Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 1
196. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Allt veltur á leiðtogunum Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKIR og palestínskir samningamenn hafa að mestu geng- ið frá samkomulagi um framkvæmd Wye-sáttmálans um landaafsal í skiptum fyrir öryggisráðstafanir og er það nú undir Yasser Arafat og Ehud Barak komið að reka smiðs- höggið á samninginn, að því er haft var eftir embættismönnum beggja aðila í gær. Wye-sáttmálinn, sem Bandaríkja- menn höfðu miiligöngu um, hefur verið að engu hafður undanfama átta mánuði. Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, og Barak, forsætisráðherra Israels, ræddust við í síma á mánudag. Sögðu embættismenn í gær að líklegt væri að leiðtogamir myndu eiga frekari fundi og reyna að ná sáttum svo að þeir gætu undirritað formlegt samkomulag ásamt Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Alexandríu í Egyptalandi á morgun. Helstu ásteytingarsteinarnir væra fjöldi þeirra palestínsku fanga sem látnir yrðu lausir úr ísraelskum fangelsum og dagsetning brottflutn- ings ísraelskra hermanna frá Vest- urbakkanum í byrjun næsta árs. „Við eram nú á því stigi að öll óleyst ágreiningsefni [...] era mál sem ekki verða leyst með samninga- viðræðum," sagði Saeb Erekat, að- alsamningamaður Palestínumanna, í samtali við Reuters í gær. „[Þessi mál] ki-efjast pólitískra ákvarðana." Haft var eftir háttsettum ísra- elskum embættismanni að þessi málefni væra svo smávægileg að ágreiningur um þau væri „fáránleg- ur“. Wye-sáttmálinn var undirritað- ur í október í fyrra af Arafat og Benjamin Netanyahu, þáverandi forsætisráðherra Israels. Netanya- hu hefti framkvæmd sáttmálans tveim mánuðum síðar eftir að hafa afhent um það bil tvö prósent lands á Vesturbakkanum heimastjóm Palestínumanna. Samkvæmt sáttmálanum bar Israelum að verða á brott frá 13% lands á Vesturbakkanum gegn til- teknum öryggisráðstöfunum af hálfu Palestínumanna. Þá var einnig kveðið á um, án nákvæmra útlistana, að Israelar létu lausa 750 palestínska fanga í þrem áföngum. Israelskir samningamenn hafa hingað til ekki viljað að fleiri en 500 fangar verði látnir lausir, en Palest- ínumenn krefjast þess að fá 650 leysta úr haldi. Deilan stendur nú um 50-60 fanga, að því er ísraelskir embættismenn sögðu í gær. Framkvæmd atkvæðagreiðslu um framtíð A-Tímor lofuð Ottast aðgerðir and- stæðinga siálfstæðis Dili, Sameinuðu þjóðunum, Jakarta. Reuters, AP, UTANRÍKISRÁÐHERRA Indónesíu, Ali Alatas, lofaði í gær framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar á Austur-Tímor og vísaði á bug ásökunum sameiningarafla andstæðinga sjálfstæðis þess efnis að starfsmenn eftirlitssveita Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) hefðu sýnt hlutdrægni við störf sín. Sagði David Wimhurst, talsmaður yfir- stjómar eftirlitssveita SÞ, orðróm Þing Venes- úela svipt völdum Caracas. AFP. STJÓRNARSKRARSAMKUNDA Venesúela hefur svipt þing lands- ins nær öllum völdum og segir stjórnarandstaðan í landinu að til- skipunin geri það að verkum að Hugo Chavez, forseti landsins, sé nú í raun einráður í stjórnmálalífi landsins. í liðinni viku voru völd þingsins skert verulega og sögðust stjórnvöld hafa gripið til þeirra að- gerða til að stemma stigu við út- breiddri spillingu innan stjórnkerf- AFP. um að þrír starfsmenn SÞ hefðu verið myrtir í umsátri herskárra uppreisnarmanna í bænum Gleno ósannan. Var um 150 starfsmönn- um SÞ haldið í gíslingu í sex klukkustundir en þeim síðan leyft að halda til höfuðborgarinnar Dili. Eru sveitir andstæðinga sjálfstæð- is sagðar hafa safnast saman víða og talin hætta á að til frekari of- beldisverka geti komið á næstu dögum. Framkvæmdastjórn SÞ og ríkis- stjórnir á Vesturlöndum fögnuðu í gær mikilli kosningaþátttöku í at- kvæðagreiðslunni á mánudag, en samkvæmt nýjustu tölum er talið að um 99% skráðra kosningabærra manna hafi mætt á kjörstað. Fréttaskýrendur telja þátttökuna til marks um vilja mikils meiri- hluta íbúa landsins til að slíta ríkjasambandi við Indónesíu og öðlast sjálfstæði eftir 23 ára ógn- arstjórn sem kostað hefur rúmlega 200.000 manns lífið. „Það var met- þátttaka. Það hefði ekki gerst ef þjóðin vildi búa við óbreytt ástand,“ sagði talsmaður mann- réttindasamtaka er starfa á eyj- unni. Sameiningaröfl andstæðinga sjálfstæðis sem aðhyllast áfram- haldandi ríkjasamband við Indónesíu kröfðust þess í fréttatil- kynningu í gær að kosningarnar yrðu ógiltar og sökuðu starfsmenn eftirlitssveita SÞ um hlutdrægni. Saka andstæðingar sjálfstæðis starfsmenn SÞ um að hafa stutt við bakið á sjálfstæðissinnum og reynt að tala um fyrir óákveðnum að kjósa sjálfstæði. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, hvatti fólk eftir kosningarnar á mánudaginn til að sýna stillingu og una niðurstöðu kosninganna hver sem hún yrði. Úrslit kunngerð að viku liðinni Búist er við að úrslit atkvæða- greiðslunnar verði gerð kunn að viku liðinni. Atkvæði voru í gær flutt með þyrlum SÞ til höfuðstað- arins Dili þar sem talning hefst í dag. Ef niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar er sú að meirihluti íbúa hef- ur kosið sjálfstæði ber stjórnvöld- um Indónesíu að gera stjómar- skrárbreytingu þess efnis og bera niðurstöðurnar undir þjóðþingið, en búist er við að það fjalli um mál- ið um miðjan október næstkom- andi. Sérfræðingar telja að ferli stjórnai-farsbreytinganna geti var- að í allt að fimm ár og að SÞ muni halda um stjórnartaumana svo lengi er þörf krefur. Reuters Flugeldar í Kúala Lúmpúr FLUGELDAR lýstu upp hæstu byggingu heims í gær, Petronas- tvíburaturnana í Kúala Lúmpúr í Malasíu, þegar húsin voru form- lega opnuð á þjóðhátíðardegi landsins. Forsætisráðherrann, Mahathir Mohamad, stjórnaði at- höfninni, en Malasía hlaut sjálf- stæði frá Bretum 1957. Undu sér betur hjá »nýju“ mönnunum Peking. The Daily Telegraph. VOPNIN snerust heldur bet- ur í höndunum á fjórum kín- verskum smábændum nýverið eftir að þeir höfðu gert tilraun til að hafa fé af öðram körlum með því að „selja“ þeim eigin- konur sínar. Konurnar ákváðu nefnilega að þær yndu sér mun betur hjá „nýju“ mönn- unum. Raunir bændanna fjöguraa urðu fréttaefni eftir að þeir leituðu aðstoðar lögreglunnar til þess að endurheimta eigin- konur sínar. AUar áttu konurnar börn og heimili í Guizhou en eiginmenn þeirra voru hins vegar svo snauðir að þeir skipuðu þeim að afla heimilinu tekna. Fóru þær á stúfana með þau fyrir- mæli í farteskinu að segjast vera einstæðar eða fráskildar. Eftir skamma hríð giftust þær mönnum í öðra þorpi og tryggðu bændunum fjóram heimanmund upp á samanlagt eitt hundrað þúsund krónur. Fengu sitt fram Hugðust bændurnir koma og endurheimta konurnar eft- ir tvo mánuði, en á daginn kom að þær höfðu það mun betra hjá nýjum eiginmönn- um, vildu engan veginn snúa aftur í örbirgðina og kröfðust skilnaðar. Það fylgir hins vegar sög- unni að bændumir fjórir höfðu sitt fram á endanum þegar ný- ir eiginmenn kvennanna höfðu áttað sig á því að brögð hefðu verið í tafli. Óvíst er hins vegar að fjórmenningarnir þori að leika sama leikinn aftur. y regELy-iMj íí'JÍÆ, mMBPg wSi -omw sen —'■ r; Sprenging í Moskvu AP Moskvu. AP, Reuters. ÖRY GGISLÖGREGLUMENN hefja rannsókn á sprengingu sem varð í tölvuleiktæki í stórri verslanamiðstöð í miðborg Moskvu í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slösuðust að minnsta kosti tuttugu manns, þar af fjór- ir eða fimm alvarlega. Ekki var ljóst hver orsök sprengingarinn- ar var. Að sögn rússnesku frétta- stofunnar Itar-Tass hefur sak- sóknari í Moskvu hafið rannsókn á orsökum sprengingarinnar og talið er mögulegt að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Verslanamiðstöðin er neð- anjarðar og staðsett við Kreml- armúra. Júrí Lúzkov, borgar- stjóri í Moskvu, fullyrti að um hryðjuverk væri að ræða og sagði að hinum seku yrði refsað. Algengt. er að glæpaflokkar grípi til sprengjutilræða til að jafna sakir við keppinauta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.