Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Nýtt útibú Sparisjóðs Vestmannaeyja, Kaupþings og SP-fjármögnunar opnað í mars Sérhæft bankaútibú með sérhæfðri þjénustu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsemi Sparisjóðsins verður í byggingu sem nú er í smíðum við Austurveg 6 í miðbæ Selfoss. Selfossi - Gengið hefur verið frá kaupum Sparisjóðs Vestmannaeyja á 150 fermetra húsnæði á fyrstu hæð, auk geymslu í kjallara, í nýbyggingu að Austurvegi 6 á Selfossi. Bygging- araðilar hússins eru Guðmundur Sigurðsson og Steinar Árnason á Selfossi. Bygging hússins hófst nú í sumar og verður það á þremur hæð- um auk kjallara og er hver hæð lið- lega 300 fermetrar. Reiknað er með að starfsemi geti hafist í húsinu á fyrri hluta næsta árs og er þar gert ráð fyrir ýmiskonar verslunar- og þjónustustarfsemi. Að sögn forráðamanna Sparisjóðs- ins munu Kaupþing og SP-fjármögn- un koma með virkum hætti að rekstrinum í húsnæði Sparisjóðsins og verður þarna um að ræða útibú frá þessum fjármálastofnunum. Sparisjóðsmenn hafa lengi horft til þess að enginn sparisjóður hefur verið starfandi allt frá höfuðborgar- svæðinu til Homafjarðar, ef frá er talinn Sparisjóður í Eyjum sem starfað hefur í liðlega hálfa öld. Kaupþing og SP-fjármögnun hafa átt viðskipti við Sunnlendinga á und- anförnum árum og mun aðkoma þeirra verða til þess að auka þjón- ustu við Sunnlendinga. Undirbún- ingur að stofnun útibús á Suðurlandi hjá þessum þremur fjármálastofnun- um hefur staðið í nokkra mánuði og er stefnt að því að starfsemi geti haf- ist í mars á næsta ári. „Þetta verður sérhæft bankaútibú með sérhæfðri þjónustu sem verður sýnilegri en í venjulegu bankaútibúi. Það verður farið rólega af stað í upp- hafi og starfsemin látin þróast eftir þörfum markaðarins. Takist vel með starfsemina getur þetta orðið upp- hafið að stofnun öflugs Sparisjóðs á Suðurlandi með þátttöku þessara að- ila og fleiri sparisjóða auk stofnfjár- eigenda á svæðinu," sagði Amar Sig- urmundsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Biskup vísiterar Skeggja- staðakirkju Bakkafírði - Biskup íslands, Karl Sigurbjömsson, vísiteraði Skeggja- staðakirkju, 21. ágúst sl. en kirkjan er talin elsta kirkjan á Austurlandi. Biskup sagðist ánægður með heimsóknina og notaði tækifærið og gaf yngstu kirkjugestunum krossa að gjöf. Með biskupi þjónuðu Sigfús Amason, Vopnafirði, og Jóhanna Sigmarsdóttir, Eiðum, fyrir altari en þess má geta að Jóhanna er dótt- ir sr. Sigmars Torfasonar sem lengst hefur þjónað Skeggjastaða- kirkju. Það voru um 35 manns sem sóttu messuna. Frábært leikár í fersku leikhúsi - IÐNÓ 1999-2000 3.sýning | Ltikártó 1999 - 2000 Handhafi: Sigurður Karl Pálsson Frankie og Johnny Romroí Stjórnur á morgunhimni Sjeifcspir eins og hann leggur sig Konan með hundinn Leiklr Kýldu á IÐNÓ-kortið og þú drifur þig i leikhús Aðeíns 7500 kr. ef greitt er með VISA kreditkorti Hringdu í 5303030 KLUBBURINN *3BS* " • - ~~~ ®T«weii «***%•* •j er« yrði SS§§~ ‘•nnsóknu Msirgi Með blaðinu í dag í tilefni af íslensku sjávar- útvegssýningunni er sérstök umfjöllun um sýninguna í sérblaðinu Úr verinu í dag. Kort af sýningarsvæðinu er í blaðinu. Taktu blaðið með á sýninguna og komdu við í bás Morgunblaðsins á svæði L 20! fKergttttlrlafeifr Morgunblaðið/Davíð Pétursson Færði skólanum ritvél sína Grund, Skorradal - Nýlega kom Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, í heimsókn að Hvann- eyri í fylgd sona sinna Sigurðar og Ásgeirs, ásamt hinum trausta samstarfsmanni sínum til margra ára, Magnúsi Óskarssyni, fyrrver- andi yfirkennara á Hvanneyri. Guðmundur, sem nú er á 98. aldursári, var ekki einungis kom- inn til að skoða bijóstmyndina af sér, sem afhjúpuð var við stofnun Landbúnaðarháskólans f sumar, heldur kom hann færandi hendi eins og oft áður. Nú gaf hann skólanum ritvél sína, sem dugði honum allan hans starfstíma á Hvanneyri, frá árinu 1928 til ársins 1972 og síðan til ársins 1995 í Reykjavík. Á mynd- inni sem tekin var á Hvanneyri fyrrnefndan dag, sést Guðmund- ur sitja við skrifborð sitt í hinum trausta skrifborðsstól sínum og er ritvélin komin á sinn gamla stað. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Biskup gaf yngstu kirkjugestunum krossa að gjöf. Sóknarnefnd Skeggjastaðakirkju ásamt biskupi. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Karl Árnason, Bjarni Jónsson, Asta Harðardóttir og Ólafur Björn Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Sr. Jóhanna Sigmars- dóttir, Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, og sr. Sigfús J. Árnason. LANDMÆLIN G________________________________ Námskeið í iandmælingu, tækniteikningu og tilboðsgerð Fjölþætt og hagnýtt nám, sem stendur yfir í rúma 3 mánuði. Að ioknu námi eiga þátttakendur að vera færir um að vinna sjálfstætt við mælingar og tilboðsgerð. Helstu þættir námsins eru: Hallamælingar, málbandsmælingar, hornamælingar, byggðamæling, hnitakerfið, burðarhæfni jarðvegs, Autocad æfingar, tilboðsgerð í excel, vinna við alstöð, stærðfræði og verkefni leyst með stærðfræðiforriti. Hentugt nám fyrir þá sem vinna við mælingar og tæknistörf hjá verktökum, sveitarfélögum og byggingameisturum eða vilja kynna sér þessa tækni. Vel menntaðir kennarar með mikla reynslu af mælingum og kennslu. Vönduð námsgögn. Skráning og nánari upplýsingar í símum 552 7200 og 551 5593. Stærðfræði- og tölvuþjónustan, Brautarholti 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.