Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FRÉTTIR_____________________ Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, í opinberri heimsókn á fslandi Horfir með tilhlökkun til hátíðahalda á næsta ári Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra og Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, skoðuðu víkingaskip- ið fslending við Reykjavíkurhöfn í gær en skipið mun sigla vestur um haf á næsta ári í tengslum við hátíða- höld í tilefni þúsund ára afmælis landafunda íslendinga í Vesturheimi. Með þeim á myndinni (t.h.) er John Harvard, sem er þingmaður frá Winnipeg eins og Axworthy. Harvard ku vera af íslenskum ættum og átti hann á mánudagskvöld fund með ættingjum sínum hér á landi. BÆÐI Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, lýstu mikilli ánægju sinni með fund, sem þeir áttu í gær, en Axworthy var hér í opinberri heimsókn í boði Halldórs. A fundinum ræddu þeir m.a. um flugsamgöngur milli Islands og Kanada, hátíðahöldin á næsta ári í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá landafundum íslendinga í Vest- urheimi, auk þess sem samvinna landanna á alþjóðavettvangi bar á góma í viðræðum utanríkisráðherr- anna tveggja. Axworthy átti í gærmorgun fund með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í Reykjavík en síðan heim- sótti hann Nesjavelli í fylgd með Halldóri Asgrímssyni og borðuðu þeir saman hádegisverð á Þingvöll- um. Kanadíski utanríkisráðherrann flaug síðan áleiðis til Finnlands í gærkvöldi en á blaðamannafundi sem haldinn var við Reykjavíkur- höfn sagði hann þá Halldór hafa rætt ýmis mikilvæg mál á fundi sín- um. „Ég vinn nú að því að móta norð- ursvæðastefnu fyrir Kanada," sagði Axworthy, „sem ég vil leggja fyrir ríkisstjóm í haust. Ég ræddi því lauslega um það við íslensk stjóm- völd í dag hvernig við getum þróað samstarf okkar í þeim málum sem við eigum sameiginleg; ekki síst í umhverfismálum, málum sem varða mengun í norðurhöfum og annað í þeini dúr.“ Ræddu þeir Halldór og Axworthy einnig um hvemig best væri hægt að tryggja áframhaldandi loftferða- samning milli íslands og Kanada, en núgildandi samningur rennur út í október, og hafa viðræður um end- umýjun eða framlengingu hans ekki enn farið fram. Engar ákvarðanir vom þó teknar í þeim efnum enda blikur á lofti í kanadískum flugheimi og kanadísk stjómvöld geta ekki tekið ákvarðan- ir að svo stöddu um loftferðasamn- inga við önnur lönd. Axworthy kvaðst telja samband íslands og Kanada afar gott. „Við vinnum t.d. afar náið saman á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) og nú síðast á vettvangi Norðurheimskautsráðsins. Á þess- ari stundu bíður okkar þó að leysa mikilvæg málefni sem tengjast flug- samgöngum, en þær viljum við auka og bæta. Ég vil t.d. gjarnan að flug- ferðum milli Islands og Vestur- Kanada verði fjölgað en með því myndum við stuðla að auknum og gagnkvæmum fjárfestingum. Við urðum sammála um það í dag að við. myndum vinna ötullega að þessum málum en við ræddum einnig hvernig má útvíkka tengsl okkar á stjómmálasviðinu." Lýsti Axworthy ánægju sinni með að íslenska ríkisstjórnin skyldi hafa ákveðið að koma fyrir ræðis- manni í Kanada í fullu starfi, „en þar er unnið mjög gott starf og á því viljum við byggja“. Fyrsta opinbera heimsókn utan- ríkisráðherra Kanada Axworthy sagði það annars hafa vakið sérstaka athygli sína að heyra Halldór Ásgrímsson segja frá því að Axworthy væri sennilega fyrsti kanadíski utanríkisráðherrann sem kemur í opinbera heimsókn til Is- lands. „Og ég er mjög ánægður að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrstur," sagði kanadíski utanríkis- ráðherrann, „enda kem ég frá Manitoba þar sem er, eins og þið vitið, mjög stórt samfélag Vestur- íslendinga sem leikur mikilvægt hlutverk í lífi þeirra sem búa á þessu svæði. Það em því sterk tengsl sem við vildum halda í heiðri með þessari heimsókn.“ „Ég horfi með tilhlökkun tO há- tíðahaldanna á næsta ári en vita- skuld þarf að undirbúa vel komu forseta ykkar, forsætisráðherra og utanríkisráðherra vestur um haf,“ bætti Axworthy við. „Markmiðið með þessum heimsóknum er að beina sjónum fólks að þeirri stað- reynd að vinatengsl Islands og Kanada hafa í raun varað í þúsund ár.“ Samgönguráðherra um flutning snertilendinga Reynt að hraða að- gerðum STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segist hafa óskað eftir því með bréfi til flugmálastjóra að hann setji fram tillögur um hvað gera þurfi til að hægt sé að beina snertilendingum sem fyrst frá Reykjavíkurflugvelli til annarra flugvalla í nágrenni Reykja- víkur. Formaður Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, Franz Ploder, lýsti þeirri skoðun sinni í blaðinu í gær, að flestir líklegir vellir væru með öllu óhæfir til að taka við snertilending- unum, þeir væru vanbúnir og öryggi þeirra ekki hið sama og á Reykjavík- urflugvelli. Samgönguráðherra segir að til greina komi að ráðast í endurbætur á einhverjum vallanna í nági’enni Reykjavíkur til að þeir gætu tekið við þessu hlutverki og á hann þar til dæmis við fiugvellina á Sandskeiði, við Álfsnes og Stóra-Kropp í Borgar- firði, þar til komið hefur verið upp varanlegra mannvirki í þessu skyni. „Hugsunin er að hraða því sem mest má verða með nothæfum aðgerðum að draga úr umferðinni á Reykjavík- urflugvelli,“ sagði Sturla Böðvarsson og gat þess að þetta þyrfti undirbún- ing. -----»44----- Framsókn Umhverfís- sinnar funda UMHVERFIS- og náttúruverndar- sinnar innan Framsóknarflokksins munu hittast á fundi í kvöld og leggja drög að næstu skrefum vegna umræðna innan flokksins um Fljóts- dalsvirkjun, að sögn Ólafs Magnús- sonar, talsmanns hópsins. Um er að ræða samráðs- og undir- búningsfund fyrir frekari aðgerðir hópsins og segir Ólafur að allir sem leggja vilji málefninu lið séu vel- komnir. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg í kvöld klukkan 20. Á fundinum verður meðal annars ákveðið hvort hópurinn muni standa fyrir opnum fundi í næstu viku þar sem skorað verður á forystu flokks- ins í opnar umræður um málefnið. Menningarráðherra Suður- Afríku hér 1 heimsókn Morgunblaðið/Þorkell Brigitte Mabandla og Björn Bjarnason á fundi sfnum í gær. Greiðslur til þolenda afbrota Réttarstaða barna styrkt BRIGITTE Mabandla aðstoðar- ráðherra menningar-, tækni- og vísindamála Suður-Afríku, dvelur hér á landi dagana 31. ágúst og 1. september í boði Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra og Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Hcimsókn ráðherrans er liður í gagnkvæmri menningarkynningu milli Suður-Afríku og Norður- landanna og er Brigitte Mabandla verndari verkefnisins. Verkefnið hófst, að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar, á síðasta ári og lýkur formlega í Jóhannes- arborg og Durban í september nk. Mun Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og formaður Nor- rænu ráðherranefndarinnar um menningarmál verða þar við- staddur. Framkvæmd menningarkynn- ingarinnar var skipt á Norður- löndin eftir efnisflokkum og komu bókmenntir í hiut fslands. Var haldin ritsmiðja sex nor- rænna og sex suður-afrískra rit- höfunda og myndskreytingafólks og er afraksturinn fimm barna- bækur sem dreift verður í skóla og barnabókasöfn í Suður-Afríku. Aðrir efnisflokkar kynningarinn- ar eru dans, leikhús, ljósmyndir, tónlist, kvikmyndir og mynd- mennt. Kynnir sér margt hérlendis Brigitte Mabandla fæddist árið 1948 og er lögfræðingur að mennt. Hún var kjörin á þing í fyrstu lýðræðislegu kosningunum sem haldnar voru í Suður-Afríku árið 1994 og tók sæti í ríkisstjórn Nelsons Mandela í apríl 1995. Brigitte Mabandla hefur beitt sér fyrir mannréttindum, sérstaklega barna og kvenna. Meðal þess sem hún mun kynna sér hér á landi er starfsemi menningarmiðstöðvar- innar Gerðubergs, Vinnuskóla Reykjavíkur, Listasafn Islands, hugbúnaðarfyrirtækið OZ og Hitt húsið. Einnig mun hún fara til Þingvalla og skoða Nesjavalla- virkjun. FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota var lagt fram á ríkisstjómarfundi í gær til kynningar af Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Samþykkt var að senda frumvarpið til þingflokka, en það var lagt fram á Alþingi í fyrra en hlaut ekki afgreiðslu. Upphaf frumvarpsins má rekja til erindis umboðsmanns bama til dómsmálaráðherra fyrir tveimur árum. í erindinu fer hann fram á að skilyrði 6. gr. laganna verði endur- skoðuð, með tilliti til þess að þau eigi illa við þegar um kynferðisaf- brot gegn bömum er að ræða. Samkvæmt 6 gr. laganna er skil- yrði fyrir greiðslu bóta að brot, sem tjón er rakið til, hafi án ástæðulauss dráttar verið kært til lögreglu og að tjónþoli hafi gert kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi brotamanns. Þá segir að umsókn um bætur skuli hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið. Ekki aðeins bundið við börn Hið nýja fmmvarp felur s.s. í sér heimild til að víkja frá þessum skil- yrðum og á það sérstaklega við þeg- ar brotið er gegn bami, en barn hef- ur oft ekki náð nauðsynlegum þroska til að gera sér grein fyrir því að um refsivert brot hefur verið að ræða, auk þess sem aðstæður bamsins til að kæra brot kunna að vera erfiðar. Á það sérstaklega við þegar náin tengsl em milli barns og brotamanns. Þótt tilefni framvarps- ins sé að styrkja réttarstöðu barna er einnig gert ráð fyrir að hægt verði að víkja frá skilyrðunum í til- vikum þar sem börn em ekki þolendur. Auk erindis umboðsmanns hefur hliðstæð löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum verið höfð til hlið- sjónar við gerð framvarpsins. Samkvæmt skýrslum dómsmála- ráðherra um útgjöld vegna laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota var meðaltals- greiðsla fyrir hvert mál rúmar 500 þúsund krónur árin 1996 og 1997 og rúmar 600 þúsund krónur árið 1998. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 40 milljónir króna fari í greiðslur á bótum til þolenda af- brota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.