Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 23

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 23 íslenski hlutabréfasjóðurinn býður út allt að 400 milljóna króna nýtt hlutafé íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. efnir til hlutafjárútboðs og skrán- ingar hlutabréfa á Verðbréfaþing Islands á tímabilinu 1. september 1999 til 1. september 2000. Tekið er fram í útboðs- og skráningarlýs- ingu að tímabilið geti orðið styttra ef öll hlutabréf seljast fyi'ir 1. sept- ember 2000. Alls verða boðin út hlutabréf fyr- ir allt að 400 milljónum króna að nafnverði og hefur Landsbanki Is- lands - Viðskiptastofa umsjón með útboðinu. Aður útgefin hlutabréf sjóðsins nema rúmlega 1,2 millj- örðum að nafnverði og eru skráð á Aðallista VPÍ. Utboðið nú kemur í framhaldi af aðalfundi íslenska hlutabréfa- Afkoma Sparisjóðs vélstjóra 57 milljónir í hagnað Sparisjóður vélstjóra skilaði rúm- lega 57 milljóna króna rekstrar- hagnaði á fyrri hluta þessa árs en skilaði um 52 milljóna króna hagn- aði á sama tímabili í fyrra. Hagnað- ur fyrir skatta nam rúmum 90 millj- ónum nú en var rúmar 70 milljónir fyrstu sex mánuði síðasta árs. Reiknaður tekjuskattur fyrir fyrri hluta þessa árs nemur 27 millj- ónum króna en fyrir fyrri hluta síð- asta árs nam tekjuskattur tæpum 12 milljónum. Hreinar vaxtatekjur Sparisjóðs vélstjóra námu rúmlega 223 milljónum kt'óna á fyrri helm- ingi þessa árs en voru rúmar 198 milljónir á sama tímabili árið 1998. Aðrar rekstrartekjur námu tæplega 342 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs og rekstrargjöld voru alls 251,5 milljónir króna. Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri, segir að vegna góðrar af- komu hafi verið unnt að auka varúð- arframlag í afskriftarreikning út- lána. A fyrstu sex mánuðum síðasta árs var framlagið um 13,6 milljónir króna en var rúmar 23,5 milljónir nú. „Þetta má hafa til marks um góða afkomu," segir Hallgrímur. Launakostnaður hefur aukist um næstum 40 milljónir milli ára og að sögn Hallgríms skýrist það af aukn- um umsvifum, auk þess sem lífeyr- isskuldbindingar hafi verið upp- reiknaðar að fullu. --------------- Hmark með 25 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Hlutabréfamarkað- arins hf., Hmarks, sem er í vörslu VIB, nam 25 milijónum króna eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins en var 21 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður tímabilsins var 38 milljónir króna fyrir skatta en var 32 milljónir króna í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 20%. í fréttatilkynningu kemur fram að heildareignir Hmarks voru í lok júní 374 milijónir króna. Hlutafé fé- lagsins nam 86 milijónum króna og eigið fé alls var 316 milljónir króna. Hluthafar Hmarks voru 523 í júní- lok en vora 458 í ársbyrjun. „Tilgangur Hmarks er að opna einstaklingum, stofnanafjárfestum og öðrum aðilum greiða og hag- kvæma leið að því að verða þátttak- endur á hlutabréfamarkaði. Nú fylgja tveir þriðju hlutar verðbréfa- eignar Hmarks MSCI-heimsvísitöl- unni sem Morgan Stanley gefur út, en sú vísitala mælir ávöxtun í iðn- ríkjum,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Selma Filippusdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hluta- bréfamarkaðarins hf. Sölugengi miðast við markaðsgengi sjóðsins 1997, sem veitti stjórn fé- lagsins heimild til að auka hlutafé þess um allt að 1,5 milljörðum. Akvörðun um útboðið var tekin á stjórnarfundi í ágúst á síðasta ári. I útboðslýsingu kemur fram að Verðbréfaþing hafi samþykkt að taka hin nýju hlutabréf félagsins á skrá eftir að útboði lýkur, enda uppfylli þau þá öll skilyrði skrán- ingar. Eldri hluthafar hafa ekki forkaupsrétt Bréfin verða ekki gefin út í föst- um einingum en verða þó 10.000 krónur að lágmarki. Sölugengi miðast við markaðsgengi hverju sinni og verða bréfin annað hvort seld gegn staðgreiðslu eða boð- greiðslum Visa eða Eurocard, til allt að 24 mánuða. Fram kemur í útboðslýsingu að eldri hlutahafar Islenska hlutabréfasjóðsins hafi ekki forkaupsrétt á hinu nýja hlutafé. Islenski hlutabréfasjóðurinn hf. var stofnaður 13. mars árið 1990. Stofnendur sjóðsins vora Lands- bréf hf. og einstaklingar tengdir Landsbréfum. Sjóðurinn hefur enga starfsmenn á sínum snærum en hefur gert rekstrarsamning við Landsvaka ehf., sem annast dag- legan rekstur. Hluthafar í sjóðnum voru tæplega 7.400 talsins í lok júlí á þessu ári. Fjárfestingastefna sjóðsins, samkvæmt samþykktum, miðar að því að 50-80% af eignum félagsins sé að jafnaði bundið í inn- lendum hlutabréfum en 20-50% í öðrum innlendum og erlendum verðbréfum. Eiaa aúmeriö sem þú þarft að muaa Síminn býður viðskiptavinum sínum upp á nýja og þægilega þjónustu. Um leið og þú færð upplýsingar um símanúmer í 118 geturðu fengið beint samband við viðkomandi númer og þarft því ekki að leggja á og hringja aftur. 118 er því eina símanúmerið sem þú þarft að muna ... Verð fyrir beint samband er 33 krónur og eftir að samband hefur verið gefið áfram fer símtalið yfir á venjulegt talsíma- eða farsímagjald eftir því sem við á. SIMINN www.simi.is HKKI ER HÆGT AÐ TENGJA BEINT ÚR ÖLLUM SÍMANÚMERUM, T.D. EKKIEF HRINGT ER ÚR SJÁLFSÖLUM, ÚR FRELSI FRÁ SÍMANUM GSM EÐA SÍMANÚMERUM TALS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.