Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Orville afró Elísabet leikfimi FÓLK í FRÉTTUM I Sjötta skilningarvitinu leikur Bruce Willis sálfræðing og er hinn átta ára gamli Cole Sear einn sjúklinga hans. Bruce Willis á toppnum MYNDIN The Sixth Sense eða Sjötta skilningarvitið er fjórðu vik- una í röð í toppsæti bandaríska kvikmyndalistans yfir aðsóknar- mestu kvikmyndir þar í landi. Þar með er hún fyrsta kvikmyndin í meira en ár til að halda toppsætinu fjórar helgar í röð. Það er Bruce Willis sem fer með aðalhlutverk í hinni yfirnáttúrulegu spennumynd og náði hún inn tæplega einum og hálfum milljarði króna um síðustu helgi, næstum helmingi meira en The 13th Warrior sem situr í öðru sæti listans. í þeirri mynd fer Ant- onio Banderas með hlutverk víkings á tíundu öld en myndin var frum- sýnd vestanhafs fyrir helgi. Myndin átti að koma út á síðasta ári en þar sem The Mask of Zorro sem Band- eras fór einnig með aðalhlutverkið í var sýnd þá þótti ekki tímabært að sýna víkingamyndina sem gerð er eftir sögu Michael Crichton fyrr en nú. Sex nýjar myndir eru á kvik- myndalistanum þessa vikuna og er mynd Alberts Brooks, The Muse, ein þeirra en hún hreppti sjötta sæti listans. Johnny Depp leikur í mynd- inni The Astronaut’s Wife eða Kona geimfarans sem frumsýnd var á miðvikudag og situr í tíunda sæti listans. Mynd Brendan Fraser Du- dley Do-Right sem er gerð eftir samnefndri teiknimynd er einnig ný á lista og komst í ellefta sætið. Sjötta skilningarvitið er fram- leidd af Disney-kvikmyndaverinu og telja þeir sem þekkja til að hún eigi eftir að halda toppsætinu næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir líka. Stutt Heima er best LEIKKONAN Kim Basinger mun næst sjást á hvíta tjaldinu með Vincent Perez í myndinni I Drea- med Of Africa og fjallar um un- hverfísverndarsinna sem berst fyrir björgun ósnortins lands í Af- ríku. En Basinger hefur ekki alltaf verið svo ævintýragjörn eins og í þeirri mynd. Reyndar var sá tími í lífí leikkonunnar að hún þorði ekki að fara út fyrir hússins dyr og hélt sig því heima í meira en hálft ár. Basinger mun ræða opinskátt um hræðslu sína og kanna heim annarra sem þjást af því sama í þættinum America Undercover á sjónvarpsstöðinni HBO. Á lyfjum í sjónvarpi FORSPRAKKI hljómsveitarinnar Blur, Damon Albarn játaði að hafa tekið e-töfiu áður en hann kom fram í sjónvarpsþættinum Top of The Pops og hefur verið gagnrýndur fyr- ir. Damon játaði þetta á Reading- tónlistarhátíðinni frammi fyrir 20 þúsund áhorfendum og sagði að maður hjá útgáfufyrirtæki hefði látið hann og bassaleikarann Alex James fá efnið. Damon hefur áður talað op- inskátt um eiturlyf og sagðist hafa orðið mjög þunglyndur í kjölfar kókaínneyslu. Fjöldi foreldra hafa lýst yfir áhyggjum þar sem Damon er átrúnaðargoð fjölda unglinga. Vinur í vanda LEIKKONAN Courtney Cox gekkst nýlega undir leysigeisla- aðgerð á augum en hún hafði orð- ið mjög dapra sjón og hefði lög- lega getað verið úrskurðuð blind. Fyrir aðgerðina gat Cox ekki les- ið á spjöld með texta sem haldið er á lofti fyrir leikarana við gerð sjónvarpsþátttanna og því telur hún að aðgerðin muni bjarga ferli sínum. Eftir aðgerðina sagði Cox um eiginmann sinn, leikarann Da- vid Arquette: „Ég hafði ekki hug- tnynd um að hann væri svona myndarlegur." South Park úr sögunni LEIKSKÓLI í Bretlandi sem hingað til hefur borið nafnið South Park mun væntanlega verða kailaður eitt- hvað annað í framtíðinni. Aðstand- endur leikskólans telja að samnefnd- ir sjónvarpsþættir hafi svert ímynd skólans og að teiknimjmdin sem sýnd verður innan skamms um allt Bretland auki enn á vandræðin. Því hefur verið ákveðið að skólinn fái nafnið The Orchards. Foreldrar eru ekki allir á sama máli um að nafn- breytingar sé þörf þrátt fyrir að vera sammála skólastjórninni um að þættirnir séu óhoilt sjónvarpsefni. „Hvað ef gerð verður ofbeldisfull mynd sem heitir The Orchards? Ætla þeir þá að breyta nafninu aft- ur?“ sagði ein móðir um málið undr- andi. Synir Iglesias vinsælir HJARTAKNÚSARINN Enrique Iglesias, sonur Julios, er kominn á topp bandaríska vinsæidalistans með nýjustu smáskífu sína sem verður á fyrstu breiðskífunni sem hann syngur á ensku. Lagið heitir Bailamos og er á plötu með lögum úr mynd Wills Smith, Villta, villta vestrið og var það hugmynd leik- arans að Enrique myndi gefa lag- ið út á smáskífu. Yngri bróðir En- rique, Julio yngri, hefur einnig gefið út plötu og mun verða á tón- leikaferðalagi með söng- og leikkonunni Cher í september. Hana - nú Landsreisa Hana-nú í Kópavogi með „Smellinn...lífið er bland í poka" 1. til 10. september Sýningarstaðir: Hafnarfjarðarleikhúsið, Hafnarfirði Leikskálar, Vík í Mýrdal Sindrabær, Höfn Valhöll, Eskifirði Miðvikudag 1. september kl. 17.00 Fimmtudag 2. september kl. 20.00 Föstudag 3. september kl. 20.00 Laugardag 4. september kl. 20.00 Mikligarður, Vopnafirði Húsavík, samkomuhúsinu Akureyri, samkomuhúsinu Bifröst, Sauðárkróki Borgarnes, Félagsmiðstöðinni Óðali Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Landsreisa Smellsins er einstæð í (slandssögunni! Hefur einhver heyrt um leikhóp eldra fólks sem fer „hringinn" og spyr knýjandi spurninga um alvarleg málefni svo fólk veltist um af hlátri? 6. september kl. 20.00 7. september kl. 20.00 8. september kl. 20.00 9. september kl. 20.00 10. september kl. 20.00 Höfundar leikdagskrár: Ritgyðjur Hugleiks og leikhópurirw. Harmonikuleikari: Magnús Randrup. Leikfimi stjórnar: Margrét Bjarnadóttir. Gestaleikarar: Arnhildur Jónsdóttir og Valdimar Lárusson. Aðstoð við útlit: Hlín Gunnarsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Leikstjóri: Asdis Skúladóttir. Almennum umræðum eftir sýningar stjórnar Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðumaður Gjábakka og Gullsmára. Miðaverð: 800 kr., börn 400 kr. Lagt verður af stað út á land frá Gjábakka, fimmtudaginn 2. september kl. 13.00, með lúðrablæstri og „húllumhæ". Allir velkomnir! Missið ekki af sögulegum atburði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.