Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Glæpurinn sem má ekki gleymast KVIKMYJVPIR 15 (“íínhoo j nii SÍÐUSTU DAGARNIR - THE LAST DAYS ★★★* Leikstjóri og handritshöfundur James Moll. Framleiðandi Steven Spi- elberg. 90 mín. Heimildarmynd. Bandarisk. 1998. MANNINUM eru gefnir margvís- legir hæfileikar. Einn er sá að geta breyst í vitfirrt óargadýr á einni nóttu. Eitt vitnann'a sem eru sögu- menn í Síðustu dagarnir, heimildar- mynd um gyðingaútrýmingu Þriðja ríkisins, er kona sem lýsir þeirri undrun og skelfingu sem hún fylltist einn fagran veðurdag þegar nasistar, sem þá höfðu hertekið Ungverja- land, tóku yfír friðsæla bæinn henn- ar. „Það kom aðeins einn Þjóðverji, það reyndist nóg af innfæddum sam- starfsmönnum í þorpinu. I einni andrá voru gamlir vinir og nágrann- ar orðnir hatursmenn okkar.“ Þessi kona er af gyðingaættum, en aldrei verður mannskepnan hættulegri en þegar trúmál, valdagræðgi og þjóð- ernisremba fara saman. Vitaskuld fær enginn nokkurn tíma skilið hvernig atburðir sem þessir geta gerst, en öll þessi meginatriði voru til staðar hjá nasistum í síðari heims- styrjöldinni. Það er Steven Spiel- berg sem framleiðir þessa ógleyman- legu og átakanlegu mynd. Honum rennur blóðið til skyldunnar. Þýskur gyðingur að ætt og uppruna. Síðustu dagarnir snertir þó engu að síður okkur öll. Eina vonin til þess að slík- ir ógnarviðburðir og Helförin endur- taki sig ekki er reynslan. Því verðum við og komandi kynslóðir að muna. Til þess er Óskarsverðlaunamyndin (sem besta heimildarmynd ársins 1998), vel fallin. Því miður er ástæða til að óttast að hún veki lítinn áhuga hjá öðrum en sagnfræðingum, gyð- ingum og öðrum þeim sem muna hryllinginn. Aðalsögumennirnir eru fimm gyðingar sem rekja ömurlegar minningar frá þessum skelfmgar- tímum er Hitler og árar hans myrtu þá í milljónavís. Þeir fjalla einkum um fyrstu viðbrögðin og lokakafl- ann, 1944-45, og undrast ekki síst þá grimmd sem nasistarnir sýndu á lokadögum stríðsins þegar ljóst var að öllu var lokið og þeir búnir að tapa. Þá brettu böðlarnir fyrst upp ermarnar og stóðu í gyðingablóði upp undir hendur meðan stætt var. Þetta fólk talar um tvö stríð: Möndulveldanna við Bandamenn og SS við gyðingana, og virðist hverju orði sannara. Minningarnar streyma er fórnar- lömbin virða fyrir sér, ásamt afkom- endum sínum, þessar heljarslóðir, út- rýmingarbúðimar, hálíri öld síðar. Þær eru hver annarri skelfilegri. Ein konan segir frá því er hún sá foður sinn í hinsta sinn í Auschwitz. Það var óvænt, þau höfðu verið aðskilin strax þegar nasistarnir ruddust inná heim- ili þeirra. Nú var búið að krúnuraka þau bæði og færa í röndóttu fanga- búningana. Öll sund lokuð. Stúlkan vildi því hlífa þeim báðum og reyndi að fela sig. En augu þeirra mættust, full af tárum. Hver hörmungarsagan rekur aðra, vitnin eru skilmerkileg, yfirbragð myndar- innar í alla staði óað- finnanlegt og yfir- þyrmandi. Hvort hún fær okkur til að skilja mikilvægi þess að muna hroða- legustu níðingsverk sögunnar er önn- ur saga. En hún hjálpai-. Sæbjörn Valdimarsson Fjórar konur Bæjarbfó, Hafnarfirðí HVÍSL OG HRÓP - VISKNINGAR OCH ROP ick+'k eftir Ingmar Bergman. Dimm og drungaleg, enda fjallar þyngsta mynd Bergmans um bana- legu Agnesar (Harriet Anderson), og um systur hennar, Karin (Ingrid Thulin) og Mariu (Liv Ullman), sem sitja yfir henni ásamt þjónustu- stúlkunni Önnu (Kari Sylwan). Einkalíf persónanna og samband þeirra innbyrðis er undir smásjánni auk þess sem meistarinn veltir fyrir sér leyndardómum dauðans, mann- legum samskiptum, ekki síst hlýju og kulda, skömm og smán. Ein besta mynd Bergmans, enda gerð á mikl- um uppgangstíma á ferlinum þegar fyrstnefndu leikkonurnar þrjár komu jafnan við sögu ásamt Erland Josephson, sem hér fer einnig með lítið en veigamikið hlutverk læknis- ins. Átakanleg og áhrifarík, ekki síst fyrir sakir stórfenglegrar kvik- myndatöku Svens Nykvist, sem not- ar rauða litinn óspart (Bergman taldi sem barn að sálin væri rautt skrímsli!), en þetta er myndin sem færði honum Óskarsverðlaunin og heimsfrægð. Sæbjörn Valdimarsson Síðasta stórvirkið Bæjarbíó, Hafnarfirði FANNY OG ALEXANDER ★★★★ eftir Ingmar Bergman Fanny og Alexander, er síðasta stórvirki sænska kvikmyndajöfurs- ins Ingmar Bergmans á hvíta tjald- inu og felur kannski í sér summuna af því sem hann hafði fengist við í kvikmyndunum um ævina. Hún ger- ist í Svíþjóð í byrjun aldarinnar og er full af gleði og hamingju leikhússins en líka harðneskju og trúarlegri óbil- girni kirkjunnar. Sven Nykvist var sem fyrr kvikmyndatökumaður hans og fangaði þennan átakamikla heim stórfjölskyldunnar í fallegri birtu endurminninganna þar sem tveir veigumestu þættirnir í lífi Berg- mans, leikhúsið og kirkjan, eru í for- grunni, ósættanlegir. Myndin höfðar kannski meira til fjöldans en margar djúpsálfræðileg- ar Bergmanmyndir. Hún er uppfull af gáska og fer raunar allan skalann frá gleði og hamingju til sorgar og grimmdar í frásögn af ungum systk- inum og hvernig þau kynnast tveim- ur gerólíkum heimum. Fanny og Alexander er að einhverju leyti ævi- sögulegt verk, æska Bergmans sjálfs, og stórbrotinn svanasöngur mikils leikstjóra. Það brakaði þægilega í gömlu bekkjunum í Bæjarbíói og THX- tækni nútímans var víðsfjarri. Það átti vel við heim Bergmans. Arnaldur Indriðason Oft veltir lítil þúfa... Háskólabíó WINSLOWSTRÁKURINN „THE WINSLOW BOY“^VÍ! eftir David Mamet Nýjasta mynd bandaríska leikrita- skáldsins David Mamets byggir á þekktu leikriti annars leikritaskálds, Terence Rattigans, og fjallar um þekkt réttarhöld yfir Winslow- stráknum svokallaða í Bretlandi frá upphafi aldarinnar. Hann var sakað- ur um að hafa stolið póstávísun upp á einhverja smáaura í herskólanum sínum og var rekinn. Hann hélt fram sakleysi sínu og í stað þess að láta gott heita leitaði faðir hans leiða til þess að fá hann lýstan saklausan; í augum samfélagsins var þetta titt- lingaskítur en fyrir hina heiðvirðu Winslowfjölskyldu var um sómann að tefla, lífið sjálft. Myndin er ákaflega leiksviðsleg eins og Mamet hafi ekki kært sig um að „opna“ leikritið fyrir kvikmyndina eins og það er víst orðað. Við fáum að vita um áhrif málarekstursins úti í samfélaginu af blaðafyrirsögnum, skrýtlum, sönglögum og sjálft rétt- arhaldið fáum við aðeins að vita um af afspurn. Leikritið fjallar um heið- ur og stolt millistéttarfjölskyldu sem ekki má vamm sitt vita; fjölskyldu sem var tilbúin að fórna öllu sínu fyrir póstávísun upp á fimm shillinga og þann kjarna verksins nær Mamet að draga fram, með aðstoð fínna leik- ara. Fer þar fremstur í flokki Nigel Hawthorne sem hinn staðráðni fjöl- skyldufaðir. Myndin er gerð í þurr- um og hröðum Mametstílnum sem best endurspeglast í gersamlega sál- arlausum leik Rebeccu Pidgeon, er leikur systur Winslowstráksins. Arnaldur Indriðason Ástkær í nærmynd B í ð b o r g i n ÁSTKÆR „BELOVED" ★★% Hér er á ferðinni kvikmyndaút- gáfa Jonathans Demmes (Lömbin þagna) á sögu rithöfundarins Toni Morrison, Ástkær, sem komið hefur út á íslensku. Hún er næstum þrír tímar að lengd og það segir til sín í síðari hlutanum en að öðru leyti hef- ur Demme skilað af sér prýðilegu kvikmyndaverki. Hann kemur til skila átakamikilli örlagasögu blökku- konu í Bandaríkjunum um miðja síð- ustu öld sem sleppur í frelsið frá eig- endum sínum en borgar fyrir það dýru verði. Demme, sem ekki hefur áður gert sögulegt verk heldur fjallað um nú- tíma sinn betur en margir aðrir bæði í gamni og alvöru, ber greinilega mikla virðingu fyrir því efni sem hann hefur með höndum. Sagan er enda fjarska góð og hann beitir nær- myndum óspart til þess að koma okkur inn að persónunum og klippir saman fortíð og nútíð þar til heildar- myndin raðast saman í þétta frá- sögn. Sjónvarpsspyrillinn Oprah Winfrey fer með hlutverk blökku- konunnar og sýnir vel reisn hennar við grimmilegar og óbilgjarnar að- stæður. Arnaldur Indriðason Rimlarapp Bfóborgin SLAM ★★★ Leikstjóri og handrit Marc Levin. Bandaríkin 1998. Ójöfn mynd en athyglisverð sem reikar á milli hástemmds drama og heimildarmyndalegrar frásagnar af lífinu í fátækrahverfi og innan fang- elsisveggjanna. Þessi verðlauna- mynd af kvikmyndahátíðunum á Cannes og Sundance, hefur samt sína sérstöðu. Vopn þeldökkra og eirðarlausra ungmenna í slömmum stórborganna er kraftmikil rapptón- listin. Hávær, taktföst, ögrandi, sam- hljóma oftast kjarmiklum texta sem fléttast snurðulaust við hljóðfallið, túlkar hún tilfinningar ólánsamra íbúanna. Ray (Saul Williams) er skáldmæltur, ungur maður í kvik- unni í „Dodge City“, fátækrahverf- inu í Washington D.C. Lendir í fang- elsi þar sem skáldagáfan kemur til hjálpar - og kennar- inn og skáldkonan Lauren (Sonja Sohn). Sannkölluð hátíða- mynd, svo óvenjuleg í alla staði að áhorfandann rekur í rogastans. Bor- in uppi af óaðfinnanlegum leik Willi- ams og Sohn, sem aukinheldur virð- ast semja textann frá eigin brjósti á löngum köflum. Laurcn opnar augu hins unga og skynsama en lánlausa fanga fyrir krafti orðsins: víkja hatr- inu og mótlætinu frá með tjáningu í orðum. Það gefst betur en blý. Sæbjörn Valdimarsson Iranskur skógarmablús Rcgnboginn BÖRN HIMNARÍKIS - BACHEHA - YE ASAMAN ★★ Leikstjóri og handrit Majid Majidi. Iran 1997. íranii- hafa komið á óvart á undan- fömum Kvikmyndahátíðum með Iitl- um, ljóðrænum myndum. Að þessu sinni hitta þeir í mark hjá yngstu áhorfendunum. Aðalpersónurnar eru ung systkin, Ali (Amir Hasemian) og Zahra (Bahare Sediqi). Þau búa í fá- tækrahverfi í Teheran, heimilislífinu stjórnar faðirinn með harðri hendi. Því þora systkinin ekki að segja hon- um frá er Ali týnir skógörmum syst- ur sinnar er hann sækir þá úr við- gerð svo þau verða að víxla skóm Alis næstu dagana er þau mætast á leið- inni í og úr skóla. Lífsins leikarar KYIKMYJVDIR Háskólabfó NONSTOP ★★% Leikstjórn og handrit: Ólafur Sveinsson. Lífsglaði leigubílstjórinn, fulli afinn, ástfangni kynskiptingur- inn, portúgölsku verkamennirnir og iðni afgreiðslumaðurinn eru öll lífsins leikarar í mjög persónu- legri heimildarmynd eftir Ólaf Sveinsson, sem hann gerði við kvikmyndanám sitt í Berlín. Myndavélinni er komið fyrir á bensínþjónustustöð og þar er fylgst með starfsfólki, gestum og gangandi. Sumir sækja þangað félagsskap af og til, en aðrir eiga þar næstum annað heimili. Ólafur fylgir einnig nokkrum helstu „leikurunum“ út fyrir bensínstöð- ina og gefur þannig enn persónu- legri mynd af þeim. Mér finnst þessi mynd alveg ótrúleg að mörgu leyti. Fyrst og fremst hvernig Ólafur og félagar gátu náð svo góðum atriðum þar sem fólk er algjörlega afslappað og virðist ekki vita af myndavél- inni. Þannig líkjast atriðin og frá- sagnir fólksins helst litlum leik- ritum, sem eru hreinlega leikrit lífsins. Svo höfðu allir skemmti- lega, en þó svo venjulega, sögu að segja. Nonstop sýnir heillandi, sönn mannlífsbrot; tilveru fólks og drauma þess. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.