Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 29

Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 29 ERLENT Fargjöld hærri frá Bret- landi en meginlandinu Lundúnum. The Daily Telegraph. EUROSTAR, samgöngufyrirtækið sem heldur uppi lestarferðum milli Bretlands og meginlands Evrópu um Ermarsundsgöngin, viðurkenndi á mánudag að fólk sem ferðast frá Bretlandi til meginlandsins þarf að greiða allt að 20% hærra verð fyrir farmiða heldur en fólk sem kaupir miða sína á meginlandinu. Komu fréttir þessa efnis degi eftir að upp- lýst var að farþegar breska flugfé- lagsins British Airways verði að greiða allt að 190% meira fyrir flug- miða á lengri leiðum félagsins en far- þegar sem kaupa miða sína á megin- landinu. Hafa mál þessi valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi og hafa neyt- endasamtök brugðist ókvæða við. Hvað Eurostar varðar hafa dæmi verið nefnd af því að farmiði frá Wa- terloo-lestarstöðinni í Lundúnum til Brussel eða Parísar og til baka aftur á almennu farrými kostar 129 sterl- ingspund, andvirði rétt tæpra fímmt- án þúsund króna, á meðan sami miði sem keyptur er í Belgíu, öfuga leið, kostar 108 pund. I París greiðir far- þegi 115 pund fyrir ferðina. Talsmenn Eurostar segja að fyrir- tækið fylgi í hvívetna verðstefnu flugfélaga sem hafi á síðustu misser- um lagt áherslu á að bjóða almenn- ingi á meginlandinu ódýrari fargjöld en Bretum. „Við erum í samkeppni við flugfélögin og það ákvarðar verð- ið á farmiðum. Farmiðarnir eru verðlagðir í samræmi við hvað kost- ar að fljúga til þeirra borga sem við höldum uppi samgöngum til. Þetta er því algerlega á valdi markaðar- ins,“ sagði talsmaður Eurostar í við- tali við BBC á mánudag. Phil Evans, verðlagssérfræðingur bresku neytendasamtakanna, sagði í viðtali við Daily Telegraph að Eurostar-fyrirtækið væri að „skera sjálft sig á háls“ með stefnu sinni: „Þetta er óréttlátt, og jafnframt heimskulegt. Það eru svo mörg flug- félög er bjóða ódýr fargjöld að Eurostar er á góðri leið með að verð- leggja sig út af markaðnum. Ef mað- ur ætlar sér að ferðast til megin- landsins er besti kosturinn að kaupa flugmiða í stað þess að ferðast með Eurostar.“ Sláandi dæmi um verðmun Lundúnablaðið Sunday Times greindi frá því um síðustu helgi að farþegar British Airways þyrftu að greiða allt að 190% hærra verð fyrir flugmiða til nokkurra áfangastaða flugfélagsins en viðskiptavinir þess á meginlandinu. Er greint frá því að farþegar er búi í Danmörku, Þýska- landi, Frakklandi, Hollandi, Sviss, Sviþjóð og Belgíu, og ferðist til New York, Sydney eða Rio de Janeiro, geti keypt flugmiða á hálfvirði miðað við það sem breskir farþegar þurfa að reiða fram. Martin O’Neill, formaður iðnaðar- og viðskiptanefndar breska þingsins, sagði í viðtali við blaðið að málið sé „annað dæmi um breskan þjófnað". „Það sem British Airways er að gera er að bjóða erlendum farþegum sín- um lengri ferðir á mun lægra verði en Bretum stendur til boða,“ sagði O’Neill. í netútgáfu BBC eru tekin sláandi dæmi úr verðskrá British Airways um mismun þennan. Þar kemur m.a. fram að hollenskur farþegi er kaupir sér flugmiða frá Amsterdam til Sydney, með millilendingu í Lundún- um, og til baka aftur, 20. desember nk., þarf aðeins að greiða 789 pund (rúmar 91.000 ísl. krónur) á meðan sami miði, keyptur í Bretlandi, kost- ar eitt þúsund pundum meira. Nem- ur mismunurinn 126% þrátt fyrir að flugið frá Lundúnum sé styttra. Þá geti svissneskir farþegar fé- lagsins keypt miða á viðskiptafar- rými til Los Angeles, og heim aftur, ffyrir 1.722 pund, eða andvirði rétt um tvö hundruð þúsunda ísl. króna, en sami miði, keyptur í Bretlandi, kostar 4.988 pund. Er mismunurinn 189%. Ef flogið er á fyrsta farrými frá Þýskalandi til New York þurfa far- þegar að reiða fram 2.374 pund. En ef þeir hyggjast fara í sömu ferð frá Bretlandi hækkar verðið um 133%; 5.538 pund. Samkvæmt Sunday Times hefur það farið sérstaklega fyrir brjóstið á breskum neytendum að British Airways flytur farþega ókeypis til Lundúna og selur þeim síðan flug- miða til áfangastaða sinna á mun lægra verði en Bretar njóta. Segir blaðið að sérfræðingar í flugmálum skýri verðmuninn með því að sam- keppni í greininni sé mun meiri á meginlandinu en í Bretlandi. Talsmenn British Airways beita gamalkunnum rökum sér til varnar og segja að farþegum frá meginland- inu séu boðin ódýr fargjöld í því skyni að fylla vélarnar. Þá sé enn- fremur ekki um mörg sæti að ræða. Mönnum kann að verða meinaður aðgangur BBC segir í frétt sinni að breskir flugfarþegar geti einnig orðið sér úti um ódýr fargjöld, svo fremi sem þeir skipti ekki beint við British Airways. Þeir geti grennslast fyrir um tilboðs- fargjöld, en framboð á þeim ráðist hins vegar af markaðsskilyrðum hverju sinni. Beinast liggi við að kaupa flug- miða á meginlandinu en stíga ekki um borð fyrr en í Lundúnum. Hafa stjórnarmenn British Airways þó séð við þessu og eiga menn því á hættu að verða meinaður aðgangur að fluginu í innritun ef upp kemst að flugið frá meginlandinu til Lundúna hafi ekki verið nýtt. Martin O’Neill sagði tíma kominn til að stjórnvöld kanni verðlag í ferðamannaþjónustu. TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfekiptur 1.519.000 KR. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Setfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Rými? Þægindi? Öryggi? Sparneytni? Fjórhjóladrif? Gott endur- söluverð? Óttastu bensínhækkanir? Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu WAGON R+ BALENO TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: WAGONR+ 1.099.000 KR. 1,3 GL3d 1.195.000 KR. WAGONR+4X4 1.299.000 KR. 1,3 GL 4d 1.295.000 KR. 1,6 GLX4d 1.445.000 KR. 1 ÓDÝRASTI 4X4 BÍLLINN 1 1,6 GLX 4x4 4d 1.575.000 KR. AMARKAÐNUM 1,6 GLXWAGON 1.495.000 KR. 1,6 GLXWAGON 4x4 1.675.000 KR. VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: JLX SE 5d 1.830.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GR.VTTARA2,5LV6 2.429.000 KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.