Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 24.08.1999, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Undirbúningur fjárlaga næsta árs Gert ráð fyrir aukn- ingu á öllum sviðum ríkisútgjalda Á FUNDUM þingflokka Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í gær fengu ráðherrar beggja flokka umboð til að halda áfram við frágang fjárlaga næsta árs. Gert er ráð fyrir aukningu á öllum sviðum ríkisútgjalda og verður mest útgjaldaaukning hjá heil- brigðisráðuneytinu. Stefnt er samt sem áður að því að afgangur verði á fjárlögunum sem nemur um 1% af landsfram- leiðslu eða kringum 6 milljarða króna. Þá er gert ráð íyrir að seld verði eign ríkisins i fyrirtækjum fyrir þrjá til fimm milljarða króna. Fundir þingflokkanna stóðu frá kl. 13 og fram á fimmta tímann og voru umræður miklar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu sumir þingmenn of skammt geng- ið í átt til almenns sparnaðar hins opinbera í góðæri en flestir töldu ekki mögulegt fyrir stjórnvöld að teygja sig lengra í þeim efnum. Starfsfólk vantar í 150 stöður hjá Leikskdlum Reykjavíkur Börnin send heim tímabundið EINN leikskóli í Reykjavík, Vest- urborg, hefur sent út viðvörun til foreldra um að börn verði hugsanlega send heim í næstu viku vegna skorts á starfsmönn- um. Er útlit fyrir að börnin þurfi að vera heima tvo til þrjá daga í viku. Að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, eru nú um 150 af 1.700 stöðum lausar hjá Leik- skólum Reykjavíkur. Bergur segir tíu til fimmtán leikskóla vanta umtalsvert mikið af fólki, sem þýði að það líti út fyrir að fresta verði því að taka inn ný börn nú um mánaðamótin. „Skortur á starfsfólki bitnar fyrst á þeim börnum sem eru að hefja leikskólavist. Þetta kemur vitaskuld illa við marga,“ segir Bergur. Bergur segir Vesturborg eina leikskólann sem hefur sent út viðvörun um að börn verði send heim vegna skorts á starfsmönn- um. Á Vesturborg hættu níu af fimmtán starfsmönnum leikskól- ans og verður gripið til þess að senda böm heim í næstu viku hafi ástandið ekki lagast þá. Að sögn Bergs er starfsfólk að tín- ast inn á leikskólana um þessar mundir, auglýsingar hafi borið einhvem árangur. „Það er ekki óþekkt fyrirbæri að það hætti 200 manns um þetta Ieyti árs. Sumir era að fara í nám, aðrir hafa fengið starf sem býður betri laun og fleira. Und- anfarin haust hefur okkur tekist að manna leikskólana nokkurn veginn en eins og sést á atvinnu- auglýsingum vantar alls staðar fólk um þessar mundir. Við verð- um bara að vona hið besta.“ Bergur segist ekki búast við að margir menntaðir leikskóla- kennarar bætist við starfsfólk Leikskóla Reykjavíkur núna, menntaðir kennarar séu yfir- leitt búnir að ráða sig á þessum tíma árs. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði Um 11.900 hafa óskað úrsagnar UM 11.900 einstaklingar hafa sent landlæknisembættinu beiðni um úrsögn úr gagna- grunni á heilbrigðissviði að sögn Matthíasar Halldórsson- ar aðstoðarlandlæknis. Hann segir jafnframt að heldur hafi dregið úr innsendum úrsögn- um úr gagnagrunninum að undanfömu. Frestur framlengdur g i Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur frestur til að tilkynna úrsögn úr grunninum verið framlengdur um óákveðinn tíma meðal annars vegna þess að ekki er búið að ganga frá samningi við væntanlegan rekstrarleyf- ishafa grunnsins, íslenska Bp erfðagreiningu. 0 Halldór Asgrímsson segir Alþingi vettvang fyrir endurskoðun virkjana á Austurlandi Þingmenn ákveði hvort aft- urkalla skuli virkianaleyfí „ÞAÐ er að mínu mati langheiðarlegast að þing- menn geri upp hug sinn um hvort standa beri við fyrri ákvörðun þingsins eða afturkalla virkjana- leyfið," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag þegar hann svarar þeirri spumingu hvort hann vilji leggja málefni Fljótsdalsvirkjunar fyrir Alþingi að nýju. Alþingi samþykkti sem kunnugt ervirkjanaleyfi árið 1981. Halldór Ásgrímsson segir að kanna mætti vilja þingsins í þessu máli til dæmis með tillögu til þingsályktunar. I viðtalinu ræðir formaðurinn meðal annars um virkjanir og stóriðju á Austurlandi og segir það ekki standast lög að taka virkjanaleyfi vegna Fljótsdalavirkjunar af Landsvirkjun. „Það getur Alþingi eitt gert og þá með lögum,“ segir Halldór og kveður þingmenn sjálfa verða að axla þá ábyrgð og gera upp við sig hvaða rök séu sterkust í málinu. Þá segist Halldór hafa fengið fá svör þegar spurt hafi verið hvaða aðrir virkjanakostir séu fýsilegir. Nefnir hann sem dæmi að nýting jarðhitasvæðisins á Þeistareykjum eða stækkun Kröfluvirkjunar séu ekki sambærilegir kostir. Jarðhiti sé ekki síendumýjanleg orkulind. Dreifa verður valdi með nýjum ráðum Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn alltaf hafa verið hlynntan dreifðri eignaraðild og valddreifingu í viðskiptalífinu. Hann segir nú ríkja nýja tíma og að fjármagnið hafi fengið mun meira afl en hin vinnandi hönd. „Stefna okkar við þessar aðstæður er að grípa verður til nýrra ráða til að dreifa valdi í þjóðfélaginu og koma í veg fyrir að það safnist á fáar hendur.“ Halldór sagði ennfremur að fjármálastofnanii' og ríkisfyrirtæki sem yrðu seld myndu í höndum nýrra eigenda leita hámarkshagkvæmni og að enginn stjórnmálaflokkur eða löggjöf gætu valið kaupendur. Eftirlitsstofnanir yrðu að tryggja og jafnvel þvinga fram aðgerðir til að koma í veg fyrir fámennisvald og litla samkeppni með traustri lagasetningu. ■ Hlyntur/36 Féll í jökul- sprungu og lést TUTTUGU og sjö ára gamall þýskur ferðamaður lést um klukk- an 15.30 í gær þegar hann féll ofan í sautján metra djúpa sprungu í Skálafellsjökli. Maðurinn ók vélsleða og var í hópi samferða- manna sinna þegar hann virðist hafa tekið sig úr hópnum með þeim afleiðingum að hann lenti ofan í sprungunni. Talið er að hann hafi látist samstundis. Sex þýskir kvikmyndatökumenn voru á ferð á jöklinum og var leið- sögumaður Jöklaferða með í för. Hópurinn hafði staðnæmst vegna myndatöku og fór þá leiðangurs- stjórinn frá hópnum á vélsleða sín- um og lenti á sprunguvegg og féll niður. Brýnt hafði verið fyrir hópnum að fara ekki út fyrir slóð- ir. Leiðsögumaðurinn og fleiri starfsmenn Jöklaferða sem komu á staðinn sigu ofan í sprunguna í kjölfar slyssins en maðurinn var látinn þegar að var komið. Lög- reglan á Höfn í Hornafirði var kölluð til laust fyrir klukkan fjögur í gær og ræsti hún björgunarlið. Hún kom á staðinn rúmlega tveim- ur stundum eftir að atburðurinn átti sér stað. Lík mannsins var flutt til Hafnar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Geysir sefur GEYSIR gamli sefur væmm blundi á meðan sérfræðingar ræða sín á milli hvort sé betra heilsu hans að hann gjósi eða ekki. Fáir ferðamenn vom á ferð við Geysi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði um helgina. Líkur má leiða að því að margt værum blundi Morgunblaðið/Ómar erlendra gesta hafi hins vegar verið að finna í höfuðborginni Reykjavík, þar sem þrautinni þyngra reyndist að fá gistirými, enda árvissir viðburðir eins og Menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon þar á dagskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.