Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 37 5 virkjunaráformum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson streymdi að fundarstað víða af Austfjörðum. Fornleifarannsóknir í Reykholti vekja forvitni margra Morgunblaðið/Ásdís Ráðstefnugestir í Reykholti voru áhugasamir um rannsóknir á Snorra Sturlusyni. Áhugi á að tengjast rannsóknunum Þjóðminjasafnið, Sagnfræðistofnun Háskóla Islands og Snorrastofa gengust fyrir alþjóð- legum vinnufundi í Reykholti í Borgarfírði á dögunum. Til fundarins var boðið sérfræð- ingum úr hinum ýmsu fræðigreinum til skrafs og ráðagerða um rannsóknir í Reyk- — ---—— y-----------— ■ holti og nágrenni. Asdís Haraldsdóttir skrapp í Reykholt og fylgdist með erindum framsögumanna og ræddi við Guðrúnu Svein- bjarnardóttur um fundinn og framhaldið. við kjanir Morgunblaðið/Helgi Garðarsson inna Afl fyrir Austurland. haldið öllu og ætlað að lifa hér áfram,“ sagði Theodór og bætti við: „Orkufrekur iðnaður hefur tvenns konar áhrif á atvinnulíf. Annai-s veg- ar er um að ræða uppbyggingarferli og hins vegar rekstrarferli,“ og minnti hann á mikla fjárfestingu í stóriðju og orkuverum á Suðvestur- landi á síðustu ái'um. Prófsteinn á stjórnvöld „Mér finnst að það sem er verið að hugsa sér hér austur á landi sé próf- steinn á það hvort stjórn- völd meina yfirleitt nokk- uð með því að byggja landið,“ og vísaði hann þar til tillagna forsætisráð- herra um aðgerðir í byggðamálum á næstu árum sem fjallað hefur verið um á Alþingi. Hann sagði orkufrekan iðnað skipta sköpum fyrir byggð í landinu og nú væri svo komið að fámennið og strjál- býlið í landinu væri farið að standa byggð fyrir þrifum í þremur lands- fjórðungum. Hreinn Sigmarsson fluttí einnig er- indi á fundinum og sagði hann það grafalvarlegt mál að aðhafast ekkert gegn því sem hann kallaði áróður falsspámanna gegn virkjunaráform- um. „Við höfum horft upp á það að undanfömu að þingmenn og aðilar innan stjórnkerfisins hafa kiknað undan því gríðarlega álagi sem ein- hliða áróður gegn virkjunar- og stór- iðjuframkvæmdum hefur í för með sér. í ljósi þess er mikilvægt að þeir sem vinna að framgangi þessara mála í stjórnkerfinu og annars staðar fái góðan stuðning frá íbúum á Austur- landi og reyndar landsbyggðinni allri.“ Hann sagði stefnu stjórnvalda skýra og mikilvægt væri að þau létu ekki trufla sig. „Það heldur því eng- inn heilvita maður fram að það sé ein- hver allsherjar björgun að því að af þessum framkvæmdum verði. En raf- orkuframleiðsla og nýting hennar í fjórðungnum er vissulega fyrsta ski-efið að því að hefja uppbyggingu að nýju á Austurlandi.“ Hann sagði virkjun fallvatna því vera eitt stór- kostlegasta framfaramál Austurlands og landsins alls til margra ára. I ályktun sem samþykkt vai- á fundinum segir að samtökin vilji að Austfírðingar eigi kost á hreinni orku til uppbyggingar og nýsköpunar í at- vinnulífi og möguleika á öflugri byggðaþróun. „Þess vegna krefst fundurinn þess að stjómvöld standi við fyrirætlanir um virkjun fallvatna til orkuöflunar fyrir nýiðnað og stór- iðju á Austurlandi.“ Skynsamleg uniræða kaffærð af umhverfísfasistum Einar Rafn Haraldsson sagði m.a. í lokaorðum sínum á fundinum að nú væri ætlunin að taka til hendinni og væru Austfirðingar knúðir af réttlátri reiði, vegna þess að þeir væru út- hrópaðir sem spellvirkjar sem vildu eyðileggja náttúruperlu og byggja reykspúandi og mengandi stóriðju. Hann sagði eftirtektai’vert hvernig fjölmiðlar, með ríkissjónvarpið í far- arbroddi, stæðu með skipulögðum hætti fyrir áróðri og múgæsingu gegn gildandi landslögum um Fljóts- dalsvirkjun. „Mikilmennska og hroki fjölmiðla er komin á það stig að þeir vinna gegn löggjafanum og telja sig þess umkomna að segja þjóð og þingi fyrir um hvað er rétt og hvað rangt. Til að bíta höfuðið af skömminni er- um við neydd til þess að greiða skatt til ríkissjónvarpsins og þar með laun þeirra sem mest hamast gegn hags- munum okkar. Eg skora á mennta- málaráðheiTa að aflétta þessari áskriftarskyldu og sjá svo hve margir Áustfirðingar eru tilbúnir að borga afnotagjaldið eða þá að reka þá starfsmenn sem lengst hafa gengið og yfírmenn þeirra líka.“ Einar Rafn sagði að skyn- samleg umræða um sambúð fólks og náttúru væri kaffærð af umhverfis- fasistum sem blómstruðu í ótakmark- aðri athygli fjölmiðla. Hann sagði að nú væri nóg komið og þess vegna risu Austfirðingar upp og sameinuðust í áskorun sinni á stjórnvöld um að hvika hvergi frá áformum um virkjun fallvatna og uppbyggingu stóriðju. GUÐRÚN Sveinbjarnardótt- ir, fomleifafræðingur hjá Þjóðminjasafninu, hefur stjómað fornleifarannsókn- um í Reykholti. Hún sagði að þegar aftur var hafist handa við uppgröft í Reykholti fyrir tveimur árum hafi það vakið áhuga hjá fólki úr ýmsum fræðigreinum að tengjast verkefninu og útvíkka það. Hugmynd hafi vakn- að um að gera eitthvað meira en að grafa upp húsarústir og setja heldur á fót verkefni sem væri bæði fjöl- og þverfaglegt. Fjölfaglegt segir Guð- rún vera það þegar margar fræði- greinar vinna samsíða að ákveðnu verkefni og tengjast síðan, en þver- faglegt þegar unnið er saman að verkefninu. Reykholt er frægur stað- ur bæði sögulega séð og einnig út frá bókmenntunum og einmitt þess vegna hafi þessi áhugi á samstarfi vaknað. Hvers vegna settist Snorri að í Reykholti? „Það voru fulltrúar Háskólans í Þjóðminjaráði sem hrundu þessu af stað og í fyrra var haldinn fundur með nokkrum norrænum sérfræðing- um, fomleifafræðingum og sagnfræð- ingi, til að kanna grandvöll fyrir nor- rænni samvinnu. Upp úr því var ákveðið að víkka verkefnið meira út og efna til þessa alþjóðlega vinnufundar," segir Guðrún. „í hugmyndinni felst einnig að taka ekki einungis fyrir Reykholt heldur allt svæðið sem tengdist staðnum. Mun meira er gert af því núorðið að setja fornleifarannsóknir í samband við umhverfið. I Reykholti verða þá landshættir skoðaðir, hvern- ig gróður hefur þróast, hvaða býli til- heyrðu staðnum og hvers vegna og reynt að gera sér grein fyrir hvernig landgæði hafa verið á tímum Snorra Sturlusonar á 13. öld. Ymsar aðferðir eru til þess í öðrum vísindum, til dæmis náttúruvísind- um,“ segir Guðrún. „Þá er gróðurfar skoðað og reynt að fara aftur í tím- ann með því að skoða gjóskulög og tímasetja út frá þeim. Sýni era tekin úr jarðveginum til að skoða gróður- leifar og leifar eftir skordýr sem segja okkur ýmislegt um aðstæður og veðurfar. Þingstaðir, verslunarstaður og sel sem Reykholt átti skipta máli og reynt er að varpa fram spurningunni hvers vegna Snorri valdi sér þennan stað til búsetu.“ Landgæði, örnefni og áhrif munka á Sturlunga Erindin sem flutt voru í upphafi fundarins voru mjög margvísleg. Þar var ekki eingöngu fjallað um Reyk- holt, heldur komu fram hugmyndir og lýsingar ýmissa fræðimanna í mörgum fræðigreinum á rannsókn- um sem talið er að geti nýst við rann- sóknirnar í Reykholti. Fjallað var um íslenskt þjóðfélag á 12. og 13. öld með sérstakri tilvísun til Snorra St- urlusonar, fornleifarannsóknir í Reykholti fyri' og síðar, landnáms- hauga í Norður-Noregi í tengslum við hagfræði-, menningar- og þjóðfé- lagssögu, hugsanleg tengsl og áhrif munka Benediktsreglunnar á Sturl- unga, áhrif landslags og landgæða á landnám og búsetu, sögulega landafræði, ör- nefni í Reykholtsdal, gjóskulög í Borgarfirði og ritaðar heimildir, fornleifarannsóknir í Mosfellsdal og danska hefð í stóram fornleifarannsóknum og hugsanlega skipulagningu verkefnisins í Reyk- holtsdal. Framsögumenn voru frá ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum og voru þeir ýmist sagnfræðingar, fornleifafræðingai-, málfræðingar, landfræðingar eða jarðfræðingar. I umræðuhópunum, sem fólkið skipti sér niður á á eftir, bættust í það minnsta við veðurfræð- ingur og bókmenntafræðingar og ef tO vill fólk úr fleiri fræðigreinum; Um var að ræða þrjá umræðuhópa. í einum var fjallað um umhverfismál og náttúruvísindi, í öðrum um sagn- fræði og fornleifafræði og í þriðja um bókmenntirnar. í lok fundarins var reynt að miðla upplýsingum á milli hópanna. *■ Áhugi á fornleifarann- sóknum fer vaxandi Guðrún segir að ekki hafi verið ætlast til að fá niðurstöðu út úr þess- um fundi. Hann hafi fyrst og fremst verið haldinn til að kanna áhugann og ræða um möguleikana. „Nú þarf að skoða allar upplýsing- ar sem komu fram og reyna að finna fleti á frekari rannsóknum. Áður hafa svona samvinnuverkefni verið sett á laggirnar, en kannski ekki af þeirri stærðargráðu sem við höfum hugsað okkur. Persónulega fræddist ég mik- ið af hinum fræðigreinunum og hver hugsun þein-a sem þær stunda væri. Nú fer fólk heim til sín og hugsar málið og kemur svo vonandi með tilllögur um möguleika á hvernig haga eigi rannsóknunum og þróa samstarfið." Akveðnum hópi fólks var boðið til vinnufundarins og sagði Guðrún að mikil ánægja hafi verið yfir því hversu margir þáðu boðið. Álls mættu um 40 sérfræðingar úr mörg- um fræðigreinum og þar af komu margir frá útlöndum. Þessi áhugi væri í sjálfu sér merki um að fundur- inn hefði heppnast vel. Guðrún sagði að á undanförnum árum hafi áhugi á fornleifarannsóknum farið vaxandi og meira fé verið lagt til þeirra. Einnig hefur áhugi útlendinga á rannsókn- um hér á landi aukist svolítið. „Ég held að tilganginum hafi verið náð með því að halda þennan fund til þess að fá meiri yfirsýn yfir það sem vitað er og möguleikana á ýmsum rannsóknum, hvort sem er í sam- vinnu fólks úr mörgum fræðigreinum eða samhliða. Ég held að fólki finnist það spennandi. Eg veit til dæmis ekki til þess að áður hafi verið reynt að tvinna bók- menntimar inn í svona rannsóknir en áhuginn á því er greinilega mikill. Næsta skrefið verðuiT að ná saman hópi fólks sem hefði frumkvæði að því að þróa þetta verk- efni áfram og fá heildarmynd af því hvað væri raunhæft að gera. Síðan verður reynt að sækja um meiri pen- inga til verkefnisins. En margt af því sem verið er að hugsa um byggist mikið á því hvað kemur upp úr upp- greftrinum." J Erum knúðir áfram af réttlátri reiði Reynum að finna nýja fleti á rannsóknunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.