Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KVIKMYIVDIR Háskólabfé TANGÓ ■kirk'k Leikstjóri og handritshöfundur Carlos Saura. Kvikinyndatökustjóri Vittorio Storaro. Tónskáld Lalo Schifrin. Aðal- leikendur Miguel Angel Sola, Cecilia Narova, Mia Maestro, Juan Luis Gali- ardo. 112 mín. Argentína 1998. SPÁNVERJINN Carlos Saura er ur í aðalhlutverki. Hann vill ráða fyrrum eiginkonu sína, dansarann Lauru Fuentes (Cecilia Narova), en það gengur ekki. Hún hefur slökkt á sambandinu. Ur verður að hann velur Elenu (Mia Maestro), unga og lítt reynda stúlku með ótvíræða hæfi- leika, til að fara með stærsta hlutverk myndarinnar. Gerir það í fyrstunni fyrir orð vafasams auðkýfings sem hefur fjármagnað kvikmyndagerðina. tíguleiki einkenna allan danshópinn. Þáttur meistara tökustjóranna, þeg- ar komið er að listrænni úrvinnslu, Vittorio Storaro (The Last Emperor, Síðasti tangó í París, Flamenco), er stór þar sem hann stýrir vandasöm- um tökunum af kunnri snilld. Lýs- ingin er magnþrungin og notkun hans á rauða litnum hrífandi. Tón- listin er í sama gæðaflokki. Sjálfur Lalo Schifrin heldur um sprotann og fléttar fimlega saman klassískri tangótónlist og sinni eigin. Leikur Sola í aðalhlutverkinu er mátulega sterkur. Samband hans og Elenu er reyndar ekki sérlega trúverðugt, hinsvegar túlkar hann vel það vald og gáfur sem með þarf til að stýra stórverkefni sem Tangó, og heilla stúlku á borð við Elenu. Saura vinnur glæsiiegan sigur ásamt öllu sínu góða fóiki. Tekst einnig að setja fram ískalda gagn- rýni á einræðisöflin í landinu í hroii- vekjandi balletatriði, sem er jafnvel það sterkasta í heillandi mynd - þ.e.a.s. þegar Narova drottnar ekki yfir sviðinu. Tangó er þó fullkomlega jákvæð, stórbrotin upplifun í alla staði, sálin flýgur skýjum ofar að lokinni sýningu. Sæbjörn Valdimarsson Amazonkonurnar Háskólabfó UPP MEÐ HENDUR „QUE PERSONNE NE BOUGE!" irtck eftir Sólveigu Anspach Heimildarmynd Sólveigar An- spach, Upp með hendur, er í senn spaugileg og alvarleg úttekt á furðu- legu glæpagengi. Hún segir sögu nokkurra kvenna sem tóku upp á því að ræna banka í Avignonhéraði í Frakklandi fyrir um áratug og hlutu fjölmiðlaheitið Amazongengið. Þær voru fullkomnir plebbar í bankaræn- ingjamálum en náðust samt ekki fyrr en eftir að þær höfðu rænt nokkrar bankastofnanir. Einn karlmann höfðu þær með sér í byrjun en hann var soddan aumingi að þær ráku hann úr genginu. Sólveig segir þessa makalausu sögu með því að taka viðtöl við þátt- takendur og þau bera myndina uppi. Hún taiar við nokkrar af konunum, móður einnar þeirrar, karlmanninn í hópnum, lögreglumenn, rannsóknar- dómarann, lögfræðinga og fleiri og úr verður frásögn sem einkennist af góðu jafnvægi. Hún er bæði kómísk í lýsingu á þessum ofur hversdagslegu ræningjum (stundum minnir hún á gömlu þykjustuheimildarmyndir Woody Allens) en einnig alvarleg því ránin höfðu sínar slæmu afleiðingar eins og nærri má geta, vinslit og fangelsisdóma. Fram kemur skiln- ingur á veruleika meðlima Amazon- gengisins. Konurnar notuðu ekki al- vöru byssur og rændu til þess að eiga fyrir nauðsynjavörum (hórdóm- ur og dópsala voru hinir kostirnir sem þær stóðu frammi fyrir). Þegar þær líta til baka hlæjum við með þeim að klaufaganginum. Heimildarmyndin er fín en er þetta ekki fyrirtaksefni í leikna bíó- mynd? Arnaldur Indriðason Þýskaland nútímans lláskólabíó NÆTURRÖLT „NIGHT SHAPES" ★★% Þýski leikstjórinn Andreas Dresen sem gerir Næturrölt hefur ugglaust séð hvernig Robert Altman getur raðað saman fjölda sagna af ólíkum persónum í eina stóra mósaíkmynd eins og „Short Cuts“. Næturrölt er byggð upp nokkuð svipað. Við fylgj- umst með fólki úr ýmsum áttum nótt eina í Berlín þegar páfinn er kominn í heimsókn til borgarinnar. Við fylgj- umst með útigangsfólki sem reynir að sýna stolt við erfiðar aðstæður; strákur frá Angóla er skilinn eftir á flugvellinum en kaupsýslumaður veitir honum skjól; utanbæjarmaður kynnist kornungri mellu og dópista og reynir að tjónka við hana; ungt vandræðafólk stelur bifreið og ekur út í buskann. Dresen vill bregða upp mynd af Þýskalandi nútímans, Þýskalandi eftir sameiningu, og tekur á ýmsum samfélagslegum vandamálum eins og kynþáttahatri, fátækt, eiturlyfja- notkun án þess að neins staðar sé að finna predikunartón. Hann vill sýna veruleikann eins og hann er í gegn- um handhelda myndavél og tekst ágætlega upp að raða brotunum í heildstæða sýn, hrjúfa á yfirborðinu en furðulega mjúka að innan. Arnaldur Indriðason Sérkennilegur ástarþrfliyrningur lláskólabíó TONY LITLI - „KLEINE TEUN“ irtrk eftir Alex van Warmerdam. Tony litli er yndislega kómísk lítil saga úr nútímanum um ástarþrí- hyrning á hollensku sveitabýli sem tekur á sig æ hræðilegri mynd þar til hún endar með hreinum ósköpum. Það eru aðeins þrjár persónur sem koma við sögu; durgslegur bóndinn, eiginkona hans, feitlagin mjög, og ljóska sem eiginkonan hefur fengið til þess að kenna manni sínum að lesa og skrifa. Bóndinn girnist ljósk- una ákaflega, eiginkonan hvetur hann til átaka, með launráð í huga, og ljóskuna, sem er sæmilega til- kippileg, grunar aldrei neitt. Myndin er mjög skemmtilega gerð og vel leikin og leikstjóranum og handritshöfundinum, Alex van War- merdam, tekst að fjalla af innsæi, með þetta þrönga sögusvið og fáu persónur, um stór- ar og miklar mann- legar tilfinningar eins og ást, afbrýði og hatur, alltaf lúmskt kómískur og hnyttirin og með staðgóða þekkingu á mannlegum breyskleika. Arnaldur Indriðason Krafsað yfir sársauka Itíóburgin SEX: THE ANNABEL CHONG STORY - KYNLÍF: SAGA ANNABEL CHONG. ★★★ Lcikstjórn: Gough Lewis. Bandaríkin 1999. Árið 1995 setti 22ja ára nemi í kynjafræði Grace Quek, sem tók sér klámstjörnunafnið Annabel Chong, heimsmet í hjásofelsi með því að hafa samfarir við 251 karlmann á tíu klukkustundum. í þessari heimilda- mynd er farið í forsögu þessa mets. Það er svo sannarlega forvitnilegt fyrir þá sem aldrei hafa kynnst klámmyndaheiminum og hugarfari fólksins sem hann byggir að sjá þessa heimildamynd. En þeir sem sáu kvikmyndina Boogie Nights láta sér fæst koma á óvart í þeim efnum. Hvort fólk hefur áhuga á að kynnast þeim heimi eða ekki, skiptir ekki meginmáli í þessari mynd, þar sem sóst er eftir að gefa nákvæma og raunsæja mynd af sérstakri mann- eskju. Við kynnumst töffaranum Önnubel Chong sem er feministi á sínum eigin forsendum, og sækist eftir að gefa út yfirlýsingar um sjálf- stæði kvenna í kynferðismálum með því að gerast klámmyndastjarna. Konur eigi að hætta að vera bældar eða fara eftir óskráðum reglum um hvað megi og megi ekki í kynlífi, heldur vita, eins og karlmenn, hvað þær vilja á því sviði, og sækjast eftir því fullum fetum. Til að vekja athygli á málstað sínum gerir Annabel hvað sem er til að verða frægasta klám- stjarna í heimi, og kemur þá hug- myndin um heimsmetið sem virkar. Hún tekur jafnvel áhættuna á að fá eyðni, til að ná takmarki sínu. „Eg er Ánnabel Chong," öskrar hún á fólk og fær sínu fram. Smám saman koma hins vegar í ljós aðrir þættir í persónuleika og fortíð Önnubel sem liggja dýpra, og sem sýna að hún er í rauninni að reyna að krafsa yfir leyndan sárs- auka með gjörðum sínum. Leikstjór- inn Gough Lewis kemst alveg upp að Önnubel, fær út úr henni hennar leyndustu hugsanir og tilfinningar, og tekst að gera einstaklega áhrifa- ríka heimildamynd sem ætti að koma við flesta sem hana sjá. Hildur Loftsdóttir Trylltur tang'ó í Buenos Aires Sér til halds og trausts hefur Saura þvílíkt úrvalsfólk að upplifun myndarinnar er hrcinasta unun, segir m.a. í umsögn um Tangó. ivviKmyndanatioargestum ao goou kunnur. Nægir að nefna Carmen, (‘83), sem sýnd var fyrir alllöngu, og annað snilldarverk, Flamenco, (‘95), eina bestu mynd hátíðar fyrir örfá- um árum. Saura hefur verið í örlitl- um öldudal, Esa luz, (‘97), Pajarico, (‘98) og Taxi, (‘96), fengu misjafna dóma. Svo kemur Tangó og öll með- almennska horfin einsog dögg fyrir sólu. Aðalpersónan í Tangó er Mario (Miguel Angel Sola), kvikmyndaleik- stjóri í Buenos Aires, fyrrum stórdansari sem hefur bæklast á fæti í bílslysi. Hann er að undirbúa mynd þar sem þjóðdansinn, tangóinn, verð- iviaun tasa nyja stefnu þegar ástin blossar upp á milli leikstjórans og Elenu. í Tangó sameinast tígulegustu einkenni rómanskra þjóða. Reisn og þokki, krefjandi ástríður, listrænn metnaður, stolt, og allur tilfinninga- skalinn frá funandi ást til dýpstu sorgar. Sér til halds og trausts hefur Saura þvílíkt úrvalsfólk að upplifun myndarinnar er hreinasta unun. Fyrst ber að nefna dansarana, þar sem hin glæsilega Cecilia Narova er fremst meðal jafningja. Mia Maestro gefur henni lítið eftir, en Narova hef- ur aukalega ólýsanlegan dýrslegan kraft og fimi, en hraði, lipurð og Stökktu til Benidorm 15. september trá 19.955 16 sæti laus Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm þessa vinsælasta áfangastaðar Is- lendinga 15. september nk. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðinni og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið í hámarki og þar nýtur þú frísins við frábærar aðstæður um leið og þú getur valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kr. 19.955 Verð kr. 29.990 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vika, 15. sepL, skattar innifaldir. M.v. 2 í herbergi/íbúö, vika, 15. sept., skattar innifaldir. y HEIMSFERÐIR 2 Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is % Vorum að taka upp glæsilegan prjónafatnað frá Alterna. Einnig nýkomið frá Aria gallalína í bláu og svörtu. Opið laugardaga kl. 10—14. Dmiarionl Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.