Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Tölvuþjálfun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinni! Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 5671466 Málþing um skipulag ferðamannastaða laugardaginn 4. september kl. 9.30-16.00 Ferðamálaráð Islands, Háskólinn á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóli íslands standa fyrir málþingi um skipulag ferðamannastaða. Tími Efni Framsaga 9.30-10.00 Setning og kynning. Páll Skúlason rektor Háskóla íslands. 10.00-10.45 Skipulag ferðamannastaða. Prófessor Gerda Priestley. 10.45-11.00 Umræður og fyrirspurnir. 11.00-11.45 Landsvirkjun sem skipuleggjandi ferðamannastaða. Benedikt Karl Valdimarsson og Birkir Fanndal. 11.45-12.00 Umræður. 13.00-13.45 Áhrif ferðamennsku á menningu og samfélag. Áhrif þess að skipuleggja villt og ósnortin víðerni. Prófessor Valene L. Smith. 13.45-14.00 Umræður. 14.00-14.45 Viðhorf ferðaþjónustunnar til skipulags ferðamannastaða. Þorleifur Þór Jónsson hagfræðingur SAF. 15.00-16.00 Umræður og málþingi slitið. Málþinginu verður varpað um fjarfundabúnað milli Akureyrar og Reykjavíkur og fer fram í sal Endurmenntunarstofnunar Háskóía íslands að Dunhaga 7 og í fjarfundasal Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Skráning í síma 525 4923 og á netfang endurm@hi.is Aðgangseyrir er kr. 2.000 (kr. 1.000 fyrir stúdenta gegn framvísun skólaskírteinis). Öllum er heimill aðgangur. FERÐAMALARAÐ ISLANDS SKYRSLUTÆKWIFELAti ISLANOS Smáar en knáar Stóra iitla byltingín í tölvuheimínum Ráðstefna og sýning á Hótel Loftleiðum föstudagínn 3. september 1999 DAGSKRA 13:00 13:15 13:55 14:35 15:15 16:05 16:45 Innritun fundargesta Myndir í stafrænu umhverfi Gunnar Hilmarsson, Hans Petersen hf., tæknideild Tvívítt strikamerki - PDF 417 Þórarinn Kópsson, Nýherja hf. Kaffihlé / sýningarsvæði opið Tækniþróun framtíðarinnar Fredrik Carlsson, Strategic Product Manager hjá Ericsson í Svíþjóð Þriðja kynslóða far-fjarskipta Sigfús Bjömsson, prófessor við Háskóla fslands Ráðstefnuslit Þátttökugjöld Kr. 8.800 fyrir félagsmenn SÍ, kr. 11.800 fyrir utan- félagsmenn, fimmti hver þátttakandi frá fyrirtæki fær fritt. Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi 2. september 1999 Sími 553 2460 - Netfang sky@sky.is UMRÆÐAN Ráðherra rekur raunir sínar SAMFELAGIÐ þróast og breytist frá einum tíma til annars. Tíminn stendur ekki kyrr og veruleiki sem var birtist gjarnan samtímanum sem leiftur liðinna tíma. Heimsmynd gærdags- ins er lærdómsrík, en er ekki aflvaki umræð- unnar í núinu. Það ætlar að verða bið á því að mennta- málaráðherra þjóðar- innar, Bjöm Bjarna- son, komi til byggða í umræðunni um örygg- is- og varnarmál það ætlar seint að gerast að augu hans opnist fyrir nýjum veruleika nútím- ans í alþjóðastjómmálum. Það má lesa í grein hans í Morgunblaðinu 24. ágúst síðastliðinn, þar sem hann reynir að svara viðhorfum mínum til alþjóðamála. I þeirri grein ber þó mest á hefð- bundinni ólund og venjubundnum hroka, sem hann bregður gjaman iyrir sig í skoðanaskiptum um þessi mál. Honum finnst síðan alvont að ritgerðir hans og greinar síðustu 10 árin um alþjóðamál hafi ekki vera skyldulesning á heimilum hérlend- is!!! Það sem ég hefi lesið af bók- menntaverkum Björns um alþjóð- astjómmál staðfestir það sem er: Björn Bjarnason hefur átt erfitt með að fóta sig á vettvangi alþjóð- astjómmálanna eftir að svart/hvíta heimsmyndin hans hrandi með Berlínarmúrnum. Það er einföld og óumflýjanleg stað- reynd. Snúið út úr Öll þessi svargrein Björns byggist að öðra leyti efnislega á tilbúnum og röngum forsendum. Hann ger- ir mér upp eftirfarandi skoðanir: „I fyrsta lagi að Sameinuðu þjóðirn- ar (SÞ) taki við hlut- verki NATO. í öðru lagi að Bandaríkjast- jóm vilji rifta vamar- samningnum við Is- Guðmundur Arni lendinga. í þriðja lagi Stefánsson að söguleg nauðsyn leiði til aðildar Islands að Evrópu- sambandinu.“ Allt er þetta tóm vitleysa og hug- arburður Bjöms. I fyrsta lagi sagði ég að ég sæi það fyrir mér í fram- tíðinni að SÞ gæti tekið við fjöl- mörgum verkefnum, sem NATO hefur haft með höndum. Það hafa verið ofarlega á baugi almenn skoð- anaskipti í þessa vera, er lúta að skörun verkefna NATO og SÞ, þeg- ar um er að ræða svæði utan Atl- antshafsríkja, s.s. í Kosovo og al- mennt á Balkanskaga. I öðra lagi sagði ég að bandarísk stjórnvöld hefðu viljað draga úr starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar. Því er ómótmælt, enda staðreynd. Riftun vamarsamningsins í því samhengi er nýtt innlegg frá menntamálar- áðherra. I þriðja lagi tel ég að ítarleg Evrópuumræða muni knýja á um Varnarmál ísland og umheimurinn í nýrri heimsmynd, segir Guðmundur Arni Stefánsson, er brýnt viðfangsefni íslenzkra stjórnmála. afstöðu íslendinga um aðild eður ei á næstu árum. Því getur Björn heldur ekki mótmælt, enda standa öll efni til þess, þrátt fyrir fælni þeirra sjálfstæðismanna, þegar að umræðunni um ESB er komið. Fastur í fortíð Þetta er kjami málsins og ótrú- legt, að verða að því vitni, að starf- andi ráðherra skuli kveina undan því, að ræða nýja stöðu alþjóðamála og nýleg viðhorf sem til hafa orðið að þreyttu breytanda. Island og umheimurinn í nýrri heimsmynd er brýnt viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Samfylkingin mætir þar til leiks með skýrar áherslur. Það er aftur á móti aug- ljóst að Bjöm Bjamason mun ekki auðga mikið þær umræður, verandi fastur í fortíðinni í eigin fQabeinst- urni. Það er hins vegar hans vanda- mál, en ekki annarra. Höfundur er alþingismaður. EKKI þarf að koma í opna skjöldu, að sí- fellt þróaðri tækni fylgir stórfengleg fækkun einhæfra sóðastarfa við flæðilín- ur á borð við þær, sem tíðkast í loftmettum álverum. Þau hafa sterklega verið orðuð við alzheimer-sjúk- dóminn. Tölvuvædd vélmenni leysa þar vitaskuld mannshönd- ina jafnt og þétt af hólmi. Áhugi manna víðast hvar á byggðu bóli beinist í seinni tíð meir að tölvustýrðum vélmennum til bjargráða en spúandi álverum nema ef til vill í mörkuðum reit austfírskra sveitar- stjórnarmanna. Alver era bæði fokdýr og þurfta- frek og eru fyrirvaralaust lögð nið- ur þjónki þau ekki hagsýnum eig- endum sínum. Og hver spyr þá um Óðinsboða? Ef til vill taka sveitar- stjómarmenn á Austurlandi fullt mark á þeirri dæmalausu færslu í þjóðhagsreikningi, að ál sé innlend framleiðsla, íslensk útflutningsaf- urð, enda þannig til stofnað. Hverj- ir greiða kostnaðinn af rafmagninu, fram- kvæmdarótinu og skaðann, sem vissu- lega af hlýst? Ríkið innheimtir sína skatta og sveitarstjórnimar útsvarið, skuldir era greiddar niður með vöxtum og vaxtavöxt- um. Skiptir ekki mestu í lífinu að pen- ingar skipti um hend- ur.sama hvemig? Islenzkir ráðherrar í fararbroddi spekú- lanta heima í héraði ásamt lúsiðnum kon- tóristum hjá Landsv- irkjun eru engu síður hættulegir landinu, sjálfum sér og allri afkomu manna en sveitarstjórnarmenn og hvarvetna til skammar þar sem þeir fara, látlaust sífrandi með betl- istafinn grátbiðjandi Pétur og Pál um nýtt virki undir nýja tekju- pósta. Hvað liggur í kaldakoli undir sýltum tungurótum þessara manna? Sjálfsímyndin, heilt vega- kei-fi, smekkur, næmi, vit, búhygg- indi? Eru fyrrverandi kjósendur Eyst- eins Jónssonar og Lúðvíks Jóseps- sonar gengnir í björg, gramir út í lífið sakir ferlegra blankheita og brostinna vona, eiga harma að hefna og ætla sér ekki lakari strandhögg en hermangið gaf vorið góða sælla minninga? Ætla Aust- firðingar sér allt viðhald á tækjum Norsk Hydro á lokuðum útboðsm- arkaði um leið og þeir freista þess blessaðir að hækka lítillega laun- astigið í fjórðungnum en gjörspilla og eyðileggja í leiðinni eigin bjar- Landvernd Skiptir ekki mestu, spyr Jón Bergsteinsson, að peningarnir skipti um hendur, sama hvernig? græði, efnilegustu þjóðlendu Evrópu, sem sífellt fleiri vilja njóta. Villt náttúra verður ekki hönnuð af mannahöndum þegar hún tapast. Til þess dygði ekki Marshallaðstoð, mínir kæra, ekki norðan Vatnajök- uls. Hvers vegna að setja allt sitt á annan eins vonarpening, herrar mínir og frúr. Að lokum kemur í hug vísa eftir Káinn, flutt langt að, rati hún boð- leið í fjórðunginn: Norður á söndum Nástrandar nepjan blandin svita hvort að landinn þrífist þar þaðmáfjandinnvita. Höfundur er verkamaður. Um hernaðinn gegn landinu Jón Bergsteinsson Nýr o$?læsile?ur Frábær netklúbbstilboð •:'v FLUGFELAG ISLANDS — fyrir fólk eins og þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.