Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vargur í véum ÞETTA er kaldhæð- in fyrirsögn og virðist hún fremur geta átt við skyttuna en litla dýrið varnarlausa. Og hvað merkir svo „vargur í véum“. Ég fletti upp í samheitaorðabókinni og þar er þessi skýr- ing: friðarspillir. Vé merkir helgidómm- og oft er heimilið kallað vé þeirra sem þar búa. Já, hvor er friðarspillir skyttan eða tófan? Hvor ræðst inn í hið helga vé sem heimilið er, skyttan eða tófan? Mér finnst endilega og svo mun fleirum fai’a, að skyttan sé þarna vargur í véum! Skáldin sjá oft betur en meðal- mennskan, hvert stefnir og gjarnan flytja sum þeirra varnaðarorð fyrir dýrin, sem eru minnimáttar, já minni en vorir minnstu bræður. f Davíð skáld frá Fagraskógi segir í kvæði sínu Fjallarefurinn: Meðan bóndi í björtum brúðarfaðmi sefur. Sveimar einn um sveitir soltinn fjallarefur. Læðist hann og læðist leitarsér aðæti. Bóndann mundi hann bíta á barkann er hann gæti. Böm hans öll og brúði * bóndinn svældi inni. Síðan er kaupmannskonan í kápu úr refaskinni. Einn má einstæðingur upp á reginfjöllum rekja raunir sínar réttdræpur af öllum. Já, réttdræpur af öllum! Er það ekki afstaða Islendingsins til refs- ins enn í dag? Þó er refurinn frum- byggi landsins meðal spendýra og hefur búið hér í tugþúsundir ára samkvæmt áðurnefndri grein, en maðurinnn í rúm þúsund ár, en hver er svo réttur frumbyggjans? Rétt- dræpur af öllum! Já, hver er réttur dýrsins á þessari jörð? Slíkar spurningar eig- um við að hugleiða og reyna að svara. I Biblí- unni segir í sköpunar- sögunni: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðsmynd, hann skap- aði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau og sagði við þau: „Ver- ið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yf- ir fuglum loftsins og yfir öllum dýr- um, sem hrærast á jörðinni.“ Svo mörg eru þau orð, og þau hafa ræst. En okkur mönnunum ber að vera góðir ráðsmenn. Við eigum að bera lotningu fyrir lífinu, hlúa að og Skotveiðar Því fylgir ábyrgð að vera maður, segir Ragnar Fjalar Lárus- son, og dómur fylgir breytni manns. græða sár, virða allt sem lífsanda dregur. Við eigum ekki að ganga um þessa jörð með byssu við hönd, drepandi og eyðandi eins og vargar í véum, heldur sem vinir málleys- ingjanna, líka refsins, frumbyggja þessa kalda lands. Refurinn hefur verið ásakaður fyrir það að leggjast á lömb bóndans og drepa þau eða særa, en slíkt er raunar gömul lumma, eins konar þjóðsaga, sem ég hygg, að eigi sér harla litla stoð í veruleikanum. Refurinn lifir mest á mófugli, rjúpum og heldur því Ragnar Fjalar Lárusson í Ertu orkulaus? Þá færðu þér náttúrulega ORKU. Kynning á ORKU bætiefnum og vftamfnum verður í Lyfju Lágmúla (dag og Hamraborg á morgun. kl. 14 -18. KAUPAUKI FYLGIR KAUPUM Á VÍTAMÍNUM! ORKU nrrni Isbætiefni Lb LYFJA Lyf á lágmarksverði Ráðgjöf í Lyfju kl. 14-18: Lágmúla mánudag, þriðjudag og föstudag. Hamraborg í Kópavogi miðvikudag. Setbergi í Hafnarfirði, fimmtudag. > UMRÆÐAN áfram ef skotveiðimönnum ekki tekst að drepa þær allar. Mér finnst ástæðulaust að við- halda fjandskap við þetta fallega og vitra dýr og láta gamlar gróusögur um grimmd þess lönd og leið, eins og við höfum losnað undan drauga- trúnni, sem tröllreið þjóðinni á liðn- um öldum. Það er algerlega fráleitt að hafa hér hóp af hátt launuðum grenjaskyttum með hið ósiðlega at- hæfi, sem ætíð hlýtur að fylgja því starfi. Nei, því þarf að linna. Það á að friða fjallarefinn og sýna þessum fi-umbyggja Islands virðingu og vinarhug. Ég skora á dýraverndar- félög og stjórnvöld að gangast fyrir því. Að lokum vil ég minna á frásögn eftir Ái*na Óla, rithöfund, í bók hans Ekki einleikið, sem út kom hjá Setbergi 1978, en greinin heitir Álög og er holl lesning fyrir refa- skjrttur og aðra skotveiðimenn. Höfundur var kornungur maður er hann fór með vini sínum og nafna til að vinna greni. Þeir höfðu vakað við grenið nokkrar nætur og náð einum hvolpi. Gef ég nú höfundi orðið: „Svo lögðum við af stað og fórum líklega um 100 faðma frá greninu. Þar lagðist nafni í skorning með byssuna, en ég halaði hjuppa niður á ofurlitlu holti skammt frá. Gerði ég það þannig, að ég lagði hann á bakið og rak svo niður hælana, sem við höfðum gert. Gat hann þá ekki komist á fætur. Þetta hreif, nú varð hann hræddur og fór blátt áfram að háskæla. Ég hljóp af stað heim að greninu. Ekki hafði ég langt farið, er ég heyrði í tófu að baki mér. Og er ég leit við, var hvít tófa komin upp á holtið til hjuppa og togaði í skottið á honum. I sama bili hvað við skot, og tófan féll. Nafni stökk á fætur og hljóp upp á holtið. Og ég hljóp í sprettinum til hans. Þarna lá refurinn steindauð- ur, en hvolpurinn særður og skrækti eymdarlega. Rann okkur það til rifja, og höfðum við ekki skap til að láta hann kveljast, svo að við styttum honum aldur. Nú héldum við heim á grenið hróðugir mjög. En rétt þegar við erum að koma þangað, heyrum við tófugagg. Varð okkur þá litið við og sáum hvar önnur hvít tófa skaust upp á holtið. Hún þefaði að blóð- bælinu, teygði svo upp hausinn, horfði í átt til okkar og rak upp hvert tryllingshljóðið af öðru, nístandi sár og þrungin af tak- markalausri heipt. Okkur fór hroll- ur um merg og bein, því að við fundum báðir að þetta voru magn- þrungnar bölbænir yfir hina mis- kunnarlausu mannvarga. Svo hvarf hún og við sáum hana ekki framar. Við vorum eins og lamaðir, því að sök bítur sekan. Sigurgleðin var horfin, en í staðinn komið sam- viskubit út af því hvernig við höfð- um farið með þetta heiðarheimili. Og aldrei hefi ég gleymt þeirri stund, er tófan hrópaði bölbænir sínar yfir okkur, morðingjana. Og langa ævi hefir mér fundist sem ég hafi verið undir álögum tófunnar." Því fylgir ábyrgð að vera maður og dómur fylgir breytni manns. Postulinn segir: Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann upp- skera. Höfundur er prestur. Altækt umhverf- ismat um Austur- landsvirkjun ÞAÐ ER ef til vOl að bera í bakkafullan læk- inn að bæta við þá miklu orðræðu sem nú á sér stað í fjölmiðlum um Eyjabakkana og þá skelfingu sem það myndi leiða yfir þjóð- ina um alla framtíð, ef þeim yrði sökkt í vatn. Allir hafa skoðun á virkjunarmálum Aust- anlands, og þeim mun ákveðnari eru skoðan- irnar mót væntanleg- um framkvæmdum sem hlutaðeigendur eru fjær vettvangi, og rökin samkvæmt því. Ýmsir eru sannfærðir um að þarna sé heOög jörð. Virkjun eða ekki virkjun Fyrir nokkru var morgunþáttur í Ríkisútvarpinu þar sem þrír máls- metandi Reykvíkingar voru hjart- anlega sammála um þá fjarstæðu, sem það væri að gera lón á Eyja- bökkum. Stóru orðin voru ekki spöruð og það fullyrt m.a. að 80% þjóðarinnar væru á móti fram- kvæmdunum, það væri hrein vald- níðsla sem andstæð væri öUu lýð- ræði ef fram færi sem horfði með virkjun. Tekjur af ferðamennsku hefðu aukist og margfaldast á síð- ustu árum og ekki mætti skemma slíkar náttúruperlur. Sá fjöldi geld- gæsa, sem fitar sig fyrir flugið til Bretlandseyja einmitt þarna, verð- ur að fá að vera í friði. Áustfirðingar geta fundið eitthvað annað til að viðhalda byggð í fjórðungnum. í allmörg ár upp úr 1980 sá eg um fastan _ þátt í Ríkisútvarpinu, sem hét „Úr Austfjarðaþokunni". Þar var bæði talað við fólk ýmist búsett á Austurlandi eða burtflutt. Eg hafði ávallt sama formála, sem var efnislega þannig: AUt frá landnámi og fram eftir 20. öldinni hafa búið á Austurlandi u.þ.b. 12% af lands- mönnum. Nú væru þar aðeins 4,5%. Svo kom spurningin: Hvers vegna? Svörin sem eg fékk voru býsna ein- slit: Vegna atvinnu og menntunar barna hefðu flutningar suður fyrst og fremst orðið. Við þetta vil eg bæta því, að í skólameistaratíð minni við Menntaskólann á Egils- stöðum, spyrði eg yfirleitt nemend- ur undir lok námstímans hvar þeir vildu helst búsetja sig. Hér voru svörin álíka einsht: Hér fyrir austan ef eg gæti fengið vinnu við mitt hæfi. Fyrrnefndur útvarpsþáttur vekur nokkrar spurningar: 1. Viðkomandi auknum fjölda er- lendra ferðamanna: Hvar hafa nátt- úruundrin á Fljótsdalsheiði verið notuð tO landkynningar? Hversu margir ferðamenn hafa komið tO landsins vegna þeirra? 2. Valdníðsla eða lýðræði: Um skoðun þjóðarinnar á virkjunarmál- um Austurlands má eflaust deOa því það skiptir máli hvernig spurt er í fjöldakönnunum. Hitt er rétt að gaumgæfa, að 70% Austfirðinga lýstu fylgi sínu við virkjun og verk- smiðju í Gallup-könnun og nærfellt allh' sveitarstjórnarmenn fjórð- ungsins! Margt þessa fólks hefur áratugum saman barist í því að efla byggð. Stofnuð hafa verið fyrirtæki með tilstyrk sveitarfé- laga, sem síðan hafa mörg orðið gjaldþrota og ýmislegt hefur verið reynt tO eflingar byggðar. Nú trúa þess- ir aðOar á mikOvægi stórframkvæmda: Hver er eg að segja þá fara vOlir vegar. Virkjum og nýtum hreina orku á vistræn- an en arðvænlegan hátt. Nú er deOt um hvort gera skuli „lögformlegt umhverfismat" eða láta umhverfismat Lands- virkjunar nægja. Öfga- fyllstu umhverfissinnar vona efa- laust að hið lögformlega mat leiði í ljós að ekki megi skerða eitt fífustrá á Eyjabökkum. Andstæðingar þeirra vOja hafa hraðann á og nýta Virkjunarmál Gæti sú sátt, sem þarf að takast um virkjanir á Austurlandi, spyr Vilhjálmur Einarsson, ef til vill falist í að hrinda í framkvæmd hugmyndum bóndans á Kirkjubæ? gamalt virkjunarleyfi. Hér vO eg vekja máls á þriðju leiðinni. Altækt umhverfísmat! Fyrir nær tveim áratugum ritaði bóndi á Fljótsdalshéraði, Jón Sig- urðsson á Kirkjubæ, greinai’ um virkjanamál. Hann benti á þann ávinning sem það myndi skapa líf- ríki Fljótsdalshéraðs ef ekki yrði virkjað í Fljótsdal heldur í Berufirði eða Lóni. Þar með yrði Lagarfljót blátært, eins og Skorradalsvatn, sem skapaði ótæmandi fiskiræktar- möguleika, auk þess sem sólarork- an, sem nú speglast tO baka út í geiminn, myndi ná til botns og þar myndast eðlOegur vatnagróður, sem hvergi getur nú að líta við bakkana. Hitastig yfirborðs fljóts- ins myndi hækka og golan sem léki um það yrði hlýrri en ella. Þetta myndi bæta skóg- og kornræktar- skOyrði á Héraði. Umhverfísmat, sem tæki þetta með í reikninginn væri sannarlega mikiivægt. Þá kynni að koma í Ijós, að á móti fórn- inni af Eyjabökkum uppi á öræfum kæmi fram margfaldur ávinningur í byggð. Lokaorð Þegar eg færði þessar hugmyndir bóndans í tal við tæknimenn á sín- um tíma var svarið að það væri svo dýrt að grafa jarðgöng miðað við opinn skurð út alla Fljótsdalsheiði, að slík framkvæmd væri alls ekki arðvænleg. Nú er fallið frá hinum opna skurði og áformað að bora jarðgöng út alla heiði. Því spyr eg: Eru ekki fallnar meginforsendur fyrir því að virkja í Fljótsdal fremur en að leiða vatnið suður? Hér er um stórmál að ræða. Það má ekki ske að Jökulsá á Dal verði leidd ofan í Lagarfljót tO hlítar. Gæti sú sátt, sem þarf að takast um virkjanir á Austurlandi, ef til vOl fahst í því að hrinda í framkvæmd hugmyndum bóndans á Kirkjubæ? Höfundur er fyrrverandi skóla- meistari Menntaskólans á Egilsstöð- um. Vilhjálmur Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.