Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 39 .
'1
|
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
sinni um ísland hafa Zeitlmann-hjónin fetað í fótspor Maurers.
Málverkið talið
vera af Konrad
Maurer
Málverkið af Konrad Maurer 19 ára
gömlum sem lengst af var talið vera af
föður hans, Georg Ludwig Maurer.
HÉR á landi var nýverið
staddur í heimsókn dr.
Stephan Zeitlmann en
hann er einn afkomenda
Islandsvinarins Konrads
Maurer sem ritaði merka
ferðabók um dvöl sína á Isl-
andi árið 1858. Dr. Zeitl-
mann var hér ásamt eigin-
konu sinni og kynnti sér
ýmsa staði er langalangafi
hans segir frá í bók sinni og
sagði það hafa verið sér-
staka upplifun að snæða
málsverð í sömu herbergj-
um í Dillonshúsi í Árbæjar-
safni og Konrad Maurer
bjó í um þriggja mánaða
skeið vorið 1858.
Ferðabók Maurers hafði
um rúmlega 100 ára skeið
verið talin glötuð er hand-
ritið kom óvænt í leitimar
fýrir um 20 árum og átti
norrænufræðingurinn dr.
Kurt Schier við háskólann í
Múnchen stærstan þátt í að
hún yrði gerð hæf tU prent-
unar. Ferðafélag íslands réðst svo í
það stórvirki fyrir um tveimur ár-
um að gefa bókina út í íslenskri þýð-
ingu dr. Baldurs Hafstað í tilefni 70
ára afmælis félagsins árið 1997. Er
það eina útgáfa ferðabókarinnar til
þessa en að sögn Baldurs Hafstað
og Jóhanns J. Olafssonar forstjóra
sem beitti sér á sínum tíma iyrir út-
gáfu bókarinnar standa nú vonir til
að bókin verði gefin út í Þýskalandi
áður en langt um líður.
„Það er Bæverska vísindaaka-
demían, undir stjórn dr. Peter
Landau lagaprófessors, sem hefur
boðist til að kosta útgáfii bókarinn-
ar. Dr. Schier mun annast ritstjórn
útgáfunnar en á þessari stundu er
ekki hægt að segja til um hvenær
ráðist verður í útgáfuna þar sem dr.
Schier er önnum kafinn við rit-
stjórn útgáfu Islendingasagna á
vegum Diederichs Verlag í
Múnchen,“ sagði Jóhann J. Olafs-
son í samtali við Morgunblaðið.
Dr. Zeitlmann segir að fjölskylda
sín hafi ávallt haft sérstakar taugar
til Islands vegna tengsla Konrads
Maurer við landið og þeirrar virð-
ingar sem Maurer hefur notið af
hálfu Islendinga en stuðningur
hans við sjálfstæðisbaráttu Islend-
inga á 19. öld hafði mikil áhrif á af-
stöðu málsmetandi manna í Evrópu
á málstað íslands gagnvart Dan-
mörku. „Samt hafa fáir úr fjölskyld-
unni heimsótt ísland og við erum
þau fyrstu sem koma hingað síðan
ömmusystir mín var hér á ferðalagi
árið 1956 ásamt dóttur sinni sem nú
er orðin 91 árs. Eftir þessa daga hér
skiljum við betur hrifningu Kon-
rads Maurer á landinu."
Dr. Zeitlmann, sem er afkomandi
Maurers í fjórða lið, segir að nýver-
ið hafi komið í ljós að málverk sem
lengst af var talið af Georg Ludwig
Maurer, föður Konrads, sé raunar
af Konrad Maurer sjálfum. „Þetta
málverk er í minni eigu og á bakhlið
þess er ritað ártalið 1842 og mála-
rinn var Joseph Bernhardt sem var
þekktur málari mannamynda á
þeim tíma í Múnchen. Myndin er
því óumdeilanlega af Konrad Maur-
er 19 ára gömlum og er eina myndin
sem til er af honum svo ungum.
Annað málverk af honum 53 ára
gömlum kom í leitirnar íyrir ekki
mörgum árum í Osló en þar hafði
það verið frá þvíyinir og velunnarar
Maurers við Óslóarháskóla létu
mála myndina árið 1877.“
f Fróbærir
Namkvæmiskjólar
og dragtir
til sölu eða leigu,
i öllum stærðum.
Ath! eitt í nr.
Fataleiga
Garðabæjar
Sími 565 6680
Opið 9-16, lou. 10-12
Bókhald fyrir nýja öld
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
www.islandia.is/keifisthroun
Bentu á þann sem
þér þykir bestur
Yfirlitsmynd af sýningu Söru Björnsdóttur á Mokka.
MYNÐLIST
Höggmjndir
Sara Itjörnsdóttir
MOKKAKAFFI,
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Til 6. september. Opið daglega frá
kl. 10-23:30, en sunnudaga frá kl.
14-23:30.
SARA Björnsdóttir heldur bráð-
skemmtilega sýningu á Mokka, þar
sem hún biður gesti, góðfúslega, að
gera upp við sig hver af sautján litl-
um höggmyndum þeim finnst fal-
legust. Niðurstöðuna geta gestirnir
fest á litla gula atkvæðaseðla og
stungið í kjörkassa við útidyr kaffi-
hússins. Talið verður upp úr kass-
anum með viðhöfn í september og
þá kemur í ljós hvaða höggmynd
hefur sigrað sem fegursti hlutur-
inn á sýningunni.
Uppátæki Söru er verðug til-
raun til að draga fram álit gesta á
því sem hangir á veggjum kaffi-
hússins. Með því flyst álit áhor-
fandans burt úr hugskotinu yfir í
kjörkassann. Hin persónulega
skoðun verður allt í einu opinber
og afgerandi. Hún öðlast eilítið
vægi á sama hátt og atkvæði greitt
í pólitískum kosningum. Munurinn
er sá að bakvið pólitíska atkvæðið
liggja þjóðmálin; áþreifanleg má-
lefni sem hver kjósandi getur fund-
ið brenna á sjálfum sér; buddu
sinni og buru.
Ekkert því um líkt er hægt að
heimfæra upp á list Söru. Val á
verki eftir hana breytir varla miklu
um efnislega líðan okkar. Skiptir
það þá miklu máli hvað við veljum
sem fegursta verkið á sýningunni?
I fljótu bragði virðast verk Söru
keimlík þótt hvert viðarstykkið sé
með sínum ólíka lit og lögun. Það er
því hverjum manni vandi á höndum
að velja eitt verk öðru fremur sem
fegursta verk sýningarinnar. En
haldi einhver fram fáfengileik slíks
vals ætti sá hinn sami að hugsa til
allra þeirra átaka, hreinsana og of-
sókna sem látin voru bitna á mönn-
um fyrir það eitt að hafa ekki feg-
urðarsmekk í takt við þjóðar-
forystuna. Þar sannast einmitt hið
merkilega og óútkljáða í hópsálar-
fræðinni, að þeim mun minni sem
munurinn er í ágreiningi manna í
millum því hatrammara getur upp-
gjörið orðið.
Kjörkassi Söru og sautján verkin
eru þar af leiðandi ekki eins saklaus
og virðist við fyrstu sýn, því með
hugmyndinni öðlast heildin þá krít-
ísku fyllingu sem einstök verk án
skýringa fá ekki miðlað.
Halldór Björn Runólfsson
Skrifstofur VÍS eru opnar
frá 9-17 alla virka daga í vetur.
Þú færð svör við spurningum þínum í þjónustuveri VÍS, 560 5000,
frá 8:00 til 19:00 alla virka daga.
Skrifstofur V(S (útibúum Landsbankans á Höfn í Hornarfirði og í Ólafsvík eru opnar frá 9:15 ■ 16:00.
Þar sem tryqglngar
snúast um fólk
Vetrartíminn er kominn