Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 44
+ 44 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
DAN GUNNAR
HANSSON
+ Dan Gunnar
Hansson fædd-
ist í Kiruna í Sví-
þjóð 10. júní 1952.
Hann lést á heimili
sínu 20. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Fritz
Gunnar Hansson, f.
7.9. 1928, d. 2.2.
1989 og Brigit
Hansson, f. 6.7.
1926. Systkini Dans
eru Antia Carlani-
us, f. 16.10 1948, Ulf
Hansson, f. 8.1.
1955 og Áke Hans-
son, f. 30.8. 1958. Dan kvæntist
4.4. 1983 Snjólaugu Guðrúnu
Stefánsdóttur, f. 25.5. 1951. þau
skildu. Þau eignuðust tvær dæt-
ur; Brynju Dan Gunnarsdóttur,
f. 25.8. 1985 og Líneyju Dan
Gunnarsdóttur, f.
12.11. 1987.
Dan fluttist til fs-
lands 1980. Hann
starfaði í allmörg
ár hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna
og síðar við ýmis
þýðingar- og skrif-
stofustörf. Dan var
öflugur brids- og
skákmaður og tók
virkan þátt í starfí
skákhreyfingarinn-
ar á Islandi. Hann
tók þátt í fjölmörg-
um skákmótum
bæði innan- og utanlands og
varð m.a. í fyrsta sæti á skák-
þingi íslands 1983.
Utför Dans Gunnars fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Við sátum í borðstofunni. Milli
okkar var skákborðið með sínum 64
reitum og 32 taflmönnum. Eg hafði
tíu mínútur til umhugsunar á skák-
ina sem var að hefjast, hann aðeins
eina. Eg vissi auðvitað að ég með
mína litlu skákgetu, hefði ekkert í
þennan meistara að gera, en taldi
þó líkindi til þess að einhverja smá-
glætu hefði ég, þegar umhgsunar-
tími hans var aðeins ein mínúta á
alla skákina. En það breytti engu.
Eg gjörtapaði skákinni. Og þeirri
næstu. Einnig öllum þeim sem í
hönd fóru.
Hann brosti aðeins út í annað.
Ekkert yfirlæti, enginn hroki, ekk-
ert mont. Aðeins rólegt og öruggt
yfirbragð þess sem hafði þetta allt í
hendi sér. Hann þurfti ekkert að
• hreykja sér, því geta hans, glögg og
skjót hugsun og fumlausar ákvarð-
anir sögðu það allt. Hann var ein-
faldlega á heimavelli þegar sest var
að tafli.
Þetta minningarbrot frá liðnum
árum og fleiri leita nú á hugann,
þegar hann Danni er kvaddur
hinstu kveðju. Dan Gunnar Hans-
son var mágur minn. Var kvæntur
systur minni Snjólaugu um árabil
og eignuðust þau tvær yndislegar
dætur, Brynju og Líneyju. Þótt þau
Snjólaug hafi skilið að skiptum fyrir
um það bil áratug og samskipti okk-
ar þar af leiðandi minni en áður, þá
slitnaði aldrei strengur vináttu mill-
um okkar.
> Hann Danni var ekki maður sem
hrópaði á torgum eða olnbogaði sig í
gegnum lífið með því að troða öðr-
um um tær. Nei, þvert á móti. Hann
var hæglátur og ljúfur í fasi; stund-
um næstum því feiminn. En alls
ekki alltaf. I góðra vina hópi var
gaman að ræða við hann um lands-
ins gagn og nauðsynjar og fljótt
varð maður þess áskynja, að þar fór
maður vel lesinn, fjölfróður og
skarpgreindur. Hann var gagnrýn-
inn á ýmislegt í þjóðfélaginu, þótt
aldrei hallaði hann orði að sam-
ferðamönnum. Hans sýn á samfé-
lagið byggðist á heildarhugsun og
málefnum, en ekki orðagjálfri and-
artaksins.
Það er stundum sagt - með réttu
hygg ég - að eðli og eiginleikar
fólks verði best greindir með því að
fylgjast með samskiptum þess við
börn. Og enginn fór í grafgötur með
það að böm hændust að Danna - og
hann að þeim. Hann gaf sér tíma
fyrir þau og umgekkst þau með
hlýju og virðingu. Ég á margar fal-
legar og góðar myndir í hugskoti
mínu, þegar Danni gaf af sér í sam-
skiptum við bömin mín. Ekki síst
minnist ég þess hversu góður og
gjöfull hann var í samskiptum við
tvo elstu drengina mína, sem fallnir
era frá. A fjarlægri ströndu munu
þeir nú vafalaust taka vel á móti
gömlum og góðum vini, sem á áram
áður umvafði þá kærleika og vin-
semd.
Danni var sænskur, enda þótt
hann hafi valið sér Island sem sitt
heimaland síðustu tuttugu árin.
Mér er til efs að margir útlendingar
hafi náð jafngóðum tökum á ís-
lenskri tungu og hann. Gilti þá engu
hvort um tal- eða ritmál var að
ræða. Orðaleikurinn „serabble“,
sem reynir talsvert á skilning og
þekkingu á íslenskri tungu, var hon-
um leikur einn og við „innfæddir“
áttum fullt í fangi með að standast
honum snúning í þeirri hugarleik-
fimi, sem og annarri.
En heill og hamingja eru hverful í
hörðum heimi. Á síðari áram var
lífsins barátta ekki alltaf dans á rós-
um hjá Danna. Hann átti stundum
við mótlæti að stríða sem honum
gekk með köflum erfiðlega að vinna
bug á. En það breytti ekki innræti
hans og góðum hug til þeirra sem
næst honum stóðu. Hann vildi ævin-
lega svo vel, þótt ekki tækist honum
alltaf að sýna það.
Ég vona að góður Guð mildi sárs-
aukann í hjörtum dætranna, Brynju
og Líneyjar. Okkar hugur er hjá
þeim og Snjólaugu á þessum erfiðu
tímum.
►
Þegar andlát ber að höndum
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara
á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
Við Jóna Dóra og börnin kveðjum
að leiðarlokum góðan vin með þökk-
um fyrir allt og allt.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Við Dan kynntumst í Uppsölum í
Svíþjóð árið 1977 um sama leyti og
þau Snjólaug Stefánsdóttir hófu þar
sambúð. Danni, eins og hann var
kallaður í vinahópi, féll vel inn í hóp
Islendinga sem þama var, varð
fljótlega góður félagi margra og
aufúsugestur á heimilum okkar
námsmanna í Uppsölum. Hann
lærði ótrúlega fljótt og vel íslensku.
Eftir honum var tekið fyrir margra
hluta sakir. Hann hafði ákveðnar
skoðanir og var mikill prinsippmað-
ur. Hann var einlægur vinstrimaður
og friðarsinni, og tók jafnan málstað
þeirra sem minna máttu sín. Þegar
hann var kallaður til herþjónustu
neitaði hann staðfastlega. Fyrir þá
afstöðu sína þurfti hann að dúsa í
fangelsi í nokkra mánuði. Það þóttu
pkkur félögunum harðar aðgerðir.
Islendingafélagið í Uppsölum skipu-
lagði skákmót og fékk Danna lausan
úr prísundinni einn dag til að tefla
fj öltefli, því hann var skákmaður
góður. Það vakti undran í félaga-
hópnum að Danni var ekki við nám í
háskólanum eða á öðram vettvangi,
því hann var skarpgreindur, vel les-
inn og átti auðvelt með að læra.
Hann var þó um tíma skráður í
Uppsalaháskóla og reyndi íyrir sér í
tveimur greinum en fann ekki far-
veg; hugsanlega stefndi hann á at-
vinnumennsku í skák. Danni bar
ekki óskir sínar á torg. En hann var
með afbrigðum bamgóður og marg-
ar myndir koma upp í hugann af
samverastundum í félagahópnum
þar sem hann lék við börnin eða las
fyrir þau. Að sama skapi hændust
þau að honum.
Eftii' að Danni og Snjólaug flutt-
ust til íslands hóf hann störf hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna ár-
ið 1982 þar sem við unnum saman í
nokkur ár. Hann hafði áður lokið
námi í íslensku fyrir erlenda stúd-
enta við Háskóla Islands. Danni
hellti sér á sama tíma út í skáklífið
á íslandi og þegar mest var að gera
hjá honum í vinnu gerði hann sér
lítið fyrir og sigraði Islandsmótið í
skák. Danni vann af mikilli ná-
kvæmni allt sem hann tók sér fyrir
hendur og skilaði aldrei hálfkláruðu
verki. Hann hafði um hríð umsjón
með úthlutun námslána til náms-
manna í Danmörku. Eftir ítarlega
skoðun á skólakerfinu þar útbjó
hann reglur um námsframvindu,
sem lengi var stuðst við. Ég minn-
ist þess hve undrandi hann varð
þegar stjórn Lánasjóðsins tók al-
varlega lánsumsóknir í bandaríska
herskóla. Hann lagði þá sjálfur inn
umsókn til náms í herskóla Rauða
hersins í Sovétríkjunum. Ekki að
hann ætlaði sér í þann skóla, heldur
gerði hann þetta til að benda á fá-
ránleika þess að fólk færi í her-
skóla, enda mikill friðarsinni og
andstæðingur hervalds. Danni fór
ekki í manngreinarálit við af-
greiðslu námslána og lét aldrei
undan þrýstingi, sama hver í hlut
átti. Stafrófsröðin og reglufestan
réðu afgreiðslu undantekningar-
laust, nema þegar hann og starfsfé-
lagi hans úthlutuðu eitt sinn lánum
í öfugri stafrófsröð, skv. lögmálinu
um að hinir síðustu verði fyrstir.
Stundum gátum við samstarfsfólkið
dáðst að ákveðni hans, en svo gat
einnig verið stutt í þvermóðskuna
og þjónustulundin þá langt undan.
Mér fannst hann stundum minna
mig á manninn með ljáinn sem ekki
fer í manngreinarálit og afgreiðir
alla eins. Þannig gat Danni hugsað,
ískalt. En nú hefur maðurinn með
ljáinn hitt Danna sjálfan fyrir,
langt fyrir aldur fram.
Á áranum 1989-1990 fór að síga
á ógæfuhlið hjá Danna. Þrátt fyrir
tvær yndislegar dætur þeirra
Snjólaugar auðnaðist honum ekki
að upplifa hamingjuna sem fjöl-
skyldufaðir. Aðrar áherslur urðu
yfirsterkari, og þau skildu. Hann
átti erfitt með að fóta sig í vinnu
eftir að hann hætti hjá Lánasjóðn-
um árið 1991 og af því leiddi fjár-
hagsvandræði og húsnæðishrak
sem aftur dró aðra erfiða og nei-
kvæða dilka á eftir sér. Hann átti
þó góða vini sem oftlega hlupu und-
ir bagga. Það var þó oft gott að
leita til Danna á þessum tíma með
afmörkuð verkefni eins og próf-
arkalestur, færslur í bókhaldi,
flokkun og röðun skjala og önnur
nákvæmnisstörf, sem hann sinnti
samviskusamlega. En aftur réðu
önnur öfl ferðinni í lífi Danna og við
hittumst æ sjaldnar. Það var sárt
að horfa upp á góðan og hæfileika-
ríkan dreng fara svona með sig. Og
nú pr hann farinn.
Ég kveð Dan Gunnar Hansson
með söknuði og trega. Við Helga
vottum Snjólaugu og dætranum,
Brynju og Líneyju, innilega samúð
við fráfall félaga og föður.
Magnús Guðmundsson.
Ég spurði gaukinn í grænu tré:
Hvað gefast mér árin mörg að lifa?
Laufkrónan þunga lyftist og hné,
ljósgeislar fólir um grasið svifa.
I rökkvuðum greinum grúfir dul,
um gróið einstigi burt ég leita,
úr iðrum skógar mér andar kul
um ásjónu heita.
(Anna Akhmatova.)
Sumarið kvaddi snögglega og
drangalegt haustið lagðist þungt yf-
ir hug minn og hjarta þegar sorgar-
fregnin barst af andláti Dans Hans-
son og ég veit að svo er einnig farið
um marga vini þessa mæta manns.
Kynni okkar Dan hófust við skák-
borðið og tókst fljótt með okkur vin-
átta þannig að þær „bröndóttu"
skiptu hundraðum í gegnum tíðina.
Það vora þó fátíðar undantekingar
þegar Dan þurfti að játa sig sigrað-
an og þá helst ef hann var kominn
nokkuð undir væng óminnis-
hegrans. Á milli skáka fylgdu svo
oft skemmtilegar sögur, t.d. af
Bobby Fischer sem Dan hafði mikið
dálæti á. Minnisstæðasta skák mín
við Dan er þegar hann tefldi blind-
skák við mig og níu aðra samtímis.
Eftir hvassa og flókna baráttu sætt-
umst við á jafnan hlut en Dan vann
sex skákir, gerði tvö önnur jafntefli
og tapaði aðeins einni skák. Otrú-
legt afrek sem aldrei gleymist. Ann-
ars er afrekaskrá Dans á sviði skák-
listarinnar alltof löng til þess að
reynt verði að gera henni tæmandi
skil hér.
Þó að Dan væri grimmur og
óvæginn andstæðingur við skák-
borðið var hann sérstakt ljúfmenni
utan þess. Hann var gjarnan þungt
hugsi en jafnan var stutt í hláturinn
enda hafði hann ríka kímnigáfu. Það
sem snart mig þó sérstaklega í fari
Dans var hve mikla áherslu hann
lagði á kurteisi og sú djúpa mann-
virðing sem að baki bjó.
Það vora forréttindi sem ég er
þakklátur fyrir, að hafa fengið að
kynnast höfðingjanum Dan Hans-
son og telja hann til vina minna. Því
miður þvarr lífsþrek hans alltof
fljótt og komin er kveðjustund.
Dan minn, hve sárt ég sakna þín.
Hvíl þú í friði, vinur minn.
Grímur Grímsson.
Við Freysi varðveitum margar
fagrar og ljúfar minningar um
Danna - ekki síst frá Svíþjóðarár-
um okkar, en þar kynntumst við
honum fyrst fyrir rúmum tuttugu
áram og áttum vináttu hans æ síð-
an.
Danni var einfari, sérvitur og dul-
ur og frekar lokaður persónuleiki,
en einkar hrifinn af bömum og þau
af honum. Hann gat verið afar nær-
gætinn og viðkvæmur, ljúfur og
glettinn og sérlega þolinmóður og
natinn við að útskýra í smáatriðum
eitthvað sem hann hafði sérþekk-
ingu á - sem var margt og mikið -
og sem honum var hugleikið, svo
sem tölvur svo eitthvað sé nefnt.
Danni hafði mikið dálæti á hvers
kyns spilum, gátum og þrautum og
mætti alltaf til leiks fullur áhuga
með sigurglampa í augum, því auð-
vitað vildi hann alltaf vinna - líka
börn, en með þeim valdi hann spil
við hæfi því honum datt aldrei í hug
að svindla á bömum og „spila í
þykjustunni". Að vinna á drengileg-
an hátt var heilagur bókstafur fyrir
honum - í hvaða spili sem var og
aldur andstæðingsins gilti hann
einu - en hefði hann fullorðinn
mann grunaðan um einhver óheil-
indi í spilum gat hann gosið eins og
sprengigígur. Rík réttlætiskennd
var honum í blóð borin. Hann gat
verið óþægilega hreinskilinn og
óvæginn í heilagri reiði sinni og
vandlætingu yfir ranglæti heimsins
sem honum varð tíðrætt um ef
þannig lá á honum.
Danna var margt til lista lagt en
hæst reis hann í skákíþróttinni sem
hann kappkostaði að rækta af mik-
illi ástríðu, enda afburða skákmað-
ur. Þau era ófá stórmótin og skák-
einvígin sem hann þreytti af mikl-
um baráttuhug og sælar vora
stundirnar yfir unnum sigram.
Þær vora líka ófáar sælustund-
iraar sem Freysi átti með Danna
við skákborðið, þá kornungur að ár-
um í Svíþjóð, því að sjálfsögðu vildi
Danni fá að kenna drengnum mann-
ganginn og fleiri hugtök en skák og
mát. Danni lagði strax frá upphafi
mikla áherslu á að kenna þeim
stutta „rétt skáktungumál" - því al-
vöru skákmaður notar rétt hugtök
og talar um riddara og hróka en
ekki hesta og tuma - og maður
„leikur þeim fram“ um svo og svo
marga reiti... fráskák og þráskák,
framhjáhlaup og hrókanir... og
þannig héldu þeir áfram ferðalögum
sínum yfir skákborðið. Þeir skoraðu
hvor annan á hólm og háðu sín litlu
leyndardómsfullu einvígi af mikilli
einurð.
Á Hagamelnum heima hjá
Snjókku og Danna áttum við Freysi
okkar skemmtilegustu gamlárs-
kvöld. Þangað fórum við ár eftir ár
með heilu farmana af flugeldum og
sprengidóti og enginn var jafn „frá-
bær og Danni!“ - enda tók Danni
strax miklu ástfóstri við minn unga
son, sem hann þreyttist aldrei á að
dásama sem væri hans eigin sonur -
og var aðdáunin gagnkvæm.
Hjá þeim fóstbræðram var eng-
inn einn hápunktur kvöldsins. Allt
kvöldið var einn samfelldur há-
punktur með linnulausri sprengi-
veislu og stjömuregni fram yfir
miðnætti. Veðrið breytti engu. I
kafaldshríð og kuldanepju var öllu
dúndrað upp, smáu sem stóra. Hálf-
dauðir úr kulda og snjóbleytu
skreiddust þeir síðan inn, hróðugir
og alsælir með afrekin. Síðan voru
hesthúsuð ósköpin öll af dýrlegum
veislukræsingum og spilað eða teflt
langt fram á nýársnótt. Aldrei var
komið að tómum kofanum hjá þeim
hjónum, enda bæði einstaklega
bamgóðar manneskjur og höfðing-
legir gestgjafar.
Freysi óx upp og dæturnar tvær,
þær Brynja og Líney, komu með
stuttu millibili. Þær vora lífsblómin
hans Danna og „mín stærsta gjöf“
sagði hann oft með ástúðlegu stolti.
Hann vissi að í þeim átti hann
ótæmandi fjársjóð sem hann gat
alltaf sótt í, en eftir skilnaðinn við
Snjólaugu sína tók hann þá ákvörð-
un að flytja ekki aftur til síns
heimalands, Svíþjóðar - kaus held-
ur að hreiðra um sig áfram hér á Is-
landi - vegna þeirra.
Það var nokkuð langt um liðið
síðan ég hitti Danna minn síðast, en
frétti svo í byrjun sumars að hann
væri kominn í vinnu hjá sænska
sendiráðinu, alsæll. Ég fagnaði
þessum tíðindum og þóttist þess
fullviss að þar væra þeir lánsamir,
því Danni, sem var jafnvígur á ís-
lensku og móðurmál sitt, sænsku,
var framúrskarandi þýðandi og bjó
auk þess yfir haldgóðri reynslu á
sviði milliríkjasamskipta af ýmsu
tagi sem fyrrverandi starfsmaður
LIN um árabil.
Þetta var skammgóður vermir,
Danni minn - aðeins í nokkra mán-
uði - og skyndilega ertu allur. Þú
varst góð manneskja og vinur vina
þinna en þá áttir þú marga og
góða. Ef ég ætti eina ósk myndi ég
óska þess að fá að hitta þig einu
sinni enn, bara til að kveðja þig og
segja þér hvað mér þykir vænt um
þig-
Elsku Brynja og Líney okkar.
Við Freysi vottum ykkur, Snjókku
mömmu, íjölskyldu Danna og vinum
okkar dýpstu samúð.
Sif Ragnhildardóttir,
Freyr Rúnarsson.