picasso, í rúmgóðum íbúðum, öllum með einu
svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og góðum svölum.
ssSr'
á Benidorw